Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 6
„Jeg elsker dem allesammen". Hann vildi lœra til kóngs I>að eru ekki allir sem hafa því láni að fagna að fá tækifæri til að ganga á konungsfund — enda slíkt harla óvanalegt með venjulega borgara. En þetta lán heimsótti mig og konu mína, þegar við vorum stödd í Kaup- mannahöfn á dögunum. Það var nánast fyrir hreina til- viljun. Við vorum að koma handan frá Malmö; ásamt Jakob Kristinssyni lyfjafræðinema. Þá minntist hann þess allt í einu, að hann vissi um ágætan stað í kóngsins borg, sem við yrðum að heimsækja áður en við hyrfum á brott. Gengum við frá Hafnargötu töluverða leið, þar til numið var staðar í Löngangsstræde 33, Þetta er löng húsasamstæða og á engan hátt óvanaleg — skammt að baki Ráðhúsinu. Það sem fyrst vakti undrun okk- ar var það, að Jakob dró lykil uppúr vasa sínum og opnað þar virðulegar dyr, svo sem væri hann þar heima- maður. Voru þetta dyrnar á resi- densinu — Gullna lyklinum, veit- ingastað, sem hefur þá sérstöðu að vera yfirleitt lokaður — þó munu ganga að honum fleiri lyklar en nokkrum öðrum stað í Kaupmanna- höfn. En það er háttur gestgjafans að afhenda vinum sínum — og þá fyrst og fremst íslendingum — lykil sem gengur að útidyrum. Eru þeir uppfrá því velkomnir á nóttu sem degi. Sjálfur hefur hann hinn raun- verulega „gullna lykil“, úr 18 karata gulli! En undrunarefnin voru fleiri. Um leið og dyrnar opnuðust kvað við margraddaður íslenzkur sálmasöng- ur. Þarna var þá staddur hluti is- lenzka kirkjukórsins við Vartov- kirkju, og söng hann fullum hálsi. • En nú varð gestgjafinn okkar var, og kom með útbreiddan faðminn — og kyssti konu mína á kinnina. — Veikommen min söde pige. Vel- komne kære landsmænd. Og svo leið- ir hann okkur til sætis. Og smátt og smátt fæ ég að heyra söguna (því allir kóngar eiga sögu) bæði þetta kvöld og annað. Það var uppúr stríðslokum að nokkr- ir íslendingar voru staddir á Gyllta lyklinum og ræddu um aðskilnaðinn við Dani. Þá var það sem veitingamað- urinn, Rudolf Boilsen, kvaðst þess albú- inn að læra til kóngs og taka síðan við konungstign á íslandi, því svo ágæt þjóð mundi aldrei una því til lengdar að lifa kóngslaus í landi sínu. Var haft gaman að þessu um stund, en síðar gieymdist þessi hugsaða skólaganga. Svo var það að einn góðan veðurdag kom bréf frá Reykjavík með svofelldri utanáskrift: Kongen af Island, hr. restaurantör Boilsen, Köbenhavn. Eftir það fékk málið öran framgang. Veitingamaðurinn Boilsen var orðinn Rudolf I kóngur íslands, og þeim titli hefur hann haldið síðan og er vel að bonum kominn. í veitingastofunni er enginn fáni nema íslenzki fáninn og Rudolf kyssir aiiar konur á kinnina. Það gerir hann af hofmannlegri kurteisi eins og tign hans sæmir. Þetta er miðaldra maður, Ijós á hár, brosmildur og vingjarnlegur, svo öllum hlýtur að líða vel í návist hans. Og við enga er hann eins hlýr og elskulegur og sína kæru landa, enda kunna þeir vel að meta það og ávarpa hann: Min Kong, eða Deres Majestæt, og hinn brosmildi gestgjafi fagnar kveðjunum og segir gjarna: Jeg elsker jer, kære börn, velkommen! En það eru fleiri en þegnar úr litla ríkinu, sem koma á Gullna lykilinn: Söngvarar, leikarar, þingmenn og am- bassadorar líta inn á þennan friðsæla stað, að ógleymdum ráðherrum og prinsum. Því auðvitað sækjast sér um líkir. — Prinsar, sérstaklega Gormur, koma hér oft — sérstaklega eftir að ég tók við minni háu útnefningu, segir Rúdolf og hlær, en þú skalt ekki skrifa þetta. Þetta er grín allt saman, en það er mikið gaman að því. Og nú sýnir kóngurinn okkur gesta- bækurnar sínar. Önnur er bara fyrir útJendinga. Þar hefur Gormur skifað. Hin er fyrir þegnana. Þar má sjá hin aöskiljanlegustu nöfn, og eru sumir titlaðir sem hirðmenn og hofmeistarar. Og þar má finna ljóð og drápur sem kóngi hafa verið kveðin. Ég ræni hér lítlu sýnishorni eftir nafnkunnan mann á íslandi: Kronet konge, kæmpen gode Rudolf af Island beskytter af forár og blomster og vores brödrebánd. Gavmild, klog i vennekredsens midte. Dine bord er tætbesatte. Vi hilser dig kriger med de store tanker. Det er vores ord! Og þar sem kóngurinn sýndi okkur þann sóma að syngja fyrir okkur með sinni glæsilegu rödd: „Sofðu unga ástin mín“, þá sáum ^ið Jakob okkur ekki fært annað en yrkja í gestabókina, hvað við gerðum og söng kóngur það líka með tilþrifum: Meðan vakir vor um lönd vinum aliir fagna. Treysta menn þá tryggðabönd, trú og vonir lyfta önd. Hyllum konung, herra ljóðs og sagna. Og nú býður kóngurinn sjálfur upp á öl — þennan ágæta Tuborg. — Ef ég hefði raunveruleg völd á íslandi, skyldi ég láta það verða mitt fyrsta verk að sjá til þess, að þið fengjuð sterkan bjór, segir hann. Rudolf er Kaupmannahafnarbúi, fæddur á Vesturbrú — af tónlistarfólki kominn, og þöttl snemma ernnegur söngvari, fékk m.a. háan styrk til söng- náms í París. Eftir það kom hann víða fram sem söngvar og leikari „og Evrópa skalf, þegar hann hóf upp raust sína“, segir í blaðaúrklippu sem ég sá. — Þekkirðu íslenzka söngvara? spyr ég. — Stefanó íslandi. Dejlig sanger, dej- ligt menneske. Vi var meget godg venn- er. — Hvenær ætlarðu svo að koma og heimsækja þegnana? — í sumar. Og þá segja allir: Nú kemur Rudolf! — og þá verður mikil gleði á Islandi. Annars getur orðið mik- ið að gera í framtíðinni, því Grænlend- ingar vilja líka fá mig fyrir kóng, það eru ekki svo margir sem hafa sérstak- lega lært til slíkra hluta — og sennilega tek ég tilboðinu. Og hann sýnir okkur tréskurðarmynd til sannindamerkis. Hún er gjöf frá grænlenzkum lista- manni. Annars eru sumir þegar farnir að kalla hann Grænlandskóng og jafn- vel farnir að bendla hann við baktjalda- makk í því sambandi, eins og einn komst að orði: „Kongen af Island sælg- er Grönland til Norge for to bajere!“ En slík óskammfeilni dytti hans hátign aldrei í hug. Hann er ekki slíkur, að honum detti í hug að misbjóða nokkr- um — hvorki með orðum eða gjörðum. Þó væri kannski meiri ástæða fyrir hann að vera bitur útí veröldina, en marga aðra. Það beið hans mikill frami sem söngvara, og hann kom fram í París og Vín, Hamborg og BerlLn og miklu víðar og var hvarvetna fagnað. Eitt sinn var það þegar Gripsholm, hið glæsilega farþegaskip, lá við Löngu- linu. Þá var veizla um borð þar sem yíirforstjórinn var gestgjafi. Þar logaði allt af orðum og skrauti. Hinn ungi söngvari Boilsen laumaðist um borð í kjól og hvítt og faldi sig í lestinni. Svo þegar hátíðin stóð sem hæst, gekk hann i salinn fyrir hljómsveitina og bað um að leikin yrði sérstök aría. Var svo gert og hóf hann upp rödd sína. Er ekki að orðlengja það að fólkið grét af hrifn- ingu, og aðalframkvæmdastjórinn þaut til ráðningastjórans og hrósaði honum óspart fyrir að hafa náð í slíkan snill- ing til að skemmta gestum skipsins. En þá kom í ljós, að hann var hvergi ráð- inn. En það var fljótt ráðin bót á því. Og hinn ungi Boilsen varð fastráðinn skemmtikraftur á 1. farrými og heillaði þar alla með sinna fögru rödd um hálfs árs skeið. Það voru stórir dagar. Síðan tóku stórborgir Evrópu við. Og alls stað- ar naut hann sömu hylli. En þá gripu örlaganornirnar í taum- ana. Boilsen fékk astma og varð að hætta. Slikt mundi hafa orðið mörgum með þyngri skapgerð ofraun. En Boil- sen hafði meiru af að státa en sinni fögru rödd. Framkoma hans, glaðværð Framh. á bls. 13 r' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.