Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 4
eftir Graham Greene Þreytt röddin hélt áfram. Hún virtist klífa geypileg- ar torfærur á leið sinni til máls. Maðurinn er veikur, hugsaði Crashaw ofursti með vorkunn og gremýu um leið. Hann hafði kliffið í Himalaja- fjöllum á yngri árum sínuim og minntist þess hvernig draga þurfti oft andann við hvert skref, sem stigið var, er kramíið var upp í ákveðna hæð. Firnm feta hár ræðupallurinn i tón- listarsalnum í ölkeldubæ virt- ist valda ræðumanninum við- líka örðugleikum. Það var mis ráðið af honum að hætta sér út í svo hráslagalegu veðri, hugsaði Crashaw oíursti, hell.ti vatni I glas og ýtti því yfir borðið til ræðumannsins. Salurinn var illa upp hitaður og gular læður vetrarþokunn- ar leituðu sér sprungna í hin- um fjölmörgu gluggum. Ekki lék lengur á því mi'kill vaffi, að ræðumaður var kominn úr öllu sambandi við áheyrendur sína. Þeir voru dreifðir um sal- inn í smáhópum — rosknar konur, sem drógu etnga dul á það, hve grimmilega þeirn leidd ist, og fáeinir karlmenn, með svip af liðsfiorimgjum á eftir- launum, s.em gerðu sér læti. Crashaw ofursti, sem var for seti Sálarrannsóknafélagsins þar á staðnum, hafði fengið boð frá ræðumanni fyrir rúm- um viikutíma. Þau voru rituð hendi, sem skaltf af veikfadum, elli eða þá ofdrykkju og i þeim farið fram á það, að boð- að yrði til sérstaks fundar í félaginu. Skyldi þar skýrt frá undursamlegri, afar áhrifamik- illi upplifun, meðan hún væri ennþá ný og fersk í huga, en litlar skýringar hins vegar gefnar á þvi, hvers eð'lis reynsla þessi eða upplifun væri. Crashaw ofurstá hefði hugsað sig tvisvar um að taka undir þetta, hefðu boðin ékki verið undirrituð af Philip Weaver, fyrrum majór í hern- um á Indlandi. Sjálfisajgt var að verða gömlum vopnabróður að liði, stæði það í valdi manns; og þessi handsikjálfti hlaut annað hvort að vera af elli sökum eða veikinda. Það kom í ljós, þegar þeir hittust í fyrsta sinni á rseðu- pallinum, að hann mundi fyrst og fremst stafa af hinu síðar nefnda. Weaver majór var tæp ast eldri en sextugur, hár vexti, grannur og d'ökkur yfirlitum með Ijótt, þrákelknisiegt nef og hæðnisglampa í augum; nokkurn veginn ólíkiegasti maður til þeiss upplifa nokkuð, sem ekiki ætíi sér auð- sénar skýrfagar. Það í fari hans, sem helzt vakti andúð með Crashaw, var það, að Weaver notaði ilmvatn; úr hvítum vasaklút, sem slútti úr brjóstvasa hans, lagði svo þrungfan og sætan þef, að ekki hefiði lagt hann sterkari af fullu altarí af liljum. Nokkrar kvennanna fitjuðu upp á nef sér og Leadbitter hershöfðingi spurði hárri röddu, hvort sér leyfðist að reykja. Það var alveg a-uðlséð, að Weaver skyldi hvar fiskur lá undir sieini. Hann brosti ertn- islega og spurði mjög hægri röddu: „Væri yður sama, þótt þér slepptuð því? Ég hef ver- ið slæmur í hálsfaum undanfar ið.“ Crashaw tautaði eitthvað á þá leið, að veðrið heifði ver- ið andstyggilegit undanfarið fjöldi fóllks hefiði orðið fyrir barðinu á inflúensunni. Hæðn- isleg augam beindust að honum og Weaver virti hann hugsi fyrir sér um leið og hann sagði röddu, sem dró um salinn hálf- an: „Það er krabbi, sem að mér gengur.“ Þessum ónauðsynlega trún- aði fylgdi dauðaþögn í salnum, þrungin gremju og hneykslun, en Weaver lét það ekki á sig fá, heldur hóf máls án þess að bíða þess, að Crashaw kynnti hann. 1 fyrstu virtust honum liggja ósköpin öll á. Það var ekki fyrr en á leið, að þassar ógnvænlegu hindranir tóku að verða á vegi hans. Honum lá hátt rödd, sem á sfiundum brast i gaul og hlaut að hafa verið alveg óvenju leiðinleg að heyra við heræfingar. Hann bar i fáum orðum lof á félagið þar á staðnum; athugasamdir hans voru rétt mátulega ýktar til þess að valda gremju. Hann kvað sér vera mikila ánægju að því, að gefa þeim kost á þvi að hlýða á mál sitt það sem hann hetfði að segja þeim, gæti gjörbylt skoðunum þeirra á hlutfalislegum gildum efnis og anda. Sá er dularfullur, hugsaði Craishaw með sér. Weaver tók að hreyta út úr sér sjálfsögöum hlutum hárri röddu sinni. Andinn, sagði hann, var máituigri, en mönn- um var ljóst; lífeðlisfræðileg starfsemi hjartans, heilans og tauganna var óæðri andanum. Andinn var allt. Hann endur- tók orð sín og rödd hans steig til iafits i ryklkjóitu væli, eins og leðurblökur væru þar á ferð; „Andinn er svo langtum máttugri en þið haldið." Hann greip hendi um háls sér o,g gaut augunum út undan sér á gluggarúðumar og þokuna, sem á þeim lá og upp. á Ijós- kúpulinn, sem kraumaði i af hitanum og daufri týrunni. „Hann er ódauðlegur," til- kynnti hann þeim, grafal- Ótvíræð sönnun varlegur á svip, og þau iðuðu á stólum sínum, þreytt og leið og óhæg. Þá var það, sem þreytan tðk rödd hans og mál hans brast. Vera má, að það hafii verið að kenna vitundfani um það, að hann var gersamlega kominn úr sambandi við áheyrendur sina. Raskin kona á aftasta bekk hafiði tekið upp handa- vinnu sína og það leiftraði af prfónum hennar, er geislarnir hittu þá. Hæðnisglampinn hvarf í svip úr augum Weavers og Crashaw veitti athygli tóm- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.