Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 9
Hjc' Sólveig; Ásgeirsdóttir og Jósef Ólafsson með Birnu, dóttuv sína. Komum hingað til að lœra Á námskeiðinu er hvert rúm skipað. Hér er fólk víðs vegar að, á öllum aldri og úr ólíkum starfsgreinum. Hér eru l.d. hjónin Sólveig Ásgeirsdóftir og Jó- sef Ólafsson, læknir í Hafnarfirði með dó'ttur sína, Biirnu, 8 ára gamla. — Við komum hingað fyrst og fremst af því að við höfum áhuga á að læra á skíðum, segir Jósef, við fórum á skíði af og til síðastliðinn vetur, en kunnum ekki réttu aðferðirnar. Mér finnst ótrú- legt hvað mér finnst ég hafa lært mik- ið núna. Þó maður hafi fengið smá- kennslu öðru hvoru jafnast það ekki á við þetta — kennsla nýtist áreiðanlega betur svona, þegar maður getur tekið þráðinn upp aftur næsta dag en einstak ur skíðatúr á veturna, þótt með reynd um manni sé. Við höfum mjög gaman af útilífi, bæði hjónin, og viljum venja börnin á þetta snemma. Að vísu höfum við áhuga á fleiri íþróttagreinum, en skíðaíþróttin hefur þann kost, að fjöl- skyldan getur iðkað hana saman. — Ég var búinn að heyra, að hér væri mjög skemmtilegt a<l vera, en mig hefði aldrei grunað, að það væri svona gaman, það verð ég að segja. Með í liópnum voru frú Kirsten Prag og Erik Mygind, bæði frá Kaupmannaliöfn. £’ms og englar á kaðstc fuloftinu C o aug Snorradóttir, kennari, dvald- ist, ér eina viku í fyrra og er nú komin aftur. Ég hafði aldrei stundað skíði, þegar ég kom hingað í fyrra, segir Guðlaug, og átti ekki einu sinni skíði. Þá fékk ég fyrst áhuga, keypti mér skíðaútbúnað og fór svo hverja helgi, sem ég komst, í allan vet- ur. Ég hafði það á tilfinningunni, þegar ég kom hingað fyrst, að ég gæti alls ekki lært á skíðum, en kemnararnir koma því inn hjá manni, að maður geti þetta og þeir sleppa ekki af manni hendinni fyrr en þeir finna, að maður gelur haldið áfram upp á eigin spýtur. Þeir eru samvaldir snillingar og létt yfir þeim, hvort sem er í skíðabrekk- unum eða á kvöldvökunum inni í skíða- skálanum, í fjallgöngum eða hvar sem er. Hingað kemur maður ókunnugur, og eftir skamma stund er eins og maður eigi allt og þekki alla. Þetta kemst næst því sem ég ímynda mér Paradís, enda lifum við hér eins og englar á baðstofuloftinu. Verð góð nœsta sumar Regíraa Bragadóttir, forstjóri Bóka- búðar Biraga Brynjólfssonar í Hafnar- stræti, varði viku af sumarleyfi sínu þarna í Skíðaskólanum. Ég hef aldrei iðkað skíði fyrr, eins og þú 'getur sjálf séð, segir Regína, jú, að vísu stóð ég á skíðum einu sinni, en það eru 5 eða 6 ár síðan. Það var einmitt uppi í Kerl- ingarfjöllum hjá Valdimar, en það var áður en skálinn var bygigður. Ég var þá með ferðamanmahóp, sem ætlaði inn á Hveravelli, en þangað komumst við aldrei vegna ófærðar. Það varð úr, að við dvöldumst hér nokkra daga, en ég hef ekki komið hingað aftur fynr en nú. Og ég er ákveðin í að koma hingað aftur og aftur. Bezt gæti ég trúað því, að ég færi á skíði í vetur og þá verð ég góð næsta sumar. Þá ætla ég að komast í B-flokk eða að minnsta kosti í AB-flokk. Guðlaug Snorradottir. Regína Bragadóttir. Finnst eðlilegt að hér skapist s&gsar ííjís hntjur Með í hópnum eru tveir Danir, frú Kirsten Prag, kennari og Erik Mygind, garðarkitekt, bæði frá Kaupmannahöfn. í fylgd með þeim er Reynir Vilhjálms- son, garðarkitekt úr Reykjavík, en hainn vann hjá Mygind í Kaupmannahöfn í mörg ár. — Reynir var á þeirri skoðun, segir Mygind, að bezta leiðin til að kynnast landinu væri að byrja innanfrá og hálda þaðan út til by.ggða. Hingað héldum við því beint af flugvellin- um. Og ég er alveg sammála Reyni í þessu — þegar maður lítur þessar óbyggðir, skilur maður afrek íslendinga. Manni finnst sjálfsagt og eðlilegt, að hér skuli hafa skapazt sögur um hetj- ur, sem dirýgja miklar dáðir. Náttúran hér er okkur, sem vinnum að teiknun og skipulagi, stórkostleg fyrirmynd. Form landsins er svo hreint og ein- falt — það er einmitt þessi einfaldleiki Ekkert sumar nema hann komist á Kjöl Máni Siguirjónsson, organisti og starfs maður hjá Ríkisútvarpinu er líka með í hópnum. — Ég kom hingað í og með af forvitni, segir Máni. Mig langaði til að kynnast starfsemi skíðaskólans í Kerl ingarfjölium og var búinn að heyra marga láta vel a£ dvölinm hér og viðurgerningi öllum. Svo finnst mér eins og ég upplifi ekkert sumar nema ég komist a.m.k. einu sinni inn á Kjöl. Þetta Kjal- svæði tel ég tilkomumest og fegurst a£ þeim öræfaslóðum, sem ég hef ferðazt um. En ég hafði ekki stigið á skíði í um 20 ár fyrr en nú. Ég var á skíðum sem unglingur í heimasveit minni austur á landi, en kunni ekki undirstöðuatrið- in í skíðaíþróttinni. En á þessum stutta tíma hef ég fengið það haldgóða þekk- ingu á undiirstöðuatriðum, að ég tel mig geta haldið áfram upp á eigin spýtur og það þykir mér þýðingarmesti árangur af dvölinni hér. Og nú er ég sitaðráð- inn í að halda áfram. Ég er ákeðinn í því að fá mér skíði við fyrstu hentug- leika og nota hvert tækifaeri sem gefst til þess að vera á skíðum. Ég er mjög þakklátur þeim félögum fyrir mjög ánægjulega dvöl hér uppfrá og öllu fólki, sem -dvaldist hér með mér. sem við erum að leitast við að skapa Og samveran með fólkinu hér og kvöld vökurnar finnst mér bregða Ijósi á kvæða arfinn sem sérstæðan þátt íslenzkrar menningar. Hér verða til vísur, sem varð veitast á staðnum og allir læra. Félags- lífið hér er einstakt. Og ekki spillir skíðakennslan. Maður er blessunarlega laus við . hversdagsiegar hugsanir. Þsð er aðeins eitt, sem kemst að í kollinum á rnsnni: Ksmsiu nú alla leið niður án þess að detta? Máni Sigurjónsson. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnascn írá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. •Ritstj.fltr.: ‘Grísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 10100. 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.