Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 13
Egill Jónsson: VoJ/óÉ Það vorar eftir vetrar-langa tíð, og vandi að skynja myrkurvönum augum að þannig vinni lífið húm og hríð, þess hreina mynd er ný í svölum laugum leysinga er linnir ísa-böndum, langþráðum blæ er andar þér á vanga, sundum og hafi, sól yfir grónum löndum, sumarblómi er undan fönn mun anga, unnir syngja sunnan-þeynum lag, og sannarlega muntu annar maður: þig hafði lengi dreymt um þennan dag, í dimmu þungri reynt að vera glaður. Og vorið hefur enn það undur sýnt að engu lífi er hent á glæ né týnt. KERLINCAFJÖLL Framh. af bls. 9 heildina og lagað sig eftiir aðstæðum. Ég hef starfað sem skíðakennari bæði í Austurríki og Þýzkalandi og það var að vísu skemmtilegt, en miklu ópersónu legra. Fólk hugsaði bara um skíðin — maður var þar sem kennari og búið og svo lendir allt í fatastússi og fín- heitum hjá fólki. Mesta gamanið fer af um leið og þetta er orðinn atvinnu- rekstux eingöngu. Hér er vissulega gósenland fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar, heldur Ei- ríkur áfram. Við förum með fólkið í gönguferðir og leiðangra, t.d. í Þjófa- dali, að Hvítárnesi og í átt að Hofs- jökli, suður á Fjórðungssanid, ef það sýnir áhuga, og að Kerlingunni. Kerl- ingin er sunnanvert í Kerlingartindi og hún sést víða að, bæði frá Bláfellshálsi og frá Hvítárnesi. Þetta er móbergs- drangur, 20—30 metra hár — á einum stað lítur hún út eins og hún væri með börn með sér, á öðrum stað er hún alveg eins og Adenauer. Margar þess- ar ferðir erum við nú farnir að fara langleiðina í bílum. Og ekki má gleyma Hveradölum — þeir eru eiginlega Hvera vellir í smækkaðri mynd. Þar eru heitir leirpyttir, í einum þeirra er fastur siður að fara í fótabað, þar eru tvær 50 stiga heitar laugar, sem eru eins og lítil bað- ker og þar eru íshellar. Einn þeirra komumst við fyrst í fyrir tveim árum. Við höfðum grun um, að hann væri þarna en komumst ekki í hann fyrr. Fremst í 'þessum íshelli eru um 800 metra löng göng. íshell- arnir myndast þar sem jökullinn skríð- ur fram yfir heitu hverina eða heitan læk, sem bræðir svo snjóinn inmanfrá. Þetta hlýtur að hafa verið stórkost- legt í tíð Þoirvaldar Thoroddsens. Þá voru Hveradalir fullir af ís, eini hver- inn, sem hann talar um og gaf reyndar nafnið Snorrahver, er núna hátt upp í brekku. Það eru einkum hverasvæðin og gljúfrin, sem eru alveg ósnert — og það er alveg sérstök tilfinning, sem grípur mann, þegar maður kemur á stað sem maður veit, að hefur verið eins frá fyrstu tíð. Sumir verða gripnir ótta hér — í landslaginu eru undarlega þöglir blettir og það getur farið svo, að hróp og köll heyrist ails ekki, þótt stutt sé á milli Ef einhver týnist eða villist, getur verið erfitt að finna hann og þess vegna brýnum við fyrir fólki að fara ekki út einsamalt og fylgdar- laust. Þoka getur skollið á fyrirvara- laust. Ef maður þekkir landið, er auð- velt að rata, en víðáttan, sem er svo heiilandi á björtum degi, getur orðið ógnvekjandi, þegar þokan er skollin á. KAUPHÖNDLUN Framh. af bls. 6 salavaldinu. Við smákaupmenn vorum boðaðir á fund í gamla Kaupmannafé- laginu. Tilefnið var það, að Garðar Gíslason ætlaði að ræða um skipulag verzlunarinnar. Hann var erindreki heild sala, sem vildu hafa allan inmfluting og ráða verðinu, en smákaupmenn áttu að vera nokkurs konar þjónar þeirra, áttu engu að ráða, máttu ekki keppa í verð- lagi og með því að laða að sér viðskipta vini. Verzlunin átti ekki að vera þjón- usta heldur valdboð. Okkur líkaði þetta ekki, einkum okkur þeim yngri, en við höfðum ekki uppburði tij að andmæla. En þarna voru tveir gamlir og reyndir kaupmenn, að vísu íhaldsmenn, en þeir skyldu hlutverk verzlunarinnar. Það voru Bensi Þór og Brynki Bja. Þeir andmæltu með fullri rökfimi, og Bensi sendi Garðari hornauga yfir gleraugun til áréttingar máli sínu. Garðar var reið ur, er hanm fór af fundinum. Verzlunin gekk vel og óx hratt. Mig vantaði að vísu alla verzlunarþekk- ingu, hefi aldrei verið upplagður verzl- uniarmaður, en fólk laðaðist einhvern- veginn að mér, og ég vildi gera gagn og selja ódýrt, taldi það vera skyldu verzlunarinnar að kaupa góðar vörur þar, sem þær væru ódýrastar, til nota fyrir þá, sem þyrftu þeirra með. Mér hefur alltaf fumdizt ég vera jafningi ailra. Og því varð ég alltaf að afgreiða þá, sem eitthvað var áfátt. Þeir heimt- uðu það, en sýndu mér líka fulla góð- vild og kurteisi. Auk bæjarmanna verzlaði ég líka við menn um allt land. Tumakostbræður úr Vogum voru ágætir viðskiptavinir, sem sóttu vörurnar á mótorbát sínum, Haf- öldunni, 8 tonna bát. Fyrir þeim var Ólafur Pétursson í Knararnesi, sem nú er nýlátinn. Breiðfirskir sjómenn verzl- uðu líka mikið við mig, en þeir voru margir á Skallagrími með Guðmundi Jónssyni. Sumir voru nokkuð fyrirferða- miklir ef þeir voru fullir, en allir dreng skaparmenn og heiðarlegir í viðskiptum. Og er Skaftfellingur fór fyrstu ferðina austur með Söndunum, fyllt ég hann af vörum. Mig minnir að Vigfús á Geir- landi semdi um það við mig. Ef ég vissi að viðskiptamaður var Skaftfellinguir lánaði ég honum hiklaust. Það var óhætt að treysta þeim. Smákaupmenn og jafnvel stærriverzl anir öfunduðu mig, var líka illa við mig fyrir samkeppni, því þeir urðu að miða verðlag sitt við verðið hjá mér. Ég var líka notaður sem grýla, stundum logið á mig gæðum, til að þrýsta verðinu nið- ur. Og ýmsum heildsölum var líka þá þegar illa við mig, töldu mig hættulegan. Allir bankastjórarnir voru á bandi heild salanna, nema Magnús Sigurðsson, hann var sá eini, sem sýndi mér góðvild, en gat verið mislyndur. Ég skuldaði 5 þúsunid króna víxil í Landsbankanum, sem ég ætlaði að borga á gjalddaga. En mig vantaði aðrar fimm þúsund krónur, sem ég ætlaði til vöru kaupa og hafði lagt inn víxil hjá Magn úsi. Er ég kom niður eftir kallaði Magn- ús í mig og sagði, að þetta væri víst ekki hægt, því hann Kaaber vildi ómögu- lega bæta við mig. Það gerir ekkert til sagði ég ósköp rólega, hann Sveinbjörn tekur það þá út og lánar mér. En Svein björn frá Teigi var útgefandi víxilsins. Getur hann það og hver er hann, sagði Magnús. Ég sagði sem var, og að Svein- björn ætti þar inni 60 þúsund, sem þá var mikið fé. Ég sagði, að Sveinbirni myndi ^ mislíka vantraustið, og líklega færa fé'ð. Þurfið þér peningana strax, sagði bankastjórinn. Nei, það er nóg ef ég fæ þá á margun. Þá var víxillinn keyptur. Sveinbjöm Sveinbjörnsson var áður stórbóndi í Teigi í Fljótshlið. Hann var hagsynn fjármálamaður, enda kallaður „ríki“ Sveinbjöm var bróðir Jóns á Bíldsfelli, stjúpa Andreu, og hafði ver- ið þar vinnumaður. Hann var okkur Andreu mjög góður. Sveinbjörn var stórlyndur átti erfitt með að láta und- an og viðurkenna að sér hefði mistek- ist. Hann var góður maður að eðli og upplagi, en ólst upp í fátækt. Ég hvatti hann til að flytja fé sitt úr Sparisjóðnum á Eyrarbakka og í Lands- bankann, og hjálpaði honum til þess. Það var það seinasta, sem Sparisjóður- inn greiddi, áður hann komst í þrot. Einn daginn kom Sveinbjörn til mín og sagði mér, að hann ætlaði að leggja 30 þúsund í togarakaup í Þýzkalandi, kaupa fyrst þýzk mörk, sem byðust með góðu verði. Það myndi ég ekki gera, sagði ég, það eru engar líkur til að græða á tog- araútgerð eins og nú er komið, en miklar líkur til að stórtapa. Um mörkin veit ég ekkert, en hefi óhug á þeim. Það er hættuspil. Eftir tveggja tíma við ræðu hætti Sveinbjörn við útgerðina. Hinir urðu stórreiðir, en gátu ekkert að gert. Allt féð tapaðist. Ég var oft ráð kænni fyrir aðra en sjálfan mig. Mig langaði aldrei til að eignast peninga, en hafði gaman af að fara með þá. Frh. í næsta blaði. SVIPMYND Framh. af bls. 6 arhugmyndinni, að lítill timi er til eig- ingirni. Baráttan er stærn en einstakl- ingur, eða einstaklingar“. „Allt mitt líf hef ég haft ánægju af að þjóna öðrum. Og hvaða leið er betri til þess að lifa gagnlegu lífi — ekki ein- ungis í Alabama, Suðurríkjunum, Norð- urríkjunum, eða öllu landinu — heldur alls staðar í heiminum. Þörfin fyrir þjónustu í þágu mannúðar er alls stað- ar jafn brýn í öllum heiminum". Þótt orð þessi væru töluð fyrir þrem- ur árum ber framkoma og gerðir frú King al'lt frá því að 'hinn sorglega dauða eiginmanns hennar bar að höndum greini'legan vott um, að sannfæring hennar er óbreytt, ef til vill enn dýpri. Það vildi kynna heitan hug og hjartans sýna auð og merki bera andlegs elds, er ofsahita bauð. En það var úfið eins og hraun og allri skynjun raun. En þótt það væri vangert allt, af vilja einum skráð það komst hjá einni illri nauð, sem í mig hefir náð: Það kvæði sínum knéhnykk á ei kemur ellin grá, því það varð sjálfdautt áður en það ellin hugað fékk. Með sköpulagið skælt og rangt það skreið og víxlað gekk, fann aldrei stað í minni manns, varð minnkun yrkjandans. Og enginn syrgir sjálfdautt ljóð, þann söng, er enginn kvað, sem hvergi lærðist, hvergi flaug, þótt kannað fengi blað. — En birting frá til blakkleits kvelds krefst blaðið síðan elds. 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.