Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 4
9 örþrjfarAð SMÁSAGA EFTIR FRIÐJÓN STEFÁNSSON Þegar Benedikt læknir flutti alfar- inn frá Bretlandi til íslands ásamt konu sinni brezkri var í för með þeim gul- grún tík mesti merkisgripur af eðlu og frægu hundakyni skozku. Benedikt læknir hafði dvalizt nokk- ur ár í Englandi, fyrst við nám og síðar við störf. Þar kvæntist hann Violet. Hún var af enskri aðalsætt, að vísu ekki ríkri en aftur á móti göfugri. Tíkin hét hinsvegar Rose og var eins og fyrr segir einnig af góðum ættum, þótt skozkar væru. Nú giltu þau lög í höfuðborg ís- lands, að hundahald var stranglega bannað. Það þóttu frú Violet ekki góð lög og raunar staðfesting á því, sem henni hafði boðið í grun, að sönn menn- ing væri ekki langt á veg komin hér, enda vart við því að búast í þessu kalda landi, þar sem aðalsættir voru svo til óþekktar. Því var það að þau ákváðu — og það einvörðungu vegna tíkarinnar — að setjast að utan lögsagnarumdæmis Reykjavikur. Á þeim fjórum árum, sem þau höfðu verið gift, hafði þeim ekki orðið barna auðið. Þau keyptu sér snoturt einbýlis- hús, en voru aðeins þrjú í heimili, þ.e.a. s,þau hjönin og svo tíkin. Eftir atvik- um kunnu þau vel við sig á hinu nýja heimíli. Benedikt var frístundamálari, og honum fannst þessi staður myndi henta sér. Frú Violet lék hins vegar mikið á slaghörpu og hlustaði mikið á góða tónlist. Og svo var það tíkin, sem hjónin höfðu mikið dálæti á, sér í lagi frúin. Rose var merkisdýr og mjög vit- ur. Hún hafði sérstakt íveruherbergi í kja'llara hússins, Þaðan komst hún út og inn um hurðarlúgu út á garð, henni sérstaklega ætlaðan, umgirtan hárri vírnetsgirðingu, sem ekki virtist að aðr- ir kæmust yfir en fuglinn fljúgandi. Auk þess mátti segja að hún hefði tak- markaðan aðgang að íveruherbergjum þeirra hjóna og átti út af fyrir sig þægilegan, djúpan stól í dagstofunni, þar sem hún hélt mikið til. Ekki hafði Rose dvalizt lengi í hinu nýja föðurlandi sínu, þegar sögur tóku að berast af frábærum vitsmunum henn ar. Segja mátti það óbrigðult, að 5 til 10 mínútum áður en Benedikt kom heim frá störfum sínum, risi hún upp úr djúpa stólnum, gengi ti'l dyra og klóraði laust í útidyrahurðina. Þótt ætla mætti, að hún hefði stuðning af dagsitofuklukkunni, þá nægði það eng- an veginn sem skýring því að Bene- dikt kom ekki alltaf heim á sama tíma, Ekki var heldur hægt að skýra þetta með óvenju næmu þefskyni, vegna þess að ýmist kom hann gangandi neðan frá þjóðveginum eða akandi alveg heim að húsi sínu í bíl. Og loks, þetta var síður en svo einskorðað við Benedikt. Hún vissi einnig alltaf fyrirfram um komu gesta, þ.e.a.s. þeirra gesta, sem henni féll við. Að ekki sé minnzt á húsmóður hennar, frú Violet. Rose vissi alltaf fyr- irfram um komu hennar. Frú Violet gaf nú raunar þá skýringu varðandi sig, að þegar hún færi að heiman, án þess að taka Rose með sér, þá segði hún henni alltaf, hvenær hún myndi koma heim. Og frú Violet var mínútumanneskja. En hún hélt því fram, áð tíkin skildi næstum til fullnustu mannamál, þó að- eins ensku, áleit frúin, þangað til ann- að kom á daginn. Og ekki virtist henni fara á milli mála, að Rose hefði yndi af góðri tónlist. í fáum orðum sagt, hún fékk orð á sig sem hið frábærasta greindardýr og var þægileg í umgengni við gesti þeirra hjóna — en dýr af eigin stofni fékk hún yfirleitt ekki að umgangast, og alls ekki nema þau væru henni samkynja. Nú lifðu þau þarna öll þrjú og undu sæmilega hag sínum. Benedikt vann í sjúkrahúsi í borginni, vel látinn en ekki skörungur. Frú Violet undi og glöð við sitt, hélt heimilinu í fyrirmyndar lagi, matreiddi hollan og góðan mat, að tals- verðu leyti með enskum hætti. Þess á milli átti tónlistin og bækur hug henn- ar og svo tíkin. Hún var snar þáttur í að gera líf hennar fjölbreytiiegra. Og Rose virtist kunna hið bezta við sig. Fyrir utan vitsmuni annáluðu þau hjón hana fyrir skapgæði. Stundum fóru þau í leíkhús eða á hljómieika í borg- inni. Þá var Rose yfirleitt skilin eftir heima. Færu þau hinsvegar akandi eða gangandi sér til hressingar og skemmt- unar, fékk Rose oftast að vera með. Hún sýndist hafa mikla ánægju af að aka með þeim í bílnum. Nú vildi svo til einn veðurblíðan séinni hluta laugardags að frú Violet þurfti til borgarinnar að kveðja sendi- herrafrú, sem var að fara alfarin af landi burt. Hún bað bónda sinn að líta eftir Rose — álveg sérstaklega að hún slyppi ekki út og lenti í slagtogi með þeim hinum nýkomna hundi í ná- grennið. En sá rakki var að hennar áliti ótíndur dólgur, og ættin ekki par góð, kominn af íslenzku fjárhundakyni í aðra ættina en flækingshundi í hina — enda ósiðaður með afbrigðum og ótót legur. Benedikt læknir lofar þessu að sjálf sögðu en annars hugar, því að honum var mikið í mun að komast sem fyrst út í garð til þess að mála. Reynitrén skörtuðu einmitt þessa dagana sínum fegurstu litum. Þegar hann var í ess- inu sínu að mála var líkast því að hann dveldi ekki í þessum heimi og gat átt það til að gteyma stund og stað og öllu umhverfis sig nema litum sín- um og lérefti. Þennan laugardagsseinni hluta Vcir hann einmitt í slíku ástandi. Þó kom að þvi að hann fann hjá sér þörf fyrir að skreppa snöggvast inn í eldhús til þess að hressa sig á kaffi- sopa.En það hefði hann líklega ekki átt að gera — eða öllu heldur, hann hefði átt að gæta þess að loka dyr- unum tryggilega á eftir sér, þegar hann fór aftur út. Nú sem frú Violet kemur heim um það bil hálfri stundu síðar, voru úti- dyrnar opnar í hálfa gátt. Rose hvergi sjáanleg, en Benedikt læknir hins veg- ar eins og dáleiddur framan við málara grind sína. Aldrei fyrr varð frú Violet svo hvöss í bragði við bónda sinn og nú. Hann hafði svikizt um að líta eftir Rose og skilið eftir opið. Og hvað gat ekki hafa komið fyrir! Kannski hafði hann hent slys, kannski orðið fyrir bíl. Benedikt lagði frá sér penslana með tregðu. Hún gæti ekki hafa farið langt, áleit hann, þetta væri svo stutt stund. Og hann tók til að svipast um kringum húsið. En tíkina var hvergi að sjá. Frú Violet hafði illan grun um, hvar JÓN ÚR VÖR Nafn þitt Gullnu letri meðal þúsundanna sem féllu er nafn þitt höggvið í maTmarabjargið, tengt þeirri miklu dáð að deyja ungur að viljg ókunnugra manna, fyrir hugsjónir sem við gátum aldrei skilið. Gegnum litaðar helgimyndir kapelluglugganna í fæðingarbænum okkar, þar sem ást okkar greri jafnvel á kirkjugarðsleiði, flæðir dagsbirtan yfir nafn þitt, nafn þitt eins og allra hinna, en enginn þekkir það nema ég, myrkar nætur sem moldin og sorgin flökta kertaljósin ... . Ég ein man þig og ann þér, einmana og þreytt, öllum nema mér er nafn þitt jafn gleymt og dautt sem líkami þinn í erlendri jörð . . . atlot þín eru löngu týndur draumur, aldrei munu böm okkar fæ'ðast. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.