Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 11
Lögberg Frh. af bls. 3. seinni tímum, og Lögréttan síð- an verið höfð þar, eins og munnmælin benda á, að Lög- berg hefur stundum verið kall- að Lögréttuspöng á seinni tím- um. Stærðin á tóttinni er lík því, sem Lögréttan var á síð- ustu tímum fyrir vestan ána niður undir hleðslunni á gjá- barminum, því að hún sést þar giöggt innan í gamalli búð miðri, sem I munnmælum er eignuð Þorgeiri Ljósvetninga- goða, þar var Lögréttan síðast um 1800, er alþingi lagðist niður.“ Að lokum segir Sigurður Vig fússon um þessar fornleifar á milli gjánna: „Engum getur dul izt, að mannvirki þetta eða hringur eða upphækkun hefur upphaflega verið gert í ein- hverjum vissum tilgangi, þar sem bilið er látið vera allt þeim megin, sem öruggara er að ganga, rétt eins og það hafi verið augnamiðið, en að austan nær hringurinn út á blábrún, enda sýnist hafa hrunið úr hon um í gjána? Þetta eru aðalein- kenni þessa mannvirkis." Ég hef talið nauðsynlegt að tilfæra hér ítarlega lýsingu Sigurðar Vigfússonar á upp- greftinum á mannvirkinu á milli gjánna. Verður að víkja að þessu síðar i rökfærslu þess- ara greina, þegar hugað er að gagnrökunum fyrir því, að Lög- berg hafi verið á þessum stað. Á dögum Sigurðar Vigfús- sonar voru ekki allir fræði- menn á einu máli um það, að Lögberg hefði verið á milli gjánna. Þá var einnig uppi sú skoðun, að það hefði verið á eystri barmi Almannagjár. I skýrslu Sigurðar segir: „Mánu- daginn 7. júní . . . lét ég byrja á hleðslunni eða mannvirkinu á gjábakkanum lægra norður frá Snorrabúð, þ.e. á þeim stað, sem Dr. Guðbrandur Vigfús- son og Dr. Kálund ætla Lög- berg verið hafa, og lét ég rann saka þann stað mjög nákvæm- lega.“ Er skýrsla um þá rann- sókn einnig í Árbók Fornleifa- félagsins. Lýsir Sigurður fyrst mannvirkinu, sem er 57 fet frá brún gjábarmsins, en síðan seg- ir um fornleifagröftinn: „Fyrst lét ég grafa skurð rúmlega þriggja álna breiðan gegnum allt þetta mannvirki frá brún gjábarmsins þvert niður, og lét hreinsa moldina ræki- lega úr skurðinum, alveg niður í berg, svo að sérhver laut og bergskora kom greinilega í ljós. Neðst í þessum skurði kom í ljós mikil og breið grjóthleðsla, sem þó er töluvert úr lagi geng in. f miðju mannvirkinu rak ég mig á lítinn, stuttan grjótbálk, sem þó hafði ekki áframhald á neinn veg. Að öðru leyti var mannvirkið allt af moldu. f þvi miðju fann ég glerbrot, eins og úr bumbunni á lítilli könnu. Síðan lét ég grafa annan skurð í gagnstæða átt um mitt mannvirkið. í norðurarmi þess skurðar var allt af moldu gjört. í suðux-hlutanum kom ég niður á öskudrefjar, er siðan urðu að miklu öskulagi niður við berg- ið. í berginu var þar skora eða glufa allstór, er full var með ösku. Öskulagið var beinlínis neðst vlð sjálft bergið, en öll moldin, hálf önnur alin á þykkt, lá þar ofan á. Niður úr bergglufunni var gjóta niður í bergið og hrundi niður í hana mikið af öskunni; hún sýndist hafa verið höfð undir eldstæði sem öskustó; í ösku þessari voru viðarkol og beinaska." Um mannvirkið segir Sig- urður: „Mannvirki þetta er auðsjá- anlega hlaupið meira eða minna fram niður eftir berginu, sem er snarbratt ofan frá gjábarmi og alveg niður á jafnsléttu eða niður að búðatóttum. En það er auðsætt, að á þessum stað hef- ur ekki verið gott að standa, þar sem bæði er brattur halli, gjótur og katlar. Ég verð að leyfa mér að bæta því við, segir Sigurður, að þessi staður er undarlega valinn handa höfðingjum hins forna alþing- is, ef þar hefði verið Lögberg, því að Grágás gerir ráð fyi'ir þvi, að goðarnir séu oft að Lögbergi. Þess ber líka að geta, að hafi tilheyrendur stað- ið í Almannagjá, þá var þeim, er næstir stóðu berginu, lítt auðið að sjá lögsögumanninn eða þann, sem talaði, nema hann stæði á blábergbrúninni, en hve lítið sem hann færði sig frá sjálfum gjábarminum, hlaut hann meira eða minna að hverfa þeim að sýn, eins og gefur að skilja, þar sem ræða er um allbrattan halia með ójöfnum; af því leiðir og, að menn mundu óglöggra heyra mál hans. Hins vegar ber og að gæta þess, að stæði lögsögu- maðurinn uppi á blábergbrún- inni, var það jafnvel hættulegt fyrir hann, þvi að honum gat verið búið við falli niður í gjána, ef hann t.d. gleymdi við tölu sína að hafa á sér hina sterkustu aðgæzlu." Að lokum segir Sigurður: „Af öllu þessu er það tvímæla- laust, að mannvirkið í heild sinni er yngra en eldstæðið, því að eins og sagt var, askan er neðst, og hið þykka moldar- lag ofan á. Ef nokkurs mætti nú geta til um þetta efni, sýn- ist öskustó þessi vera gamalt eldstæði frá Snorrabúð, því að mannvii’kið eða upphækkunin á gjábarminum er aðeins 60 fetum norður frá hliðveggnum á Snorrabúð. En um mannvirkið liggur ekki allfjarri að ætla, að það kynni að vera búðax’virki Orms Svínfellings, sem Sturlunga- saga talar um á tveimur stöð- urn, og hvergi á nokkrum öðr- um stað sést neinn vottur fyrir á Þingvelli.“ Næstu daga rannsakaði Sig- urður Vigfússon fleiri staði á Þingvöllum og fór þar um ná- grennið rannsóknarferðir. I skýrslu hans segir: „Sunnudaginn 20. júní lauk ég við dagbók mína, og glöggv- aði mig á ýmsu, miðaði sólina, er ég stóð á miðju Lögbergi, og varð það einnig, að þegar sólina bar yfir Nónþúfuna, þar sem vestri barmurinn á Al- mannagjá fyi’st byi'jar að hefja sig upp fyrir auganu frá hinu forna Lögbergi til að sjá, var klukkan 2.10 eftir miðdegi; kygg ég, segir Sigui’ður, að þetta tákni hið sama sem Grá- gás segir í 28. kafla Konungs- bókar, en þar stendur: „Dómar skulu fara út þann dag, er menn kveða á, ok eigi síðar en sól kemur á Gjábakka hinn hærra frá Lögbergi úr lögsögu mannsi’úmi að sjá.“ Sigurður heldur áfram: „En þegar sólin gekk lengra inn eftir gjá- bakkanum og hana ber yfir, þar sem enn i dag er kall- aður Gjáhamar, og gjábarm- urinn sýnist einna hæstur frá hinu forna Lögbergi, þá var klukkan 3.4, eftir miðdegi, eða fjórar mínútur yfir þrjú. Þetta hygg ég, segir Sigurður, vera sama og segir í Grágás, 24. kafla Konungsbókar: „Vér skulum fara til Lögbergs á morg un, og færa dóma út til ruðn- inga svo ið síðasta, að sól sé á gjáhamri inum vestra úr lög- sögumannsrúmi að sjá frá Lög- bergi.“ Sigurður bætir við: „Gjáhamar er örnefni, sem heit ir svo enn, og hef ég vissar sagnir af, að hann hefur verið kallaður svo, síðan á seinni hluta 18. aldar. Þetta getur þó munað nokkrum mínútum, þar sem ekki er allhægt að miða sólina svo alveg sé rétt, þar sem hún er svo hátt á lofti, en sjóndeildarhringurinn eigi hár.“ 1 neðanmálsgrein víkur Sig- urður Vigfússon að þvi, að deildar meiningar séu um það, hvernig skilja beri þau orð Grágásar, að sól sé á Gjáhamri hinum vestra úr lögsögumanns- rúmi til að sjá á Lögbergi, og svo hitt: „Eigi síðar en sól kem ur á gjábakka hinn hærra úr lögsögumanns rúmi að sjá frá Lögbergi," og líka um það, hvað sé meint með Gjáhamri, hvort það sé sama og Gjábakki. Um það sé og spurning, hvort Grágás meini á þessum stöðum skin sólarinnar framan á gjá- barminn um morguninn snemma, eða hvort hér sé meint dagsmark, þar sem sólina ber yfir. Síðar segir Sigurður: „Ég vil leyfa mér að taka það fram, að ég er öldungis þvert á móti skoðun Guð- brands og Kálunds það er kem ur til Lögbergsins, og eins um það, að Byrgisbúð hafi staðið á Lögbergi hinu forna, og hefur það ljóslega komið fram af rannsókninni á Þingvelli, að Byrgisbúð hefur þar aldrei verið. Ég skal einungis geta þess hér, heldur Sigurður áfram, að hefði Lögberg ekki verið á milli gjánna, þá sjá allir að þar hefði verið hið ágætasta búðarstæði. Hinar fornu búðar- tóttir á Þingvelli sýna, ef vel er að gætt, að notað hefur ver- ið allt það svæði, sem tiltök voru að nota, sem eðlilegt var, þar sem slíkur mannfjöldi var saman kominn. Af öllu því, er mælir með hinu forna Lögbergi, er þetta nú reyndar hið minnsta, en þetta eitt nægir þó til að sýna það, að menn hafa haldið þessum stað auðum í fornöld, og af því leiðir, að hann hefur verið notaður til einhvers annars, og til hvers annars hefði þá verið eðlilegra að nota hann en Lögbergsstarf- ans. Það er næsta ólíklegt, að vorum góðu Sturlungum hefði eigi komið til hugar að nota hraunrimann milli gjánna til einhvers ef þar hefði eigi ver- ið Lögberg. Þar var eitthvert hið bezta aðhald á allar hliðar, en höfðingjar gengu á þing með vopnaða herflokka svo hundr- uðum skipti, og byggðu virki og varnir á þinginu sér til tryggingar. Þetta er ljóst af mörgum stöðum í Sturlungu. Á Lögbergi mátti hafa margar búðir og auk þess var það einn hinn fegursti staður á þingi, og nær það því engri átt, að þessi staður hafi eigi verið notaður fyrir fleiri búðir en Byrgisbúð, þar sem búðarleif- arnar sýna, eins og áður er drepið á, að menn hafa svo að segja notað hvern stað, sem tækilegur var fyrir búðar- stæði.“ Eins og áður var getið telur Sigurður Vigfússon þó í ljósi fornleifarannsóknar sinnar á Spönginni útilokað, að Byrgis- búð hafi staðið þar. Hins veg- ar leiðir hann rök að því, að hún hafi staðið norðar. Eru þau á þessa leið: . „Ég skal og taka það fram hér, að gjáin öll heitir Flosa- gjá eftir það er gjárnar koma . saman fyrir norðan Lögbergs- sporðinn nyrði’a og fram að haftinu, þar sem virkisleifarn- ar sjást, hjá Byrgisbúðarrim- anum, og allt norður í hraun þar fyrir framan, svo langt sem hún nær. Það er misskilning- ur, að einungis heiti Flosagjá fyrir vestan Lögberg; gjáin mun draga nafn af Flosa, síðan hann tjaldaði Byrgisbúð þar uppfrá og hefur svo fengið sama nafn allt suður eftir; vera má, að í fornöld hafi heit- ið Flosagjá beggja megin við Lögberg, en Nikulásargjá köll- uð, síðan hann drukknaði þar, eftir því sem sagt er, 1742. Ég vil hér geta þess í eitt skipti fyrir öll, að ég kalla hrauni’im- ann, þar sem ég hef sett Byrgis- búð, Byrgisbúðarrima." Þá hef ég fært fram helztu rök Sigurðar Vigfússonar fyr- ir því, að Lögberg hafi til forna verið á Spönginni milli Flosa- gjár og Nikulásargjár. Verður því ekki móti mælt, að hann virðist færa sterk rök fyr- ir máli sínu. Með fornleifa- rannsókn telur hann sig hafa fært sönnur á, að Byrgisbúð hafi ekki verið á þessum stað og verður því ekki hnekkt, nema ítarlegri fornleifagröftur eða aðrar ótvíræðar sannanir taki þar af öll tvímæli. Þá koma athuganir hans á orðum Grágásar vel heim við Lögberg á Spönginni. Einnig sú stað- reynd, að á þeim stað skuli ekki hafa verið búðir til forna. En eins og rakið var i upp- hafi, hefur öllum þessum rök- um Sigurðar Vigfússonar verið vikið til hliðar og við- urkennt sem vísindaleg stað- reynd, að Lögberg hafi verið á eystri bakka Almannagjár og hvergi annars staðar. 1 síðai’i grein verða færð fram þau rök, sem kollvörpuðu skoðun Sig- urðar Vigfússonar. í eftirfiarainidi spili faimn saigntefi vimn iinigslieiiiðiima á Skieimimtileigian og óvæntan hátt. Saginir giemigiu þaimnig; Norður 1 Laiuf 1 Grand 3 Hjörtu Norður A Á-9 V 6-3-2 + Á-K-D * 7-6-5-4-2 V estur A G-8-7 V 9-7-Ö-4 ♦ 8 * Á-K-G-liO-3 Su'ður A D-2 V Á-K-D-G-8 * G-7-6-5 * D-9 Veistur léit í byrjuin út lauifia ás, HÍðan lauifia kóng og því xiæist laiuf a gosia, sem sagnihiaifi tnoimpiaði. Nú tóik siaigmtefi ás og kómig í troimpi og koxn þá í ljós, að veistur hafði upphafleigia átt f jögur tromp. Útlitið var ekfci igiotit hjá saigmhafa. Talkii hamm trompin af aindstæðimignum, þá er haimn isjálfiur orðimm tromplaus og á þá efclki inmkiomiu til að tafca slag á tígiui gosann, eftir að hamin hefur tekið slaigi á ás, kónig og drottmingu í borði. Bklki þýðír að láta út sipaðia 9, því þá diiepuir aiustiuir með kónigi og siíðain íalla ás og drottning í spaða í samia slaig. Saignihafi fianin þó vimmimigsieiðinia. Hann visisi þegar, að austur átti aðeims spaða oig tígtui eftir oig því hagaði hann úiispiliniu siamkvæmt því. Hann hafði þagar tekið ás og kómig í troimpi og n/æist tóik hann silaigi á drottn- inigu oig goisia og í gosainm kiastaði hamn spaða ás úr borði! Næist tók hiamn siaigi á ás, toónig oig dirioittniiinigiu í tígli og lét síðan út spaða 9. Aiuistur diiap mieð kórugii, ein nú var saimia hvað hainin lét út, hann átti aðeims efitir spaða og tígul, sagmhafi fær alltaf tvo isiíðiuistu slagiiniu og vinnur spilið á sfceimimitilieigain hátt. Suður 1 Hjarta 3 Tíglar 4 Hjörtu Austur A K-.10-6-5-4-3 V 10 ♦ 10-9-4-3-2 * 8 20. sept. 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.