Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 9
væri, sem fengaðist með einka- vögnunum. En þegair hinum ókunna ferðalang var sagt frá þvi, að 'lestin mundi staldra við í niutíu minútur í Ogden, lét hann einkaritara sína skýra frá því, að hamn vildi þegar stað taka á leigu aðra lest og halda undir eins af stað i áttina til Las Vegas, sem var ákvörðunar staður hans. HANN KAUPIR HÓTEL FYRIK 13 MILLJÓNIR DOLLARA Honum var sagt, að það kost aði 17 þúsund dali (um 1,5 millj. ísl. kr.) að losna við 'þessa níutíu mínútna töf. Þær upplýsingar höfðu engin áhrif á einkaritarana, sem sögðust þurfa að ílýta sér, og þessi 17 þúsund dala lest dró vagn- ana tvo yfir viðáttuna miklu, sem aðskilur Utah og Nevada. Þegar loks var gefin skipun um að nema staðar, var lestin fáeinar mílur frá Las Vegas á stað, sem tæpast er annað en punktur á landabréfi, og þar biðu allmargar bifreiðir. Líf- verðirnir báru sjúkrabörur út úr öðrum vagninum, lotningar- fullir á svip, en á börunum lá maður, sem leit út fyrir að vera dáinn eða fársjúkur, og þeir báru hann inn i eina lúxus-bif i'eiðina. Bifreiðaflotinn stefndi áleiðis tid Las Vegas borgar, og nam staðar fyrir utan risahótelið „Desert Inn“, sem jafnframt er eitt helzta spilavitið. Öll níunda hæðin hafði verið undirbúin fyrir komu þessa manns, sem ekki vildi iáta upp skátt um nafn sitt. En allir vissu, að hér var á ferðinni Howard Hughes, milljarðamær xngurinn, sem var að koma frá Boston, þar sem hann hafði gengizt undir uppskurð, (menn vissu ekki hvers konar), en þar hafði hann einnig leigt heila hæð í sjúkrahúsi í all- marga daga, áður en hann fór burt með þessu skrýtna föru- neyti. Fjöldi spilagesta og blaða- manna aðstoðaði við að bera sjúkrabörurnar upp stigann. En á meðan á þessu stóð kom hin yfirgefna lest inn á braut- arstöðina i Las Vegas, og út úr henni steig Howard Hughes, illila rakaður eins og hans er vandi, í gatslitnum buxum og skóhlífum. Hann gekk þvert yfir forsal hótelsins, þar sem allir stóðu og ræddu nýaf- staðna atburði, fór inn i lyft- una og hélt upp á níundu hæð. Á sjúkrabörunum hafði að- eins vei’ið brúða, og Howard Hughes gat gengið í mannfjöld anum, eins og ósýnilegur mað- ur, því að ósýnilegur hafði hann orðið, ekki á yfirnáttúru- legan hátt eins og í skáldsög- um, heldur með þvi herbragði að afmá sig úr minningu sam- tímamanna sinna með því að sýna sig aldrei neinum, nema tiuttugu og fjórum trúnaðai’- mönnum, sem skiptast á að gæta hans dag og nótt, sex og sex í senn, á fjögurra til átta stunda vökturn eins og á skipi. Og enginn þessara manna hef- ur nokkru sinni brugðizt þagn- arskyldu sinni — þvi að þeir eru mormónatrúar, neyta hvorki áfengis né tóbaks, og eru alls trausts verðir. Framhald á bls. 10. Haustsýning FlM hefur með árunum orðið viðburður, sem beðið er eftir, vegna þess að hún á að mninsta kosti að vera öllum frjáls til þátbtöku og ætti að geta gefið einhverja mynd af stöðu myndlistarinnar á hverjum tíma. Að þessu leyti er haustsýningin eins og opið íþi'óttamót, þar sem gott tæki- færi gefst til að bera saman getu einstakra manna svo og styrkleikann í heild. Stundum hafa þessar haust- sýningar valdið vonbrigðum og jafnvel leiða, sem smám saman verður til þess að fölk hættir að nenna á málverkasýningar. Það hefur oft komið fyrir að örfáir menn táka upp meiri- partinn af sýningarrýminu. Maður gat sagt við sjálfan sig áður en inn var komið: Nú blasa þeir við þessir sömu, sem af einhverjum ástæðum eru allt aif hengdii', þar sem mest ber á og myndirnar eru eins og í fyirra og hittíifyrra og áriö þar áður. Maður hætt- ir að muna, hvað langt það nær aftur í tímann. Sýningin í ár er kannski ekki mjög athyglisverð á neinn hátt, en hún er betri en oft áður. Það kemur fyrst og fremst til af því, að nýtt og ókunnugt fólk er að bætast í hópinn. Sýningargestinum verð- ur gleðiefni að sjá eina og eina mynd, sem eklki var þarna í fyrra og ái'araðir þar á und- an. Það er einnig greini'legt, að stóraukinn áhugi er á skúlptúr. Og það telst til tið- inda, að verk skuli seljast svo uim munar á samsýningu, þar á meðal skúlptúr. Einnig er sú tilhneiging augljós, að nota fleii'a til myndsköpunar en olíuliti á léreft. Það vekur athygli, að ungu málarana vantar, þá er standa að SÚM félaginu. Þeim finnst aö v.ísu sumum, að FlM sé fé- lagsskapuir gamalla kalla og þeir eigi ekkert erindi þar. En sýningin mundi óneitanlega fá stóraukna breidd með þátt- töku yngri manna. Það vekur einnig athygli, að mairga kunn- ustu myndlistarmenn okkar vantar; margir þeirra eru rneira að segja í félaginu. Þar á með al má nefna Forvald Skiila- son, Veturliða, Benedikt Gunnarsson, Sverri Haralds- son, Steinþór Sigurðsson, Sig- urð Sigurðsson, Jóliannes Geir, Eirík Smitli, líring Jóhannes- son, Svavar Guðnason, Örlyg Sigurðsson, Jóliann Briem og Gunnlaug Sclieving. Mætti af því ráða, að einhverskonar leiði hafi einnig gripið um sig í röðum málaranna sjálfra; þeir hafa varla mikinn áhuga á að gera haustsýninguna sterka, fyrst þeir kæra sig ekki um að vera með. Aðeins 22 málarar sýna þai-na og getur það naum ast talizt breið yfirltssýning. Aftur á móti sýna sumir þeir'ra fjögur verk og sýnist það að minnsta kosti í sumum tilfell- um vera óþarflega vel í lagt. Það hefur oft vakið athygli og jafnvel vei’ið brosað að því, hvað sýningarnefndir félagsins ei’u rausnai’legar við sjálfa sig. Þeir sýningai'nefndarmenn úr hópi málara áttu samtals 15 myndir á veggjum Norræna húsins. Samt var ekki hægt að taka eina einustu mynd eftir Finn Jónsson og sendi hann þó tilskilinn fjölda til að velja úr. Kannski er það ekkert stórmál og sjálfsagt að sýningai’nefndin taki það, sem henni lízt bezt á. Bragi Ásgeirsson minntist á i grein í Morgunblaðinu, að óþarft væri að líta einvörð- uingu til hinna ungu í von um frjóa listsköpun og nýjar hug- myndir. Þetta er hverju orði sannara hjá Braga. Myndlist- in hefur að því leyti sérstöðu meðal flestra listgreina, að fjölda margir myndlistarmenn virðast stamda uppá sitt bezta um sextugt og jafnVel síðar. Það er auðsætt mál, að menn staðna á öllum aldri og i mytnd- listinni staðna sumir þvi mið- ur nokkuð snemma. En öðrum auðnast að bæta við sig fram- eftir árunum. Bragi hefur sjálf- ur verið að gera tilraunir með hluti í myndir og hefiur þróað það svo verulegur fengur er að. Ég hef orðið var við, að margir hafa horn i síðu þessar- ar tegundar myndlistar. En eins og löngum áður skipt- ir minna máli hvað gert er, heldur hvernig það er leyst. Mér virðist Bragi rækta sinn garð með kunnáttu og smekk- visi. Einar Hákonarson hefur tek ið ákveðnum breytingum innan ramma þess myndstíls, sem hann hefur tileinkað sér siðau hann sýndi fyrst. Hann átti til að vera dálitið slappur i lit og ennþá er liturinn veikasti Franihald á bls. 13. v 26. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.