Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 11
íiaws verð á útlemum vörum hefði verið að mun Jægra en mitt, þegar þá líka varan var verri. Ágúst Helgason seglr t.d. að kaffi Zöllners ha.fi verið verra en mitt ’kaífi nr. 2, og banka- foyggið verra en mitt banka- bygg nr. 3. Þegar báðar skýrslur mínar um fjársöluna voru kom.nar út, sáu þeir Zöllner og Vídalín fram á, að öll þj'óðin hlaut að sjú. hversu óheilindin í við- skiptum þeirra við kaupfélög- in voru mikil. Þeir fengu þvi flest blöð landsins á sitt band, svo sem Þjóðviljann unga, Þjóðólf, Fjallkonuna, Austra og blað á Akureyri til að gera árásir á mig og lofa Zöllner. Aðalumboðsmaður Z. á Norð- urlandi var látinn mótmæla seinni sikýrslu minni og segja að hún væri röng. Gegn þeirri staðhæfingu fékk ég frá fylgdarmanni miínum, Sigurði Fjeldsted, eftirfarandi vottorð, sem stendur í ísafold 10. apríl 1895 og hljóðar svo: ,,Hér með votta ég undirritaður, sem var fylgdarmaður hr. Björns Krist- jlánssonar í Reykjavíik á næst- liðnu hausíi, er hann flutti fjár farminn með gufuskipin.u Princess Alexandra, að allt sem nef.ndur Bj'örn Kristj'áns- son hefur frá skýrt um flutn- ing fjárins og ferð sína, frá því skipið lagði af stað héðan, og þangað til hann fór aftur til íslands ásamt mér, í nóvember næstl., er í ölluim greinuim ré.t frá skýrt, e'ns og í skýrslunni stendur í fiylgiblaði Isafoldar, Fjársöluimiálið II.“ pt. Reykjavilk, 28. febrúar 1895, Sigurður Fjeldsted frá Hvitárvöllum. Nokkrir menn aðrir en Ágúst Helgason og Sigurður Fjeldsted gengu í lið með mér, og v'l ég sérstaklega benda á ri'.gjörð sam heitir „Vöruverð Zöllners & Co. Samanburður" í ísafoid 26. janúar 1895. Enn- fremur ritgerðir í sama blaði 16. marz, 10. apríl, 1. mai, 15., 18. og 25. maí 1895. Haustið 1894 skulduðu pönt- unarfélögin, sem ég hafði keypt fyrir ekki nema 6000 mörk og átti það að greiðast af fyrr: farm'nuim. En Rennie greiddi aðeins skipsleiguna af andv'rði hins slátraða fjár, en hélt afganginum föst- um kr. 2.263,95 vegna þess að ég fór í skaðabótamál við hann. I einni aí ferðom mínum til Hamborgar þá um haust'ð, lán- aði e'nn a.f v num mínum í Ham- borg mér 6.000 mörk til að borga með flélagsskuid'rnar, og greiddi é,g þá skuld á réttuim tíma frá sjálfum m:ér. Ég hafði nú greitt allan kostnað sem leiddi af mál'nu, nerna máls- kostnað mótparts míns á Skot- landi að frádregnu því, sem stóð inni hjá honum, kr. 2,263,95. Var ég með yfirréttar- dómi dæmdur til að greiða Rennie í viðbó kr. 3,707,99 og var dómur'nn, byggður á því, að af þvi ég sjáífur hafði höfð- að málið á Skotla.ndi, hefði ég beygt m'g undir skozkan dóm- stól. Persónulega tapaði ég um 20 þúsund krónum við þessar tilraunir, sem miondu ha.f'a rið- ið mér að fullu fjárhagslega, ef ég hefði ekki verið búinn að ávinna mér mjög sterkt láns traust í Haimtborg og Glasgow þau 7 ár, sem ég hafði þá verzl að. Og þetta tap hafði ég ekki meir en inn unnið þau 14 ár sem ég verzlaði eftir þetta og aíhenti Jóni syni minuim verzl- unina 1. janúar 1910. TILGANGINUM NÁÐ Með þessum aðfiörum, sem hér að framan er lýst, höfðu Zöllner og Vídalín náð til- gangi sínum, að verða aftur einvaldir uim fj'ársöluna til Bretlands. Vi'.anlega voru það ekki þessar 2000 kindur, er ég flutti út, samhliða um 45000 sauðom sem Zöllner flutti út á ári, sem var honum mesti þyrn ir í auguim, heldur hitt, að það skyldi svo áþreifanlega sann- ast á verði útlendu vörunnar, að hann rak svikna umboðs- verzlun, að hann lagði tak- markalítið á útlendu vöruna, og gaf meira fyrir féð en það var vert. Þetta orsakaði að R & D. S.rnmon flúði með sin fjárkaup til Noregs, sem sjá má af síð- ari skýrslu minni. Og þetta létu kaupfélagsstjóramir við gömlu kaupfélögin sér vel lí'ka og flest blöðin, sem voru háð þeim. Isafold stóð ein eins o,g klettur úr hafinu, sam ekki sýndi velþóknun sína á þess- um verzlunarháttum Gyðinga, né brELski þeirra með verzlun bænda og islenzkra kaup- manna. Islenzk'.r kaupmenn sem voru í klónum á Gyðing- um um þetta leyti, urðu allir gjaldþrota. Þannig fóru þessir kaupmenn, sem verzluðu vlð Gyðinga í Höfn á höfuðið: 1. Einar Jónsson á Eyrar- bakka, sem efnaðist vel, á með- an hann aðeins keypti og seidi innanlands. 2. Guðmundur ísleifsson á Háeyri á Eyrarbaklka. 3. Jón Árnason í Þorláks- höfn, sem var stórefnamaður er hann byrjaði að verzla. 4. Jón Ó. V. Jónsson í Reykjavík. 5. S'.gurður Magnússon í Roykjavik. 6. Þorsteinn Egilsen i Hafn- arfirði, og eflaus. fleiri. Alve.g eins heifði farið fyrir kaupifélögunum þá, ef þau hefðu rekið viðsikipti sin við aimenning á heilbrigðum verzl- unarfyrirkomulagsgrundvelli, og sem þau frá upphafi hefðu átt að gera, keypt við móttöku innlendu vöruna fyrir ákveð'ð verð, sannvirði eiftir því sem næst varð komis:, eins og kaupmenn, og selt útlendu vör urnar einnig með ákveðnu verði. Sli-k viðsikipti eru al- mennlngi sklljanleg, önnui' ekki. Þótt það verzlunarfyrir- kicimulag sé notað hj'á kaupíé- lögum, má alveg eins skipta gróða i árslok fyrir því, leggja í ýmsa sjóði o.s.frv., og að fnna tap'ð, ef um halla á reks.rinum er að ræða. Með því eina móti vita viðskipta- menn um hag sinn á öllum tím- um ársins, í staðinn fyrir eft- ir eitt eða fieiri ár, e.'ns og nú gerist. En á blekkingunum hjiör uðu kaupfélögin flest. Þannig hjarði eiit kaupfélagið t.d. á Austurlandi fyrstu 3 árin, á eintómuim blekkingum forstöðu mannanna. Það hafð; stórtapað á sölu á innlendum afurðuim, miðað við innlent kaupmanna- verð, og nálega allt tapið féll á 1. árið, sem auðvi'.að hefði þá átt að jafna niður. En fyrst að 3 árum liðnum, jafnar kaup félagsstjórnin tapi þessu niður á félagsmenn með 9% af allri úttekt þeirra öll 3 árin. KaupfélagSimenn vissu því ekki fyrr en þeir voru komnir í stór skuld við félagið. Ég hafði nú gert tilraun til að reka ráðvanda og heil- brigða umfooðsverzlun fyrir nokkur pöntunarfélög, og vildu bæði ég og aðrir hafa stækkað hana nokkuð með þvi, að selja fé til Bretlands. En ég komst nú að raun um, að sú hugsjón var á undan sír, um tíma. Ég hæt:i því við fjár- sölutilraunirnar, en hélt áfram pöntunarstarfseminni á útlend um vörum, einkum til félaga, sem næst miér voru, fram yifir aldamó in. Þar sem ég hafði orðið fyrir svo m'.klu tapi, varð ég líika, að verja meira af kröftum mínuim til að auka og bæta miina eigin verzlun, og lánað'st það furðanlega eftir ástæðum, þó aldrei yrði ég vel efnaður maður. Vanalega var ég ái'lega á fundum pöntunarfélaganna, einkum í Árnes-, Borgarfjarð- ar- og Dalasýslum, voru þeir oftas. haldnir síðari hluta vetr ar. Fór ég þá oftast einsamall fótgangandi milli Borgarfjarð- arsýsiu og Árnessýslu. En til Dalasýslu fór ég ríðandi, og hafði duglegan fylgdanmann. Einu sinni lentum við í mikilli svaðilför í bráðri leys- ingu, vestanvert í Bröt.u- brekku, komumst báðir á flot í stríðum straum. Það vil'di þá til, að regnkápan mín flæktis1 um stein, sem stóð upp úr isn- um niðri í straumhörðu vatn- inu, og við það gat annar okk- ar kastað sér upp að landi og bjargað hinum. Annars hefði dauðinn verið vís. Við urðuim að krækja upp i fjall til að komast yfir aðai gilið, og komumst að Hundadal um kvöldið illa leiknir og feng- um ágæta aðhjúkrun. Daginn eftir átti ég að vera á fundi í Dölunum. Fórum við tímanlega á stað morguninn eftir, 5 i hóp. Bauð bóndinn mér s rax að koma á bak gæð- ingi er hann átti og þáði ég það. En eigi vorum við fiyrr komnir á stað, e.n hesturinn þaut af stað eins og byssu- brendur, eftir hinum stóru völl um, sem eru flyrir vestan Hundadal, og ianga leið á und- an hinum. Ég gat enga stjúrn haft á hestinum, og seinast var ég svo u-ppgefinn að halda mér, að é,g sá eklki fram á ann- að, en að verða að detta af baki á fljúgandi ferð'nni. Allt i einu, og án þess að hestur'nn hægði á sér, snar stanzaði hann, og stóð alveg í sömu sporum og hríöskalf. Ég reyndi að hreyfa mig litið eitt til að vita hvort hesturinn ryki ekki á stað aftur, en hann stóð í sömu sporum og skaif. Ég fór þá varlega að reyna að skríða ofan af hest- inum og tókst það, og í því ko-mu fyl.gdarmenn miínir. Eigandinn sagðist aidrei hafa séð hestinn skjálfa svona, hann hlyti að hafa orðið hræddur v;ð eitthvað. Við höfð um svo hestaskipti og héldum til fundarsiaðarins. Nokkuð m'örgum árum siðar, eftir að ég fór að þekkja spíri- tismann, var ég á einkamið- ilsfundi hjá Isleifi Jónssiyni, gjaldkera, sem er sérstaklega trúverðugur miðill. Þar komu í samband, Bjiörn Jónsson rit- stjóri, séra Jens Páisson o.fl. sem þá voru látnir. Séra Jens Pálsson spyr mig þá, hvort ég myndi ef.ir ferð minni í Dali, þegar ég hafi verið kominn í lífsháska á ólma hestinum. Seg ir hann mér þá, að vinir miín- ir hinum megin, hafi ekki séð annað ráð til að bjarga mér, en að gera hestinn blindan nni stnnd. Við það hafi hann orðið hræddur og stanzað strax. Þá fyrst varð mér ljóst hvernig á þessu stóð. Og sam- kvæmí liifsreiynslu minni hafði ég ekki ástæðu til að vefengja það, sem hér var sagt. SJÓHRAKNINGAR Eins og ég gat um í kaflan- um „Vistaskipti", reri ég allar vertíðir er ég var vinnumaður á Eiði, og að ég hafði um há- sumarið róið með skötuióð til þess að fiska með skö u og lúðu. Um aldamótin 1900 gerðu Reykvikingar iitið eða ekkert af því, að stunda þessa veiði, og var oft lítið um nýjan fisk í bænum. Ég fiékk því sterka löngun til að reyna þessa veiði á ný, með aðeins fáum sjómönn um. 'Nú var slíks afla ekki að vænia nema vestarlega í fló- anum, og helzt sunnarlega. Skipið til þess þurfti þvi að vera stórt, en stórt skip út- heiimtir marga menn. Ég afréð þvi að kaupa mér tiæring i góðu standi, sem ég gat fengið suður í Höfnum Og til þe.ss að komast af með 4 menn í stað- inn fyrir 10—il menn, ákvað ég að kaupa mér gu.fiuketil með vél i skipið, ef ég gæti fengið einhvern mann í bænuim, sem kynni að stjórna slíkri vél. Nú fannst enginn sliikur maður, af- réð ég þvi, að læra sjálfur, aö s.jórna vél þeirri, sem ég ætl- aði að kaupa. Ég fór svo utan árið 1899 eins og ég gerði á hverjum vetri, og þá í ýmsum erindum, og keypti mér lítinn gufuketil næstum nýjan, án eimþéttis (condensator) með vél og skrúfu, þvi ketill með eimþétti mundi hafa orðið mér alltoí dýr, og útheimta fulla véla þekkingu. Vélin var nú sett í tiæringinn, og rónir nokkrir róðrar langt suður og vestur i Faxaflóa, og aflaðist sæmilega vel. Vegna þess að no a varð sjó á ketilinn, og að fljótt saf.n aðist salt í hann, varð iðulega að „blása út“, sem kallað var, það er, að hleypa sem mestu af saltinu út, sem safnaðis. fyr ir í katlinum. Og þess þurfti vel að gæta. Skipshöfnin var aðeins 4 menn, Þórður Pétursson í Oddgeiisbæ, Magnús Einars- son í Melkoti, Jón Helgason frá Miðseli og ég. Einn sunnudagseftirmiðdag í júlí var lagt á s að í nýjan róður i blíða logni. Af þvi ég þurfti að koma stúlku upp að Hvitárvöllum í Borgarfirði. byrjaði róðurinn á því að fara þangað. Farið var alla leið upp Hvitá að Hvitárvöllum. Þar varð lítil viðdvöl, en farlð til baka út Borgarfljörð. Þeg- ar komið var á mó.is við Akra- nes, var mjög farið að syrta í lofti. Þórði leizt afar illa á veð urútlitið og viJdi lenda á Akra- nesi. Af þessu varð þó ekki, og var haldið suður og vestur fló- ann, þangað til komið var vest- ur um „Hvalfell að“, sem kall- að er, eða vestur úr svoköll- uðum Rennum. Þangað var komið um kl. 11 á mánudag, og var þá farið að hvessa af suð- aus.ri. Snöggvast var rennt með handfæri, og fiskaðist ein stór lúða og 2 skötur á færin. Síðan var byrjað að leggja skötulóðina, en alltaf óx vind- urinn, og það svo, að ekki var hægt að koma út nema hálfri lóðinni. Þá var komið af- spyrnurok, og var þá lagst vlð dreka. 1 skipinu var 160 faðma nýtt manillatóg til að liggja við ef með þyrfti. Skiptu menn nú með sér verkum. Ég hélt áifram einn að stjórna katl'i og vél og að stýra skipinu, Þórður Pé:- ursson, aflmesti maðurinn tók að sér að halda stöðugt í legu- færiö, og að verja það á hnifl- inum með vettlingum og öðru er til náðist, annars hefði legu- færið svipst í sundur, er sjór fór að s.ækka, enda er sjór þar mjög krappur. Hinir 2 háset- arnir áttu að ausa skipið. Brátt ætlaði skipið að fyllast, því var það ráð tekið, að strengja segiið yfir miít skip- ið. Iðulega urðu þessir tveir menn að skríða undir segl- ið til að heila sjónum út af því. Einn sjórinn kom svo illa á skipið, að hann fyllti reyk- háfinn, svo að eldurinn drapst. Hafði ég mikið fyrir því ein- samall að kveikja upp á ný, en áriðandi var, að halda vél- inni ávallt gangandi, bæði til að halda skipinu upp i ölduna, og til þess að lé.ta á legufiær- inu. Þegar sjórinn reið á skip- ið, varð Þórður alltaf að gefa eftir á legufærinu, svo það sviptist ekki í sundur, er sjór reið undir, og að haia það inn, á milli sjóa. Oft var legufærið nálega búið að kippa Þórði ú,t- byrðis. Aðal rokið stóð frá mánu- mánudagskveldi til fim.m udags nætur. Þá lægði veðrið og vindurinn gekk til vesturs og útnorðurs. Allan tímann stóð ég við stýrið, gæt.i eidsins undir katl inum, hleypti saltinu úr hon- um, með stuttu millibili og bar á vélina, en Þórður Pétursson var við legufærið allan tímann án hvíldar. Allir urðum við holdvo ir inn að skinni, þegar í byrjun roksins, enginn neytti neins, fyrr en lygndi, og um svefn var auðvitað ekki að ræða. Á fimmtudagsmorguninn snemma fórum við allir að heit- um katlinum og úr hverri spjör til að vinda föt.n og þurrka þau við ketilinn, sem við höfðum brey t yfir. Þá fyrst var neytt matar, og nýr fiskur soðinn við gufu í fötu, sem var í skipinu. Síðan var lóðin tek'n og kom'st upp und'.r Akranes þann dag og lagst þar. Dálítils svefns nut- um við þá nótt, þó und'r ber- um himni væri. Á föstudeginum um miðjan dag var komið til Reykjavíik- ur og mun enginn Reykviking- ur hafa vænst þess, að sjá okkur liifandi. Ekki hefði ver- LSJ 26. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.