Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 3
Tékkneskt skáld undir smásjánni SKALD HVERSDAGSLEIKANS EFTIR MATTHIAS JOHANNESSEN MIRQSLAV HOLUB E inhvern tíma í sumar rakst ég í sænsku tímariti á ljóð eftir tékkneska skáldið Miroslav Holub og hafði — verð ég að játa — ekki áður heyrt hans get- ;ð. Ég las ljóðið með athygli og sá þeg- ar að þarna var á ferð sérkennilegt skáld með óvenjulega hæfileika til að skírskota til sögustaðreynda og hvers- dagslífs. Ljóðið heitir Napóleon, og þó að það hafi vafalaust misst eitthvað af Ijó'ðrænu sinni í sænsku þýðingunni var það sterkt og ákveðið í formi og bygg- ingu og raunar miklu formfastara en mörg svonefnd hefðbundin ljóð. Sem sagt: einfalt en fast mótað ljóð þessa ókunna tékkneska ljóðskálds var mér hugieikið og svo fór, að ég sneri því á íslenzku og fylgir þýðingin þessum orðum, þótt fátækleg sé, enda varð ég svo óheppinn að týna tímaritinu og hef ekki rekizt á ljóðið síðan. Hef ég því ekki getað borið endanlega þýð- ingu saman við sænskan texta ljóðs- ins. En áður en tímaritið sænska lenti með öðrum handritum dagblaðsmanns út í hafsauga hversdagsiegra anna, þar sem erill dagsins deyr í líðandi stund og engu skolar aftur á land, hafði ég skuðað athugasemdir um skáldið sem fyigdu ljóðinu og hripað punktana nið- ur: „Eftir Miroslav Holub, fæddur 1923 í Pilsen (Plzen), læknir og vinnur við hina vísindalegu meinafræðistofnun. Hann hefur átt þátt í að ryðja hinni svonefndu hversdagsljóðlist leið í heima landi sínu. Hann hefur gefið út mörg ljóðasöfn." Svo mörg voru þau orð. Áhugi minn beindist ekki sízt að orð- inu „hversdagsljóðlist“, sem ég hafði ekki áður séð á prenti, því síður að ég vissi, að þarna væri á ferðinni einhver skóli eð'a stefna í nútima ljóðlist. En af skiljanlegum ástæðum mundi mér þykja slík stefna athyglisverðari en margt annað, sem hátt hefur borið í Ijóðlist okkar tíma. Sumar leið og kom fram á haust án þess ég sæi minnzt frekar á Holub eða Ijóð hans; var kannski farinn að halda, að hann hefði fyrir alvöru sökkt sér niður í heim smásjárinnar enda er hann öruggari en það umhverfi, sem tékk- nesk skáld verða að una um þessar mundir. En þá sá ég auglýsingu frá Penguin, þar sem sagt var frá því, að útgáfufyrirtækið hefði gefið út ljóða- safn eftir skáldið í enskni þýðingu, Selected Poems, í flokknum Penguin Modern European Poets. Fékk ég síðan bókina í hendur og staðfestist þá grun- ur minn um ágæti skáldsins. Þó mætti kannski segja, að Holub hafi meiri til- hneigingu til að hverfa inn í undra- heim smásjárinnar en hversdagsskáldi er eðlilegt, en auðvitað er þessi „flótti“ hans skiljanlegur. Þar getur hann lýst heimi, sem á samsvörun í umhverfi hans — og hví skyldi visindamaðurinn ekki lýsa mannlífinu með skírskotun til þess veruleika, sem honum er nær- tækastur. Hann yrkir ljóð með fyrir- sögnum eins og „Undir smásjánni“ og „Meinafræði" og gefa slíkar fyrirsagnir nokkra hugmynd um þær veraldir, sem hann hrærist í. ★ ★ Eins og kunnugt er af fregnum, hafa verið mikil átök í Tékkóslóvakíu und- anfarið milli rithöfunda og stjórnar- valda. En ég hef ekki séð nafn Holubs á skrá yfir þá tékkneska rithöfunda, sem hafa verið ofsóttir eða hraktir úr rithöfundasamtökum, og/eða verk þeirra bönnuð. Tékknesk stjórnarvöld hafa látið sverfa til stáls gegn rithöf- undum og engin miskunn hjá magnús- unum þar. Time-magazin segir í grein um ofsóknir þessar, að ýmsir hafi ver- ið farnir að halda að Tékkóslóvakía gæti orðið eins konar vin í eyðimörk kommúnistaríkja Austur-Evrópu, en nú sé sú von úti. í Tékkóslóvakíu er Holub talinn full- trúi hinnar nýju stefnu sem kölluð er „ljóð hversdagslífsins", og auðvitað er hún í andstöðu við kreddur flokkslín- unnar og það kerfi, sem hefur getið af sér social-realisma. Glamurljóð eða vígorðakveðskapur þeirrar stefnu á ýmsa formælendur í Austur-Evrópu eins og kunnugt er, jafr.vel menn sem líta á sig sem skáld. Eftir því sem ég kemst næst, voru fyrstu hversdagsljóð- in birt í tímaritinu Kvéten, frjálslyndu blaði í Tékkóslóvakíu, sem nú er úr sögunni. Á 11. þingi tékkneska komm- únistaflokksins 1958 var ráðizt harka- lega á tímaritið og þá sem í það skrif- uðu, ekki sízt Miroslav Holub, en auð- vitað með árangri, sem er þveröfugur við þann sem stjórnarvöld stefna að: „Ég held að ég eigi velgengni mína sem ljóðskáld að þakka árásum Flokksins á mig“, hefur Holub sagt. Þrátt fyrir þetta er ekki endilega ást.æða til að ætla, að hamar kommún- ismans eigi eftir að mola höfuðskel Hol- ubs. Hann er að eigin sögn Marxisti, enda alinn upp í þeim anda. Auk þess yrkir hann í formi sem embættismenn og kerfishugsandi pólitíkusar eiga erfitt með að tileinka sér, hvað þá melta eða skilja — jafnvel þó ljóð Holubs séu ineð bversdagslegum blæ og allt að því eins látlaus og blaðamennska. En þau leyna á sér. Vafalítið segir Holub það satt, að liann sé marxisti, þó að auðvitað sé aldrei hægt að marka slikar yfirlýsing- ar við þær aðstæður, sem kommúnism- inn skapar. En hvað sem því líður, eru mörg ljóða hans hárbeitt og nöpur á- deiia á tékkneskt þjóðfélag, þótt stund- um megi hafa sig allan við tdl að skilja ádeiluna. Þannig hafa einnig rússnesk skáld oft og einatt farið að. Nú virðast yfirvöldin allt í einu farin að taka til sín ýmislegt sem t.d. Voznesensky hef- ur sagt undanfarið, enda hefur ádeila hans ekki einungis birzt í innhverfum ljóðstíl hans, heldur einnig í bréfum. Og nú hefur Voznesensky verið settur í bann. Það er verðugt hlutskipti á 50 ára afmæli Sovét-kommúnisma að eiga fremur samleið með Sinjavskí og Dan- íel og örlögum þeirra, heldur en þeim sem ætla að fara að skala í blóðrauðu kampavíni frá Armeníu. Hvort sem Holub er kommúnisti eða e tki, er hann betri Tékki en margir, sem hafa fengið á sig föðurlandsorð fviir það eitt að gleypa allar ávirðing- ar yfirvaldanna. Eina von kommúnism- ans, þ.e. eina vonin um að unnt verði að siðbæta hann eða endurnýja er sú, að menn eins og Holub fái að yrkja ljóð sín í friði. Það vilja forsprakkar komm- únismans því miður exki skilja, kannski er ástæðan sú, að þeir hafa gert sér ljóst að hús þeirra er byggl á sandi og þolir enga stormsveipi. í einu ljóða sinna, Polonius, talar Holub um fyrirbrigði, sem „gerir skyldu sína, ósveigjanlega" og segir: Veggir eru eyru hans, skráargöt augu hans. Þessi ,,hann“ er nafnlaus starfsmað- ur Flokksins, „hinn ófyrirleitni upp- ijóstrari", sem er á hverju strái í ein- ræðislöndum og Svetlana lýsir svo ágætlega í „Tuttugu bréf til vinar“ A. Aivarez, sem ritar formála fyrir Penguin-útgáfunni, segir, að Holub sé raunar einskonar kreddulaus flokks- leysingi þótt hann sé marxisti, og hann bendir á, að þriðji kafiinn í bókinni sé raunar ádeila á Stofnunina — sem betur færi á að kalla Kerfið — skrifstofu- bákn þess og köngurlóarvef. Ef til vill er pólitískan kjarna í verk- um Holubs að finna í ljóðum eins og Meinafræði eða Undir smásjánni: Hér eru einnig draumlönd, tunglauðn, yfirgefin. Hér er einnig fjöldi, yrkjendur jarðarinnar. Og frumur, stríðsmenn sem fórnuðu lífinu fyrir söng. Hér eru einnig kirkiugarðar, orðstír og snjór . Og ég heyri kurrinn. uppreisn fjölmennra stétta. Þarna birtist okkur heimur komm- únismans í smækkaðri mynd, og enn áhrifameira er að skoða í saumana á Ijóðinu um horfnu hetjurnar, sem eiga sér ekki lengur annað minnismerki en molnað grjót og himin, sem „græðir örið“. Söngur nýs tíma mun „kalla særðan svörðinn aftur til lífs“ — en undir grjóthrúgunni, sem eitt sinn var minnismerki Stalíns eða einhvers ann- ars boðbera kommúnismans, er músum ekki einu sinni óhætt að gjóta ung- urn sínum. Svo fallvölt er veröldin, ekki einasta anstan Járntjalds, heldur einnig hér vestan megin. í formála A. Alvarez fáum við að vita nánari deili á Holub. „Hann er ,undarlega samsettur", segir Alvarez, „kannski einstæður; hann er eitt af frumlegustu og frjósömustu skáldum Tékkóslóvakíu, en jafnframt vel met- inn vísindamaður, meinafræðingur, sem ferðast hefur víða um lönd, beggja vegna járntjalds, þar sem hann hefur lagt stund á rannsóknir og sótt vís- indaráðstefnur. Meðal bóka hans eru átta ljóðasöfn, tvær ferðabækur og tuttugu og fimm vísindagreinar um meinafræði. Hann ritstýrir einnig al- þýðlegu vísindariti í Tékkóslóvakíu." Siðan ég fékk ljóðasafn Holubs f hendur hef ég rekizt á ljóð og ummæli um hann í einu ágætasta bókmennta- riti, sem nú er gefið út „Tri-Quarterly“ auk ljóða og samtals við hann í The New Leader septemberheftinu. Er sam- talið eftir Stephen Stephanchev. Þar segir m.a. að Holub, „eitt af beztu og vinsælustu samtíma ljóðskáldum Tékka“, hafi dvalizí í New York nánast óþekktur, undanfarin 2 ár í boði Public Health Research Institute of the City of New York, en muni halda heim til Tékkóslóvakíu í nóvember, þar sem hann tekur við íyrra starfi sínu við Sýkla- og frumu- * rannsóknarstofnun Vísindaakademí- unnar. í júní sl. kynnti bandaríska stór- skáldið Robert Loweil Ilolub í Poetry Center í New York. Holub er að sögn Stephan Stephan- chev ónæmissérfræðingur og einbeitir sér að frumurannsóknum „Þetta starf gengur hægt fyrir sig og gerir miklar kröfur, og Holub notar kraftmiklar rafeindasmásjár sér til stuðnings við að skyggnast inn í stórkostiega veröld ut- an við sjónsvið mannsins, heim smá- veranna", eins og höfundurinn kemst að orði. í þessa veröld sækir hann bæði inn- bJástur og samsvörun við þann „hvers- dagsleika," sem er heimur ljóða hans. I samtalinu bendir hann á, hve sjald- an hinir margvislegu og ólíku heimar mannlífsins snertast og bvernig þeir r:sa öndverðir hver gegr öðrum, þótt þeir séu raunar hluti af einni heild. Holub segir: „Meðal vísindamanna reyni ég að leyna því að ég yrki ljóð. Vísindamönnum hættir til að bera í brjósti grunsemdir í garð skálda; þeim iinnst skáld á einhvern hátt óábyrg.“ Og hann segir eniLfremur, að bók- menntaáhugamenn séu tortryggnir í garð vísindamanna, „þeii búast við að 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.