Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 9
 ■ ÍHlll upp frá því verkefnið algjör- lega í sameiningu með collage- tækni. Að lokum var uppkast- ið yfirfært á millimetrapappír með hliðsjón af margföldun við útfærslu myndarinnar á sjálf- an múrinn. Slík samvinna mun óvenju- leg meðal íslenzkra listamanna og hefur ekki verið reynd, svo að mér sé kunnugt hér á ís- landi, veit ekki önnur dæmi en Erró, sem um skeið málaði stórt málverk í París í samvinnu við tvo félaga sína fyrir nærri ára- tug. Skiptust þeir á að mála byrjunina, miðhlutann eða end ann á víxl, og mátti enginn sjá hvernig verkinu miðaði hjá hin um, fyrr en hann hafði lokið við sinn hluta, og að lokum var verkið i heild og þróun þess rædd og krufin. Slík tímabund in samvinna í margvíslegu formi hlýtur að vera mjög lærdóms- rík tilbreyting. Hinum ungu íslenzku mynd- listarmönnum var tekið með af- brigðum vel i Brande, málning var látin í té á innkaupsverði og margs konar aðstoð veitt endurgjaldslaust. Eigi að lýsa mynd Islendinganna, má segja, að hún sé nokkurs konar rythmisk myndaröð eða verk i fjórum þáttum, með einni heild arhreyfingu — útfærð i óhlut- lægu formi, en tekið mið af starfsemi verksmiðjunnar. Tvö aðalatriði eru látin ráða stefn- unni: arkitektónískur heildar- svipur hússins, svo og hvað fer fram innan veggja þess og þessu lýst á huglægan hátt. „Martinsens Tekstilfabrik“, er stærsta verksmiðja sinnar teg- undar í Danmörku á sínu sviði, sem er litun og þrykking á ýmis konar fataefni. Starf- andi eru hönnuðir frá ýmsum löndum á staðnum, enda mikill útflutningur frá fyrirtækinu með þeirri samkeppni, sem fylg ir sölu á slíkum vörum á er- lendum markaði. Rauðbrúnn múrsteinninn, sem fyrir var, var látinn vera með sem listrænt at riði og litur í heildinni í and- stöðu við það, sem fyrr hafði verið gert, enda hefur yfirleitt verið málað á hvitkalkaðan múrstein. I myndinni eru þrjú hringlaga upphleypt form úr gerviefni, er nefnist polyvinyl- acetati, málað með akrylmáln- ingu, en grunnað með polyvin- ylgrunnlakki, eins og raunar allur múrinn. Þetta atriði, að sjá múrsteininn nakinn í mynd inni, hefur bæjarbúum fundizt töluverð nýjung og vakið hrifningu margra, en grunsemd ir annarra um að hér hafi ver- ið spöruð málningin! Öll vinna mun hafa tekizt mjög vel, enda þótt veður hafi verið full vott og seinkað verk inu á köflum. Afhjúpun mun eiga sér stað nú fyrst í sept- ember samtimis listahátíð þeirri, er fyrirhuguð er, með þátttöku veggskáldanna, veggmálaranna, þriggja leikhúsflokka, ýmiss konar hljómleikahalda m.m.... Tryggvi Ólafsson lætur svo um mælt um gaflana i Brande: „Það hefur sýnt sig áþreifan- lega, að myndlistarmenn eru sjálfkjörnir til að skapa líf- rænt umhverfi fyrir fólk, enda hafa margir Brandebúar látið falleg orð falla um bæinn og endurnýjað andrúmsloft hans og að auki fjöldi ferðamanna, sem sækja bæinn heim í vax- andi mæli. Á Fróni hefði sú hugsun, sem á bak við öll Brande-verkin liggur, verið Frh. á bls. 15. Listameimimir á vinnu- stofu Tryggva Ólafs- sonar í K.höfn. Talið frá vinstri Sigurjón Jó- hannsson. Þorbjörg Höskuldsdóttir — fyrsti fulltrúi kvenþjóöarinn- ar á göflunum — og Tryggvi sjálfur. Til hægri: Vinnugleðin leynir sér ekki, né norrænt vík- ingablóð í æðum Tryggva Ólafssonar. Að neðan: Margar hendur gera létt verk. íslenzku lista- mennirnir að vinnu. 20. siept. 11970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.