Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 8
Þessi grimmi varúlfur herjaði 1508 í Strassburg og varð presti, sem Keis- ersperg hét, tilefni til harðrar áminningarpredikunar, sem síðar var gefin út myndskreytt. EFTIR JÓN HNEFIL AÐALST EINSSON Hópmynd frá varúlfsráðstefnu í Chateawrouge í Frakklandi 1858. I Egilssögu Skalla-Grímssonar er afa EgMs, Kveld-Úlfi, lýst á þessa leið: „Svá er sagt, at Úlfr var búsýslu- maðr mikill. Var þat siðr hans at rísa upp árdegis ok ganga þá um sýslur manna eða þar, er smiðir váru, ok sjá yfir fénað sinn ok akra, en stundum var hann á tali við menn, þá er ráða hans þurftu. Kunni hann til alls góð ráð at leggja því at hann var forvitri. En dag hvern, er at kveldi leið, þá gerðist hann styggr, svá at fáir menn máttu orðum við hann koma. Var hann kveldsvæfr. Þat var mál manna, at hann væri mjök hamrammr. Hann var kall- aður Kveld-Úlfr.“ Hafa verður í huga, að á þessum stað í sögunni er Kveld-Úlfur í Noregi. Höf- undur sögunnar dregur upp mýnd af höfðingjanum á búi sínu og lýsir ein- kennum hans. Þrjú einkenni koma fram í þessari annars knapporðu lýsingu: Kveld-Úlfur er í fyrsta lagi forvitri, í öðru lagi er hann mjög hamrammur og í þriðja lagi er hann viðskotaillur á kvöldin og kvöldsvæfur og því kall- aður Kveld-Úlfur. í útgáfu Fornritafélagsins af Egils- sögu, eru þessar eðliseinkunnir Kve'ld- Úlfs skýrðar. Er þar sagt að forvitri merki, að hann hafi verið mjög vitur, hamrammur merki, að hann hafi getað skipt um ham, hamazt, gengið berserks- gang og Kveld-Úlfur er að lokum skýrt á þá leið, að hann hafi á kvöldin getað brugðið sér í úlfs líki, orðið varúlfur eins og það er kallað í norrænni þjóð- trú. Það er þessi þriðji eiginleiki Kveld- Úlfs, varúlfsfyrirbrigðið, sem tekinn verður til meðferðar hér. Varúlfur er sem kunnugt er vart þekktur í íslenzkri þjóðtrú. Sjálfur lézt Kveld-Úlfur á leið til íslands og forsendu varúlfs- trúarinnar hefur alla tíð skort hér á 'landi. Verður því að leita til Skandi- navíu er kanna skal varúlfsfyrirbrigð- in, en þar hefur varúlfstrú verið mjög útbreidd og lifandi á liðnum öldum, einkum í Svíþjóð. íslenzk fornrit eru ekki ein um þá skýringu á orðinu Kveld-Úlfur, að þar sé um varúlf að ræða. von Sydow til- nefnir Kveld-Úlf, er hann fjallar um varúlfsfyrirbæri á Norðurlöndum í grein sinni um yfirnáttúrulegar verur í Nord isk kultur. Munu flestir fræðimenn sam mála um þessa skýringu, að Kveld-Úlf- ur sé sama fyrirbrigðið og varúlfur- inn í þjóðtrú Norðurlanda. Það mætti því varpa nokkru ljósi á Kveld-Úlf, að kynna sér varúlfsfyrir- brigðið eins og þáð hefur varðveitzt á Norðurlöndum, en þar hafa geymzt var- úlfssagnir frá miðöldum og varúlfar hafa gengið þar ljósum logum til skamms tíma. Sænskur fræðimaður, doktor Ella Od- stedt, hefur ritað bók um varúlfinn í sænskum þjóðsögum. Eru þar dregin sam an þau dæmi, sem fyrirfinnast og skráð hafa verið í Svíþjóð allt norðan frá Lapplandi og suður á Skán. Þessar sagn ir eru einnig flokkaðar í bók doktor Odstedt og sýnt fram á þann mun, sem ér á varúlfstrúnni eftir því hvar í land- inu er um að ræða. Kemur fram í þess- um sögnum, að varúlfsfyrirbrigðið er álit ið vera með ýmsu móti. Stundum getur sá maður, sem er varúlfur, breytt sér í úlf sjálfur og ráðið því hvenær hann fer í úlfshaminn. Ýmsar aðferðir eru til þess að framkvæma hamskiptin, en al- gengust mun vera sú aðferð, að skríða í gegnum belti, oft þrisvar sinnum. Önnur aðferð er í því fólgin að sveipa um sig bjarniarhúð, þá var sagt að mað- urinn breyttist í björn Verður nánar vikið að þessu hér á eftir þegar dæmi verða tilfærð. Stundum kom það fyrir, að maður varð varúlfur fyrir álög. Galdramenn og fjölkunnugir gátu breytt í úlf þeim, sem þeim var illa við eða vildu gera einhvern miska. Var þá oft um tímabund in álög að ræða og ýmsar leiðir til að losna úr þeim. Þriðja algengasta orsök þess að maður var varúlfur, átti rætur að rekja til atvika við fæðingu. En sú trú var nokkuð útbreidd, að kona gæti fætt barn sitt sársaukalaust ef hún skriði í gegnum líknabelg af folaldi áður en hún fæddi. En þeir vita, sem til þekkja, að hryssum er mjög létt um að kasta afkvæmi sínu. En sá gal'li fylgdi gjöf Njarðar, að barnið, sem móðirin ól svona þjáningarlaust, varð varúlfur ef það var drengur, en mara ef það var stúlka. Fleiri orsakir eru taldar til þess, að maður varð varúlfur, en þessar eru helztar. Skal nú vikið að nokkrum dæmum um hvert fyrir- brigði fyrir sig. Verður þá fyrst fyrir, er menn breyttu sér sjálfir í varúlf, venjulega í því augnamiði að klófesta búpening nágrannans. Dæmi um þessi fyrirbrigði eru algengust í Norður- Svíþjóð og er það ýmist, að menn breyti sér í björn eða úlf. Er athyglisvert að kynnast því af efninu, að menn breyta sér í úlf á þeim svæðum er úlfurinn var bændum mestur ógnvaldur en þar sem hinsvegar búpeningi stóð mest hætta af birninum, var algengast að menn breyttu sér í björn í því skyni að krækja sér í stórgripi. í einni sögu segir frá bónda í Norð- ur-Svíþjóð, sem hafði Lappa sér til að- stoðar við sláttinn. Þeir héldu til í hlöðu fjarri byggð. Nokkrir hestar voru á beit þar ekki al'llangt frá. Eitt kvöld- ið, þegar Lappinn hélt að bóndi væri sofnaður, skreið hann þrisvar sinnum í gegnum belti sitt. í fyrsta skipti fékk hann bjarnarhöfuð, í annað skiptið varð hann björn að hálfu, en í þriðja skipt- ið varð hann allur að birni. f öll þrjú skiptin leit hann til bóndans til að ganga úr skugga um hvort hann svæfi, en bóndi bærði ekki á sér og lézt sofa. Eftir þetta gekk Lappinn út á engi og drap feitasta hestinn og át hann. Næsta morgun kom Lappinn á fætur í manns líki eins og hann var vanur. Hann tyllti sér á þröskúldinn og stangaði hrossakjöt úr tönnunum. Bóndanum þótti ekki dælt að vera þar einn með honúm lengur og forðaði sér. í annarri sögu hliðstæðri er þess einn- ig getið hvernig Lappinn breytti sér aftur í mann. Það gerði hann með því að skríða aftur jafnoft gegnum beltið, en í þetta skiptið lét hann fæturna fara á undan. Um annan Lappa er sagt, að eitt sinn er hann var að flytja, drapst dráttar- dýrið. Hann breytti sér þá í úlf og dró ækið sjálfur. Þá er að lokum ein saga um Lappa, er átti heima í Jokkmokk og hét Jalle. Hann var galdramaður og hafði selt sig djöflinum. Eitt sinn fjandskapaðist hann við annan Lappa, er hét Lanta og segir við hann: „Hvað segir þú, ef úlfur kæmi í hjörð þína?“ Lanta svar- ar: „Nú, ef hann tekur alihrein, þá verður að hafa það.“ í annað skipti segir Jalle: „Hvað mundir þú gera, ef úlfur kæmi í kofann þinn og tæki syni þína?“ Lanta svarar: „Það mun sýna sig, að minn guð er sterkari en þinn.“ Einn dag þurfti Lanta að ski'ja drengi sína eina eftir í kofanum, en hann sagði þeim hvað þeir ættu að gera ef úlfur kæmi. Það kom líka úlfur inn í kofann og hann stóð og starði á dreng- ina yfir eldinn, en þá slógu þeir til hans með potthenginu. Þeir hittu aðeins skottið, en úlfurinn forðaði sér og hvarf. Þetta var Jalle, sem var í ú’lfs- líki. Þá kemur að þeim sögnum, er skýra frá því, að menn verði varúlfar fyrir álög eða galdur. Sagnir um slíka var- úlfa eru þekktar um alla Svíþjóð en einnig kunnar í Norégi ög Finnlandi. í Svíþjóð eru það venjulega Finnar, Lappar og Rússar, sem sagðir eru valda álögunum eða galdrinum Er þann ig ti'l staðar tilhneiging til að koma þessum ósköpum af sér og í Finnlandi var algengt, að talið væri að varúlfs- breytingin hefði átt sér stað í Eist- landi. Ein örugg leið var til að frelsa menn, sem höfðu orðið fyrir þessum ósköpum, en það var að nefna nafn þeirra. Þá hrundu af þeim álögin. I einni sögn er sagt frá manni, er átti heima í þorpinu Ruske í Svíþjóð á átjándu öld. Allt í einu hvarf hann og enginn vissi hvað af honum hafði orðið. Konan var harmþrungin, en eft- irgrennslan hennar reyndist árangurs- laus. Þegar vetur herti að, urðu menn varir við úlf í grennd við bæ týnda mannsins, sem hagaði sér undartega og hélt sig mjög nærri húsunum. Á að- fangadagskvöld hremmdi úlfurinn heim ilisköttinn í jólamat. Dag nokkurn hitti húsmóðirin Lappakonu og rakti raunir sínar fyrir henni. Hún nefndi einnig óþægindin af að hafa úlfinn snuðrandi umhverfis bæinn og lýsti undarlegum háttum hans. Lappakonan hlustaði af athygli á orð hennar og sagði svo: „Jæ- ja, tarna var undarlegt!“ Hún sagði nú konunni, að næst þegar úlfurinn kæmi skyldi hún nefna nafn manns síns stund arhátt og vita hvað gerðist. Þegar kon- an sá úlfinn næst gerði hún eins og Lappakonan hafði sagt og á sömu stund stóð maður hennar þar við hlið hennar. Hann hafði or'ðið fyrir gerningum Lappa. Við þessa sögu er dá'lítið skemmtileg viðbót, en hún er á þá leið, að méö- an maðurinn gekk um í úlfsham fór hann oft á milli Ruske og næstu byggð- ar og þá fór hann þá leið, sem stytzt var og auðveldusit. Nú kom að því, að leggja þurfti veg á milli þessara byggða og þá var varúlfurinn fyrrverandi þar með og með óljósu minni frá liðnum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.