Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 7
Haldið þér ekki, að Islendingar hefðu sérstaka þörf fyrir þessa bók ? spyr Alf Crostöl rithöfundur og sérfrœðingur í ölbruggun Alf Grostöl Það vakti athygli hérl-endis, þegar nokkrir karlmenn af Norðurlöndum voru hingað komnir vegna fundar norrænna kvenréttindafélaga, sem haldinn var á Þingvöllum í síðasta mánuði. Einn þessara karlmanna var Alf Grostöl frá Árósum, en Grostöl hefur fleira til síns ágætis en vera skráður meðlimur danska kvenrétt- indafélagsins. Hann er einnig skáld- sagnahöfundiur, bókaútgefandi og sérfræðingur í heimabruggun öis. — Ég hef orðið var við, að ís- lendingum þykir undarlegt, að karl- ar skuli eiga aðild að kvenréttinda- félagi, segir Grostöl og brosir, hjá okkur þykir þetta sjálfsagt, en þá verðum við líka að hafa í huga, að kvenréttindafélög Danmerkur og Noregs voru stofnuð af karlmönrium. Kvenréttindafélag Danmerkur hélt nýlega hátíðlegt aldarafmæli sitt og hét sá Dreyer, sem var aðalhvatamað ur að stofnun þess. Flestir karlmenn irnir, sem enu í félaginu, hafa gengið í það til að styðja konur sínar í við- leitni þeirra og áhugamálum — ég held, að ungir, ógiftir karlmenn séu ekki ýkjamargir í félaginu enn sem komið er. Einn karlmaður hefur set- ið í stjórn í danska kvenréttindafé- laginu, en hann varð að fafa frá fyr- ir tveim árum, þegar hann vildi, að félagið stuðlaði að sérstökum fóstur- eyðingarferðum til Póllands, þar gem fóstureyðingar eru löglegar. Fé- lagið taldi sig ekki geta átt aðild að slíkri starfsemi. Kona mín, Eva Hammer Hansen, sem er líka rithöf- íundur var nýlega kjörin fonmaður danska kvenréttindaféiagsins, og okk ur fannst tilvalið, að ég drifi mig með til íslands, þótt ég sitji fundinn að- eins sem áheyrnarfulltrúi. Talið berst að ritstörfum þeirra hjóna beggja og útgáfustarfsemi. Eva Hammer Hansen hefur skrifað fjöl- margar skáldsögur og nú síða'st kom út skáldsagan Camelot. Um þá bók var raunar fjallað hér í Lesbók ekki alls fyrir löngu. — í Danmörku var sagan túlkuð sem framlag til kvenréttindabarátt- unnar, segir Grostöl, en það er al- ger rangtúlkun. Yrkisefnið er sótt í miðaldir og sýnir riddarann Artúr í heldur kaldhæðnislegu ljósi og býst ég við að það hafi valdið þess- ari rangtúlkun. En meginviðfangsefn ið eða temað eru endalok menningar- skeiðs, hrörnun siðmenningar. Það er viðfangsefni sem kona mín hefur fjallað um áður, m.a. í skáldsögunni Skandal í Troja, sem byggir á sög- unni um Helenu og París. Sú bók hefur verið þýdd á ein 13-14 tungu- mál, m.a. á þýzku, ensku, hdLLenzku auk Norðurlandamálanna. Eldri bækur koriu minnar, sem voru löngu uppseldar höfum við nú að nýju gef- ið út hjá okkar eigin útgáfufyrir- tæki. Útgáfa okkar heitir Grevas Forlag og við stofnuðum það fyrir tveimur árum eiginlega í mótmæla- skyni við hina almennu stefnu bóka- útgáfu sem nú ríkir í Danmörku. Það er erfitt að fá bókaútgefendur í Dan- mörku til að líta við öðru en því sem heyrir hinum svomefnda „módem- isma“ til. En „móderisminn" í öðrum löndum t.d. í Frakklandi og Þýzka landi er sprottinn af nauðsyn. Þar á það sínar eðlilegu orsakir, að höf- undar verða hálfvegis að dulbúa efnivið sinn, en það er engin ástæða fyrir danskan höfund að nota sömu aðferð þótt söguhetjan eigi erfitt með að koma dóttur nágrannans til við sig. Það er ekki vel séð i Danmörku um þessar mundir, að höfundar skrifi umbúðalaust um- það sem máli skipt- ir, og afleiðingin verður sú, að höf- undar lenda út í formdýrkun án þess að hafa neitt mikilvægt fram að færa. Það var till að mótmæla þessari stefnu, að við stofnuðum út- gáfufyrirtæki okkar og það hefur komið í ljós, að þörfin var fyrir það. — Og yðar eiginn ritferil? — Eg var orðinn 35 ára, þegar fyrsta bók mín kom út. Ég vann að henni á stríðsárunum og hún kom út í Svíþjóð árið 1947. Á símum tíma fékk hún ekki að koma út í Danmiörku en við höf- um nú gefið hana út á dönsku. Ingen- ting sket heitir hún. Hún fjallax um stjórnmálalega og siðfiarðilega á- byrgð ríkisstjórnarinnar á afstöðu sinni á hernámsárunum og ábyrgð hennar gagnvart almenningi, en það er viðfangsefni sem hefur verið van- rækt í bókmenntum eftirstríðsáranna. Á fyrstu árum eftir stríð urðu út- gáfufyrirtæki að skuldbinda sig til að gefa ekki út slíkar bækur og þess vegna varð bók mín að koma út í Svíþjóð. Nú ier það helzt Pan- duro auk mín, sem fjallar um þessi efni, en ég álít, að það sé okkur nauðsyn að brjóta þessi mál til mergjar. Enn hefur slíkt uppgjör ver ið vanrækt í dönskum bókmenntum og stöndum við þar langt að baki norskum rithöfundum. En slíkt upp- gjör á sér auðvitað dýpri rætur í sögunni og síðari bækur mínar eru sögulegar skáldsögur sem fjalla um þýðingarmikil tímabil í danskri sögu. Það er þríleikur, Bondefreden og Præstevalget en síðasta bindið Kongeteltet kemur út nú í haust. Bókin um ölið á sér allt annan að- draganda, og léttari. Áxið 1953 hvatti þáverandi fjármálaráðherra, Torkil Kristensen, almenning til að stuðla að auknum útflutningi danskr ar framleiðslu og ég hugsaði með mér, að færi ég að brugga mitt öl sjálfur, gætu þeir flutt út þann skammt, sem ég væri vanur að kaupa. Ég vissi ekki fyrri til en ég var orðinn svo mikill sérfræðingur í öli, að ég vann á einu og sama kvöldinu 10.000 krónur í sjónvarps- keppni fyrir að vita allt um öl. Al- m'snningur fékk svo mikinn áhuga, að ég var hvattur til að skrifa þessa bók. Þetta eru ekki bara uppskrift- ir, hcldur einnig huganir eða safn ritgerða um sögu bruggunar og þann sess sem ölið hefur skipað. í lífi manna frá fyrstu tíð. Haldið þér ekki, að fslendingar hefðu sérstaka þörf fyrir þessa bók? Sv. J. BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 menn sögðu að hann hefði verið: „Merde pour la poésie". Hann var hinn algjöri níhílisti. Uppreisn hans gegn þjóðfélaginu hefst í ljóðum hans og hann trúði því að ljóðið væri galdur og skáldið galdra- maður og spámaður. Hann taldi nauð- synlegt að skáldið yrði sjáandi og til þess að það mætti takast varð það að rugla starf skilningarvitanna um lengri tíma. Þetta var visst form meinlæta- hínaðar. Tilgangurinn var að finna upp- spretturnar í sjálfum sér, hið eiginlega sjálf og þá yrði leyndardómnum upp- lokið. Þar væri sproti galdramannsins, álagaskáldsins. f munni álagaskáldsins yrðu orðin máttug til þess að bneyta heiminum. Sköpunarþrá hans veitti honum engan frið og loks tókst honum að afneita jafnvel henni. Uppreisn hans var algjör og hann varð mestur sjáandi sinnar tíðar, þessvegna höfða ljóð hans tii nútímans. Uppreisn hans gegn þjóð- félaginu og öllum siðum þess og mati var hátindurinn á andfélagslegri af- stöðu skáldanna á 19. öld og tal hans um „sjáandann11 og „mátt orðsins“ arfleifð frá rómantíkerunum. Með þess- um skoðunum á orði og skáldinu sem sjáanda, var hringnum lokað, skáldið hafði aftur haslað sér völl sem spá- maðurinn, þulurinn, sem sagði fram máttug orðin í árdaga. Ljóðið var gald- ur og nú skyldi hið ævaforna hlut- verk skáldsins sem spámanns hefjast að nýju. Rimbaud áleit, að gæfi skáldið sig listinni, fórnaði henni meðvitund og veru, þá myndi hann ná hinum ókunnu heimum og höndla eld Prómeþeifs. Hann fleygði sér út í haf skáldskaparins „dans le Poéme, De la Mer“, og lætur reka. í þessu hafi vildi hann drukkna: O que ma quille éclate! O que j’aille á la mer! Og kjölurinn brast, hann samsamaðist hafinu. í þessu kvæði sést glöggt að í kvæði verður meira sagt, heldur en í prósa. „Bateau ivre“ er hlaðið táknum, merkingum og hljómum, hann er sjálf- ur báturinn og hafið er skáldskapunnn, jafn endalaus og hafið. Lífernismáti Rimbauds var jafn bylt- ingarkenndur og skáldskapur hans. Hann brenndi allar brýr að baki sér og sökkti sér niður í ólifnað og óeðli svo mjög að annálsvert þótti jafnvel í þeim hverfum Parísar, þar menn voru ýmsu vanir. FÍakk Rimbauds og Verlaines endaði með ósköpum og skömmu síðar sagði Rimbaud skilið við allan skáld- skap. Allur svallferill hans var sjálf- skapað víti, hann var ekki fórnardýr neikvæðra hvata sinna, hann vildi og leitaði spillingarinnar. Uppreisn ungra manna nú á dögum og fjarlægð nútíma skálda frá siðareglum og þjóðfélagi líktist óánægjukvaki og nuddi, sé það borið saman við uppreisn Rimbauds. „IUuminations" eru ekki ljóð um sýnir og minningar um sýnir heldur sýnirn- ar sjálfar og tilgangurinn er að sjá hið ósýnilega, leitin og fundur heimsins bak við. Verlaine er talinn til sýmbólist- anna, en verk hans .einkennast einnig af anga impressionismans og þegar kem- ur fram undir aldamótin blandast þess- ar þrjár stefnur meira og minna sam- an, sýmbólismi, impressionismi og ný- rómantík, þótt sú síðastnefnda sé eink- um bundin Þýzkalandi ásamt nýklassík. Inipressionismi Impressionisminn í málaralist hefst á síðasta hluta 19. aldar og sú stefna verður fyrirboði samnefndar stefnu í skáldskap undir aldamótin. Einstakl ingshyggja, sensúalismi, hverfulleiki, glit líðandi stundar eru aðall þessarar stefnu. Sýmbólisminn leitaði sannleik- ans handan heimsins, heimurinn varð þeim hugmynd, skynjun hugmynda, sem var tengd æðri veruleika, sem var ei- lífur. Impressionisminn var stefna verðandinnar og tjáning einstaklings- ins á líðandinni. Tími .nítjándu aldar var að leysast upp. Nietzsche, Freud, Bergson og sögukenningar Hegels og Marxs höfðu haft sín áhrif. Allt varð afstætt og engin ver-andi lengur .Depl- arnir í málverkum impressionistanna samsvara andartakskennd ljóðsins, lyr- ikkin hæfist trega líðandi stundar, sem aldrei kemur aftur. Um alla Evrópu verður þessi stíll ríkjandi. Hverfular skynjanir, andartök, stemmningar og svipmyndir. Kenndir, óljósar trega- blandnar minningar um eitthvað, sem glataðist fyrir fullt og allt. Skáldin lýsa næmlsika sínum og áhrifum þessa hausts andrúmslofts. Ljóðin verða svip- uð myndum impressionistanna, heildar- formið leysist upp í skynjun depla. Ljóð ið verður skissa, útlínur, hljómlist. Spenna rómantíkurinnar hefur slaknað, einnig trúin á ljóðið og sannleika tákn- anna, sensualismi hversdagsins tek- ur við af upphöfnum sensualisma sým- bólismans. Menn taka við áhrifum dag- anna og njóta þéirra og trega 'þau, bíða örlaganna. „Ennui“ er ein- kenni þessara bókmennta. Hvergi kem- ur kjarni impressionismans tærar fram heldur en hjá Chekhov. Einmanaleiki mannsins og vanmáttur nær hæst í smá- sögum hans. Þessi skáld eru kyrrstæð, þ.e. utanaðkomandi áhrif, sýnir, at- burðir og tilbrigði náttúrunnar og mann legs lífs, allt umhverfi þeirra verkar á skynjunina og þeir tjá þetta í myndum ljóða sinna, án eigin hugrenninga. Þeir reyna að lifa sig inn í og samlagast því efni, sem verður þeim tilefni ljóða og tjá það á þann hátt að kjarni ljóðsins tjái einungis efnið eða hlutinn og les- andinn lifi hlutinn í orðum og tjáningu skáldsins. Skáldið var móttakari, það skynjaði umhverfið og lét allt fara í gegn um sig. Mikið af tærustu lyrik evrópskra bókmennta síðustu fimmtíu sextíu árin má rekja til impressionismans. Lyrik er alltaf tregablandin og treginn og þreytan einkenna þau impressionista skáld, sem ná hæst um og eftir alda- mótin. Hugo von Hofmannsthal, D’Ann- Framh. á bls. 13 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.