Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 13
er sannleikurinr. það örugg- asta. Hann setur manneskj- una í raunsseja afstöðu til raunveruleikans, og ekki sízt til samferðarmanna hennar. F ram til þessa höfum vér haft í huga sannleikann íklæddan orðum. En einnig sjálf þekking sannleikans hefir mikið siðferðilegt gildi. Viljinn til að þrengja sér inn í sannleikann kann að vera mismunandi að styrkleika og gerð, og þekkingarleit getur ekki verið á sama hátt skylda allra manna. Vísindamannin- um er hún skulðbindnndi lögmál, sem býður honum að þrengja sér æ dýpra inn í kunnáttu og innsýn. Þessi skylda á ekki í jafn ríkum mæli við um aðra. Vera má að réttast sé að kveða svo að orði að sannleiksþekk- ingin sé sameiginlegt múl alls mannkynsins, og að hver og einn fái það verkefni að opna sjálfan sig fyrir svo miklu af sannleika, sem honum er aðkvæm- ur. Að láta það ógert að loka sig úti frá sannleikanum, að láta það ógert að víggirða sjálfan sig í fordómum og uppáhaldsblekkingum, er þegar allmikið, og það er grundvallarskilyrði fyrir sannri innsýn. Svo langt nær krafan til allra. En djúptæk hæfni til rannsókna og ástríðufull, linnulaus þrá eftir nýrri þekkingu og nýj- um skilningi, eru eiginleikar, sem finnast aðeins meðal fárra. í sannleiksþekkingunni gerir manneskjan að veru- leika nokkuð af ákvörðun sinni til að verða sönn mann- eskja. Hér dregur hún álykt- un af sérstöðu sinni meðal allra lifandi vera, staðfestir mennsku sína. Þekking og innsýn gerir manneskjuna frjálsa undan fjötrum í viðjum náttúrunn- ar, og er eitt af þýðingarmestu einkennum þess að mann- eskjan er andleg vera. Þar sem manneskjan er sannleiks- leitandi vera, gerir hún sjálfa sig raunverulega sem anda. Skuldbindingin við sannleikann er þess vegna þáttur í skuldbindingunni til að vera manneskja í fyllsta skilningi. Þetta þýðir þó ekki að lærður rannsóknamaður sé æðri vera en bóndinn á bak við plóginn. Heldur eiga þeir báðir, rannsóknamaðurinn og bóndinn, aðild að sameigin- legu málefni, sem tekur til starfa beggja, bóndans og rannsóknamannsins. Skuldbindingin við sann- leikann ber með sér hættuna á að manni geti skjátlazt, og tilsvarandi réttindi. Þekking- arleið manneskjunnar liggur ekki frá sannleika til sann- leika í samfelldri sigurför, heldur gegn um skekkjur, og stöðugt nýjar prófanir á nið- urstöðum, og leiðréttingar á skekkjunum. Það er þess vegna örlagaríkur misskiln- ingur að takmarka beri frjálsar hugsanir og rann- sóknir til þess að komast hjá mistökum. Hið gagnstæða er hið rétta: Aðeins fyrir frjálsa hugsun og rannsókn er útlit fyrir að villur verði leiðrétt- ar, ófullkomleikar yfirbug- aðir og sannleikurinn færður nær mönnunum. Ofbeldisað- ferðir eða einhvers konar sið- ræn nauðung gagnvart frjálsri hugsun, eru ætíð af hinu illa. Og sá sem harðast hamrar á endanlegum sannindum og viðurkenndum formúlum, er ekki ávalt sá, sem stendur sannleikanum næstur. f skuldbindingunni gagn- vart sannleikanum felst fús- lcikinn til að sjá takmörkin fyrir því, sem vér skiljum og vitum, og ennfremur opinleik inn andspænis þeim hliðum ranuveruleikans, sem ekki verður við fengizt með ná- kvæmum — exact — rann- sóknum. Einhliða viðmiðun út frá þvi, sem verður talið og mælt, getur ómögulega gefið rétta heildarmynd af til- verunni. Einnig list, siðferði og trúarbrögð skírskota til sannleiksviljar.s, og veita að- gang af raunveruleikanum. ímynduð alvizka er jafn óþol andi sem skoplegt fyrirbæri. Auðmýkt er hin rétta afstaða til hins mikla og óþekkta, sem er Sannleikurinn að baki sannindunum. E n einnig inn á við, að sjálfri sér, beinir sann- leiksleitandi manneskja sjón- um sínum. Að þekkja sjálfan sig eins og maður er, horfast í augu við sinn eigin raun- veruleika, það er veigamikið, en ekki neitt auðvelt siðferði- legt viðfangsefni. Að ljúga að sjálfum sér og um sjálfan sig, er mjög algeng flóttaleið burt frá sannleikanum. Einkum eru það þá óheppilegir eigin- leikar manns sjáifs, og rangir verknaðir, sem menn þora ekki að viðurkenna greini- lega. Maður huggar sjálfan sig með því að telja sig ekki verri en hina, en hugsar annars sem minnst um það mál. Það er einnig algengt að vöntun á sjálfsþekkingu sýni sig í spurningunni um til hvers maður sé hæfur, hveru þýðingarmikill eða þýðingarlítill maður sé. Göll- uð sjálfsþekking í þessum atriðum kann auðveldlega að leiða til skorts á innra jafn- vægi, og til mikillar við- kvæmni fyrir öllu, sem sjálfs- vitundina varðar. Sá sem ekki þekkir sjálfan sig, getur ekki heldur verið öruggur gagnvart sjálfum sér, heldur hrekst fram og aftur milli ofmats og vanmats á sjálfum sér. Það er ekki óalgengt að menn dylji sitt innra örygg- isleysi með ytri tilburðum: Ymist með hávaðasömu og ofdjörfu fasi, áberandi lítil- læti, íburðarmiklum virðu- leika, merkilegum dapur- leika eða afundnum tiktúrum. Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn, Jean-Paul Sartre, ræðir um það, sem hann nefnir „la mauvaise foi“, að vera í slæmri trú. Með þvi á hann við að maður geri sér eins konar mynstur fyrir því hvernig vænta megi að,,maður í minni stöðu“ eigi að koma fram. Maður þorir hvorki að þekkja sjálfan sig, né vera eðlilegur, en verður í staðinn útgáfa eftir eir.s konar upp- gerðar fyrirmynd — „typa“. Þjónninn tekur upp fas, sem talið er þjónsgerðinni eðli- legt, presturinr. verður sér- lega prestslegur, læknirinn verður dæmigerð læknistýpa, en ekki sú manneskja, sem hann raunverulega er. Ibsen talar um „lífslygina": Þegar raunveruleikinn verð- ur allt of óþægilegur, leggur maður á flótta inn í blekking- una, gerir mynd af sjálfum sér, sem örvar sjálfsvitund- ina að því marki, sem þarf til að geta umborið sjálfan sig. Hér sem annars staðar á það við að sannleikurinn er það einfaldasta og öruggasta. Þori maður að þekkja sann- leikann um sjálfan sig — einnig óþægilegar hliðar þess sannleika — þá hefir maður að minnsta kosti stað til að standa á, og veit hverju gera verður ráð fyrir. Allmargir hafa með slíkri sjálfsprófun fundið leiðina til kristindóms ins, af því að hann gerir mönnum kleift að varðveita óskerta lífstrú, án þess að grípa til blekkinga um sjálfa sig. að sama, sem á við um afstöðuna til eigin per- sónu, á einnig við um afstöff- una til annarra manna. Einnig þar er viljinn veik- ur og getan oft lítil til að gera sér sanna mynd af raunveruleikanum. Ým- ist gerum vér glansmynd- ir af öðrum manneskjum, eða hugsum oss þær sem þorpara og banditta. Þeir verða annað hvort alsvartir eða alhvítir, ýmist eftir vorum eigin hugmyndum, eða af- stöðu þeirra til vor og þess, sem vort er. Mörg hjónabönd hafa beðið skipbrot af því að maður ýkti ágæti hins elskaða út frá eigin óskadraumamynd — og þegar það síðar kom í ljós að hann eða hún var venjuleg manneskja, með sinn skerf af mannlegum göllum og ófullkomleika — lét maður vonbrigðin af- skræma myndina í öfuga átt, og þar með ranghverfðist allt. Hvorttveggja kemur upp um lélegt samband við ranuveruleikann, og það hefnir sín. Bezt er að líta samferðamenn sína eins og þeir eru, og viðurkenna þá sem slíka, og finna þar með grundvöll aff trausti og góffu sambandi viff þá. f því felst ekki það sama sem að vér skulum ógert láta að „elska þá fram á við“ til þess, sem er æðra og betra. En það er grundvöllurinn aff elska mann eskjurnar eins og þær eru. Sá sem ekki elskar manneskj- ur með göllum þeirra og veikleika, mun tæplega nokkru sinni koma sér að því að elska þær, — og sjálfur mun hann ef til vill aldrei elskaður verða, út frá regl- unni, að maður muni mældur verða með því sama máli, sem maður mælir aðra með. Sannleikur skapar öryggi, öryggi skapar traust, og af traustinu vex upp það bezta sem er að finna meðal manna. Inga Þórarinsdóttir, eiginkona Ólafs Eyjólfssonar, bókara Það getur varla heitið að farið sé að bregða birtu, þó að liðið sé á kvöld, og það sér vítt yfir borgina út um stofugluggann hjá Olafi Eyjólfssyni bókara og Ingu Þórarinsdóttur, konu hans, að Laugalæk 1. Dæturnar, Kristín, sem er að verða 10 ára og Rósa 8 ára, eru komnar í háttinn. — Þær vilja allt til vinna að vakna nógu snemma til þess að komast í Laugarnar á morgnana, segir Inga, en þá verða þær líka að vera árrisular, því að sundnámskeiðin byrja klukkan hálf tíu. — Uppáhaldsmatur mannsins míns er satt að segja hamborgarhrygg- ur, en það gefur varla tilefni til sérstakrar uppskriftar að steikja hrygg í ofni. Þó má taka það fram, að til þess að uppáhaldsmaturinn sé full- kominn verður hann að fá ofnsteiktar kartöflur með. Þá eru fremur stórar og góðar kartöflur burstaðar og þvegnar mjög vel, strá'ð yfir þær salti og þær steiktar í ofninum um leið og kjötið. Einhver vinsælasti eftirmaturinn, sem hér er á borðum, er BLABERJABÚÐINGUR, 150 g hrísgrjón 1 pk bláberja„kompott“ 1 peli rjómi Hrísgrjónin eru soðin í vatni, þar til þau eru orðin meyr. Þá er vatninu hellt af og þau látin kólna. Helmingurinn af grjónunum er látinn í skál, síðan er bláberjamaukið breitt yfir. Rjóminn er þeytt- ur og blandað saman við það sem eftir er af hrísgrjónunum, ásamt 1—2 matskeiðum af sykri. Þetta er síðan látið ofan á maukið í skálinni. Það er ekki úr vegi, fyrst fari’ð er að tala um mataruppskriftir að láta fljóta með eina uppskrift, sem er ákaflega þægilegt að grípa til, ef maður á t. d. afgang af soðnu saltkjöti, þó að sjálfsagt megi líka nota annars konar kjöt. Löguð er kartöflumús á venjulegan hátt úr ca. 1/2 kg af kartöflum. 1 stór laukur er brytjaður smátt og látinn út í. Kryddað með salti og pipar. Þá er smátt skornu kjötinu blandað saman við. 17. september 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.