Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 9
dögum lýsti hann þeirri leið, sem hann hafð svo oft skokkað á ógæfudögum ævi sinnar. Það sýndi sig, að einmitt þar var bezta og hagkvæmasta vegar- stæðið. í annarri sögn segir frá því, að brúð- kaupsgestir voru á heimleið frá kirkju. Allt í einu hvarf brúðguminn og vissu menn ekki hvort hann hefði orðið berg minr eða hvað af honum hefði orð- ið. Á aðfangadagskvöldið gekk unga frúin til útibúrsins til að sækja mat, en þegar hún ætlaði til baka stóð úlf- ur fvrir neðan búrtröppuna. Hún hörf aði aftur inn í búrið, en úlfurinn stóð kyrr og þegar hún leit aftur út, horfði hann til hennar bænaraugum og ýlfraði. Henni varð þá hugsað til þess, sem hún hafði heyrt um menn, sem breytt hafði verið í úlfsham, eins og það er orðað, en höfðu losnað úr álögunum við það að skírnarnafn þeirra var nefnt. Hún segir þessvegna: „Ert þetta þú, Eiríkur? og úlfurinn breyttist og þar stóð brúð- gumi hennar. Bærinn, sem stendur í skóglendinu á milli Rasbo og Finbo sókna, var upp frá þessu nefndur Brúðargata. í sumum sögnum segir, að þeir, sem breytt hafði verið í úlf, hafi ekki breytzt til fulls aftur. Venjulega var það úlfs- skottið, sem fálið undir fötum, var ævi- langur vottur þeirra grimmu gerninga, sem maðurinn hafði orðið fyrir. Þannig segir frá manni nokkrum, sem hafði lagt leið sína til Lapplands og þar orðið það á að ergja Lappakonu, sem var að baka. Hún sló þá til hans með bökunarspaðanum og breytti hon- um í úlf. Konu mannsins dreymdi, að manni hennar hefði verið breytt í fag- urt dýr. Skömmu síðar kom úlfur þar heim á bæinn, sem fylgdi henni hvert sem hún fór og lagði höfuðið á fjós- þröskuldinn þegar hún var að mjólka. Henni kom þá í hug, hvort þetta gæti verið maður hennar og leitaði ráða hjá manni, sem vissi lengra nefi sínu, hvern ig hún gæti gengið úr skugga um það. Henni var ráðlagt að spyrja þrisvar sinnum: „Ert þetta þú, Pétur?“ Þetta gerði konan og hún fékk mann sinn aft- ur í manns líki, nema hvað hann hélt úlfsskottinu. Vissu menn ekki hvort heldur það stafaði af því, að konan hefði gleymt einhverju, eða þá hvort Lappakonan hafði ákveðið, að maðurinn skyldi aldrei gleyma því, að hann erti hana við baksturinn. Loks kemur að því er atvik við fæð- ingu manns valda því að hann verður varúlfur. Þessi álög áttu, eins og áður var sagt, rætur að rekja til þess, ef móðirin hafði meðan á meðgöngutím- anum stóð, skriðið í gegnum útþaninn líknabelg af foláldi í því skyni að auð- velda sér barnsburðinn. Sagnir í þess- um flokki eru einkum í Suður-Svíþjóð og þar umhverfis, en einnig finnast dæmi um þetta í Danmörku og Suður- Noregi. Þannig segir E. Tang Krist- ensen um þetta afbrigði varúlfstrúarinn ar í Danmörku: „Það var algengt fyrr- um, að guðlausar stúlkur og konur, sem voru komnar langt á leið, strengdu upp folaldslíknabelg og skriðu í gegnum hann“. Og hann segir ennfremur: „Sú trú var við 'líði um allt Sjáland og er ekki alveg útdauð enn, að ef kona sem vænti sín í fyrsta skipti, skreið í gegnum slíkan „ham“ í andskotans nafni, þá losnaði hún við þjáningar við fæðingu, og það er alveg víst, að þetta hefur verið reynt.“ Á öðrum stað er nánar sagt frá þessu fyrirbæri í danskri þjóðtrú Þar segir að kona eigi þrisvar að skríða allsnakin í gegnum líknabelg í djöfulsins nafni. Sagt er, að ungar konur og stúlkur geri þetta gjarnan í fyrsta skipti, sem þær eigi von á barni og sé tilgangurinn áð losna við þjáningar við fæðinguna og einnig stundum að geta fætt án þess að nokkur komist að því, en að sjálfsögðu var auðveldara að leyna fæðingunni, ef hún gekk fljótt og sársaukalaust fyrir sér. Barnið, sem fæddist, var varúlfur og birtist í álögunum ýmist í úlfs eða hunds líki. Það var einkenni á þessum mönnum, að þeir höfðu samvaxnar auga brýr, enda var þetta einkenni oft haft til marks, er gengið var úr skugga um, hvort maður væri varúlfur. Víðar var þetta einkenni talið vottur þess, að menn væru varúlfar og var því gold- inn sérstakur varhugur við slíkum mönn um. Annað einkenni, sem þessir menn höfðu, var að tennur þeirra voru oft slitnari en annarra og einnig höfðu þeir engan skugga. Eru til sagnir um það, að stúlkur hafi sagt unnustum sín- um upp, er þær uppgötvuðu, að þeir "ðu engan skugga. Þá er það einnig einkenni á þeim varúlfum, sem undir þessa grein fjal'la að þeir sækjast mjög eftir því að ráðast á barnshafandi konur. Ef þeir geta rif- ið út fóstrið og etið hjarta þess eða sogið blóð þess, eru þeir lausir undan grimmilegum álögum sínum. önnur leið til að frelsa þessa menn undan álögun- um var ef einhver bar það á þá þegar þeir voru í sinni venjulegu mannsmynd, að þeir væru varúlfar. Hér kom einn- ig til greina að nefna nafn mannsins þegar hann var í úlfslíkinu, en það er þó í færri ti'lvikum hjá þessari tegund varúlfa. Til þess að geta borið það á mann, að hann væri varúlfur, var nauðsynlegt að geta bent á eitthvað máli sínu til stuðnings. Algengasta sönnunargagn, sem vitnað er til í sögnum um þetta, eru þræðirnir á milli tannanna, eins og það er nefnt, en eftir að maðurinn hafði tekið á sig sitt rétta gervi, sátu oft á milli tanna hans þræðir úr fötum, sem hann hafði rifið á meðan úlfsham- urinn var á honum. Margar sagnir eru til um þetta, en flestar eru þær svipaðar og í meginatriðum á þessa leið: Maður er að vinna úti á engi með konu sinni vi’ð að taka saman hey. Oft fylgir það sögunni, að konan eigi von á barni. Nú finnur maðurinn, sem er varúlfur, að breytingin er að koma yfir hann. Hann réttir þá konunni hrífuna, eða heykvíslina, og segir henni, að ef dýr komi, skuli hún slá, en ekki stmga. Maðurinn hverfur nú inn í skóginn, en eftir stutta stund kemur úlfur, hund- ur eða eitthvert annað dýr til kon- unnar og ræðst á hana og rífur og slítur í föt hennar. Konan ver sig eft- ir beztu getu og loks getur hún bægt óargadýrinu burt. Eftir skamma stund kemur maðurinn aftur og konan sér slitur úr klæðum sínum á mil'li tanna hans. Hún ber það nú á hann, að hann sé varúlfur og þar með er maðurinn laus undan álögunum. Stundum er sagt, að breytingin í úlf hafi ekki orðið algjör. Þannig segir í einni sögn frá manni, sem bað sér stúlku. Það vakti undrun hennar, að hann brá sér oft afsíðis og er hann kom aftur var hann ekki eins og hann átti að sér. Dag nokkurn, er stúlkan var úti á gangi, mætti hún manni, sem var dýr að hálfu. Hann réðist á hana og reif klæði hennar. Stú'lkan var í rauð- röndóttu pilsi þegar þetta kom fyrir. Þegar hún skömmu síðar hitti unnusta sinn, sá hún að hann var með slitur úr pilsi hennar á milli tannanna. Þá segir hún: „Hvar hefur þú verið?“ Þessu get- ur hann ekki svarað. „Jæja þá,“ segir stúlkan, „svo þú ert þá varúlfur!” Um leið og maðurinn heyrir þetta, er hann laus undan álögunum. Að lokum kemur hér ein saga, sem er svolítið öðru sniði. — Förumaður kem- ur kvöld eitt til gamallar konu, sem býr í Refhúsum nærri Ystad, og bið- ur um húsaskjól. Eftir nokkra stund heyrir hún hann muldra fyrir munni sér: „Úhh, það er kalt og langt að fara til Neðribæjar." Konan gengur þá til mannsins og sér langt skott liggja yfir magann á honum. Hún slær hann þá í andlitið, svo að blóð flýtur um munn og nasir, og segir: „Skammastu þín, þú ert varúlfur!” Maðurinn verður glaður við þetta, nú var hann leystur undan álögunum. Hann þakkaði konunni mörg um orðum, og sagði, að ef hún hefði ekki frelsað hann, hefði hann orðið að hlaupa til Neðribæjar þetta sama kvöld. Hér að framan hefur einkum verið dvalizt við dæmi um varúlfstrú í Sví- þjóð. En eins og lauslega hefur verið vikið að, hefur þessi trú einnig verið útbreidd í Noregi, Danmörku og Finn- landi. Lengra suður í Evrópu hefur hennar einnig gætt verulega og má í því sambandi minna á varúlfssagnir frá Þýzkalandi, sem skráðar eru af Grimms- bræðrum. Varúlfsfyrirbrigðin er einnig vel þekkt í latneska og gríska heimin- um og nægir í því sambandi að minna á orðin versipellis, sem er latneska orð- ið fyrir varúlf og gríska orðið lykan- þrópos, sem merkir varúlfur og er mynd að eins, af orðunum úlfur og maður. Á Írlandi eru sagnir um varúlfa, er var þannig farið, að þeir fóru úr lík- amanum, er þeir urðu varúlfar. Ef lík- ami þeirra var fluttur til á meðan þeir voru í varúlfshaminum, gátu þeir ekki orðið menn aftur. Að lokum er rétt að gera sér grein fyrir því, eftir því sem föng eru á, hvað liggur varúlfstrúnni ti'l grund- vallar. Er þá fyrst að athuga útbreiðslu svæði þessarar trúar, en eins og vikið var að hér að framan fór þa'ð að nokkru eftir því hvort menn óttuðust meira úlf eða björn hvort menn ímynduðu sér, að varúlfurinn birtist í úlfs eða bjarn- ar líki. Eg leyfi mér hér að nota var- úlfsheitið um hvort tveggja fyrirbrigð- ið. Þarna getum við þegar fullyrt, að óttinn við úlfa og birni hefur stuðlað verúlega að því að gefa þessari trú byr undir vængi. Undarleg hegðun og augnatlllit einstöku úlfa hefur gefið mönnum þær hugmyndir, að þeir væru menn í álögum, en oft getur verið mikið svipmót með dýri og manni eins og kunn ugt er. Það styður mjög að þeirri skýr- ingu, að skógarúlfar Evrópu séu frum- orsök þessarar trúar, að hún hefur ekki fest rætur á íslandi, enda þótt við getum rakið hana hálfa leið yfir hafið, eins og áður var vikið að. Önnur skýring mun einnig að nokkru liggja varúlfstrúnni til grundvallar, en það er sálsjúkt ástand þeirra, sem telja sig vera með þessum ósköpum. Gríska orðið lykanþrópí, sem myndað er af úlfur og maður eins og lykanþrópos, er heiti á því sálsýkisfyrirbrigði, er maður ímyndar sér að hann sé úlfur j eða annað óargadýr, eða er haldinn i hamslausu morðæði. Á þessi veiki ræt- J ur að rekja til geðrofs. Hún brauzt 1 stundum út sem faraldur á miðöldum, einkum í sambandi við galdratrú og óðu þessir ímynduðu vargar um sveitir. Þá má gera ráð fyrir, að menn hafi oft notað ríkjandi varúlfstrú sem skálka skjól ti'l að fremja hvers kyns ódæðis- verk. Þau atvik hafa svo aftur orðið til þess að gefa varúlfstrúnni nýja nær- ingu og stuðlað að aukinni útbreiðslu hennar. Loks er rétt að víkja á ný að Kveld- Úlfi, sem við gerum þá ráð fyrir að hafi verið úlfur á kvöldin. Egilssaga gefur okkur 'engar upplýsingar um það, hvern ig hann hafi orðið það. Við getum ekki vitað hvort hann hefur breytt sér í úlf til að vinna búpeningi tjón eða hvort hann hefur orðið fyrir gerningum, sem gerðu hann að varúlfi eða þá í þriðja lagi, hvort einhver atvik við fæðingti hans hafi va’ldið ósköpunum. Um allt þetta er höfundur Egilssögu þögull. En þegar við hyggjum betur að texta Egilssögu, sem vitnað var til hér í upp- hafi, komumst við raunar að því, að þar er gefið í skyn, að varúlfsfyrirbrigði Kveld-Úlfs hafi verið með nokkuð öðr- um hætti, en þau flest fyrirbrigði, sem hér að framan hefur verið lýst. „Var hann kveldsvæfur”, segir höfundur Egils sögu og méð þeim orðum gefur hann ó- beint til kynna, að Kveld-Úlfur hafi sjálf ur legið í rúmi sínu á meðan sál hans rann um í úlfs ham. Virðist höfundur Egilssögu hugsa sér þetta svipað og lýst er hamförum Óðins, en sem kunnugt er, er ekki ólíklegt, að sami maður hafi haldið um pennann í bæði skiptin. Ham- förum Óðins er lýst með svofelldum orðum í Heimskringlu: Óðinn skipti höm um, lá þá búkurinn sem sofinn eða dauður, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr, ok fór á einni svip- stund á fjarlæg lönd at sínum erindum eða annarra manna. Ekki er gott að segja, hvernig menn hafa hugsað sér varúlfsfyrirbrigðið á dögum Kve'ld-Úlfs. Engin sönnun er fyr ir því, að varúlfstrúin hafi haldizt ó- breytt á Norðurlöndum frá hans dög- um og fram til þess tíma, er byrjað ar að skrá niður sagnir um þetta í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. En hitt er vitað, að frá dögum Kveld-Úlfs og til þess tíma er frásagnir Egils-sögu eru skráðar líða u.þ.b. 350 ár. Má því gera ráð fyrir, að varúlfsminnið um hann hafði verið farið að blikna allmjög. Þessi sögn, sem hafði varðveitzt á ís- landi þar sem varúlfstrú var ekki ’lif- andi hlaut því að taka lit af þeim fyrir- bærum, sem menn þekktu bezt svipaðs eðlis. Athyglisvert er að sjá svipmót íslenzku sagnarinnar og þeirra írsku. Niðurstaðan verður því sú, þegar hug að er nákvæmlega að þessum kafla Eg- ilssögu, að eðliseinkenni Kveld-Úlfs, sem þar er lýst, séu öll greinar á sama meiði í huga höfundarins. Hér er ekki j rúm til að rekja þessi tengál nánar að sinni, en margt bendir til þess, að var- úlfseiginleiki Kveld-Úlfs hafi verið í ætt við þá eiginleika hans að vera hamrammur og forvitri. 29. sept. 1968 (I .--------------- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.