Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 4
~ r (<s PCN CP a EFTIR NATALIA CINZBURC Honum er alLtáf heitt, mér er alltaf kalt. Á sumrin, þegar mjög hlýtt er í veðri, kvartar hann stöðugt um óþol- andi hita. Sjái hann mig fara í ullar- peysu á kvöldin, fyrirlítur hann mig. Hann talar vel mörg tungumál. Ég tala ekkert þeirra vel. Hann getur jafn- vel bjargað sér á tungumálum, sem hann kann ekki. Hann hefir gott áttaskyn, ég hef ekk- ert. Hann þarf ekki að vera nema einn dag í erlendri borg til að vera eins frjáls ferða sinna og fiðrildi. Ég villist í minni eigin borg og verð að spyrja til vegar, ef ég á að komast heim. Honum er meinill'a við að spyrja til vegar, þeg- ar við ökum um ókunnugar borgir, neit- ar hann að spyrja til vegar og skipar mér að líta á kortið. Ég er ekki lœs á kortið. Ég verð snarrugluð á þessum litlu rauðu hringjum og þá verður hann æfur. Hann er gefinn fyrir leikhús, málara- list og tónlist, sérstaklega tónlist. Ég botna ekkert í tónlist, hef lítinn áhuga á málaralist, og mér leiðist í leikhúsi. Skáldskapur er eini hluturinn í heim- inum, sem ég elska og ber skyn á. Hann er gefinn fyrir listasöfn, og ég skoða þau með semingi, lít á það sem þreytandi og leiðinlegt skylduverk. Hann er gefinn fyrir bókasöfn, og ég hata þau. Hann er gefinn fyrir ferðalög, fram- andi erlendar borgir, gistihús. Mér stæði hjartanlega á sama, þó að ég færi aldrei að heiman. Engu að síður elti ég hann á ótal ferðalögum. Ég elti hann á söfn, í kirkj- ur og í óperuna. Ég elti hann meira að segja á hljómleika, og steinsofna. Þar sem hann þekkir leikstjórana og söngvarana, þarf hann einlægt að óska þeim til hamingju eftir sýninguna. Ég elti hann eftir ótial rangölrum í búininigs- klefa söngvaranna, og hlusta á hann tala við fólk í gervum kóngs og kardi- nála. Hann er ekki feiminn, ég er feimin. Þó hef ég stundum séð hann verða feim- inn. Við lögregluþjóna, þegar þeirkoma að bílnum okkar vopnaðir minnisbók og blýanti. Við þá verður hann feiminn, og veit upp á sig skömmina. Og Jafnvet þegar hann vett ekki upp á sig skömmina. Ég held, að hann beri virðingu fyrir yfirvöldunum. Ég er dauðhrædd við yfirvöldin, og hann er það ekki. Hann ber virðingu fyrir þeim. Sá er munurinn. Sjái ég lögregluþjón nálgast okkur, kemur mér óðar í hug, að hann ætli að stinga mér í svartholið. Auðvitað ætlar hann það ekki, og þá er hann bara feiminn og góður drengur. Þessi virðing hans fyrir yfirvöldun- um kom okkur til að hnakkrífast, þegar Montesimálið bar sem hæst. Hann kýs spaghetti, lambasteik, kirsu ber og rauðvín. Ég kýs grænmetissúpu, brauðsúpu, eggjakökur, og grænmeti. Hann þreytist aldrei á að segja mér, að ég beri ekkert skyn á mat, og að ég sé eins og þessir stóru feitu munkar, sem gleypa í sig kálsúpuna inni í skuggsælum klaustrum, öðru máli gegni um hann, hann sé sælkerinn með næm- ar bragðtaugar. Á veitingahúsum er ha’nin alLtaf að taila uim vínið, hann læt- uir fæna sér tvsar eða þrjár fiöskur,: skoðar þær og ígrundar, og s trýkur nettlega á sér skeggið. í Englandi er það siður í sumum veitingahú'sum, að þjónninn haldi smá- sýningu: hann helÚr dálitlu af víni í glas viðskiptavinarins, svo að hann geti séð, hvort honum geðjast að því. Hon- um var meinilia við þennan sið, og hindraði þjóninn alltaf, með því að taka af honum flöskuna. Þá var ég vön að ávíta hann, og benda á, að allir eiga að fá að vinna störf sín í friði. Og í kvikmyndahúsi er það segin saga, að hann lætur stúlkuna aldrei visa sér til sætis. Hann stjakar við henni, en hlamm ar sér í allt annað sæti en hún beinir ljósinu á. f kvikmyndahúsi kýs hann að sitja á fremsta bekknum. Þegar við förum með vinum okkar, sem kjósa fremur að sitja á aftari bekkjunum, eins og annað fólk, tekur hann sig út úr og sezt á fremsta bekk. Ég get séð jafnvel, hvar sem ég sit, en þegar við förum með vinum okk- ar, er ég nógu kurteis til að sitja hjá þeim, en samt er ég alltaf á nálum um, að hann sé mér reiður fyrir að sitja ekki hjá honum í einhverjum gapastokkn um á fremsta bekk. Við erum bæði gefin fyrir kvikmynd- ir, og við erum reiðubúin til að sjá alls konar kvikmyndir á öllum tímum dags. Hann þekkir sögu kvikmyndanna út í hörgul, hann man eftir leikstjórum og leikurum, sem löngu eru horfnir af sjónarsviðinu, og hann hikar ekki við að fara margra mílna leið í afskekktustu úthverfin itl að sjá einhverja af gömlu, þöglu myndunum, þar sem hann vonar að fá að sjá aftur eitt andartak, leikara sem var honum kær í bernsku. Mér er minnistætt eitt sunnudagskvöld í Lond- on, lengst í úthverfi hennar, næstum út í sveit. Þar var sýnd ein þessara mynda sem hann hafði séð í bernsku, hún var um frönsku stjórnarbyltinguna, og gerð árið 1930, og leikkona, sem var fræg á þeim árum birtist andartak á tjaldinu. Við héldum á stað til að hafa upp á þessu fjarlæga heimshorni, það var þoka og regnsuddi, við höfðum ekið í marga klukkutíma um úthverfi, sem öll voru áþekk, rneð raðir af litilum gráuim húsum, holræsum, götuljósum og hlið- um, ég sat með kortið á hnjánum og gat ekki áttað mig, og hann ruddist áfram, loksins tókst okkur að finna kvikmyndahúsið og sátum þar í algjör- lega mannauðum sal. En eftir stundar- fjórðung vildi hann fara aftur, enda kom eftirlætið hans ekki fram í mynd- inni nema þessa stuttu stund. Ég vildi hins vegar sjá, hvernig myndin end- aði, eftir alla þessa fyrirhöfn. Hvort okkar tók af skarið, man ég ekki, lík- lega var það hann, og við fórum eftir stundarfjórðung, það var orðið áliðið, og þó að við hsfðum farið um miðjan dag, var nú kominn kvöldverðartími. En þegar ég bað hann að segja mér, (hvernig myndin endaði, fékk ég ekk- ert fullnægjandi svar, af því að hann sagði, að myndin öll skipti engu máli, og að það eina, sem máli skipti, væri þess i stundarfjórðungur, vangasvipur leikkonunnar, hreyfingar hennar, og hár lokkar. Ég get aldrei munað nöfn leikaranna, og þar sem ég er ómannglögg, á ég stundum erfitt með að þekkja aftur, jafnvel þá frægustu. Þetta gremst hon- um ákaflega, ég spyr eins og kjáni, og hann hæðist að mér. „Þú ætlar ekki að segja mér,“ segir hann, „þú ætlar ekki að segja mér, að þú hafir ekki þekkt William Holden!“ Einmitt. Ég hafði ekki þekkt William Holden. Samt er ég gefin fyrir kvik- myndir, og þó að ég hafi sótt kvik- myndasýningar í öll þessi ár, hiefir mér aldrei lánazt að verða sérfræðingur í kvikmyndum. En það hefir honum tek- izt. Hann hefir kynnt sér allt, sem vekur forvitni hans, og mér hefir ekki tekizt að verða fróð um neitt, jafnvel ekki hluti sem hafa heillað mig mest um dag- ana, þeir eru ekki annað en brot, sem gæða líf mitt að vísu minningum og til- finningu, en heimur minn er jafnsnauð- ur að menningu eftir sem áður. Hann segir, að ég sé ekki forvitin, en það er ekki satt. Ég er forvitin, en ekki nema að mjög litlu marki, og þeg- ar ég hef svalað forvitni minni, geymi ég fáein brot í minni, hljómfagurt orð eða setningu. En heimur minn, með þessum ljóðrænu munablómum, sem eru einöngruð fyrirbæri, en þó tengd á ein- hvern dularfullan og óskiljanlegan hátt, er skrælþurr og drungaleg eyðimörk. Hans heimur er aftur á móti íðilgrænn, þéttbýll og yrktur, frjósamt áveituland með skógum og engjum, görðum og bæj- um. Sérhvert verk þreytir mig óskaplega og ferst mér illa úr hendi. Ég er mjög löt, og vilji ég komast hjá að gera eitt- hvað, leggst ég einfaldlega upp í sófa og ligg þar mestanpart dagsins. Hann slak- ar aldrei á, hann er alltaf að starfa, hann vélritar af fullum krafti, þó að út- varpið sé í gangi, þegar hann leggur sig á daginn, tekiur hann með sér próf- arkir, sem hann leiðréttir, eða blaðar í minnisbók, þennan daginn vill hann, að við förum í kvikmyndahús, hinn daginn í boð eða í leikhúsið. Á einum degi get- ur hann leyst, og jafnvel fengið mig til að leysa, aragrúa af viðfangsefnum, og þar að auki talað við alls konar fólk, og þegar ég er ein og ætla að vera dugleg eins og hann, heppnast mér ekkert, af því að ég slæpist fram á kvöld, þegar ég ætla að stanza í hálftíma, villist og get ekki ratað, eða þá að ég hitti þraut- leiðinlega manneskju, sem ég vildi sízt hitta, og hún teymir mig með sér á þann stað, sem ég vildi sízt fara á. Ef ég segi honum, hvað ég hafi aðhafzt það kvöldið, telur hann það allt glatað, honum er skemmt og stríðir mér, eða hann fer í ólund, og hann segir, að ég sé ósjálfbjarga án hans. Ég get ekki skipulagt tíma minn. Hann getur það. Hann fer gjarnan í boð. Hann fer þangað í Ijósum fötum, þegar allir aðrir eru dökkklæddir, það hvarflar ekki að honum að hafa fata- skipti áður en hann fer í veizluna. Hann fer jafnvel í gömlu svörtu regn- kápuna sína og setur upp hattbeygl- una: flókahatt, sem hann keypti í Lond- on og keyrir niður í augu. Hann stend- ur aðeins við í hálftíma, því að honum geðjast að því að rabba og halda á glasi í hálftíma, hann hesthúsar kynztrin öll af 'smákökum, og ég snerti þær varla, af því að ég skammast mín svo fyrir græðgi hans, að ég steinhætti að borða, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.