Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Page 7
Miklatúnið hefur verið í sköpun undanfarin sumur og- það er fróðlegt að ganga þar um og sjá það, sem búið er að gera. Þarna er engan veginn tóm flatneskja, þótt þannig líti það út í fljótu bragði, heldur eru þar lautir og balar og skjólbelti á milli. Flestir sjá Miklatúnið aðeins út um bílgluggana af Miklubrautinni og Lönguhlíðinni, en það er sannarlega ómaksins vert að ganga þar um. Borgin hefur fengið nokkra tuma upp á síðkastið og þarna eru fimm í baksýn, fjórir af Háteigskirkju og lengst til hægri turn Sjómanna- skólans. MYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON í miðju: Við Sæviðarsund eru þessi tvíbýlishús í byggingu og mega þau kail- ast sérstæð að því leyti að þarna hefur hvorki verið byggð rishæð — væntan- lega í óleyfi — né íbúð í kjallara. Ibúðir í húsum af þessu tagi hafa verið vinsælar og verð á þeim hátt, en nú má skilja á arkitektum og skipulags- mönnum, að þessi tvíbýlishús við Safamýrina verði liklega þau síðustu, sem byggð verða í Reykjavík. í bili, að minnsta kosti, hneigjast skipulagsyfir- völd meira til þess að láta byggja raðhús, keðjuhús og blokkir eða þá ein- býlishús. Við Kleppsveginn, norðanvert í Laugarásnum, er risin myndarleg byggð, en margt er þar hálfgert og ófrágengið. Þarna er hið fegursta útsýni yfir Vatna- garða, sundin og Viðey. Eins og víðast annarsstaðar er steinsteypan það efni, sem yfírgnæfandi mest er notað, en þess gætir í auknum mæli að menn gerist djarfir í viðureign sinni við formin, enda gefur stéinsteypan mikla möguleika til listrænnar útfærslu. 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.