Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 5
og þegar ég ætla að setjast niður eftir hálftíma og hvíla mig, verður hann óþol- inmóður og teymir mig burtu. Ég kann ekki að dansa. Hann kann það. Ég kann ekki að vélrita. Hann kann það. Ég kann ekki að aka bíl. Og þegar ég fer fram á að læra á bíl, neitar h-anin blákalt. Hann segir, að ég geti alls ekki lært á bíl. Ég held, að hann vilji, að ég sé háð honum í einu og öllu. Ég kann ekki að syngja og hann kann Iþað. Hann hefir baritónrödd. Hann hefði getað orðið frægur, ef hann hefði lært að syngja. Hann heifði getað orðið hljómsveitar- stjóri, ief hann hefði numið tónfræði. Þegar hann hlustar á hljómplötur, stjórn ar han’i hljómsveitinni með blýanti. Um leið vélritar hann og svarar í símann. Hann er einn af þeim, sem geta gert allt í einu. Hann kennir, og ég held, að hann geri það vel. Hann hefði getað lagt stund á hvað sem cr. En hann sækist aldrei eftir starfi, sem hann hefir ekki með hönd- um. Ég hefði aðeins getað framkvæmt eitt, starfið, sem ég valdi og ég hefi lagt stund á næstum frá barnæsku. Ég sækist heldur aðdrei eftir neinu öðru starfi: enda hefði ég ekki getað gert neitt annað. Ég skrifa skáldsögur, og ég vann í nokkur ár hjá bókaútgáfu. Verk mín voru hvorki góð né slæm. Samt held ég, að mér hefði hvergi vegnað vel nema þar. Ég var í vinfengi við húsbónda minn og starfsfélaga. Ég fann að án þessa vinfengis hefði ég örmagnast og gefizt upp við ritstörfin. Mig dreymdi lengi um að fá að skrifa fyrir kvikmyndir. En mér bauðst aldrei tækifæri, eða ég kunni ekki að verða mér úti um það. Nú hef ég fyrir löngu misst alla von um að skrifa fyrir kvik- myndir. Á sínum yngri árum samdi hann fyrir kvikmyndir. Hann skrifaði líka sögur. Hann hefir gert allt, sem ég hef gert og mikið meira. Hann kann að slá fólki gullhamra, og sérllagi gömlum hefðarfrúm. Sjálfsagt hefði hann orðið ágætur leikari. Eitt sinn söng hann í leikhúsi í Lond- on. Hann var Job. Hann þurfti að leigja sér kjólföt, og þarna stóð hann, í 'kjólfötum, við einhvesr konar lespúlt, og söng. Hann söng orð Jobs, eða öllu fremur tónaði. Ég sat í stúku, dauð- skelkuð. Ég var á nálum um, að honum fipaðist, eða þá að hann missti niður um sig buxurnar. Hann var umkringdur körlum og kon um í kjólfötum, sem voru englar og ár- ar og aðrar persónur í Job. Hann gerði mikla lukku, og menn kepptust um að hæla honum. Ef ég hefði borið skyn á tónlist, hefði ég elskað hana af lifi og sál. En því miður skil ég hana ekki, og þegar hann tekur mig með sér á tónleika, verð ég viðutan og annars hugar. Eða ég steinsofna. Mér þykir gaman að syngja. Ég kann ekki að syngja og er vita laglaus, samt syng ég stundum, þegar ég er alein, en mjög lágt. Ég veit, að ég syng falskt, af því að mér hefir verið sagt það, rödd mín hlýtur að hljóma eins og kattar- 'breim. En sjálí hef ég enga hugmynd um það, og ég skemmti mér konunglega, þegar ég syng. Ef hann heyrir til mín, stríðir hann mér, hann segir, að söng- ur minn sé eins konar æðri tónlist, sem ég hafi fundið upp. Þegair ég var l'ítiil ra'uiaði óg gj'armam lög, sem ég sarndi sjálf. Það voru lang- dregin skelfileg hljóð, sem komu mér til að tárast. Sú staðreynd, að ég ber ekki skyn á málaralist og höggmyndalist , veldur mér engum sársauka, en það særir mig, að ég skuli ekki bera Skyn á tónlist, af því að ég finn, að sál mína þyrstir í tónlist. En við því er ekkert að gera, ég get aldrei skilið tónlist, og aldrei ©lskað hana. Þegar ég heyri tónlist, sem Framh. á bls. 12 Eins og algengt er um eiginkonur frægra manna hefur Coretta Scott King alltaf látið sér vel líka að hverfa í skuggann me'ðan hinn þekkti eiginmaður hennar — Martin Luther King Jr. — ferðaðist, talaði og vann allt að því sleitulaust að framþróun borgaralegra réttinda í Banda- ríkjunum. Frú King, sem er yfirlætislaus og mjög trúuð kona áleit, að hennar hlutverk væri fyrst og fremst það að vera eigmkona, húsmóðir og móðir fjögurra barna þeirra hjóna: Yolanda 12, Martin 7, Dexter 7 og Bernice 5 ára. Þó var málstaður eiginmannsins henni svo hjartfólginn, að eftir því sem börnin urðu eldri tók hún æ virkari þátt í því að hrinda í framkvæmd eigin áætlunum. Hvenær sem færi gafst fór hún með Dr. King í umfangsmiklar baráttufer’ðir — og bæði hlökkuðu þau til, þegar fjöl- skyldan gat öll sameinast á heimili þeirra í Atlanta, Georgia. Það voru þó tiltölulega sjaldgæfir atburðir, auð- vitað, því að miklai' annir héldu honum langdvölum að heiman. Því var það kaldhæðnislegt, að 4. apríl 1968, þegar frú King barst fregnin um að maður hennar hefði verið myrt- ur af óþekktum launmorðingja í Memphis, Tennessee, voru hún og börn hennar á AtlantaflugvelHnum og biðu þau eftir flugi til Memphis til móts við Dr. King. Næstu daga, me'ðan felmtri slegin þjóð sameinaðist í sorg vegna dauða hins heimskunna þjóðar- og trúarleið- toga, kom frú King oft fram í sjónvarpi og blaðamynd- um. Var hún þá ógleymanleg ímynd sjálfstjórnar og virðu- legrar sorgar, en jafnframt bar framkoma hennar vott um óhagganlega trú á, að hugsjónir Dr. Kings mundu að lokum rætast. Margir, sem á horfðu héldu því fram, að á þessum erfiða tíma og sérstaklega í eldraun útfarar- dagsins hafi frú King ótvírætt sýnt sömu einlægni og ein- drægni sem svo mjög einkenndi Hf manns hennar. Coretta King hefur verið köUuð „eyland einlægninnar í miðstöð hringiðunnar.” Dr. King sagði oft um konu sína: „Hún er hugrekki’ð mér við hlið.“ Einlægnin og hugrekkið kom greinilega í ljós daginn fyrir útförina, þegar hún tók þrjú elztu börnin með sér á staðinn þar sem faðir þeirra lét lífið og gekk hún svo í hans stað fyrir fylkingu þeirra 20.000 alvörugefinna göngumanna, sem fóru um miðstræti Memphisborigar. Gangan var hvort tveggja í senn til minningar um Dr. King og upphaf nýs og athafnameira forystuhlutverks .ekkju hans í borgarahreyfingunni. „Þið öll, sem trúðuð á það er Martin Luther King barðist fyrir,“ sagði frú King í ávarpi, sem var hápunktur göngunnar „verðið að sjá til þess a'ð andi hans deyi aldrei.“ Dr. King hefði viljað, að hún kæmi til Memphis til þess að framkvæma verk hans þar, sagði hún og bætti við: „Mér hefur alltaf fundizt, að aUt sem ég gæti gert til að létta honum framkvæmd verksins mundi ég gera með glöðu geði. Það er hið minnsta, sem ég gæti gert fyrir hann.“ ,,Þrjú af fjórum börnum okkar eru hér í dag og þau komu einnig af því að þau vildu vera hér...... „Við eiskuðum hann mjög mikið og við vitum, að andi hans deyr aldrei." í 15 ára hjónabandi sagði frú King, að trúin á hugsjón manns hennar um þolinmæði og ofbeldisleysi hefði sífellt endurnýjast. I trúarsannfæringu hans var hún honum einnig einhuga. „Ómögulegt er,“ sagði systir hennar, „fyrir þann, sem ekki er sjálfur innilega trúaður að skilja hvernig fjöl- skyldan hefur tekið missi ástvinarins, eiginmannsins og föðurins." Daginn eftir útför Dr. Kings gaf borgarréttindastofn- unin, sem hann stofnaði og veitti forstöðu (Hi'ð Kristilega Forystusamband Suðurríkjanna) út þá yfirlýsingu, að frú King hefði verið tekin í stjórn sambandsins — vottur þess, að hún ætti í vændum áhrifahlutverk í framtíðinm. Væri slíkt í fullu samræmi við þá óbrotnu venju frú King að þjóna öðrum án eigingirni. „Alla æfi mina,“ sagði hún eitt sini\ „hef ég hugsað um að þjóna öðrum. Frá því að ég man eftir mér hef ég veri'ð ákveðin í því að gera eitthvað til þess að bæta ástandið ..... Frarnh. á bls. 6 Coretta. King Marteinn Luther King, Coretta og börn þeirra. ------— 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.