Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 9
Einu sinni var sagt, að íslendingar mundu aldrei geta búið í sambýlishúsum; þeir áttu að vera svo miklu meiri ein- staklingshyggjumenn en aðrar þjóðir. Sem betur fer hef- ur þessi spádómur ekki rætzt, og lífið í sambýlishúsunum gengur yfirhöfuð friðsamlega. Það er orðið mikill munur á því, hvað arkitektar virðast valda betur nú orðið þessu verkefni að teikna sambýlishús eins og þessar nýju blokkir viö Kleppsveginn sýna og sanna. Þegar ekið er yfir Öskjuhlíðina stendur Vatnsberinn hans Ásmundar Sveinssonar einn uppi á klöppunum og rembist við vatnsföturnar. Einu sinni þótti það óskaplegt hneyksll að Ásmundur skyldi leyfa sér að misþyrma mannslíkam- anum svo, og menningarvitar jafnt sem almenningur voru á móti því. En nú eru þeir fleiri, sem sjá að myndin sýnir einmitt meira á þann hátt sem hún er. Þannig hafa góðir listamenn alltaf verið; dálítið á undan samtíðinni og unnið samkvæmt sinni eigin sannfæringu, þrátt fyrir augljósan mótbyr. Framtak borgarinnar að koma upp merkilegum styttum er vissulega lofsvert og það er skemmtilegt að sjá og bera saman svo ólík verk, sem baggahestinn hans Sigurjóns við Suðurlandsbraut og Vatnsberann hans As- mundar á Öskjuhlíðinni. Norræna húsið lætur ekki mikið yfir sér í Vatnsmýrinni og að sjá það ofan af Hótel Sögu gefur ekki hugmynd um neins konar glæsileik. Því miður nýtur húsið sín líklega aldrei á þessum stað, en þegar komið er að því, verður ljóst, að þetta er fögur bygging, enda er Alvar Aalto tal- inn með færustu arkitektum heimsins. Efnisnotkunin er í senn óvenjuleg og falleg; bláar keramikflísar ofantil en gulur múrsteinn að neöan og hvítlakkað bárujám yfifr gluggum, Aalto mun þó hafa gert ráð fyrir að múrsteinn- inn verði málaður hvítur, líkt og tíðkast í Finnlandi, en margir eru í vafa um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Þeir sem gera sér ferð út í Vatnsmýrina til að sjá með eigin augum, munu komast að raun um, að Norræna húsið er listaverk og það var mikill fengur í því, að slíkt hús skyldi byggt hér í Reykjavík. Sjá myndina að neðan. Einhver mestu umsvif, sem sézt hafa í Reykjavík er bygging hins nýja Breið- holtshverfis, en þar er raunar nýr kaupstaöur að rísa, sem að nokkrum ár- um liðnum verður sjálfsagt orðinn stærri en Akureyri eða Hafnarfjörður. Þarna er fagurt útsýni yfir sundin og Austurbæinn en háu blokkirnar á Laugarásnum og í Ljósheimunum bera yfir bæinn. Þarna er samfelldur flekkur af mótatimbri og steypustyrktarjárnum, en hluta hverfisins byggir Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar, og fer þar fram fyrsta fjöldafram- leiðsla á íbúðum, sem enn hefur átt sér staö á Islandi. A vegum nefndar- innar eru einnig innflutt, dönsk timburliús og sézt eitt þeirra á myndinni næst að ofan. Þessi hús líta í fljótu bragði vel út, en íslenzkir bygginga- menn hafa amazt við þeim, og í nýlegum reiðilestri í dagblaði var þeim líkt við Ilöfðaborgina. Hvemig sem þessi hús reynast, er virðingarvert, að gerð skuli tilraun með innflutning á ódýru húsnæði. 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.