Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 15
Bragi Ásgeirsson Frh. af bls. 9. harla óhugsandi, og hafa kynni okkar landanna af Brande ver- ið okkur lærdómsrík reynsla." Þetta segir hinn ungi mynd- listarmaður, og hverjir verða til andsvara um réttmæti orða hans? Margvísleg efni haía verið notuð við útfærslu hugmynda á gaflana í Brande og fjöldi efn- anna hefur enn aukizt í sumar við tilkomu myndhöggvara í leikinn. Bærinn er löngu orð- inn þess virði að hann sé sótt- ur heim og þó var burðarás hugmyndarinnar ekki beinlínis óskin um aukinn ferðamanna- straum heldur um lifandi sam- félag. Myndirnar í Brande eru ekki gerðar með það fyrir augum, að standa aldur um ævi, heldur skulu veggirnir jafnan gefa svigrúm fyrir nýja listsköpun þegar þurfa þykir. Það hlýtur að gera það að verkum að lista- mennirnir verði óþvingaðri i vinnubrögðum og jafnvel stuðla að betri útkomu, þvi þeir losna undan þvi oki sem iðu- lega fylgir kröfunni um varan- legt listaverk. Tilgangslítið væri að kveða upp samanburðarlistdóm um framkvæmdirnar eða framlag íslendinganna, en þó held ég að fullyrðá megi, að þeir hafi orð- ið sér til sóma og jafnframt ís- lenzkri listmennt. Nauðsynlegt væri að virða fyrir sér mynd- irnar i umhverfi sinu til að geta dæmt með góðri samvizku, jafnvel litmyndir segja ekki nema hálfa sögu. Þó kemur mér það á óvart að Islendingarnir skuli ekki hafa vogað meiru, þeir eru allir þekktari fyrir annað en að láta sér nægja hefðbundnar lausnir í verkum sínum. En hér virðist glíman við múrinn og efniviðinn hafa vakað meir fyrir þeim en að vekja umtal fyrir frumleika, en það ber vott um listræna ögun og hugrekki, sem gerist stöðugt sjaldgæfari i stefnu- lausum heimi. Heilbrigði sjálfra framkvæmdanna er haf- ið yfir allan dóm. Ég tel það miklu mikilvæg- ara, að Norræni menningarsjóð urinn styrki slíka samvinnu meðal ungra norrænna mynd- listarmanna, en að halda áfram TJngdomsbiennalinum, sem enga framtíð virðist hafa fyrir sér i núverandi formi eftir atburð- ina í Osló i vor, en það er önnur saga, sem ég mun víkja að síðar. Bragi Ásgeirsson. Smásagan Frh. af bls. 5. beit um alla hliðina og sumt uppi í skriðunum fyrir neðan?“ ,,Ne-ei, ég hugsaði ekki út i það,“ sagði dengsl niðurlútur og grúfði sig aftur niður í lyngið, til þess að dylja tárin, sem nú vildu þrengja sér fram á hvarma hans, því að hinn hasti tónn í rödd bónda hafði meiri áhrif á hann en orðin sjálf. „En-e-n þa-það er alveg, alveg satt, að ég var líka að hugsa um hrafnalaupinn." „Jæja greyið mitt,“ mælti bóndi ögn mýkri í máli, þar eð iðrunarmerki drengsins vöktu athygli hans, þótt þau birtust ekki í orðum. „Þú hefur sjálf- sagt ekki drepið ána viljandi. Líklega hefur gömul hjátrú og sífellt raus um að steypa und- an hrafnaskömmunum, átt sinn þátt í þessari slysni. En ef svona lagað hendir þig enn á ný, eða eitthvað annað með hlið stæðum afleiðingum, þá get ég ómögulega haft þig lengur, og verð að senda þig aftur til for- eldramyndanna þinna.“ Drengurinn, sem fram að þessu hafði legið kyrr og varla hreyft legg eða lið, utan hvað hann einstaka sinnum hafði strokið lauslega um hausinn á tíkinni settist nú upp og fór að slíta lyngklær utanúr þúfunni, en mælti jafnframt svo lágum rómi, að vart mátti greina: „Það vil ég nú helzt ekki. Þar hefi ég ekkert að gera, og svo-o.“ Meira sagði hann ekki, því að hann blygðaðist sin fyr- ir að segja eins og var, að heima hjá honum bjó hann við sult og illt atlæti, þar sem vel úti látinn löðrungur fylgdi jafnan uppátækjurri hans. „Jæja þá,“ mælti bóndi, „við sjáum til og tölum um það seinna. En nú skulum við koma okkur heim. Ég sæki svo Gránu á eftir, og láttu mig um að tala við gömlu konuna, það er ekki vert að hún frétti neitt um þessar steinaveltingar þín- ar.“ Á leiðinni heim dalinn gengu þeir hlið við hlið, en tíkin hún Doppa hljóp á undan þeim og tók langhopp af kæti, líkt og hún fyndi á sér, að þessi leið- indadagur hefði þó að lokum endað vel. Þar kom og, að dengsi áræddi að læða mjósleg- inni hendi sinni í sterklegan hramm bónda, eins og vildi hann á þann innilega hátt biðja um fyrirgefningu á yfirsjón sinni og þvi, sem gerzt hafði og kynni að gerast. Bóndi lét það gott heita. Leit ihugandi niður á ljósan hrokk- inkollinn við hlið sér og fann, að þrátt fyrir allt kunni hann undarlega vel þessari grönnu og köldu lúku, sem leitaði skjóls í þykkvum og heitum lófa hans. Kvikmyndir Frh. af bls. 4. annarri, en hvorug stúlknanna er fær um að gefa eða þiggja, þær lifa í eins konar tómarúmi. En meðfram söguþræðinum um Maríurnar kemur Chytilová að alls konar innskotum og áróðri gegn karlmönnum. Nýlega hef- ur Chytilová lokið við aðra mynd í Belgíu, „The Fruit of Paradise", fantasiu með súrreal istísku yfirbragði, um unga stúlku sem ýtir á eftir eigin eyðileggingu af persónulegum og hugsanlega af óviðráðan- legum ástæðum. Chytilová segist fyrst og fremst hafa áhuga á öllu er varðar konuna, og þar með einnig jafnrétti kvenna, en seg ist þó á engan hátt vilja spilla samskiptum sinum við karl- menn. Agnes Varda hefur hins veg- ar ekki látið á því bera í mynd um sínum, að hún helgi sig kvenréttindabaráttunni í rík- um mæli, nema ef vera skyldi í síðustu mynd hennar „Lions Love“. Varda er þekkt hér á landi fyrir „Le Bonheur" (‘65) en síðan hefur hún gert „Les Créa tures“ (‘65), þar sem húnbland ar saman raunveruleika og hug arburði í einn hrærigraut, og tvær stuttar áróðursmyndir, „Black Power" (‘67), um Svörtu Pardusdýrin og einn þátt átti hún í „Loin du Viet- nam“ C67), ásamt þeim Godard, Resnais, Klein, Ivens og Lel- ouch. Varda er gift franska leik- stjóranum Jaques Demy („Stúlk urnar frá Rochefort (‘66)) en hann lauk við myndina „The Model Shop“ í Ameríku 1968. Á meðan dundaði Varda sér „underground" og lauk við myndina „Lions Love“ á sið- asta ári. Með helztu hlutverk fara þeir Gerome Ragni og Jam es Rado, höfundar söngleiks- ins „Hair“, og Viva, skærasta stjarna Andy Warhols. Auk þeirra kemur leikstýran Shirl- ey Clarke fram í myndinni og leikur sjálfa sig. Þrátt fyrir mjög fáa tækni- menn og aðeins 20 síðna hand- rit, af hverju u.þ.b. þrír fjórðu voru viðtöl. befur Varda tekizt að framleiða mjög lýriska og sérstæða mynd, sem álitin er hennar bezta til þessa, að „Le Bonheur" hugsanlega undan skilinni. Undir lok myndarin. ar hefjast umræður milli Rado, Viva og Ragni um hið erfiða meðgöngutímabil konunnar og skiptir það engum togum að þau halda út á götuna og fylla íbúðina snarlega af börnum. Annar karlmannanna er samt ekki alveg laus við allar áhyggjur: „Getum við skemmt þeim og komið í veg fyrir að þeim leiðist, áður en okkur fer sjálfum að leiðast?" spyr hann. Og einmitt I þessu, segir Varda, gæti hugsanlega legið hugmynd að næstu mynd henn ar, sem mundi fjalla um jafn- rétti kvenna, þ.e. hún á að sýna fram á, að konan þurfi að lifa fyllilega sjálfstæðu lífi eftir giftingu i staðinn fyrir á und- an. Susan Sontag var gagnrýn- andi, áður er, hún fann sig krn'iða til að sanna fyrir heim- inum að hún gæti gert betri myndir en margar af þeim sem hún skrifaði um. Varð úr því „Duet for Cannibals" (68), en áhorfendur urðu annað hvort syfjaðir eða yfir sig hrifnir. Nú er Susan lögð af stað með aðra mynd fyrir Sandrews Prodution í Stokkhólmi, sem ber nafnið „Brother Carl“. Hefur litið frétzt um efm þessarar mynd- ar annað en að hún er keim- lík hinni fyrri og fjalli um kyn líf tveggja hjóna, en að þessu sinni er þriðja aðilanum — bróð annars eiginmannsins — bætt inn í til að flækja málin frekar. Barbara Loden er leikkona, en er ef til vill þekktari undir nafninu Mrs. Elia Kazan. Frú Loden hefur skotið fröken Son tag ref fyrir rass, þvi að mynd hennar, „Wanda“, sem hún skóp handrit að, leikstýrði og lék aðalhlutverk i, er valin sem eina ameríska myndin til sýninga á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum núna i haust. Mynd- in var gerð fyrir réttu ári síð- an. „Allt, sem ég get raunveru- lega sagt um myndina er að hún er um stúlku, sem alls enga stefnu hefur í lífinu, stúlku, sem að lokum lendir í slagtogi með manni, sem hefur alranga stefnu. Ég mundi ekki kalla þetta ástarsögu, þetta er frem- ur saga um villuráfandi ver- aldarræksni, sem ekki lifa, heldur eru aðeins til, leiksopp- ar augnabliksins, stefnulaus." Svo mörg voru þau orð. Hvort einhver þessara mynda hefur áhrif á kvenréttindabar- áttuna í heiminum í dag, skal ég láta ósagt. Hins vegar get- um vér verið öldungis óhrædd ir um að þessar myndir hleypi nýju blóði i íslenzkar rauð- sokkur, ef við getum treyst á hefðbundna afgreiðslu kvik- myndahúsanna hér heima. Útgefandi: Hif. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsion, Ritstj.fltr.: GIsli SigurCcson. Auglýsingar: Árni Garðar Krijtinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. Glugginn Frh. af bls. 14 Eftir að hann gerðist leikari, varð hann árum saman að smávinna sig upp í áliti sem leikari á Broadway. Á endanum fékk hann gott hlut- verk, en það stóð ekki lengi, og oft var hann svo langt niðri, að hann átti ekki einu sinni peninga fyrir mat. Arið 1956 kvæntist hann IMeile Adams, fallegri, dökkhærðri stúlku, sem þá dansaði í söngleik á Broadway. Oft gekk illa hjá þeim og eftir tveggja ára sambúð var svo komið, að þau voru að hugsa um að flytja til Ástralíu og setjast þar að. En þá bauðst honum hlutverk í einum stuttum sjónvarpsþætti í Hollywood. Þau fóru þangað og hann stóð sig vel í hlutverkinu og var boðið fast hlutverk í sjónvarpsþætti, sem gekk í nokkum tíma. Þetta var kúrekaþáttur — Wanted: Dead or Alive. Siðan bauðst honum lítið hlutverk í mynd með Frank Sinatra: Never So Few. Á eftir fylgdi svo hið fræga hlutverk hans sem byssubófi í likvagni í myndinni The Magnificent Seven — Sjö hetjur — þar sem hann skyggði gjörsamlega á aðalstjörnuna, Yul Brynner, og varð stjarna sjálfur fyrir. Siðan kom myndin Flóttinn mikli, þar sem hann sýndi listir sínar á vélhjóli, en erfiðustu þrautirnar lék annar kappi fyrir hann. „Ég var alltaf að reyna að stökkva á hjólinu yfir gaddavírsgirðingar, en ég datt bara beint á hausinn, og þá var annar fenginn til að leika þessa þraut fyrir mig." Síðan kom lægðartími í frægðarsögu hans með myndunum War Lover, Cincinnati Kid, Sand Pebbles, Love With The Proper Stranger og Nevada Smith. Hann hefur lítinn áhuga á að ræöa um þessar myndir, sem þó voru alls ekki slæmar. Hann var útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Sand Pebbles, en fékk þau þó ekki. En það var ekki fyrr en í myndunum The Thomas Crown Affair og Bullitt, sem hann sló i gegn á ný. Hann ætlar sér ekki að falla niður af tindinum aftur, svo hann passar sig á að lenda ekki í ónáð hjá kvikmyndaframleiðendum vegna kappakstursástríðunnar. En hann verður þó að fá að rasa út með því að aka hratt. Hraðinn hefur alla tíð veitt honum nauðsynlega útrás. Fyrir utan heimili hans standa fjórir bílar, Excalibur, Ferrari, Chevrolet og Jaguar, auk sex vélhjóla. Og hann á það til að þjóta í einhverjum bílnum eða á vélhjóli út á strætin eða út í eyðimörkina. Sagan segir, að lögregluþjónar á vélhjólum bíði stundum fyrir utan hliðið, tiibúnir að reyna að ná honum. En hann hefur alltaf stungið þá af, áður en þeir komast út að næsta götuhorni. Þeir ná honum aldrei til að sekta hann. svo að þeir verða senda sektarmiðana í pósti heim til hans. Og Steve hefur líklega efni á að borga nokkrar sektir, svona af og til. 20. sept. 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.