Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 2
Wedel barón fékk margan bitann frá Islandi fyrir lítið. Hér er hann ásamt fjöl- skyldunni á málverki frá 1760. Gjafir Hörmangaranna „Hvilke forreskrevne Vahre Pak- huusskrivaren Hans Hansen Schovert altsaa til vedko'mmende uden betaling haver at udlevere og dereftir hannem til Udgift passerer. Datum Kiöbenhavn den 25^« October Anno 1748“. Lítum nú ögn á listann. Hvaða heið- ursmenn eru þetta sem félagið sæmir slíkum gjöfum? í>að má skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar umboðsmenn h;ns jarðneska valdhafa, einvaldskon- ungsins í Danaveldi, hans hátignar Friðriks Fimmta. Hins vegar um.boðs- menn fyrir sjóla þann, er Himnunum stýrir, fyrir þann konung, er ræður veðri og vindi, sem kaupmannsgæfa var háðari á þeim tíma, er hér um ræðir, en á vorum tímium. Eru þetta prestarnir og aðrir kirkjulegir embættismenn, þeir sem nefndir eru á listanum. Voru ekki öllu fleiri kirkjur í Höfn en þær sem nefndar eru í skránni. Lítum nú ögn nánar á umboðsmenn hms veraldlega valds. Hans hágöfgi Suhm aðmíráll hét fullu nafni Ulrik Frederiik Suhm og var uppi 1686-17'5'8. Hann hafði eitt sinn verið forstjóri fyrir Brimarhólm, þ.e.a.s for- stjóri fyrir skipasmíðastöð Danakonungs en miisst þá stöð'U. En eftir dauða Kristjáns konungs hins Sjötta, 1746, var hsnn settur á ný í sitt gamla embætti, og hélt þessari stöðu til 17&6. Félagið út'hlutar honum matargjöf í fyrsta skipti árið 1747 og síðan á hverju ári meðan hann var forstjóri Brimar- hólms. Árið, sem hann lét af embætti, 1756, fékk hann þó ekkert. Ochsen, stiftamtmaður, var uppi 11660-1750 og hét fullu nafni Henrik Ochsen. Hann var stiftamtmaður yfir íslandi og Færeyjum 1730-1760. Um hunn má fræðast dálítið í Sögu íslend- inga, 6. bindi bls. 140 og 333. Ochsen fær matargjöf frá félaginu á hverju ári frá því það tók við verzluninni (1743) og þar til hann dó (9. sept. 1750). Síð- asta árið er hann eðlilega ekki á gjafa- listanum, þar eð úthlutunin 17'50 virðist ekki hafa verið tilbúinn fyrr en í októ- berlok. Þessi maður er í sérflokki hjá félag- inu. Hann er einn af þeim örfáu, sem fá úthlutað söltuðum sauðatungum. Eftir það ár (1748) sem listinn nær yfir var engum úthlutað slíku hnossgæti nema viðkomandi hefði það til síns ágætis að vera stiftamtmaður yfir ís- landi. En það kom hinsvegar fyrir, einu sinni, að maður sem átti að fá V* úr tunnu saltaðar sauðatungur ásamt fleiru, vildi ekki taka við skammlinum sínum. Það var Frederik Vilhelm Vedel, se1- var háttsettur maður innan stjórnarinnar 1755 (Deputeret for finanserne). Vildi þá félagið taka að sér að gefa honum í soðið. Það skammt- aði honum haustið 1756 1 tunnu af þorski, 14 lísipund af öðrum fiskafurð- um, 1 tunnu af kindakjöti og Vi úr tunnu saitaðar sauðatungur. En Vedel vildi ekki skammtiinn sinn. Á spássíunni stendur: „ej modtaget", sem mætti leg.gja út með: Ekki þegið. Adtzler étatsráð hét Jens Adtzler og var Depuleret for F'inanserne 1740- 1750 og var þannig áhrifamikill maður um allt er snerti fjárhagsstjórn ríkisins. Hann fær matarstyrk 1743-174S (incl.). Badballe étatsráð hét Mikael Basballe og var uppi 1687-1762. Hann varð 1722 Kommitteret í Rentukammerinu. Rentu- kammerið var sambærilegt við fjár- mála- og atvinnumálaráðuneytið. Árið 1746 hækkaði hann i tigninni og varð 3 Deputeret í Rentukammerinu og Möntkommissær. Hann fær matarstyrk í fyrsta sinn 1744 og síðan árlega til og með 1754. Erik Torm bjargaSi ungur kónginum úr lífsháska og var að launum gerður lög- reglustjóri. Hann var að sjálfsögðu á gjafalista Hörmangarafélagsins. Barchmann, jústisráð er Jakob Barchmann, sem var kommitteret í Rentukammerinu 1746 (eða 1742)-1760. Hann fær matargjafir hvert einasta ár, sem þeim er úthlutað, þ.e.a.s. öll árin, scm félagið annaðist verzlunina, nema síðasta árið. Leth, jústisráð er Kristian Leth kommitteret í Rentukammerinu 1734- 1759. Hann er jafnoki Barchmanns. Hann fær líka matgjafir öll árin. Heltzen, jústisráð, er Povl Heltzen, kommitteret í Rentukammerinu frá 1741. Hann lét af störfum 1771. Hann hlaut matgjafir öll árin nema þrjú, 1753, 1754, 1756. Drejer, jústisráð, er Jens Paulsen Drejer, sem var kommitteret í Rentu- kammerinu frá 1734 til dauðadags 28. jan. 1749. Hann feer matgjafir 1746, 1747, 1748. Pauli jústisráð er Otto Georg Pauli, uppi 1700-1780. Hann hafði um tíma verið kommitteret í Rentukammerinu, en verið settur á eftirlaun 1744. Hann tók á ný við sínu gamla emb#tti 1746 (eða 1747). Hann hlýtux matiargjöf í fyrsta skipti 1747 og síðan á hverj.u ári meðan þeim var úthlutað. Torm lögreglustjóri etatsráð er Erik ensen Torm, var uppi 1684—1764. Hann var mjög efnilegur unglingur, varð stúident 1697, en komst ekki í gegnum háskólann sökum fátæktar. Gerðist hann þá (1710) sveirnn hjá konungi sín- um Friðriki hinum Fjórða sem átti á þessum árum í höggi við óvin sinn, kon- ung handa við Eyrarsund, Karl hinn Tólfta, er var kempa rnikil. Voru Svíar og Danir enigir vinir á þessum árum. Áttu þeir m.a. orustur saman suður á Þýz-kalandi og fylgdi Torm þá konungi sínum djarflega. Eftir það var hann með konungi enn um hríð en hvarf síðan úr þjónustu hans. Látum vér hann nú ein- an um örlög sín um sinn, unz þau tíð- indi verða á því herrans ári 1727, árið áður en bruninn mikli geisaði í Árna- safni, að Torm er dubhaður upp og gerður að lífverði konungs. Þetta reyndist hin gif turíkasta ráðstöfun. Það kom í ljós tveimur árum síðar. Á því ári, það var árið áður en Árni Magnússon dó, heimsótti konungur vopnasmiðju sína í Kaupmannahöfn (Gjet'huset). Voru þar steyptar fallþyss- ur o. fl. Er konungur birtist var verið að steypa fjórar 36 punda fallbyssur. Það tókst ékki betur en svo, að tvenn mótin sprungu. Gerðist þá óvistlegt þarna inni. Vonu eldglæringar og járna- brot hvarvetna og fóru uni m«ð mikl- um æsingi. Var konungi búin mikil hætta og enn meiri fyrir þá sök, að ellin var þegar tekin að eyða þreki hans. (Konungurinn var fæddur þrem árum fyrir dauða Hallgríms Péturssonar). Það vildi honum þá til láns, að vinur vor Tonm var nærstaddur eins og trú- um og tryggum lífverði sæmdi, og tók hann herra sinn traustum tökium og bar hann út úr smiðjunni. Mátti segja, að konungur hefði fengið þar volgar við- tökur. Var haldið a>f stað hið bráðasta heim í kóngsgarð og þangað náði kon- un.gur illa til reika og berhöfðaður, þ.e.a.s. parrúiklaus. Drottningin var úti á hlaði til að taka á móti ástkærum maka og bæði kveinaði og grét, er hún sa hve hörmulega hann var útleikinn. En hún hafði líka ríka ástæðu til að sýna bónda sínum samúð, þvi að hjarta hans var svo þrungið af ást til hennar, Framhald á bls. 4 A tímurn Hörmangarafélagsins. Danskir aðalsmenn skemmta sér við garðshliðið á Friðriksbergi. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. obtóber 1®67

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.