Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 8
1 júlímánuði sl. luku þrir kornungir íslenzkir listamenn við að myndskreyta einn stærsta húsvegg, sem islenzkir myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að glíma við til þessa. Sennilega mun aðeins lágmynd Sigurjóns Ólafssonar á stöðvarhúsinu við Búrfell vera stærri og viðameiri. Að- dragandi þessa gleðilega við- burðar er sá, að í smábænum Brande á Jótlandi tóku fyrir fáeinum árum tveir borgar- ar, læknir og lögfræðingur tal saman um útlit bæjarins, sem þeim þótti öðru fremur ömur- legt og litlaust, og hverjir væru möguleikar til úrbóta. Þá fæddist sú hugmynd að fá lista- menn til að lífga upþ gafla hús- anna. Þeir gerðu það hvor tveggja af áhuga fyrir listinni og í þeirri von, að það ýtti und ir upplífgandi hræringar í bæn um. Áhugi þeirra beindist að því að þessi snjalla hugmynd hazl aði sér völl gegn því tilbreyt- ingarleysi og þeim doða sem ríkt hafði í bænum og markað svipmót hans fram til þessa. Hugmyndin heppnaðist, og í dag hefur bærinn skipt um svip. Á þessum árum einkenndist bærinn af ósjálegum ,smábæjar húsum, sem hafði verið hrófl- að upp i flýti eftir brjóstviti byggjenda, eins og oft vill verða við svipaðar aðstæður, án tilfinningar fyrir fegurð og skipulagi. Bærinn er viðkomu- staður járnbrauta um Jótland og var í engu frábrugðinn öðr- um slíkum, hvað andrúms- loft snertir, líflaus og grár. Hann var frá fyrstu tíð algjör eyða, að því er arkitektúr, feg urð og skipulag snerti. I framhaldi þessarar hug- myndar hinna tveggja fram- takssömu borgara fóru ungir danskir málarar að fá verkefni við að mála einn og einn hús- gafl, og á nokkrum árum hef- ur bærinn skipt um yfirbragð, andrúmsloftið léttist og svipur bæjarins varð litríkari. Hjá því varð ekki komizt, að margir ibúar bæjarins mótmæltu breyt- ingunni kröftuglega og álitu þetta skemmdarverk, eins og á sér iðulega stað, þegar um er að ræða fóik sem hefur sam- lagazt staðbundnu umhverfi og lítur allar breytingar, sem fara í bága við vanann. illu auga. Á slíkt einkum við, þegar um er að ræða ólistrænar fram- kvæmdir í fögru umhverfi, því að ekki má hrófla við blund- andi kennd. Hin rika, eðlis- læga og aðdáunarverða tilfinn- Eitt af hi.nuim umtöluðu gaflmál- verkum í Brande. eru menn nú knúnir til að staldra við og virða fyrir sér furður forma og lita. Og menn þurfa að horfa vel, skoða hvern vegg fyrir sig og athuga áhrif hans á heildina — hug- leiða breytinguna, sem skreyt- ingin hefur framkallað til góðs eða ills, — þvi að vitaskuld eru listamönnunum mislagðar hendur. Það þykir sjálfsagt mál, að þeir sem til borgarinnar koma, skoði gaumgæfilega hús eftir hús — skoði myndir á göflijm og lesi ljóð á öðrum. Breyting- in er mikil svo sem sá vinsæli framsláttur gefur til kynna, að hið eina, sem forvitnilegt gat talizt i bænum til augnayndis fyrir nokkrum árum, er menn komu þangað, hafi verið ham- farir go-go-stúlkunnar Jytte frá Vejen á Hótel Brande, en nú er allur bærinn samfellt skemmtisvið. Bragi Ásgeirsson VEGG- OG GAFLAMÁLVERKIM í BRANDE ing forfeðra okkar fyrir nauð- syn þess, að býli, þorp og borg ir þurfi að falla eðlilega að um- hverfi og landslagi, virðist mjög víða hafa glatazt, er hraði nútimans hélt fyrir alvöru inn- reið sína í daglegt líf manna. En smám saman tóku augu fleiri og fleiri Brandebúa að opnast fyrir gildi þessara fram kvæmda, ekki sízt þegar bær- inn tók að vekja umtal um land allt fyrir þetta óvenjulega fram tak sitt og þeim fer jafnt og þétt fækkandi sem fordæma. Og nú í sumar eru myndlistarmenn annarra Norðurlanda orðnir þátttakendur í leiknum. Ungum myndlistarmönnum, sem framúr þykja skara, jafnvel varla sloppnir úr virðulegum eða byltingarkenndum listaskólum, var sl. vetur boðið að velja sér húsgafla til listrænnar með- ferðar. Jafnframt þessu voru 20 nafn fræg skáld af yngri kynslóðinni beðin um að yrkja ijóð á vegg- ina, sem hefur verið gert. Nú er svo komið að Brande er á allra vörum fyrir þetta fram- tak, og þar sem menn áður gátu með góðri samvizku þotið framhjá í farartækjum sinum, Verkefnið, umsköpun dauðs bæjar í lifandi, þróast jafnt og þétt. 1 samvinnu við norræna listamenn, Sáttmálasjóð, menn- ingarsjóð Norðurlanda og Lista félag Mið-Jótlands hefur mynd skreyting bæjarins Brande ver- ið haldið áfram. íslenzku lista- mennirnir þrír, þeir Sigurjón Jóhannsson, Tryggvi Ólafsson og Þorbjörg Höskuldsdóttir völdu sér það verkefni minnug upprunans, að myndskreyta stærsta húsvegg bæjarins, sem er á „Martinsens Tekstil- fabrik". Almenningi eru nöfn þessa unga fólks naumast mik- ið kunn hérlendis, og þess skal þvi getið til fróðleiks, að Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði er skólaður úr Myndlista- og Handíðaskóla Islands og listahá skólanum í Khöfn. Hefur dval- ið með konu og börnum i 9 ár i Höfn. Hann hélt sína fyrstu sýningu hér heima í Gallerí S.Ú.M. í fyrra með uppörfandi árangri og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sigurjón Jóhannsson nam sömuleiðis í H.M. skólanum. Hefur stundað framhaldsnám í London og hin siðustu ár í Höfn. Hefur hann átt myndir á mörgum samsýn- ingum ungra listamanna heima og erlendis. Þorbjörg nam við myndlistarskólann við Freyju- götu og hefur hin síðari ár num ið við listaháskólann í Höfn. Hún hefur vakið athygli á nemenda- og samsýningum fyrir teikning ar sínar og grafík. Verkefnið mun fyrst hafa komið til tals i nóvember sl. Varaformaður Listafélags Mið-Jótlands bað þau um að gera uppkast að veggskreytingu og máttu þau velja um 5 gafla. Þeim var síð- ar boðið á staðinn ásamt skáld- unum 20, sem yrkja áttu ljóð á húsveggi bæjarins. Ákváðu íslendingarnir eftir nokkra um hugsun að mála á fyrrnefndan vegg, sem reyndist 33x4 metrar að stærð. Framvinda verksins fólst svo í því, að hver u'm sig leitaðist við að skapa sér persónulega hugmynd um lausn verkeínis- ins, og svo voru tillögurnar yf irfarnar og ræddar sameigin- lega á fundum. Síðan var gert módel af múrnum, og unnu þau 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. siepit. 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.