Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 7
Óskar Aðalsteinn: Rauði páfadómstóllinn í bókmenntum Islendinga SÍÐARI HLUTI Eftir fall rauða páfans verður um skeið meira jafnvægi og hófstilling í bókmenntagagnrýninni. Rithöfundar fá að vera í friði fyrir óverðskulduðu hnútukasti, a.m.k. er ekki gerð skipu- leg tilraun til að níða af þeim rithöf- undanafnið . . . Þrem árum eftir slag- inn um Sturlu í Vogum sendir Hagalín frá sér bókina Gróður og sandfok. Þarna gerir hann upp reikningana við komm- únista á sannfærandi og skilmerkilegan hátt. Bókin er ekki skrifuð í áróðurs- tón eða glamurkenndum hávaðastíl, því fer víðs fjarri. Hagalín apar þarna ekki eftir rauðliðum frekar en á öðrum svið- um. Þetta er hægstreym bók á yfir- bOTðinu, aðalstyrkur hennar skipuleg framsetning á margbrotnu viðfangsefni og einstök rökfimi í málflutningi. Rauði línudansinn er þarna listilega uppteikn- aður með dæmum sem höf. sækir í rit og ræður kommúnista. Þarna opnast manni sýn inn í skrípilegan heim, enda er þarna á sviðinu furðúlegasta fyrir- bærið í íslenzkum listum og stjórnmál- um, kommúnisminn. Rauða klíkan er heldur atkvæðalítil um þessar mundir. Það eru komin greini leg doða- og ellimörk á þessa bók- menntahenra. Stundum reyna þeir að tensa sig svolítið til. Þá er eins og aft- urgöngur séu að stíga upp úr gröf- um sinum: Já, þeir mega muna fífil sinn fegri. 4. Almenna bókafélagið. Af framanrituðu má það ljóst vera, að þörf er nýs aflvaka til stuðnings almennri bóklegri menningu í landinu. Þarna getur víðsýnt bókmenntafélag, félag sem hefur það að aðalstefumiði að breita út fagrar bókmenntir og stuðla að alhliða upp'lýsingu með útgáfu vel- gerðra fræðirita, verið mikill áhrifavald ur. Og það er einmitt slíkt félag sem hefur göngu sína nokkru eftir að rauði páfinn er aftignaður. Hið nýja félag hlýtur nafnið Almenna bókafélagið. Að stofnun þess standa nokkrir áhrifamenn úr öllum lýðræðisflokkunum og ailmarg ir rithöfundar og forustumenn í bók- menntum. Almenna bókafélagið á strax miklum vinsældum að fagna hjá al- menningi. Eru nú hart nær tíu þús- und manns í félaginu. Þegar litið er yfir bókaskrá félagsins um það árabil, sem það hefur þegar siarfað, kemur í ljós að félagið hefur hvergi brugðizt h'lutverki sínu, en um sumt gert betur en djörfustu vonir stóðu til. Víst ber að þakka það sem vel er gert. Það ber líka að vara við stöðn- un og benda á nýjar leiðir í útgáfu- starfseminni. Bókmenntafélagið, sem er ekki bundið af kreddum, má ekki undir neinum kringumstæðum verða um of formfast. Það verður stöðugt að vaka á verðinum, bæði hvað snertir innlend- ar og erlendar bókmenntir, og miðla félagsmönnum sínum af þessum andans fjársjóðum eftir beztu getu. En mér þykir sem myndabókaflokkar (um landa fræði og vísindi og tækni) hafi um sinn sett of mikinn svip á útgáfustarfsemi AB. Myndabækur eins og þessar eru lítið annað en dægurflugur. Þarna er að vísu getið „aðalatriða"? 1 viðkomandi fræðigreinum. En myndir og aftur mynd ir, myndir í skjannalegum æpandi 'lit- um, eru megininntak þessara safnrita. Þessar myndabækur seljast nú bóka mest á íslandi. En það er ekki hlut- verk AB að gefa út sölumetsbækur, heldur góðar bækur, úrvals bækur. XJm aðrar bækur þarf ekki að stofna bók- menntafélag. Ekki meira myndabókafargan. Gefið út ýms höfuðskáldverk erlend, sem enn hafa ekki verið þýdd á íslenzku, og ■’durprentlfl ðnnur, sem lengi hafa ver ið ófáanleg. Hraðið útgáfu á Bókasafni AB. Þarna er vel af stað farið. Að mínu viti eiga þau rit helzt erindi í þennan flokk, sem eru á einhvern hátt merkissteinar, er varða veg ísl. fræða og bókmennta í gegnum aldirnar. Tækniþróað þjóðfélag. Þetta er það sem keppt er að í dag með hvað mestu ofurkappi. Tækni og tækninám er mál dagsins. Það er rifizt hástöfum um skólakerfið, og mest fyrir það að eðlis- og efnafræðin eru ekki eitt og allt í skólanum. En enda þótt við elskum tæknina fram úr máta, þá er maðurinn þannig af Guði gerður, að ytri lífs- gæði ein hrökkva skammt til að skapa heilbrigt mannlíf. Meginuppistaðan í því að vera til, er lifandi og sífrjógt sálarlíf, að gleðjast af gleðinni sjálfri, sem á sér ekki kveikingu fyrir utan okkur, heldur sprettur upp við hjarta- rætur. Þessi uppsprettulind er heldur grunnstæð og gruggug með okkur nú- tímamönnum. Hún verður ekki dýpkuð og straumfall hennar ekki aukið nema með andlegri næringu. Við höfum tekið þá hjátrú að öll lukkan sé í h'lutveruleikanum. Fátt er okkur meiri nauðsyn en að losna við þessa hégilju. Andlegur næringarskort- ur er sá nútímasjúkdómur, sem plagar manninn hvað mest, þótt fæstir geri sér þess ljósa grein. Þetta næringarleysi sýkir mannshugann og nagar rætur heilbrigðs sálarlífs. Af þeim orsökum er nú fátt um jákvæðar nýjar hugs- anir og hugsjónir. Pólitískt vald vex hröðum skrefum og gerir sig heima kom ið þar sem það á hvergi nærri að koma. Öfugstefnur vaða uppi í listum. Þess- ar stefnur fæða af sér vanskapninga, sem eru viðbjóðurinn holdi klæddur. Þetta kalla gagnrýnendur, sem sjálfir eru spilltir af tíðarandanum, hina einu sönnu list . . . Guðmundur Arnlaugs- son rektor gat þess fyrir nokkru í út- varpsviðtali, að í unglinga- og mennta- skólanum væri ekki kennd saga hugs- unarinnar. Saga hugsunarinnar — hvað er nú það? Ekki fráleitt að margur unglingurinn spyrji þannig. Svarið fæst aðeins með því að lesa og nema sögu hugsunar- innar af alúð og árvekni. Þess er því miður lítill kostur fyrir uppvaxandi kynálóð, þar sem þessi fræði eru óþekkt í skólunum. Þarna er ljót sprunga í skólakerfinu. Sannleikurinn er sá, að bókmenntirnar og saga hugsunarinnar eru þær næringarlindir, þar sem maður inn fær hvað bezt svalað andlegum þorsta sínum. Ekki ætlast ég til þess, að AB fari að gefa út kennslubækur fyrir skó'lana. En það er tímabært, að félagið hefji nú þegar undirbúning að vönduðu rit- verki um sögu hugsunarinnar. Slíkt verk hefði heillavænleg áhrif til hug- ræktar. Það er eftirminnilegt hversu vel almenningur tók á sínum tíma bók- um Ágústar H. Bjarnasonar, Sögu manns andans. Hér er um að ræða eina rit- verkið, sem til er á íslenzku í þessari fræðigrein. í þessum gömlu bókum brenn ur glaður menntaeldur, en margt þar er nú orðið úre’lt, eins og Guðm. Arn- laugsson tók réttilega fram í áðurnefndu útvarpsviðtali. En hvað um bókmenntasögu? Óvíða er fátækt okkar tilfinnanlegri í bóklegum efnum, en um íslenzkar bókmenntir síðustu áratuga. Við eigum enga slíka bókmenntasögu. Ég gleymi ekki bók Kr. E. A. Hún er „eldrauð bókmenntaskilgreining", og þess vegna í rauninni engin bókmenntaskilgreining fyrir venjulegt fólk. Þá eru það Félagsbréfin. Maður verð ur að líta allt aftur til tímaritsins Helga fells, meðan það var undir ritstjórn Magnúsar Ásgeirssonar og Tómasar Guð mundssonar, til þess að sannfærast um það, að hér í fásinninu sé hægt að gera úr garði glæsilegt menningartíma- rit, sem á erindi til allra hugsandi manna. Félagsbréfin geta orðið verðug- ur arftaki Helgafells. Til þess að svo megi verða þarf vel að vinna. En með slíku átaki tryggir Almenna bókafélag ið bezt framitíð sína. 5. Að falsa bókmenntasteðjann. Um árabil hafa dagblöðin haft á að skipa fastráðnum listagagnrýnendum. Þarna er vissulega farið inn á rétta braut. Listgagnrýni á að vera fastur liður í dagblöðunum, skrifuð af víð- sýnum kunnáttumönnum um listmálefni, sem hafa listina eina að leiðarljósi í dómum sínum. Þegar fastir starfsmenn annast þessi störf fyrir blöðin, má vænta þess, að gagnrýnin verði heilsteyptari en áður var og gefin greinilegri heild- armynd af því sem er að gerast í ís- lenzkri list. Það er líka fyrsta sprettinn. (Hér er eingöngu talað um bókmenntagagnrýnina). En það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Og síðustu árin hefur bókagagnrýninni hrakað stórlega. Þetta sést greinilega þegar litið er á þá megindrætti, sem flestir gagnrýnendur dagsins í dag draga upp af bókmenntunum í skrifum sín- um. Þetta vandamá'l snertir ekki rit- höfundana meira en aðra þjóðfélags- þegna. Enginn höfundur, sem nokkurs er um vert, skrifar bækur gagnrýninn- ar vegna. En gagnrýni á nú einu sinni að vera gagnrýni og ekkert annað. Hún er það ekki fari hún út í öfgar. Hún er það ekki gefi hún ranga og villandi mynd af því ritverki sem fjallað er um hverju sinni. En slík er nú bók- mennfagagnrýnin í megin atriðum, röng —• villandi. Fyrirliðinn í þessum nýja gagnrýnis- leik er ÓJ hjá Alþýðublaðinu. Þessum unga manni er ekki fyrr sprottin grön, en hann telur sig þess umkominn að gefa út fjöldann allan af „hirðisbréfum" um þjóðaríþrótt íslendinga, skáldskap- inn. Hver er ÓJ-stefnan í bókmenntum? Hefur hann fundið upp eitthvað nýbt patent, nýja bókmenntalega mælistiku? Ég held ekki. Grunntónninn í skrifum hans er gamall og fenginn að láni hjá hinum rauða afsetta bókmenntadómstól. ÓJ hafnar að visu í orði kveðnu hinu afdankaða herópi: Enginn getur orðið skáld nema hann sé kommúnisti. En á valdadögum rauðu klíkuimar var slegið á fleiri strengi, einkum þegar tók að halla undan fæti fyrir rauða páfanum. Þá gerast páfalegátarnir um sumt að- gangsfrekari og háværari en sjálfur höfuðpaurinn. Þeir sungu æ oftar og með vaxandi ofsa lofsöngssálma um böl- sýnis- og niðurrifsskáldskap. Hagalín fjallar um þetta fyrirbrigði í bók sinni Gróður og sandfok, segir m.a. „Hér á íslandi hefur þess gætt nokkuð upp á síðkastið, að heyra þætti til góðra siða í bókmenntum að þar yrði sem mest vart bölsýnis og mannfyrir'litningar, allt annað væri lífslygi, án lífsgildis og fjarstætt allri list.“ ÓJ tekur óspart í þennan klukku- strenginn. Höfundar, sem ekki þjóna undir þessa kreddu, eiga að vera bros- legir og lítið gáfaðir. Fráleitt að slík- ir höfundar geti skrifað „áhugaverðan“ skálidskap. (ÓJ notar orðið áhugaverð- ur sem eins konar markorð, bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu). Böl- sýni og mannfyrir’litning, þetta er það hráefni sem höfundum ber að vinna úr, svo hægt sé að taka þá alvarlega og von sé til þess að einhver listaneisti kunni að finnast í verkum þeirra. Það ber að skilja: Manneskjan er illgjörn og meinfýsin í innstu innum sínum, óheilbrigð á geðsmunum, og fullnæging frumstæðustu hvata er henni eitt og allt. — Þá á öll ytri gerð skáldverks að sjá'lfsögðu að vera í sem nánustu samræmi við þessa skilgreiningu á mann eskjunni. Klámyrði og klúryrði eiga að gjósa upp af hverri lesmálssíðu, og mesta listin í því fólgin að tvinna þessi orð saman í óskiljanlegar og ósundur- greinanlegar setningaflækjur. Slíkur orðasirkus fær ÓJ-innsliglið: áhugaverð ur skáldskapur. Þarna er hin eina sanna orðsins list. Samkvæmt þessu dæmir ÓJ mörg merkis skáldverk síð- ustu ára dauð og ómerk, og höfunda þeirra „lítið áhugaverða.“ Yfirlýstir kommúnistar á skáldabekk eru aftur á móti með tölu nokkuð svo áhugaverðir höfundar að áliti ÓJ. En hvað — þetta er ekki neitt. ÖJ villl gera betur sem bókmenntafröm- uður, eitthvað alveg einstætt eitthvað sem slær út öll gagnrýnimet rauða páfans, eitthvað sem lyftir honum — ÓJ — „hátt yfir stjörnur og sól“. Til þess að vinna slíkt frægðarverk þarf ann ákjósanlegt auglýsingaspjald fyrir vöm sína. Og ÓJ þarf ekki lengi að bíða: Fyrir tveim árum sendi korn- ungur höfundur frá sér mikið bókar- flykki sem ber heitið Tómas Jónsson, metsölubók. Saga þessi er samsafnsund uriausra og ósamstæðra stílæfinga. Þar er sem trúlegast farið eftir ÓJ-forskrift- inni í öllum greinum „sagnahstarinnar“. Höfundurinn efnir til mikillar grauta- gerðar úr stílæfingum sínum, ruglar m. a. handritinu á þann veg að víða endar lesmálssíða á slitri úr setningu, og næsta bókarsíða hefst á öðru setningar slitri, þar sem oft er fjallað um állt annað efni en er á síðunni á móti. Það sem lesið verður í samhengi af þessari bók, hljóðar upp á það, — að maðurinn sem einstaklingur sé einskis- nýtt rekald, þjáður og pýndur alla sína lífdaga af ófullnægðri munaðarsýki og yfirþyrmandi kynórum. Nefnið ekki gleðikennd eða llfsfögnúð. Þá er stíllinnj á bókinni að sjálfsögðu hin eina sanna orðsins list, eða gráminn og flatneskjan Framh. á bls. 11 29. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.