Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 10
EFTIR MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR Haustið 1926 fór ég til Kaupmanna- hafnar, þá i annað sinn á ævinni. Ferð- in var gerð í þeim tilgangi, meðal ann- ars, að fara í handavinnuskóla. Ég kom út tveim eða þremur vikum, áður en skólian tók til starfa. Ég hélt beint af skipsfjöl heim til danskrar vinkonu minnar, ríkrar ekkju, sem hafði boðið mér að búa hjá sér. Kennslan í skólanum sem ég ætlaði í, hófst ekki fyrr en klukkan eitt síðdeg- is. Ég vissi að ég fengi ekki að borga fyrir mig hjá vinkonu minni, en var hinsvegar lítið gefin fyrir að liggja uppá öðrum sem kallað er. Ég var árris- ul á morgnana í þann tíð. Þessvegna fór ég að hugleiða hvort ég gæti ekki unnið mér fyrir fæði og húsnæði með því að hjálpa einhversstaðar til við húsverk að morgninum. Þetta gerði ég líka með það fyrir augum, að spara föð- ur mínum óþarfa útgjöld. Eg setti því svofellda auglýsingu í Politiken.: Ung stúlka óskar eftir fæði og húsnæði gegn húshjálp fyrri hluta dags.“ Ég fékk hvorki meira né minna en milli tuttugu o| þrjátíu svör við aug- lýsingu minni. Eg hafði ekki löngun né vilja til að hlaupa eftir öllum þessum tilboðum, en valdi þau úr, sem mér virtust girnilegust. Eitt þeirra þótti mér bera af öllum hinum. Það var í alllöngu sendibréfsformi. En bréf þetta varsamt þannig vaxið, að ég var í nokkrum vafa um, hvernig ég ætti að snúast við því. Ég Skrapp því með það heim til kunn- ingjakonu minnar, norskrar stúlku, gáf- aðraj- og varaldarvanari en ég var í þá daga. Ég las það fyrir henni, og það hljóðar svona á íslenzku lauslega þýtt: Ég sé að þér óskið eftir fæði og hús- næði, gegn því að hjálpa til við hús- verk fyrri hluta dags. Það er einmitt svona stúlka sem mig vanhagar um. Hérna hjá mér þurfið þér ekkert annað að gera, en búa til mat handa okkur tveimur, og svo þurrka yfir gúlfin tvisv- ar í viku með rökum gólfklút. Ég er ekkjúmaður, nokkuð við aldur, en alltaf í mjög góðu skapi, svo þér getið haft það gott hérna. Og ef að þér hafið vinnu seint á kvöldin, þá getið þér sof- ið til klukkan níu. Ég fer ekki á fætur fyrr en klukkan átta til níu. Ef yður lízt á þetta, getið þér litið hingað út og séð heimilið, þá gétur við talað nán- ar um þetta, sérstaklega ef ég skyldi hafa hug á því að þér yrðuð hérnahjá mér í lengri tíma. Ég hefi verið kaup- maður í nítján ár, og haft búgarð í Vridslöslille í sex ár. Verið húsvörö- ur hérna í tíu ár, en hætti því fyrir þremur árum síðan, af því að það kom ekki nokkur sólarglæta inn í íbúðina. Þá valdi ég þessa sem ég hefi núna. 'Hér er sól, birta og loft. Ég á ágæta stígna saumamaskínu, ef að þér viljið nota hana. Ég fékk fyrirtaks kven- mann frá Jótlandi, sem á litla stelpu átta mánaða gamla. Hún kom þann átt- unda en þann þrettánda var hún lögð inn á spítala, og það er nýrnabólga sem gengur að henni. Læknirinn segir að það taki þrjá mánuði. Svo lengi get ég ekki beðið. Mér leiðist svo að vera einn. Og svo verðum við að flýta okk- ur að tala um formiðdaginn, af því að ég verð að þegja allan eftirmiðdaginn. Ef að þér komið hingað og talið við mig, þá eigið þér að fara í gegnum Margrét Jónsdóttir, myndin er tekin 1926 fremsta húsagarðinn, og þá er það garð húsið, beint á móti hliðinu, og það er fyrsti uppgangur í garðhúsið, og uppá aðra hæð. Það var pípan mín sem datt og setti þetta svínarí á pappírinn, það er ekki fallegt ég veit það, þér fyrir- g.áfið það. Kærar kveðjur F. Christensen Fælledvej 14c Ilth í garðhúsinu. Svo heldur hann áfram: Ég hefi svo góðan tíma til að skrifa, en ekkert að starfa. Ef að þér skylduð verða hérna hjá mér, getum við haldið allsherjar ráðstefnu á formiðdögum um það, hvað við eigum að hafa til miðdags. Svo fáið þér heitan mat, áður en þér farið. Það er líka hollara fyrir mig en að borða seint á kvöldin. Og ef að þér þurfið að fara á óreglulegum tím- um, þá innréttum við okkur eftir því. Ég skal kveikja upp í ofninum á morgn ana, á meðan þér búið til kaffið. Og svo erum við búin. Þá skulum við lesa Berlinginn, hann er kominn inn í for- stofuna fyrir klukkan sjö á morgnana. Ég er mjög forvitinn að fá að vita hvað þér hafizt að á eftirmiðdögum. Og svo hvað þér eruð gömul. Ég hefi haft stúlku í átta ár, og aðra í sex ár. Ég hefi verið ekkjumaður í sextán ár. En ef að þér skylduð nú ekki vilja koma til svona gamals fausks, þá þekkið þér máske einhverja sem vildi slá til. Ég sit hérna í góðri hlýrri stofu, en get ekki talað orð við nokkura manneskju. Það er svo sem hægt að verða þung- lyndur af svona nokkru. F.C. „Finnst þér þetta ekki glæsileg kjör, sem mér bjóðast þarna?“ spurði ég kunningjakonu mína, þegar ég hafði lok ið lestrinum. ' „Jú“, svaraði hún. „Það er ekkert áhorfsmál, að þú takir þessu. Þetta er einstakt kostaboð, sem manni býðst ekki daglega.“ „Komdu nú með mér í kvöld, og llttu á heimilið," bið ég hana. „Nei-nei, það geri ég ekki, það fer lang bezt á því, að þú farir ein. Það er hvort sem er þú, en ekki ég, ssm átt að gera út um þetta. En gerðu eitt fyrir mig! Komdu rakleitt hingað aftur, þeg- ar þú ert búin að tala við manninn". Ég hét því. Mér þótti hún bregðast mér illa, að vilja ekki skreppa þetta með mér. Það var hálfgerður uggur í mér við að fara þetta einsömul, en hjá því varð ekki komizt, úr því að ég vildi grennslast nánar eftir hvað í boði væri. Ég kvaddi svo kunningjakonu mína í bili, þá var klukkan átta að kvöldi, og lagði af stað í þenna leiðangur, sem fyrir mér var einskonar Bjarmalandsför, alla leið ut- an af Amager og út á Norðurbrú. Ég tók sporvagn, ók götu eftir götu, þar til ég kom í nánd við Fælledvejen. Þar fór ég úr vagninum, leitaði uppi húsið, og eftir nokkurt hik hringdi ég dyrabjöllunni. Eftir andartaksstund opnast hurðin, og fram í gættina kemur stór og digur rumur með mikla ístru, skítugur og subbulegur, á að gizka sjö- tíu til sjötíu og fimm ára að aldri. Ég kipptist við. Mér fannst ég verða að dvergvaxinni væflu þarna sem ég stóð frammi fyrir þessu ferlíki, og óskaði þess eins að ég sykki niður úr gólfinu. Ég fékk engu orði upp komið, en rétti þegjandi að honum bréfið, sem ég hafði fengið frá honum um morguninn. Hann lítur á það, og fær mér það svo aftur, allur uppljómaður, og býður mér að koma inn. Ég fylgdist á eftir honum, hrædd og hikandi, inn í litla stofu, mjög illa upplýsta. Því að sitja í sæmilega upplýstum vistarverum, er eini lúxus- inn, sem danskur borgari lætur eftir sér með samvizkubiti. Hann ýtir til mín stól og býður mér að setjast. Svo sezt hann sjálfur á móti mér. Og nú byrjaði hann að tala. Orðin flæddu út úr honum. Mér datt í hug stífla sem tekin er úr fljóti. Hann rausaði um allt milli himins og jarðar, en þó sérstak- lega um sjálfan sig, fortíð sína og fram- tíð, sem mér gat nú reyndar ekki skil- izt að yrði mjög löng úr þessu. Hversu mikið hann hefði þjáðst í öllum þess- um einmanaleik, þegar hann hefði engan haft til að tala við langtímum saman, og það skildi ég, þegar ég heyrði hve létt honum var um mál: Hvað það yrði skemmtilegt að hafa mig þarna hjá sér — og skotraði til mín hýru auga um lieið — ef okkur semdi vel, sem hann sagðist fastlega vona, því það hefði alltaf verið gott að komast af við sig. Eftir langa ræðu stóð hann upp og gekk að saumamaskínunni. Hann sagði að þarna sæi ég nú maskínuna, sem hann hefði getið um í bréfinu til mín, og tók að útlista ágæti hennar, með jmörgum vel völdum orðum. Hún væri nú reyndar ekki alveg ný, konan sín sálaða hefði átt hana, en hún væri víst sízt lakari, en þessar maskínur, sem þeir framleiddu nú til dags. Ég mætti nota hana eins og hún væri mín eigin eign. Þyrfti ekki einu sinni að spyrja um leyfi. Nú settist hann aftur á móti mér, og leit á mig ástleitnum augum, votum gamalmannsaugum, með rauða hvarma, og talaði viðstöðulaust. Þér megið vera viss um að yður kemur til með að líða vel hérna. Þér þurfið ekki að kvíða því. Þér getið haft allt eins og yður sjálfri sýnist. Ef að það er eitthvað sérstakt sem yður langar til að kaupa í matinn þann og þann daginn, þá skuluð þér ekkert vera feimnar við að segja mér frá því. Það skiftir ekki svo miklu máli, þó að það kosti eitthvað meira. Það er ekki víst að maður sé eins allslaus og maður sýnist. Ég var nú kaupmaður í nítján ár. Ég er viss um, að það fer vel á með okkur. Svo gætum við skropp ið í bíó eða leikhús einstöku sinnum. Ég ier alveg sannfærður um að þetta gengur ágætlega. Ég hafði búizt við því á hverristundu að hann myndi spyrja mig eitthvað um mína hagi. En svo var ekki. Honum vlrtlst nðg að vlta afl ég var ung, og honum leizt auðsjáanlega vel á mig. Hann stendur aftur upp, og nú geng ur hann að ofninum, og fer um hann mörgum lofsamlegum orðum. Hann hefði aldrei haft jafngóðan kakkelón, þar sem hann hefði búið, sér veiti líka ekki af, „Því ég er orðin ósköp kulsækinn í seinni tíð.“ Þegar hann hafði þannig prísað og vegsamað flesta hluti, sem í stofunni voru, settist hann á nýjan leik. Orða- flaumurinn hélt áfram að renna óstöðv- andi. Ég var að því komin að gefa upp alla von um,að mér tækist að koma að einu orði. Jú, loksins heppnaðist mér að skjóta inn einni setningu: „Heyrið þér! Má ég fá að sjá stúlkna- herbergið?“ Þó að áhugi minn fyrir vist ráðningunni væri reyndar nokkuð far- inn að dofna. Hann lét sem hann heyrði ekki spurningu mína, og hélt áfram að tala. Það leið löng stund, áður en mér lán- aðist að koma aftur að þessari fáorðu setningu: „Viljið þér lofa mér að sjá stúlkna herbergið?" Og um leið setti ég í mig allan þann kjark sem ég átti til, og stóð upp af stólnum. Þá tek ég eftir því, að hann verður dálítið vandræða- legur á svipinn, eins og hann vissi varla hvað hann ætti að gera, og muldr ar fram úr sér stamandi: „Ja, stú-stúlknaherbergið, stúlknaher- bergið." Nú skildi ég, að hann vildi að ég réði mig til húsverkanna, áður en hann sýndi mér herbergið. Hann mjakar sér þó upp úr stólnum, gengur út úr stofunni, og segir mér að koma. Ég fór á eftir honum. Hann opn- ar hurð fyrir endanum á skuggalegum gangi, og gengur þar inn í einhverja vistarveru, og ég á eftir. Allt í einu erum við komin inn í hjónaherbergi með tveimur samstandandi hjónarúmum, og náttborði við hvort rúm. Athygli mín einangraðist svo við opinberun þessara óvæntu hjónarúma, að ég sá ekkert ann að í herberginu. Hann hélt alltaf áfram að tala. Seint og síðar meir gafst mér færi á að segja: „Þetta getur ekki verið herbergið." Hann sér skelfingu speglast í andlitinu á mér, og máski nokkurn viðbjóð á honum sjálfum og segir: „Det er ikke moget at være bange for, nej, nej, det er ikke noget að være bange for,“ — nei, nei það er engin ástæða til að vera hrædd við þetta. „Ég geri þetta bara af því að ég er orðinn svo kulvís, að ég þarf að hafa hita af einhverju. Þá fékk ég loksins mátt til að stynja upp: „Ætlizt þér til að ég sofi hjá yður?“ Jaá, en sjáið þér! Það er alveg ástæðulaust fyrir yður að vera hrædd við þetta. „Ég ligg alveg fram við stokk í þessu rúmi,“ og bendir á innra rúmið, , og þér liggið fram við stokk í þessu“ og bendir á fnemra rúmið. „Svo lagið þér okkur góðan kaffisopa, þegar við komum á fætur, ég kveiki upp í ofn- inum og svo lesum við saman Berlinginn á eftir og snökkum saman um það hvað við eigum að hafa til miðdags.“ Þá smaug inn í huga minn: Hvernig á ég að geta hitað hann upp með þessu móti, ef við eigum að kúra sitt við hvom stokk, hvort í sínu rúmi? Nú þyrmdi yfir mig svo miklum viðbjóði, að ég tók til fótanna, hljóp út úr herberg- inu, fram ganginn, niður alla stiga, og skildi allar hurðir opnar á eftir mér. Þegar ég kom út á götuna, var mér innanbrjósts, eins og ég hefði frelsazt af höggstokk á síðasta augnabliki. Ég hentist inn í fyrsta sporvagn, og ók beinustu leið út á Amager, eins og ég hafði lofað. Hvað eftir annað lá mér við uppköstum á leiðinni, þegar þessi grái, skitugi og ógeðslegi ístrumagi á Fælledvej 14c, brauzt inn í hugskot mitt. Ég lamdi á hurðina hjá kunningja- konu minni. Hún opnaði dyrnar, kieng- bogin af hlátri, og spurði með ískramdi hrekkjutón í röddinni: „Nú, nú, fór þetta ekki allt saman vel? Þú ert náttúrlega ráðin?“ 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. jútí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.