Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 9
hann að nægja mundi, af hann fengi mynd af barninu og uppdrátt af New York. Var honum sagt, að þetta mundi verða sent honum með næstu vél. En þegar útkljáð var um þetta, fór Croiset að sjá sýnir og skýrði þegar í stað frá þeim í símann: „Ég get strax sagt þér, að þetta hef- ur ekki gerzt í miðborginni. Ef þú stend ur þannig, að þú snýrð baki að Frelsis- styttunni, þá ætti þessi staður að vera á hægri hönd. Þarna hlýtur barnið að vera. Ég sé háa byggingu, en hvað gagn ar það, það eru svo mörg há hús í New York. En efst uppi á þessari byggingu sé ég gult, rétthyrnt auglýsingaskilti. Þarna er líka viðgerðarverkstæði. . . . gluggahlerar, sem rennt er niður, opið ferhyrnt svæði og trjágarður. Ég sé járnbrautarteina þarna nærri og grind- ur undir, sem ber hærra ien gatan. Hin- um megin við það er alls konar rusl, og svo glittir í vatn. Ekki langt frá er fljót. Maðurinn, sem tók barnið erheld ur lítill, um það bil 54-55 ára gamall. Andlitið er dálítið hvasst, hann er í gréum fötum. Hann er ættaður úr Suð- ur-Evrópu. í sé grátt hús. Það er þar, sem barnið hefur verið.“. Það var varaformaður KLM í Hague, að nafni Rein J. Vogels, sem viðtalið átti við Croiset, og furðaði hann sig mjög á þessum nákvæmu lýsingum. Næst spurði hann: „Er barnið á lífi?“ „Nei, ég er hræddur um að það sé dáið“, svaraði Croiset ákveðið. Hraðað var að koma hugskynjunum Croisets, sem teknar voru á segulband fil New York lögreglunnar, og næsta morgun símaði Vogels aftur til Croisets: „Lögreglan í New York er undrandi á upplýsingum þínum. Þú hefur lýst mjög nákvæmlega hverfinu, þar sem barnið hvarf. En það sem þeir urðu mest hissa á var lýsing þín á járnbrautinni, sem bæri hærra en gatan, því að þetta er ieinn af þeim fáu stöðum í New York þar sem svo hagar til. Lögreglan er þér mjög þakklát fyrir eftirgrennslanir þín- ar.“ Tveim tímum seinna kl. 11.30 f. h. samkvæmt hollenzkum tíma hittust þeir Croiset og Vogels í Krasnopolsky hót- eiinu í Amsterdam. Var sá staður val- inn vegna þess að hann er fast hjá flugvelli KLM, en þangað átti að koma flugleiðis frá New York mynd af týndu stúlkunni og einhver föt af henni. Allt var tekið á segulband, sem sagt var Vogels afhenti Croiset uppdrátt af New York með húsanúmerum. „Ósköp er af húsunum", sagði Croiset, „þetta getur gert mann galinn!" „En nú sé ég nokkuð: Það er dökkhærð kona, sem situr við glugga. Tveim húsum fjær er þvottahús og líka stofa, þar sem föt eru pressuð. . . Ég sé þessa byggingu aftur, hún er held ég á fimm hæðum. . . Maðurinn, sem ég sá í gær er eldri en 54-55 ára . . .hann er með lítið, skarp- leitt og sólbrennt andlit. Barnið hlýtur að vera í gráa húsinu. . . Á annarri hæð verð ég fyrir sterkum áhrifum. . . í herberginu þarna sé ég manninn með barnið. . .“ Nokkrum klukkustundum seinna, sunnudaginn 26. feb. kl. 12.30 eftir New York tíma, en kl. 6.30 e.h. samkvæmt hollsnzkum tíma, fannst lík litlu stúlk- unnar, hryllilega útleikið, á annarri hæð í framherbergi skuggalegs fjögurra hæða leigufjölhýsis að 307 West, 20. stræti, rétt hinum megin við götuhorn- ið þar sem hús frænda hennar stóð, og vitað var að hún hafði sézt seinast vera að leika sér. Sýndi læknisskoðun að henni hafði verið misþyrmt og síðan ver ið barin til dauðs þann sama miðviku- dag, ssm hún hvarf. Að vísu hafði verið leitað í þessu leiguhúsnæði eins og öðrum nálægum húsum oftar en einu sinni, en málmhurð var fyrir herberginu, það var lokað og enginn hafði svarað, þegar bankað var. Loks ákvað lögreglan að brjóta upp hurðina, og fannst þá barnið dáið liggj- andi á rúminu, með hægri handlegginn yfir mörðu og blóðstokknu andlitinu, eins og það væri að vsrjast höggum. Föt hennar voru á tætingi á gólfinu. Tæmd viskíflaska og um það bil 40 tæmdar bjórdósir og 100 vindlingastúf- ar og kökumolar lágu á víð og dreif. Mynd af fjögurra ára gömlu stúlku- barni, sem rifin hafði verið úr tímariti, lá á borðinu. Þegar lögreglufulltrúinn Michael Murphy kom inn í herbergið skömmu seinna mælti hann: „Enga fyrirhöfn munum við spara til að finna þetta sið- spillta úrþvætti, sem hér hefur verið að verki, og koma lögum yfir það. Hús- vörðurinn, sam hét Hortencia Chom- orro gat upplýst, að maður að nafni Fred J. Thompson hefði tekið herberg- ið á leigu þann 17. febrúar og borgað vikuleigu fyrirfram. Ekki hefði hann haft neinn farangur meðferðis. Viku eftir að Edith litla Kiercorius hvarf, fannst Thompson á bóndabýli í New Jiersey og játaði að hafa myrt barnið. Vakti handtaka hans meiri at- hygli dagblaða í New York en blaða- mannafundur Kennedy's, er fram fór um sama leyti. Þegar hann var leiddur fyrir sakaréttinn, öskraði fólkið: „Brennið hann, þetta kvikindi! Morð- ingi!“ Var hann fyrst dæmdur fyrir morð af verstu tegund, en talinn síðar brjálaður og komið á sjúkrahús fyrir óða glæpamenn. Þegar Thompson var tekinn fastur var hann í gráum kryppluðum sport- jakka og hvítri skyrtu. Hann var 59 ára, heldur lítill (fimm fet og sex), sól- brenndur með hvasst nef. Ekki var hann frá Suður Evrópu, heldur fæddur í Englándi. Ef hugskynjanir Croisets eru bornar saman við aðstæður á morðstaðnum, þá má benda á þetta: Húsið á 307 W.20 st. er hlaðið úr gráum steini, það er fjórar en ekki fimm hæðir, mema ef kjallar- inn er talinn með. Þá eru hæðirnar fimm eins og Croiset sagði. í herberg- inu á annarri hæð, þar sem Croiset kvaðst hafa orðið fyrir sterkum áhrif- um, voru óhrein gluggatjöld („rúllugar- dínur“) sem gætu hafa verið það, sem ofvitinn 'kallaði: rolling shutters eða hreyfanlega gluggahlera. Ekki var á byggingunni eða hjá henni neitt gult skilti eða viðgerðarverkstæði, þó að finna mætti þetta ekki langt frá. Rétt hinum megin við götuna var dálítill húsagarður, sem Croiset gæti hafa kall- að ferhyrnt opið svæði (Square), en trjágarðurinn sem hann sá var nokkr- um húsaröðum fjær. Járnbrautin með undirbyggingu var í tveggja husaraða fjarlægð frá staðnum og lá samhliða með 10. Avenue, milli 16. og 30. strætis. Hinum megin við hana voru haugar af rusli og vatnið sem hann nefndi mundi hafa verið Hudson fljótið, sem þar er rétt hjá. Þegar komið var að húsinu númer 170 í áttundu götu þar sem frændinn bjó, þá var það þvottahús næst til hægri og skraddarabúð næst til vinstri öld- ungis eins og Croiset hafði lýst. Lýs- ingin á dökkhærðu konunni gat vel átt við móður barnsins. Auðvitað kom aldrei neitt orð í banda rískum blöðum um þátt Croisets í rann- sókn þessa glæpamáls, enda þótt frá því væri sagt í hollenzkum blöðum, sem aldrei hika við að geta um starf Croi- sets á þessum vettvangi. Börn sem týnast. Hv.argi nýtur skyggnigáfa Croisets sín betur, en ef hann er beðinn að skyggnast eftir týndum börnum. Hafa börn, sem lögreglan hefur gefizt upp við að leita að, þrásinnis fundizt fyrir bendingar frá honum. Þetta starf er honum líka ljúft að vinna, enda er hann mikill barnavinur og takur sárt til smælingjanna, en það er eins og til- finningar hans eigi mikinn þátt í að koma róti á hugskynjanir hans. Þegar hann var að því spurður, hvers vegna þetta lægi svo létt fyrir honum, yppti hann aðeins öxlum og svaraði: „Ég á sjálfur fimm börn. Hvað skiptir meira máli í veröldinni en að finna barn, sem hefur týnzt?“ Ekkert getur verið hörmulegra fyrir foreldra, en þegar barn þeirra allt í einu týnist. Angistin í hjörtum þeirra er óumræðileg. Þetta skynjar Croiset undir eins og þau leita hjálpar hans, og hann hefur líka fundið fjöldamörg börn, sem annaðhvort hefðu fundizt miklu seinna eða alls ekki. Þakklátir foreldr- ar hafa iðulega viljað gefa Croiset pen- ingafúlgur fyrir ómetanlega hjálp hans, þegar svona hefur staðið á, en hann hefur staðfastlega naitað að þiggja það. „Einu launin, sem mér er þökk á,“ hef- ur hann sagt, „er að þið sendið prófess- Framh. á bls. 11 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.