Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 1
Fyrir skömmu urðu nokkrar umræður í blöðum um Lögberg á Þingvöllum. Voru þær vakt- ar vegna gamals fólks, sem átt hafði í erfiðleikum að komast á þennan helga stað, en var kom- ið um langan veg. Að sjálf- sögðu voru ferðalangarnir og leiðsögumaður þeirra ekki i neinum vafa um, hvar Lögberg væri að finna á Þingvöllum. Þeir lögðu leið sína upp Al- mannagjá, að fánastönginni, sem þar rís á austurbarminum. Og fánastöngina hafa menn auðvitað reist í þeirri trú, að þarna sé Lögberg hið forna. Og til áréttingar hefur Lögbergs- nafnið verið klappað í stein, sem komið er fyrir á hæðinni á eystri gjárbarminum. Nú fer þvi fjarri að ég sé að gagnrýna það að menn leggi leið sina á Lögberg á austurbarmi Almannagjár. Sam kvæmt hefðbundnum og viður- kenndum skilningi er Lögberg þar og hvergi annars staðar á Þingvöllum. Vil ég þessu til áréttingar leyfa mér að vitna til nokkurra kennslubóka, sem kenndar eru i skólum landsins. 1 Islandssögu, sem kerind er í barnaskóla segir á þessa leið: „Lögberg ætla menn nú, að verið hafi á austurbarmi Al- mannagjár, nokkru vestar en Öxará fellur úr gjánni niður á vellina, þar sem Alþingi var háð árið 1930. Þaðan hallar of- an að ánni, og á tungunni milli árinnar og gjárinnar eru búðar rústirnar flestar. Er sýnilega forn vegur upp í gjána hjá Lögbergi, en þar fyrir framan, litlu nær vatninu, hefur verið brú á ánni og lögréttan háð á völlunum hinum megin Öxarár. Enginn ræðustóll gat verið betri en Lögberg. Hér safnað- ist þingheimur saman uppi í Almannagjá, en hún er hér all- breið og sléttlend og rúmar mikinn mannfjölda. En hvert orð, sem af Lögbergi er talað, bergmálar hátt og snjallt út yf- ir gjána frá hamraveggnum, sem gnæfir hátt við loft gegn Lögbergi. Á Lögbergi stóð lög- sögumaðurinn, er hann sagði upp þingsköpin, lögin og álykt anir lögréttunnar. Þangað gekk allur þingheimur í skrúð- göngu í þingbyrjun. Þar aug- lýstu menn ýmislegt, sem kom þinginu ekki við, en ætlazt var til að margir vissu, t.d. um Jón Hnefill Aðalsteinsson FYRRI GREIN hólmgöngur milli merkra manna, stór heimboð o.s.frv." Þetta er kennt í íslenzkum barnaskólum. Og í menntaskól- um er mjög svipaðri kenningu haldið á loft um Lögberg. 1 Nýrri Islandssögu er komizt þannig að orði: „Lögberg var miðstöð alþing- ishalds á þjóðveldisöld. Það var á eystribakka almanna- gjár; þar var hlaðinn allmikill stallur, og átti þar lögsögumað- ur sæti, lögsögumannsrúm, óg þar hafa goðar og aðrir höfð- ingjar safnazt saman við laga- uppsögn og tilkynningar lög- sögumanns. Að Lögbergi fluttu menn ræður í mikilvægum mál- um, þar lýsti Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, að allir skyldu kristnir á landi hér, þar var Gamli sáttmáli kunngjörður, og þar hefur allsherjargoðinn helgað þing bæði í heiðnum og kristnum sið. Það er helgasti staður hér á landi; við hann eru mikilvægustu atburðir í sögu þjóðarinnar tengdir fram til ársins 1271, þegar breyting var gerð á skipan alþingis. Ár- ið 1944 endurreisti alþingi Is- lendinga lýðveldi á Islandi að Lögbergi á Þingvelli við Öxará.“ 1 íslandssögu, sem kennd er við Háskóla íslands, segir á þessa leið: „Miðstöð alþingishaldsins var að Lögbergi, sem var á austurbarmi Almannagjár. Þar voru lögin sögð upp, nema veður bannaði. Þaðan fóru lög- réttur og dómar út til starfa. Þar fóru fram þinghelgun og þingslit, lýsingar ýmsar og stefnubirtingar, og þar fluttu menn erindi í heyranda hljóði.“ 1 þessum þremur tilvitnunum er gerð grein fyrir helzta hlut- verki Lögbergs í þinghaldinu til forna, en hlutverk Lögbergs er nauðsynlegt að hafa i huga í þeim hugleiðingum, sem rakt- A. Búð Snorra Þorgrimssonar, goða, 11. öld. Síðar búð ýmissa lögmanna, síðast Magnúsar Ölafssonar. — B. Búð (Valhöll) Snorra Sturlusonar, d. 1241. Búðarleifar sjást ckki. Öruggar heimildir eru ekki fyrir hendi, hver tjaldað hefur búða þessa í fornöld, og er nafnið eftir ágizkun manna um 1700. — C. Lögrétta hin forna. — D. Lögsögumannshóll. mmmm ALMANNAGJ, Löcjbercj...,, Spi«KP^PiÍÍiIsæp • ',v • '■ ■~.íí ••tj*. .ogrettap sgflÉ mm lisbúðarrimi) mm «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.