Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 9
Séra Haraid Hope. i Stavangrl, af því hann hugði biskup geyma gull Sigurðar slembis. Hér kom Sigurður sá, þegar hann hafði drepið Harald gilla. Hér geisaði styrjöldin fram og aftur milli Sverris og Birkibeina annars vegar og Magnúsiar Erlingssonar hins vegar. Frá Hólminum lagði Hákon Hákonarson í sína síðustu ferð 1263. Frá Orkneyjum kom hann aftur á líkbörum og var lagð- ur til hinztu hvíldar að Kristskirkju. En á friðartímum stafaði tign og þrifum frá Hólm- Inum, þjóðinni til vegsauka og giptu. Kristskirkja var sá helgidómur, þar sem hinar fimm fyrstu konungs- krýningar í sögu Noregs fóru fram. Að Hólminum beindust augu manna á hátíðum og á stórum stund- um, oft í sorg, oftar í gleði. í garði Kristskirkju voru 1 Óláfskirkja á bQkkum 11 Sandbrú 21 Steínkirkja 2 Naust konun&s 12 Máriukirkja 22 Marteinskirkja »3 Predikaraklaustr 13 Láfranzkirkja 23 Hallvarðskirkja 4 Byskups^arðr 14 Pétrskirkja 24 Auta-atmennin£r 5 Litla Kristskirkja 15 Máriukirkju-almennin^r 25 Krosskirkja 6 Stóra Kristskirkja- 16 Búa-almenninér- 26 Óláfskjrkja i Váfcsbotni 7 Konungshallir 17 Breiði-almenningr 27 Allra heilagra kirkja- 8 Postolakirkja. 18 Lan&strasti efra 28 Nunnusetr 9 Gras^arðr konun^s 19 Nikoláskirkja 29 Jóanskirkja (kiaMst'r) 10 Veisan*, 20 Nikoláskirkju~álmenmn£r 30 Munklifi BJQRGVIN um I200 haldin fjölmenn þing. Á stórhátíðum kirkjunnar, svo sem á Sunnefumessu, gengu klerkar fyrir fólkinu í hátíðlegri skrúðgöngu til kirkjunnar. Hér kom erki- biskup til ráðstefnu með biskupum og fyrirmönnum kirkjunnar úr öllum biskupsdsemum ríkisins. Stund- um voru erlendir kirkjuhöfðingjar viðstaddir. Af 33 kirkjuráðstefnum, sem haldnar voru fyrir Norður- lönd frá 1139—1436, voru 19 haldnar á Hólminum. Eins og Hólmurinn var aðsetur konunga og kirkju- fursta, fengu þeir og legstað þar að lífi loknu. Að Litlu Kristskirkju, í Sunnefugarði, var Harald- ur gilli grafinn 1136 og Sigurður munnur 1155. í Kristskirkjugarði eða í Kristskirkju sjálfri voru greftraðir m. a.: Magnús Erlingsson, Sverrir Sigurðar- son, Hákon Sverrisson, Hákon Hákonarson. Oft eru heimildir það glöggar, að auðvelt er að finna, hvar þessar konungagrafir voru. Auk konunganna voru flestallir biskupar, 29 alls, sem sátu í Björgvin fram að siðbót, greftraðir hér. Þá hvíla hér og Erlendur Færeyjabiskup og íslenzku biskuparnir Árni Þorláksson (d. 1298) og Grímur Skútuson (d. 1321). Þótt Hákon konungur 5. settist að í Osló um 1303, stóð forn ljómi áfram af Hólminum. Biskupinn var þar áfram. Ómur klukknanna frá turnunum fimm kiallaði fólk til helgra hátíða á fornhelgum grunnL Sárin, sem Hólmurinn gamli hafði hlotið í tímanna rás, voru gróin. Stórhýsin fögru, sem konungar höfðu reist á tignartímum Noregs, voru augnayndi og hugar- lyfting. Þar stóð Kristskirkjan mikla og veglega. Þar var Litla Kristskirkj a, Kanúkagarður, klaustrið með sinni kirkju, biskupsgarður með kirkju, skóla og spítala, Postulakirkja með prófastsgaxði reisulegum, Hákonarhöll og aðrar hallir veglegar og turn Magn- úsar lagabætis. Allt bar þetta vitni um það, hvers Norðmenn eru um komnir, þegar þeir fá að starfa í friði. So blömde várt land i ljos og fred .... Men atter seig natt pá landet ned med trældom og tunge tider. S vo sem Hólmurinn hafði risið og fríkkað á blómatíma Noregs, eins hrapallega varð öll vegsemd hans að engu. Útlendingar náðu haldi á Björgvin, fyrst þýzkir, síðan danskir. Sakir sambandsins við Danmörku þoldi Noregur búsifjar af óvinum Dana. Hörmulegt afhroð galt Björgvin af völdum þýzkra sjóræningja, Vítalíebræðra. Þeir komu hvað eftir annað, 1427 og 28 með stóran flota og rændu þá flestu fémætu í bænum. Fólkinu var misþyrmt, Kristskirkja og biskupsgarður voru rúin öllu verðmætu, bóka- og skjalasafn biskups var tekið, klæði hans, silfur allt og munir. Biskupinn, Aslákur Bolt, komst í enska skútu, sem lá í höfninni ,og slapp. Ræningjarnir tóku og alla skreið, sem norðurfarar höfðu í þeim svifum flutt til bæjarins og kom ekki önnur greiðsla fyrir en barsmíð og áverkar. S ömu ræningjar komu árið eftir, en þá höfðu hraustustu menn fylkisins snúizt til varnar. En við ofurefli var að etja, flotinn stór og vel vopnum búinn. Um 300 Norðmenn voru brytjaðir niður. Ræn- ingjarnir létu greipar sópa um hvert hús og fluttu brott feikn af skinnum, smjöri, silfurmunum, fatnaði og peningum. Því næst lögðu þeir eld í kóngsgarðinn og biskupsgarðinn og brenndu mestan hluta bæjar- ins. Hamborg auðgaðist en það leið heil öld áður en Björgvin náði sér aftur. 111 voru hermdarverk þýzkra ránsmanna. En verri voru áhrif Dana í meira en 400 ár. Þeir ollu svo djúp- um áverkum, fyrst og fremst á sálarlífi þjóðar vorr- ar, að hún er ógróin enn í dag. Vafamál er, að þar verði nokkurn tíma um bætt að fullu. Yfirráð Dana leiddu fyrst til óáranar í landsfólk- inu. Og þegar hinn andlegi þróttur var brotinn á bak aftur var auðvelt að eyðileggja menningarminj- ar vorar. F ramferði dönsku lénsherranna Vinsents Lunge frá 1523 og Esge Bilde frá 1529 ber með sér, að völd þeirra miðuðu að því að buga norskan sjálfstæðis- viljia og breyta hugsun og háttum þjóðarinnar á þann veg, að hún vissd ekki annað en að hún væri dönsk og skyldi skríða sem þý fyrir dönsku valdi. Ef þetta átti að takast, varð að útmá allar minningar frá blómatíma Noregs. Nú hófst langt og dimmt hörmunatímabil í sögu Noregs. Lögleysur, rán, fjárkúgim, svik og lögbrot einkenndu stjórnarfarið, sem hafði það markmið eitt að svæla sem mest fé í hendur lénsherrans og Dana- kóngs. Allur Noregur leið undir þessu. En eyðilegg- ingin er skýrust á Kólminum í Björgvin, sem í munni danskra varð Bergen. Árið 1528 lét Vinsens Lunge kveikja í klaustri pré- dikarabræðra, en áður hafði hann rænt þeim dýrgrip- um, sem þar voru. Arið 1530 fær Esge Bilde boð frá konungi um að rífa Postulakirkju. Vinsens Lunge var búinn að rupla úr henni öllum hennar fágætu munum, enda hafði Danakonungur heimtað þá í sinn sjóð. Enn- fremur krafðist hann þess, að hinir listilega tilhöggnu steinar í þessari undurfögru kirkju væru sendir til Danmerkur, svo að konungur gæti notað þá í höll sína í Gottorp. Esge Bilde fékk þann stein, sem hann þurfti í hús sitt á Hallandi. Konungur fékk mestan hlutann. Árið 1531 bauð Esge Bilde bændum biskupsdæmis- ins, að viðlögðum afarkostum, að koma til Bergen og brjóta niður Kristskirkju í kvaðarvinnu. Þeir urðu að hlýða. Um leið var Litla Kristskirkja brotin, enn- fremur biskupsgarðurinn og kirkjan þar, kórsbræðra- garðurinn, hallir og hús, svo og það sem eftir var af klaustrinu brennda. Svo vendilega var að unnið, að ai öllum þessum byggingum stendur ekki steinn yfir steini. Gleggst sýndu Danir, hvert þeir stefndu með stjórn sinni, þegar þeir létu jafna grafir biskupa og konunga við jörðu, grófu þær upp og köstuðu bein- uaum fyrir hunda og hrafna. H vaða rök höfðu Danir til slíkra illvirkja? Engin. Rökin, sem þeir báru fram fyrir því að brjóta náður Kristskirkju miklu, voru þau, að hún væri of $\)eM5.(w£ Vvuv\ Uppdráttur af Hólminum. nærri konungsvirkinu og að óvinir gætu varizt þar. Það var yfirvarp eitt. Þá var enginn ófriður í landi. Einu rökin voru þau, að heiður, skart og sála Noregs átti að troðast undir fætur herraþjóðarinnair frá Dan- mörku. Hinar miklu tekjur af hundruðum jarða, sem Kristskirkja og hinar kirkjumar áttu, runnu til Esge Bilde og Danakóngs. Öld eftir öld lá Hólmurinn rúinn og eyddur. Hin helgu hús voru rænd og rifin og kiirkjugarðarnir vanhelgaðir. Eina byggingin, sem eftir stendur frá fornum tímum, er Hákonarhöllin og turn Magnúsar lagabætis. Hin fagra höll var þegar í tíð Vinsents Lunge notuð sem korn- og saltskemma. Síðar var hún hermannaskáli og framundir þessa öld betrunar- hús. Þessi glæsta bygging, þar sem konungar og annað stórmenni kom áður saman til þess að ráða ráðum sínum til heilla fyrir Noreg, fúnaði og féll og var skammarlega leikin af framandi valdsmönnum, — svo illa leikin, að lengi vissi enginn, hvaða mannvirki þetta var. Vestmannafélagið á heiðurinn af því að hafa endur- reist höllina í virðingar skyni við feðraarf og þjóð- minningar. Því verki lauk 1898. Önnur byggingin frá fyrri tíð er turninn, sem Magnús lagabætir reisti. En ekki fær turn-inn að bera hans nafn. Rósenkrans hinn danski heldur þeim heiðri. Meira má segja um vanhelgunina: Úr fagurhöggnum steinum úr kirkjumúrum gerðu Danir sorpræsi frá Hákonarhöll í sjó! Fram á þessa öld var fjós generálsins á grunni Post- ulakirkju hjá Hákonarhöll. Undir fjósgólfinu fundust margar líkkistur. Fram undir 1930 stóð hesthús og svínahús með tilheyrandi taðhaugum þar sem kór og altari Kris-ts- kirkju hafði verið. Þegar landssýningin var í Bergen Framhald á bls. 15 21. maí 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.