Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 10
Jafnvel tjaldstæðin eru í niðurlægingu og fólki er ætlað að tjalda á berri skriðu. Það væri næstum eins gott að tjaida £nnþá er Laugarvatn einungis skólasetur en þar einhversstaðar a malarvegi. með nýtist náftúruauðíegð staðarins aðeins að litlu leyti. Hótelrekstur í húsakynnum skólans er góð byrjun en þar fyrir utan er einstakri aðstöðu til að skapa bezta ferðamannastað landsins sýnt algert tómlœti. LAUGARVATN veitingahús og ef til vill hótel til við- bótar. Ég álít, að þau mannvirki ættu áð standa niðri við vatnið, til þess að vera í náinni snertingu við væ/itanlega baðströnd svo og vatnið sjálft og að- stöðuna til þess að nota báta á því. Þá mun án efa rísa skemmtistaður á Laug- arvatni, enda miklu æskilegra, að þeir sem vilja skemmta sér geti gert það á skemmtistað, fremur en að halda vöku fyrir barnafólki á tjaldstæðum. B yggingar á Laugarvatni eru ein- kennilegur hrærigrautur af ósamstæð- um hlutum. Mér hefur alltaf fundizt burstirnar hans Guðjóns Samúelfsonar klæða staðinn vel, enda hafa þær öðlazt þá hefð á Laugarvatni, að mér fyndist ósvinna að nema þær burtu. Það sem síðar hefur komið er því miður ekki allt vel heppnað. Menntaskólabyggingin mundi að vísu hvar sem er þykja nægi- lega góð fyrir vöruskemmu og arkitekt- úrinn í nemendabústöðunum getur naumast talizt rismikiil. Ibúðarhús skólastjóra íþróttakennaraskólans sting- ur gersamlega í stúf við þetta allt, þótt það sé út af fyrir sig snotur bygging. Ekki er gott áð átta sig á því, hvernig hin nýja bygging húsmæðraskólans muni líta út að enduðu, en húsið er tvímæla- laust of hátt vegna þess, hve na»rri vatn- inu það stendur. Ennþá er Laugarvatn fyrst og fremst skólasetur, en mér segir svo hugur um, að í framtíðinni verði staðurinn miklu frægari sem náttúrufyrirbrigði og ferða- mannaparadís. Og við þurfum sannar- lega á slíkri paradís að halda í nán<? við mesta þéttbýli landsins. Grein og myndir: Gísli Sigurðssoi) Á hlaðinu við héraðsskólann, þarna er snyrtilegt um að litast, en austar í hverfinu kveður allt við annan tón. 8. Með og móti: Framboð þjóðtungna Basic English — Esperanto — Inter- glossa — Interlingua — Advocatus diaboli. Þ jóðtungurnar hafa verið taldar um 2800, og allar eru þær hugsanlegir frambjóðendur, en ætlað er að gervi- tungurnar séu í mesta lagi um 600 áð tölu. Af þeim eru margar svo langt aftur í fortíðinni, að engum kemur til hugar að reisa þær upp á ný, en sæmilegur hópur er þó eftir, og fylgismenn þeirra, margir eða fáir, lifa enn í fullum blóma. Það er lítil ástæða til að taka upp hugs- anlegar framboðsræður margra gervi- tungna, sem líkjast mjög hver annarri af því að gengið hefur verið út frá svip- uðum grundvallarreglum við gerð þeirra. Fjögur kerfi gervitungna, sem eru gerólík og öll komin fram á vorri tíð, má taka sem dæmi um rök þau, sem færð ver’öa með og móti gervitung- um þeim, sem verða mundu í framboði. E inn fulltrúi tekur til máls: „Eg er rödd Basic English. Sem sérstakt tungumálskerfi er ég uppfundning eins manns (C. K. Ogden 1890—1957), en sem hluti af ensku er ég jafngömul þeirri tungu. Ég er af manni gerð en þó eðlileg, stökk út úr móðurtungunni eins og Mínerva út úr höfði Júpíters, al- tygjuð mætti fullkominnar ensku, þó viturlega takmörkuðum. Slíkri leikni hefur verið beitt við úrval minna 850 orða, að með þeim má segja næstum allt, í verzlun, iðnaði og öðrum atvinnu- rekstri, í vísindum og tæknistörfum og í öllum vi'ðræðum um trú, skoðanir og tíðindi, sem almennt tungumál á að ann- ast. Það er ekki erfitt að læra það, því að reglur um að setja saman orð mín hafa verið gerðar skýrar, einfaldar og stuttar. En það er ekkert í góðri Basic sem fer í bága við reglur góðrar ensku. Stórar bækur hafa birzt á mínu máli, svo og viðtöl við menn og konur víðs- vegar um heim. Af því áð orðalisti minn er svo stuttur má spila öll mín hljó'ð á eina grammófónplötu, og það er að verða sífellt auðveldara að kenna mig með hljóðsjónvarpi. Val mitt til þess að bæta úr þörfum heimsins mundi enn- fremur veita mönnum allsstaðar, þótt ekki væru þeir bornir til þess, not af einni stórtungu heimsins. Ég opna dyrn- ar að meiri ensku“. Talsmaður djöfulsins rís upp til and- mæla: „Þú ert hvorki þjóðtunga né gervi- mál, heldur afbökun á lifandi tungu. Sú eina umbót á eðlilegri ensku sem þú býður fram, er takmörkun orðaforðans, sem alls ekki er nein umbót, því að tunga framtíðarinnar þarfnast ríkulegs or'ðaforða sem er fær um að sjá fyrir öllum þörfum menningarlífs. Fullyrð- ingar þínar eru villandi þar sem þú leyfir að bæta við sérstökum orða- söfnum vegna sérstakra starfa og marg- falda þannig orðaforðann, þangað til hann verður mörgum sinni þau 850 orð sem þú segir að nægi til viðræðna. Þú kemur mælendum enskrar tungu í vandræði, þegar þeir finna sig við hvert skref bundna sterkum höftum um notkun þess máls sem er þeim eigin- legt. Þú vekur gremju hjá þeim sem ekki mæla á enska tungu, er þeir finna að þú gerir þýðingavandamál þeirra langt um flóknara en vi’ð verði unað. Tengingar þínar á atviksorðum og for- setningum við nafnorð fara mjög eftir venjum eins máls, eru ákaflega villandi og rökvíslega ófullnægjandi. Þú gerir ekkert til þess að greiða úr vandamál- um enskrar stafsetningar e’ða enskrar 10 IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.