Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 10
Malcolm Boyd biðst fyrir: „Ætlarðu að skoppa þetta með mér, góði Jesú?“ POP-1 rízi 1 BÆNAG Crein eftir Júlíus Duscha m 2 0 að var í San Francisco. Dick Gregory bauð tilheyrendur vel- komna í næturklúbb nokkrum, sem ■gengur undir nafninu „mig hungrar“. 'Hann lagði brauðsneið á barstólinn sinn, ef svo skyldi fara, að „prestur- inn“ væri í kraftaverkaskapi. Þriggja manna danshljómsveit spilaði jasslög í belg og biðu, Ijósin voru deyfð og í sviðsljósinu mátti greina lítinn, pervisa- Ilegan mann með prestaflibba. Hann {hafði gengið fram á sviðið til að biðjast Ifyrir. „Það er morgunn, kæri Jesú,“ hóf Ihann mál sitt um leið og tríóið Pétur, |Páll og María spiluðu gítarhljómlist lág- ■um tónum. „Ég verð að flýta mér .... Ifara 5 sturtu, vaska upp í eldhúsinu og fá mér einhvern kjaftbita og sitthvað tfleira þarf ég víst að gera .... Ætlarðu að skoppa þetta með mér, góði Jesú?“ Maðurinn með prestaflibbann var séra {Malcolm Boyd, prestur biskupakirkj- unnar, sem hefur verið bannfærður af tveimur biskupum, og annar biskup hef- lur lýst því yfir, að hann væri talsmað- lur hinnar útskúfuðu kynslóðar. Hann ihefur einnig af gagnrýnendum verið uefndur kaffihúsaprestur og friðarspillir Og útnefndur af Life-tímaritinu sem einn af hundrað áhrifamestu körlum og konura Bandaríkjanna. Föður Boyd þóknast að líta á sjálfan sig sem Lúther Inútímans eða veraldlegan Wesley og ireynir að flytja hin skipulögðu trúar- Ibrögð út úr hinum einangruðu kirkjum lút á göturnar, inn í viðskiptaskrifstof- 'urnar, fundarsali, leikhús og jafnvel inn í næturklúbba eða sem sagt þangað, isem fólkið er. Viðleitni hans er álitin af samúðarfullum prestum vera liður í þeirri alþýðuhreyfingu kirkjunnar, sem hófst í lok seinni heimsstyrjaldar og hefur innan sinna vébanda starfsemi eins og vinnuprestahreyfinguna og þátt- •töku presta í mannréttindabaráttunni og samstöðu verkalýðsfélaga í vinnudeil- nm. Faðir Boýd, sem er 43 ára gamall ‘og meðalmaður á hæð og fremur tauga- óstyrkur, stóð á hverjum degi í mánað- artíma í sviðsijósinu á kránni „mig hungrar" ásamt grínleikaranum Dick Gregory sl. haust. Hann stóð í þar til gerðri pontu á sviðinu í óþrifalega prestabúningnum sínum og las úr met- sölubók sinni um ,,pop“ kristnihald, sem (heitir „Ætlarðu að skoppa þetta með mér, góði Jesú?“ Faðir Boyd væri mjög ólíkur nætur- klúbbaskemmtikrafti, ef hann bæri ekki þennan prestabúning. Hann er að mestu sköllóttur og það sem eftir er af hárinu er farið að grána. Hann hefur trölla- nef, eins og Bob Hope, og brosir eins og krakki. Hann þylur bænir sínar með töluverðri tilfinningu, en í lok athafn- arinnar verður hann að svara áleitn- um spurningum. Hann á erfitt með að þola bjána, jafnvel þótt þeir hafi borgað þrjá og hálfan dollar, og meira að segja fjóra á föstudögum og laug- erdögum, til þess að mega biðja með honum. Hann er fokreiður maður og bænir hans eru ritaðar á hrotta- legu slangurmáli, af því að hann seg- dr, að honum finnist að það sé eins og að emja í langlínusíma, þegar verið \er að biðja guð á gamaldags erusku. IHonium þykir líka gaman að hneyksla (fólk. Viðfangsefni hans eru mjög nú- Itímaleg, svo sem eins og kynþáttasam- Ibúð, umferðaröngþveiti og fleira. Hann (hefur líka rótgróinn áhuga á mannleg- fum einmanaleika og leyndardómum lífs- jns og hinni ómennsku innbyrðis Igrimmd mannanna. Hann vitnar oft í Imilljónamorðin á Gyðingum í síðustu Iheimsstyrjöld sem dæmi slíkrar villi- mennsku. „Ég er á móti því að nálgast trú á sama hátt og Dale Carnegie", Begir faðir Boyd. „Viðfangsefni minna bæna er haísjór af þjáningum og sárs- lauka. Mér finnst þessi menning ekki afskaplega farsæl, hvort sem þú ert á findinum eða niðri á botni“. „Hvernig var Híróshíma raunverulega, Jesú, þeg- ar sprengjan féll þar?“ spyr hann. „Svartir menn og hvítir gera mig reið- an, herra“, játar hann í annarri bæn. „Ég varð snarvitlaus út í hvítan slána í dag, herra, þegar hann kom út á götuna íklæddur öilúm sínum kynhroka, og hinn daginn varð ég vitlaus út í negra. Hann skammaðist sín svo mikið fyrir að vera negri, að hann var hættur að vera mennskur“. Flestir tilheyrenda klöppuðu milli bæna hans, en ef þeir gerðu það ekki hafði faðir Boyd áhyggjur af, að það stafaði af uppgerðarguðrækni. En þegar hann hafði lokið við að biðjast fyrir, sem líktist einna helzt ljóðalestri á kaffihúsi í Greenwich Village, og tók til að svara spurningum urðu tilheyrendur gersamlega óþvingaðir. „Heyrðu, held- urðu að kaþólsku kirkjunni sé umhugað um frið í Víetnam?“ „Ég skal ekki segja, vinur, ég veit ekki hvernig kaþólskum mönnum er innanbrjósts í Vietnam", hljóðaði svarið. „Finnst þér þú sjálfur gera þitt bezta, faðir Boyd?“ spurði annar. „Já. Við verðum að hefjast 'handa. Guðfræðin þarfnast útskýringa og rökstuðmngs." „Hver er hinn leyndi tilgangur breytni þinnar?“ Faðir Boyd svaraði: „Ef þú átt við hvort mig iangi ■tii að dreypa vígðu vatni yfir hvern sem er, hefurðu á röngu að standa. Of- Ifjölgun mannkynsins, kynþáttavanda- imálið, hungurvofan — þetta eru vanda- tnálin mín“. Prestar dreifðu sér meðal áheyr- endanna á trúarsamkomum föður Boyds og skrifuðu hcmum bréf á eftir og létu ihann vita, hvers þeir urðu varir. Séra James Clark Brown, prestur í San Francisco, áleit, að föður Boyd hefði itekizt mjög vel að ná til áheyrenda isinna og að bænir hans hefðu verið ■mjög áhrifamiklar. Annar prestur í San Francisco sagði: „Ég var búinn að lesa toænakverið eftir föður Boyd áður en ég fór að hlýða á hann. Mér fannst enn áhrifameira að heyra hann sjálfan biðjast fyrir. Faðir Boyd hefur dýr- Segt tækifæri til að ná til allra þeirra, eem ekki nenna í kirkju á sunnudags- morgnum". Enrico Banducci heitir eigandi veit- ingastofunnar „mig hungrar“ ( þeir forðast stóra stafi til að sýna auðmýktí sina), þar sem bænasamkomurnar fara fram. Banducci segist ekki lána út veit- lingastaðinn sinn af trúarþörf einni sam- ■an, heldur sé hann líka að hugsa um toagnaðinn. Hann munar lítið um að bc<rga föður Boyd 1000 dollara á viku, >sem faðir Boyd aftur gefur til styrktar mannréttindamálum Faðir Boyd vakti þegar mikla athygli og nýtur mikillar hylli. Hann kom fram 5 sjónvarpinu, Johnny Carson hafði við hann viðtal, fjöldi mynda og blaða- greina hefur birzt um hann í blöðum og •tímaritum, salan á bókum hans hefur stóraukizt og gefnar hafa verið út hljómplötur með honum. Honum hefur borizt fjöldi tilboða frá New York, Washington og Chicago. Hann fyrirlítur þá presta, sem fæira hina frelsuðu safn- aðarmeðlimi sína inn á gatakort bók- haldlsvélanna. „Þegar vel árar geta þrír frelsazt yfir daginn hjá mér, en það geta líka liðið fimm vikur án þess aðl nokkuð gerist," segir faðir Boyd. En samt sem áður sýnir hann mörg aðdá- únarbréf til sönnunar velgengni sinnL Eitt bréfanna hljóðaði þannig: „Kæri tfaðir Boyd, viltu halda áfram að segja tfólki, að Jesús Kristur sé mannlegur og hverjir séu hinir raunverulegu verð- leikar hverrar mannveru. Þá mun ef til vill renna upp sá dagur, að fólk hætti að ákalla himnana um hjálp en leiti Ihennar innra með sjálfu sér“. Á póst- Ikorti sem faðir Boyd fékk stóð eftir- farandi: „Afsakaðu hvað ég truílaði 'þig mikið síðastliðið miðvikudagskvöld, 'ég hafði fengið mér einum of mikið neðan í því“. Á liðnu hausti hélt faðir Boyd ræðu á ráðstefnu bandariskra Gyðinga í Detroit og fór í trúboðsferð til háskóla í Suðurrikjunum og á austurströndinnL Áður en hann hóf þetta ferðalag hélt 'hann samkomu á kaffihúsi einu við Ströndina, þar sem fólk af ýmsum upp- runa var samankomið. Á fundinura istóð fólk upp og vitnaðL ]\íalcolm Boyd er sonur duglegs bankastarfsmanns frá New York. For- eldrar hans skildu í kreppunni miklu og direngurinn fór með móður sinni til Denver, þar sem hann lauk gagnfræða- iprófi 1940. Lungnabólga varð þess vald- andi að hann fékk undanþágu úr hern- um, en lét í þess stað innrita sig í há- skólann í Arizona. Hann lauk ferli sínum þair með lægstu einkunn í hag- fræði en hæstu í enskum bókmenntum. Frá Arizona fór hann til Hollywood, þar ■sem hann starfaði sem auglýsingasölu- maður fyrir 50 dali á viku. Seinna fór hann að vinna við útvarpsþátt fyrir tRepublic Pictures kvikmyndafyrirtækið, þar sem hann undirbjó þætti með kvikmyndastjörnum. Árið 1949 fór hann til New York, þar sem hann sta.rf- aði í sjónvarpsþáttum með Mary Pick- ‘ford og Buddy Rogers. Tveim árum síðar, árið 1951, leigði hann sér hesrbergi á hóteli í Tucson £ Arizona til þess að geta í ró og næði lesið í Bi'blíunni. Vinum sínum til mik- illar skelfingar og Hollywoodbúum til enn meiri undrunar, þvi nafn hans virtist vera á hraðferð upp á stjörnu- Ihimininn, tók hann þá ákvörðun eftir Iþessa helgi að innritast í prestaskólann lí Berkeley í Kaliforníu. „Ég vildi sjá Isjálfan mig í réttu ljósi og finna mig (sjélfan", segir faði.r Boyd. „Ég varð ekki fyrir neinni opinberun, það er ekki þannig sem guð birtist mannL Ég sá sjálfan mig í anda standa frammi fyrir altari gamallar, virðulegrar kirkju að gefa sakramentið“. Eftir að hafa stundað nám í þrjú ár við háskólann í Berkeley Ifór faðir Boyd til Oxford í Englandi og tvar við háskólann þair í eitt ár. í Eng- flandi kynntist hann trúboðsstarfi ensku Ibiskupakirkjunnar meðal verkamanna í Sheffield og í hinum vanræktu fátækra- Ihverfum. Frá Englandi fóir hann til Genfar og þaðan til New York og hóf þar nám við Union Theological Semin- ary. Þar var spurt og spjallað um allt, |sem hugsazt gat. Frá New York hélt Ihann aftur til Evrópu til Taize í Frakk- landi, þar sem hann kynntist af eigin raun upphafi vinnuprestahreyfingar- innar. Sú fyrsta og, eins og kom fram SÍðar, eina kirkja, sem hann vair prestur við, var kirkjan í Indianapolis. Þar tók hann að sér 150 manna söfnuð árið 1957 í hverfi, þar sem íbúarntr voru flestir svartiir. Þegar faðir Boyd eittJ Binn var að þjóna til altaris með svört- um presti varð honum ljóst hið mikla, kynþáttavandamál. Það eina sem safn- aðarfólkið hugsaði um var, hvort það mundi meðtaka sakramentið úr höndum Ihvítis prests eða svarts. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.