Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 11
Stundum eru hafðir gluffgar uppi við loftiít til að tryggja góða og jafna birtu og um leið nýtist veggrýmiö til fulls. En ekki kunna allir vel við þesskonar glugga. öllum þessum bókum og þar að auki er talsvert keypt af erlsndum bókum. Varla eru allar þessar bæksir geymdar I kössum úti í bílskúrum. Vissulega mætti halda það. Þegar arkitektar okkar tcikna ný hús, þá gleyma þeir að því er virðist að taka tillit til þess að fólk eig'i eina einustu mynd eða bókaskruddu eða yfirhöfuð annað það, sem kynni að vera látið á veggi. V-eggrýminu hefur verið útrýmt, að minnsta kosti úr stofunum. Þess í stað hefur verið lögð áherzla á, að næsti húsveggur sjáist sem bezt og þarmeð inn til nágrannans, sem býr væntanlega líka bak við glervegg. Sum staðar lítur þetta út eins og Ieiksvið utan af götuniji enda iðkað sem dægra- stytting að aka um og „líta inn“ hjá fólkinu. í nýju hverfunum. Það er greinilegt, að arkitektar gera ráð fyrir talsverðri fátækt og búast ekki við, að fólk geti einu sinni með árunum eigne.st neitt það, sem það vilji hafa uppi. Duglegur húsateiknari, sem sífellt hefur verið að stækka gluggana á kostnað veggrýmisins, teiknaði fyrtr fáum árum ágætt hús með nægu vegg- rými fyrir gamalgróna fjölskyldu. Þar var gott bókasafn, nokkur glæsileg mál- verk og margir fallegir munir. Ég kom af tilviljun á þetta heimili og lét í Ijós undrun mína yfir heppni fólksins að fá veggrými til að koma öllu þessu svo fall ega fyrir. Þá kom í ljós, að höfundur hússins hafði veriö látinn sjá allt inn- búið áður en hann teiknaði: hann var látinn gera lista yfir það sem til var, taka af því mál og ætla hv-erjum hlut stað. Þetta getur yngra fólk ekki gert; það býst vlð að eignast með árunum ýmis- legt af því tagl, sem gerir hús að heim- ili. En yfirleitt ea- byrjað á byggingar- braskinu, byrjað á umgjörðinni. Það er sagt að við byggjum stórt, jafnv-el alltof stórt og stærst alira Norðurlandabúa að minnsta kosti. Það er eins og gólfrýmið sé aldrei nóg. Rétt eins og hver meðal- fjölskylda þurfi að koma fyrir þrem sófasettum í stofunni eða hafa dans- pláss. Flestir geta prýðilega komist af með eitt sófasett og dansa lítið heima fyrir. í Kópavogi gefur að líta fokhelt hús, sem raunar liefur verið boðið til sölu um nokkurra mánaða skeið. Stofan í þessu húsi er 88 fermetrar. Það var tal- in sæmileg hússtærð fyrir nokkrum ár- um. J/vað á að gera við 88 fermetra stofu; þar hefði ágætlega verið hægt að koma fyrir fimm sófasettum Auk þess var 15 metra langur veggur svo til eingöngu gler. í þessari stofu var minna veggrými en hægt er að hafa í 30 fer- metra stofu. Hvað skyldu gluggatjöldin kosta fyrir 15 metra langan glugga, frá lofti og niður í gólf? Ekki veit ég það með vissu, en h'itt er ég viss um, að það getur aldrei orðið fallegt, þegar bú ið er að draga gluggatjöld fyrir 15 metra langan flöt. Jafnvel 10 metrar er of mikið. Bráðlega hlýtur að koma að því, að húsbyggjendur krefjist þess að fá glugga sem hæfa mannlegum liíbýlum. Enginn vill til lengdar búa í glerbúri eða á leiksviði. Og mestu máli skiptir hvern- ig heimilið lítur út innan fra. Hr-et- viðrin verða ekki yndislegri, þegar þau bylja á glerinu. Mætti ég þá heldur biðja um einn veggstubb í viðbót fyrir bókahillu eða eitt gott málverk til við- bótar. Gísli Sigurðsson. Þegar ekki lekur. Fyrsta ár sitt á biskupsstóli dvald- ist hann (Stgr. Jónsson) í Reykjavík, en fluttist síðan að Laugarnesi. Hafði stjórnin keypt þá jörð og var þar reist steinhús allmikið á árunum 1825-’26. Þótt hús þetta væri notað sem bisk- upssetur til 1856, var það fró upphafi mesti gallagripur vegna þakleka og annarra ágalla, er lítt tókst úr að bæta þrátt fyrir mikinn ti’lkostnað. Um bisk- upsbústað þennan var m.a. þessi vísa kveðin: Stormurkw 1 stofugrind stóru frá sér ekur. Þar má hafa þerrivind þegar ekki lekur. Ólafur Gunnarsson: Á göngunni Einn sólheitan dag um sumar gengum við úti og ég man að þú sagðir gættu þín á ungunum sem hlaupa hér um á veginum veikburða og varla fleygir ennþá litlu greyin. En ég hló og hljóp áfram óvarkár í hverju þungu spori. Síðar hélt ég honum sundurkrömdunf sá augun full af angist heyrði tíst hans fjara út. Nú reyni ég á göngu minni að hafa augun hjá mér ef til vill á einhver veikburða leið um veginn. i 1 RAUÐI Framh. af bls. 7 uppmáluð og óskiljanlegar orðaflækjur. Til frekari prýði fyrir snilldarverkið er haldið þar til haga mörgum ágætum málvillum, flestar svo augljósar, að skynugur tíu ára krakki leiðrétti þær án umhugsunar. Þessi bók er ekki fyrr komin út en ÓJ lofsyngur hana hástöfum og sveinar hans syngja í sama tón; Bókin á að vera tímamótaverk í íslenzkum skáldskap. í þessu verki á að búa sá endurnýjunarkraftur, sem dugar til að hefja skáldsöguna upp úr þeim dauðans dal, sem hún svo ‘lengi hefur legið í, að áliti ÓJ og sveina hans. Þarna er loksins kominn fram á sjónarsviðið sá höfundur, sem þjóðin hefur lengi beð- ið eftir. Einn ÓJ-sveinn segir að bók- in sé heimsbókmenntir, hvorki meira né minna. (Hvað hug/ar Norðurlanda- ráð, að verðlauna ekki slíkt verk, og sænska akademían líka?). Sókninni er fram haldið. ÓJ gefur út þá yfirlýsingu, að þeir einir hafi ó- brjálaðan bókmenntasmekk, sem eigi andlegt þrek til að lesa ÓJ allan. Aftur á móti skilja þeir ekkert í bókmennt- um, sem nenna að lesa Jóhann Kristó- fer allan. Þá stofna bókagagnrýnendur dagblaðanna til bókmenntaverðlauna — silfurhestinn — sem veita skal ár hvert fyrir bezta afrekið í bókmenntum. í fyrstu lotu munar aðeins broti úr at- kvæði, að endurlausnari íálenzku skáld sögunnar hljóti hnossið. í annarri lotu er svo nýi sagnameistari setfcur upp á silfurhestinn. Hvað er verið að verðlauna? Hvernig verða menn skáldjöfrar á íslandi í dag? Jú, stórmeistarinn í ís- lenzkum sagnaskáldskap lumaði á nokkr um stílæfingum, sem bersýnilega eru afskurðargeirar af Tómasi Jónssyni (ÓJ styður þessa skoðun). Og þar með er verðlaunabókin komin. Þannig endar sagan um silfurhestinn. Enginn rithöfundur getur verið þekkt ur fyrir að þiggja hann sem verðlauna- grip framvegis. Síðasta úth’lutun hans var kaldhæðnislegur spéleikur, hafður í frammi við ungan óráðinn höfund. Heiðursgripur, sem settur er á svið sem grínfígúra, er ekki lengur neinn heið- ursgripur. ÓJ-sagan í bókmenntum er ekki al- veg búin. Fyrir skemmstu var honum færður Skírnir að gjöf á silfurbakka, að vísu eftir gráan leik. En menn á leið til álitlegra metorða velja þá leik- aðfer’ðina, sem gefur þeim mest hverju sinni. Hvað ÓJ snertir er þetta hó og hí og hæ. ÓJ verður ekki bókmennta- páfi. Hann hefur ekki harðsnúið lið á bak við sig, eins og rauði páfinn forð- um, heldur fámenna og dug'litla klíku. Þá skortir mikið á að ÓJ hafi til að bera þá ritleikni, sem rauði páfinn átti í ríkum mæli. ÓJ skrifar sviplítinn blaðamannastíl plús móðursýkisstíl. Þegar ÓJ svellur móður, þá teygir hann eina má'lsgrein yfir heila lesmáls- dálka, svo maður hefur löngu gleymt upphafinu þegar 'oksins kemur að loka punktinum. — Venjulegum blekiðnaðar manni, eins og ÓJ getur að visu hald- izt það uppi um sinn, að falsa bókmennta steðjann. Það nær heldur ekki lengra. Það hlýtur að vera krafa þeirra sem unna íslenzkri list, að þeir einir verði ráðnir listgagnrýnendur við blöðin, sem ástunda réttar leikreglur í starfi sínu. Slíkir gagnrýnendur einir hafa erindi sem erfiði með starfi sínu. Þeir geta réttilega talið sig leiðsögumenn almenn- ings í listmálefnum. Óskar Aðalsteinn. ^m^mmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmt^ « LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.