Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Síða 8
I Tl Tl /TíT "pr ■p D) \i} ULJ ÍÁÍI ]] ra I Fossvogi er verið að byggja heilan bæ og mest ber þar á raðhúsum, sem þannig er komið íyrir, að útsýni nýtist bærilega. í neðstu röðinni eru einbýlishús og hefur djúpur jarðvegur þar orðið mörgum dýr, enda nefndu iðnaðarmenn þetta svæði að gamni sínu Feneyjar. A myndinni sjáum við eitt af þessum húsum, en í baksýn er Borgarsjúkrahúsið. Ef marka má af því sem komið er, verður kirkja Bústaðarsóknar hið veg- legasta hús, og er merkilegt hvað einn söfnuður hefur getað færzt í fang og lokið miklu á skömmum tíma. Þarna er starfandi bræðrafélag og mikið fjör í málefnum kirkjunnar undir öruggri handleiðslu séra Ólafs Skúla- sonar. Kirkjan stendur á fallegum stað austanvert við Bústaðarhverfið og er þaðan fagurt útsýni til hinnar nýju byggðar í Breíðholti. • Síðan stórvirk tæki voru tekin í notkun við malbikun gatna, hefur mikið áunnizt í þeim efnum og er nú hægt að fara flestra sinna ferða innanbæj- ar á malbikuðum götum. En gangstéttir hafa orðið í nokkrum undandrætti og hefur það valdið því að moldin rennur og veðst út á malbikið, þornar þar og rýkur upp í þurrkum. A þessu verður mikil breyting til bóta með gangstéttunum og í sumar hafa íbúar við Langholtsveg fagnað því að fá ágætar gangstéttir í stað malarinnar. Hallgrímskirkja hækkar og hækkar, og hvar ætli þetta endi, spyrja menn. Það er í tízku að vera á móti þessari byggingu; þó einhver hefði aðra skoðun, mundi hann naumast þora að láta hana í Ijósi. Að vísu ætti fremur á hverjum tíma að byggja eftir teikningum þeirra arkitekta, sem þá eru starfandi, en burtséð frá því verður Hallgríms- kirkja líklega hin veglegasta bygging og myndarleg fjöður í hatti borgarinnar. Það hef- ur verið fundið að því, að tvær eða þrjár stíltegundir komi fyrir í arkitektúr kirkjunnar, en það er raunar engin nýjung; í fjölmörgum frægustu kiikjum álfunnar, kemur bæði fyrir býzantísluir stíll, endurreisnarstíll, gótik og jafnvel barrok. Yfirleitt voru þessar kirkjur líka óratíma í smíðum. Sunnan við Hallgrímskirkju hafa myndhöggvarar helg- að sér reit og komið fyrir skúlptur, sem oft er unninn í járn, eins og sézt hér á mynd inni. 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.