Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Qupperneq 8
Grjót og spýtnabrak á strönd Laugarvatns. Þarna mætti útbúa prýðilega baðströnd með tiltölulega litlum tilkostnaði. V ið finnum stundum sárt til þess, hvað sumarið er stutt. Á síðast liðnu vori var komið langt fram í júní, þegar vegir voru nokkurn veginn færir og áður en við er litið er kominn septem- ber; dagar orðnir svalir og dimmt á kvöldin Margir reyna áð nota þessar fáu helgar miðsumarsins og stundum er viðleitnin allt að því að vera örvænt- ingarfull; þar er ef til vill lagt af stað í ausandi rigningu í þeirri von að stytti upp, þegar komið er á áfangastað. Upp úr hádegi byrjar bílalestin að verða samfelld fyrir neðan Ártúnsbrekkuna; það eru einkum litlir fólksbílar með far- angur á þakinu, Fólksvagnar og Fíatar, Skódar og jeppar. Næstum í hverjum bíl má sjá eftirvæntingarfull andlit spillir ánægjunni í góðviðri að stöðugan moldarmökk leggur yfir svæðið frá bíla- umferðinni. á stóru svæði í kringum vatnskranana á tjaldstæðinu. Laugarvatn gœti orðið stórkostlegur sumardvalar- staður en öll mannvirki, sem til þessa þarf, bíða ókomins tíma barnanna, sem búin eru að hlakka til þess dögum saman að komast út úr bæn- um; geta tjaldað einhvers staðar á fall- egum sta'ð og leikið sér í nýju umhverfi. Það er jafnvel ekki frítt við tilhlökk- un hjá foreldrunum líka, húsmóðirin veit að þetta verður tilbreyting frá hin- um venjubundnu heimilisstörfum og húsbóndinn er kannski með veiðistöng eða eitthvert gott lestrarefni meðferðis og ætlar að slappa ærlega af. E n hvar er hægt að tjalda? Þeir sem aðeins hafa helgina til umráða, geta ekki farið mjög langt og flestir litast um á Þingvöllum, annaðhvort meðfram Hvannagjá e'ða inni í Ármannsfelli. Þar snyrtilegur og þar er prýðilegt með kaff- inu, en heldur var fámennt þarna á þessum laugardagseftirmiðdegi. eru eins og kálfar sem sleppt er út á vorin, en þegar þau þurfa að fara að sofa, koma fyllibytturnar og vaða á stögin. er stundum þröngt setinn bekkurinn og tjald í hverri sæmilegri laut. En það er fremur takmarkað hvað margir geta tjaldað þarna, og býsna margir verða frá að hverfa og leita sér annarra landa. Þeir fara flestir austur um Gjábakka- hraun og Laugarvatnsvelli og leita fyrir sér á Laugarvatni. Ég hygg það ekki ofmælt, að enginn staður á öllu íslandi hafi jafn margt til síns ágætis fyrir ferðamenn eins og Laugarvatn. Að vísu er Árnessýsla rík af gullfallegum áningarstöðum, sem hver um sig er nægilega fallegur til þess að hafa verulegt aðdráttarafl. En í því skrautlega bandi er Laugarvatn þó sú perlan sem skærast skín og mætti senni- lega gera þar ferðamannaparadís á heimsmælikvarða. Fyrir norðrinu er Laugarvatnsfjall eins og höföagafl í gerðarlegu hjónarúmi og myndar í senn tignarlegan og vinalegan bakhjall fyrir staðinn. í góðviðri er spegill vatnsins skyggður, en Suðurlandsundirlendið og öll þessi dýrð í suðri og austri, unz Hekla, Tindafjallajökull og Eyjafjalla- jökull afmarka sjóndeildarhringinn. Nú er Laugarvatn fyrst og fremst skólasetur. Og fullkominn vafa verður að telja á því, hvort öll þessi myndar- lega uppbygging fimm skóla á Laugar- vatni hefði átt sér stað án Jónasar Jóns- 17. september 1967 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.