Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu BRIDEE SPILIÐ, sem hér fer á eftir er frá leikn- um milli Hollands og Bandaríkjanna í undanúrslitunum á Olympíumótinu í Frakklandi. A Á 7 5 3 2 V K 4 ♦ 9 * G 10 8 7 4 A 9 6 4 A K D 8 V 8 6 2 V D 5 ♦ 10 6 4 ♦ D 8 7 3 * Á K 5 3 * D 9 6 2 A G 10 V Á G 10 9 7 3 ♦ Á K G 5 2 ♦ — Hreindýrastofninn á Austurlandi bar oft á góma í haröindunum í vetur og víða að heyrðust raddir um að eitthvað þyrfti að gera til að hindra það að dýrin horféllu. Sem betur fór hlánaði áður en til koll- fellis kœmi í hreindýrastofninum, en fjöldi dýra mun þó hafa fallið. Hvort pest hefur þar lagzt á sveif með hagleysi og harðrétti skal ósagt látið, enda skiptir það ekki mestu á þessu stigi málsins. Hitt er staðreynd, að í hörðum vetrum má búast við því að hreindýrin hrynji niður í stórum stíl, ef ekk- ert verður að gert. Tœpar tvær aldir eru nú síðan hreindýr voru fyrst flutt hingað til lands, en fyrsti hópur- inn mun hafa komið 1771. Þau voru flutt hingað sem nytjadýr, en lítið hefur orðið úr þeim nytjum lengst af, nema hvað hreindýraskyttur hafa fyrr og siðar fengið ágœtlega í soðið. Iiafði stofninum nœr verið útrýmt, er hann var friðaður 1940 og valdar hreindýraskyttur fengnar til eftirlits með góðum árangri. Hefur dýrunum síðan fjölgað í góð- œri, en hvenœr sem harður vetur kreppir að má búast við felli eins og reynslan sýnir. Það bagar hreindýrum mjög þeg- ar hart er til jarðar, hve rásgjörn þau eru og hœttir því jafnvel til að yfirgefa þá litlu snöp sem þau nara á og rása út á freðstorkur, þar sem hvergi nœr til jarðar. Og þau hafa hvorki vit né eðlisávísun til að rata aftur þangað sem ein- hvern krafstur kynni að mega finna og veslast upp á hjarninu. Gefur auga leið, að nauðsyn ber til að halda dýrunum til haga, ef tryggt á að vera að þau lifi af meðalharð- an vetur, en oft hagar svo til á Austurlandi, að annaðhvort nœr til jarðar úti á heiðum eða inni á Vest urörœfum og Kringilsárrana. Þetta hefur ekki verið gert í neinum mœli, enda hafa aldrei verið ráðn- ir menn til að hafa þetta starf á ra Bandarlsku spllararmr Cforaan og Robinson sögðu þannig á spilin. Suður Norður 1 hjarta 1 spaði 2 tiglar 2 hjörtu 3 lauf 4 lauf 4 tiglar 4 hjörtu Spilið vannst auðveldlega. Hollenzku spilararnir Sladenburg og Kreyns, sem eru frægir fyrir harðar sagnir, sögðu þannig á spilin: Suður Norður 1 hjarta 1 spaði 3 tíglar 3 hjörtu 4 lauf 4 spaðar 5 lauf 6 lauf 6 hjörtu pass Vestur lét út laufa ás, safnhafi tromp- aði, lét út spaða, drap í borði með ás, lét út tígul og drap heima með gosa. Nú var tígul 2 látinn út, trompað í borði með hjarta 4, hjarta kóngur tek- inn, lauf látið út, trompað heima og síðan hjarta ás o.s.frv. Alls 12 slagir og spilið unnið. hendi sérstaklega. Helgi Valtýsson, rithöfundur, sem er manna fróðastur um háttu og atferli hreindýra, ritaði fyrir fáum dögum grein um hreindýrin á Vesturörœfum. Hann skýrir þar frá því, að árið 1945 hafi tveir Samar (þ.e. Lappar) fyrir hans til- stuðlan boðizt til að flytjast hing- að til lands og taka að sér tamn- ingu hreinhjarðarinnar, sem þeir hafi talið að takast myndi á tveim- ur árum. Helgi bœtir við: „Ekki vildu islenzk stjórnvöld um þœr mundir sinna þessum málflutningi mínum og uppástungu. Og frœndur mínir og landar eystra voru enn sem fyrr harla skilningssljóir á þann örœfaauð, sem þeim stóð hér til boða, þótt hér vœri um milljóna- verðmœti að ræða fyrir Múlasýslur um langa framtíð.“ Milljónaverðmœtin, sem Helgi Valtýsson talar um, er arður af dýrunum, einkum af kjöti og skinn um. Hreindýrakjöt er mjög Ijúf- fengt, en auk þess þurrt og því hagkvœmara til kjötiðnaðar en nokkurt annað kjöt. Er slíkur mat- ur á boðstólum í Skandinavíu og er í senn hið mesta hnossgæti og á hóflegu verði. En slíkum iðnaði getur auðvitað ekki verið til að dreifa nema um tamda hjörð sé að ræða, sem hœgt er að ganga að vísri. Verkun hreindýraskinna og skinnklœðagerð talar Helgi einnig um í sambandi við hreindýrahjörð- ina eystra. Þegar afli bregzt og saman dregst sú starfsemi, sem honum er tengd, er nauðsynlegt að hafa úti öll spjót til nýrra bjargráða. Ég vil þess vegna hvetja hlutaðeigandi yfirvöld til að hugleiða í fullri al- vöru hvort ekki er rétt að gera til- lögur Helga Valtýssonar að veru- leika. Kostnaður við tilraunina er ekki nema tveggja manna laun til að byrja með. Ef vel tekst til er hins vegar miklu bjargað og undir- stöður lagðar að atvinnu fjölda manna. Og auk þess yrði þeirri skömm bœgt frá, að hreindýra- hjörðin á Austurlandi, þessi sam- eign þjóðarinnar, veslist upp og kveljist til bana af hungri og harðrétti. Jón Hnefill Aðalsteinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.