Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 12
ÞJORSARDALUR Á FÖGRUM SUMARDEGI Þa3 var viturleg; ráðstöfun hjá framkvæmdaaðil- um við Búrfell að beina forvitnum ferðalöngum upp á fjallið með því að gera þangað ágætan veg og i rauninni fæst betra yfirlit yfir framkvæmd- irnar þaðan að sjá en ncðan af undirlendinu. Ofan af Sámstaðamúlanum sézt vel yfir Þjórsárdalinn, þar sem byggð lagðist í eyöi af völdum Heklugoss árið 1104. Næst á myndinni er Fossá en fjær er Þjórsá og til hægri á myndinni eru vikrarnir svonefndu. Það hefur vakið athygli, að sjá iðgræna vin í þessari eyðimörk nálægt bökkum Fossár, en þar hefur verið gerð atliyglisverð tilraun til að græða upp sandinn og má af því ráða, að öll þessi mikla eyðimörk geti orðið græn og fögur yfir að líta. Myndin hér að ofan er tekin ofan af Sám- staðamúla á sólbjörtum sumardegi í júlí en þá var ömurlegt um að litast þarna. Þurrkar höfðu þá verið um nokkurt skeið og vindur var norðlægur og Ijósgráir sandstrókarnir stóðu hvarvetna hátt til himins. Þetta mikla vandamál hrópar á Iausn og hér verður að koma til samstillt átak þjóðar- innar allrar. Þetta er einsltonar landhelgismál, sem öllum kemur við; meðan stórstígar framkvæmdir eiga sér stað á öllum sviðum, er ekki hægt að láta það viðgangast að sjálft landið blási í svartan sand. Uppblástur er raunar miklu víðar en í Þjórsárdal og jarðvegseyðing er uggvænleg. Stór svæði eru svo að segja á heljarþröm vegna of- beitar, en auðveldara er að hefta þessa þróun, meðan einhver grasrót er enn við líði. Jóhann Hannesson prófessor: NÝR átrúnaður pólitík OG SOR Tilgangurinn með þessari litlu grein — og annarri, ef Guð lofar. er að flytja nokkur minnisverð tíðindi, sem ættu að vekja fögnuð meðal manna, sem vilja fá „nýtt orð“, vingltrúarmanna vorra, hringlanda og andablöndunga í landi voru, eða svo notuð séu orð stór- skáldsins, meðal „animista" og „ske- manna“ á íslandi. Vér höfum nýlega heyrt um Bahaismann, sem margir þykj- ast geta fullyrt ýmislegt um, án þess að vita þó nokkuð, sem mark er á tak- a:idi. Er þó átrúnaður sá heldur lítill og veikbyggður fugl á móti þeim vold- uga erni, sem stefnir til vor úr austri, Sóka gakkai, se-m skapaður er eftir síð- ust.u tízku í heimi nýtrúarbragða utan kristninnar. Það hefur verið lenzka meðal vor að láta sér vei líka alls konar villukenn- ingar, útþynningar, falsanir og rang- túikanir á vorri eigin trú, hinni eveng- elisk-lúthersku, tala illa um kirkjur ná- grannaþjóðanna og suma afbragðs- menn lútherskunnar, svo sem Hallesby, rétttrúnaðarmenn, pietista, umbótamenn í lút'hersku helgihaldi og kaþólska menn í samtímanum; sömuleiðis af- flytja menn „siðferðLspostula“ og „dogmatikina" — um leið og menn fagna alls konar vitleysum og hringli og öndum, hálfholdguðum, van- hoidguðum og óholdguðum. Fáfræði manna um eigin trú er orðin stórfurðu- Leg, enda er fermingarundirbúningur orðinn svo útþynntur allvíða að telj- ast verður með endemum. >á segir sumit ungt fólk að fermingin sé orðinn hreinn skrípaleikur — en það sagði Lúther líka á sinni tíð; ,,Narrenspiel“ var það orð, sem hann notaði. Útþynningar, falsanir og vill.ur í vorri eigin trú hljóta að gera kirkjuna hola að innan, tómlega og kalda, og hafa þegar á undanförnum áratugum gert það verulega. Beztu menn meðal presta veita að vísu góða þjónusitu, eins lar.gt og þeir geta, við skírn, giftingar, gieftranir og fleiri embætfisverk, en minna kveður að boðun lögmáls og evangelíums, sem er aðalsmerki lútherskrar kristni. En sú hreyfing, sem hér skal lýsa, er einnig alvarlegt mál fyrir stjórnmála- menn vora og blaðamenn, því Sóka gakkai kann að safna pólitísku fylgi, og þeir kunna að láta hlöð lifa án rikisstyrks. 1. Nafnið „Sóka gakkai“ merkir „Samfélag tii siköpunar verðgilda11 og hefir að vís.u sézt á prenti í blöðum vorum, þar sem undirritaður hefir áð- ur vikið að hreyfingunni, og blöðin komust ekki hjá því að geta hennar og minnast á Komeito flokkinn í sambandi við síðustu kosningar í Japan. Flestir landsmenn munu þó hafa gleymt hvoru tveggja nú. En það hafa menn ekki gert eriendis. Engir nema Sóka gakkaiar sjá/lfir vænta þess stjórnmálasigurs, sem þeir unnu, og fyrir fám árum bjugg- ust trúarbragðavísindamenn alls ekki við að hreyfingin m.undi útbreiðasit neitt að ráði utan Japan. 2. Saga hreyfingarinnar er ekki löng, en hreyfingin hefir vaxið með ótrúleg- um hraða, og hefir í því efni heimsmet í nútímanuim. Eftir báðar styrjaldir spruttu upp margir átrúnaðarflokikar í Japan, þar á meðal um þrjú hundruð eftir síðasta atórstríð. Einn flokkurinn gerði t.d. rafmagnið að guði og Thomas Edison að æðsta spámanni, en varð skammiífur. Þó lifa um hundrað og sjötíu trúarflokkar, flestir með ein- hvern kjarna Búddhadóms eða Shinto- isma í sér fólginn. Þannig dýrka menn einn ungan umferðarguð, til að hann verndi þá í bílauimferðinni. Nánasta forsaga hreyfingarinnar er sú, að japanskur kennari, Makiguchi, tók að rannsaka kjarna Búddhadóms árin 1930-32, ásamt nokkrum öðrum óhugamönnum. Þeir mynduðu eins kon- ar námsflokka, en yfirvöldin fengu á þeim illan bifur og stungu Makiguchi í fangelsi, og héldu honum þar, unz hann dó. En hann átti sér tryggan lærisvein, Toda að nafni, er skrifaði hjá sér kenn- ingar Makignchi, hugleiddi þær og rað- aði þeim niður. Liðu svo nokkur ár. Eftir ósigurinn í síðasta stórstríði sté Toda fram með kenningar sínar og frá- bært skipulag fyrir nýjan átrúnað, og skóp Sóka gakkai í þeirri mynd, sem hún hefir nú. Segir í heimildum frá 1962, að Toda hafi tiltekið ákveðinn tímafrest, og áður en sá frestur rynni út, ætti Sóka gakkai að hafa áunnið sex hundruð þúsund fjölskyldur, en að öðr- ■um kosti skyldi líkama hans sjálfs varp- að í Tókíoflóann. Þess gerðist ekki þörf, því áður en fresturinn rann út, taldi fiokburinn rúmlega eina milljón fjöl- skyldur. 3. Frábært skipulag einkennir Sóka gakkai, en það mun vera hin sérkenni- lega snilld í samtengingu skipulags, kenningar, tilbeiðslu og trúræns eld- móðs, sem gerir hreyfinguna að því siórveldi, sem hún er orðin. Jafnan er að því stefnt, að heilar fjölskyldur ávinnist, en þeim er síðan skipað sam- an í liernaðarlegar einingar, sem aftur mynda stærri deildir og heildir. Sam- hliða þessu er pólitískt skipulag, seim er nauðsyrulegt, af því að átrúnaðarflokkur má ekki sem slíkur bjóða fram til þings, samkvæmt japönskum lögum. Það er stjórnmálaflokkur trúarhreyfingarinn- ar, sem ber heitið Komeito. Það nafn er r.ú kunnugt um heim allan, því flokk- urinn hefir unnið á í hverjum nýjum kosningum, og aldrei tapað þingsæti fyrir öðruim. Markmiðið er velferðar- ástand, líkt og í velferðarríkjum vorum, en gengur lengra, stefnir sem sé einnig að því að gera menn andlega hamingju- sama, glaða og sigurvissa. Allsherjar hamingja á ölLum sviðum mannlegs lífs er markmið þessa trúarlega stjórn- málaflokks. Leiðtogum hreyfingarinnar og stjórn- málaflokksins hefir tekizt að tengja saman þjóðerni, átrúnað. félagsmál, stjórnmál og umhyggju um velferð ein- staklinga í eina liugsjónafræðilega heild, með sterkum sósíalistiskum blæ, í trúarlegri hrifningu, sem heldur öllum eða nálega öllum þessum milljónum vakandi, tilbiðjandi og vinnandi í senn. Hér tengist sem sé saman dugnaður, heppni og áhugi. 4. Afstaðan til kristindómsins og ann- arra trúarbragða er í stuttu máli sú að þeim beri að útrýma, en útbreiða Sóka gakkai um alla jörð. Ekki hefir hreyfingin vopnazt enn sem komið er, en duglegir unglingar slá menn niður með hnefunum, ef þeir hitta erfiða and- stæðinga. Meginaðferðin er þó sú, að gefa vantrúuðum mönnum engan frið, fyrr en þeir taka trú, og hella alls konar hrákspám yfir trúlausa menn óg þrjózka. Verða menn því oft að flytja búferlum til að fá frið, ef Sóka gakkaiar eru margir í nágrenninu. Þjóðernisþætt- irnir í átrúnaðinum hafa verið það sr.arir, að menn spáðu hreyfingunni að vísu mikilli útbreiðslu í eigin landi, en lítilli með öðrum þjóðum, og var undir- ritaður einnig þeirrar skoðunar. Sólca gakkai var bönnuð í nágrannalöndun- um, Kóreu og Formósu — um Kína þarf varla að spyrja. En viti menn, nú telj- ast þegar þrjú þúsund fjölskyldur til átrúnaðarins í Kóreu og óákveðinn fjóldi í Thailandi og Formósu. í Vestur- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.