Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 5
Eftir Steinar Sigurjónsson ÞÁ BERJAST 3 Hvort er okkur sjálfrátt! hlýt ég a3 spyrja, hvort það er ekki sjálf Jörðín sem skipar málum mannsins, eitthvert frábært auga, einhver hamrammur hugur hátt ofar skitlegum veruleik mannsins — kóngar og keisarar blindir sem hvolpar — Náttúran sjálf, horfandi lángt fram í tíma, ofurmennsk, brosandi, áin hugsunar, svo djúp að mannlegt auga mundi bila fengi það litið um rifu í hugskot hennar (því hver getur hugsað sér þánka með henni, hver ætlað hana burðast með hugsun?) Eða hver gæti hafa skapað volduga leiðslu tegunda, hver annar en hún gat hafa styrkt hina veiku gegn dauða alls kyns síns, að það, þrátt fyrir allt, fékk staðist hin þrotlausu villidýr, eða þá bugað tröllskepnur sem minni var þörf ? Og þegar allt kemur til alls er ekki stökum tegundum borgið, ávallt er frábæru jafnvægi haldið, hvert frymi og ögn hefur hlutverki að gegna. 4 Hvort hin saurugu atverk voru ekki þegar hugsuð til grunna lángt fyrir blóðböð og eyðíngu þjóða? Hvort styrjaldir eru ekki miskunn við okkur, hrundið fyrir viðbjóð þessa guðs á úrkynjun okkar og sviksemi mannlegra verka, svo að hann heimtaði hreinsun í drápi, leiddi okkur, slátrara að eðli, til atsins, að slátra hver öðrum? 5 Eða hvað um þær pestir og fár sem geisuðu um löndin svo að við aldeyðu lá? Er það svo sjálfsagt, ans menn vilja ætla, að mannlegar reglur og ráð gætu hafa nægt, timanleg afkvíun smitbera; en jafnvel nú, lángt á bak Darwin og Ford, eru mannkyni þróaðar biindur og ýmisleg fár, læknisfræði drukkin af þrautlærðu óráði og vísindi, studd af auðæfum þjóðanna sjálfra, hafa tekið að veikja manninn með dekri og drepa hann hægt frá degi til dags; og kynvillur aukast með kæfandi úrkynjun. Eða hví er manninum meinað að koma í veg fyrir fall sitt með, að því er vlrðist, augljósum boðum? 6 Hvort ber þá að ætla að Náttúran sjálf hafi gefið upp elsku til okkar, ást sem hún gaf jafnan lægstu verum sem æðstu svo að allri skepnu var borgið; því þrátt fyrir allt virtist hún muna til okkar, að við þreyðum við týrur, og að því er hugboð gerðu að grutn ein allra lét sig skipta hvað um okkur varð, fyrir ást sína dáleiddi manninn, gerði lionum á einmuna stundum auðið að trúa að hann væri elskaður! því hvernig gat hann megnað án óráðs að frem ja þá sköpun sem er ástin, frábær lángt umfnam mannlega skoðun? Og enn er barist, enn grátið, enn hrópað um ljótleik manna og þjóða, og enn leita menn svara til bóka um orsakir síðasta blóðbaðs, siðustu pestar og svara: Það var Maðurinn, það var Þjóðin, ans þeir ekki einúngis þættust þess visir að maðuriinn ætti sér siðfræði, heldur skyldi hann fara eftir erindi hennar; og þeir tala uin menn ans þeir ættu sök á þeim glæpum sem þeir frömdu, morðum sem þeir frömdu frá órofi alda fyrir þrengdir og ýmisleg öfl með ólikum þjóðum sem hlutu, öskrandi, dýrslegar, að berjast, og drekktu þúsundum frábærra söngva. 8 Og nú, þegar drápsvélar mannlegrar visku flimta um eyðíngu heimsins er ég spurður um trú mína, hvort ég haldi að slíkt stríð verði hafið. Hvað get ég sagt, magnlaus, einn? „Víst verður barist — að eilífu baris*!“ Leggur af orðunum hrollgiáa nepju, að ég skuli ekki lofa manninn og hvarflandi ráð hans? „Og drepi þeir, drepi þeir alla — hvað gagna orð mín, söngvar og bænir? Vitið þér enn, eða hvað?“ og á mig er horft, og súrt er augað, en hvað megna ég? „Látum þá berjast!" 9 Eða hvað hefur þeim unnist á, hvað lærst, sem mest hafa f jallað um upprisu mannsins, jafnvel þótt þeir þættust þess vísir að liægt væri að komast lijá slátrunum þjóða færu þær að viturra ráðum? 10 Já, þú hefur ávallt á réttu að standa, veglega móðir, verk þitt er guðlegt í mildi og hreinleik, hver hreinsun, hvert stríð og hvert drepandi fár. Brenni þeir hjörtu sín, skipar þú, kyndið lieimsbál hinum tómu hjörtum! 11 Bíddu ekki lengur, mikii trölldómur, á kaf með hehninn! hrintu honum af bakkanum svarta, kæfðu hann! Umfram allt, láttu lögmál þitt enn og áfram rikja svo að við bugumst ekki í algerum saurgunum — er við nytum þess ekki að þú elskaðir okkur — og færumst á fyrsta degi án vegleiðslu þinnar. Á kaf með heim vom, á kaf í hrolldjúpið þar sem þessi bilun, saga mannsins, mun enda: eftir verði eimn eða tveir fyrir þig enn að elska, og þá, að fá elskað á ný, svo að maðuriinn fái hafist, veikburða, skjálfandi og ber. 17. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.