Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 5
„Já“, sagði Hulda, „ég ....... skil“. Hún horfði enn í gaupnir sér. „Eg ......... skil“. „Já, þú skilur ........“ Sigurður leit á hana eins og hálffeginn og afsakandi í eenn. Feginn að þetta skyldi ekki ætla að verða nein læti. „Eg hitti hana í fyrra ...... hún var í skólanum, sjáðu“, hann reyndi að yppta öxlum. „Ég.......skil ....“, sagði Hulda aftur. „Eg ........ skil“. Hún horfði lengra í gaupnir sér. „Ég .... skil ...... er hún.........falleg?“ Sigurður leit snöggt til hennar og strax niður aftur. Hann hikaði. „Jaá“, sagði hann eftir stundarþögn. Honum var að verða heitt og honum leið hálfilla. „Fallegri en ég?“ Sigurður hnykkti til höfðinu. Hvað var nú á seyði? Þetta ætl- aði að verða ljóta klípan. Hann virti Huldu rétt fyrir sér. Það var komdð á hana annað yfirbragð, annar svipur. Hann gat engan veginn áttað sig á þessu, en eitt- hvað var það, og hann kunni ekki við það. Einhver andskotinn var í aðsigi. „Hulda.......í Guðs bænum förum ekki að kvelja okkur á þessu ....“; hann bar dálítið ótt á. Honum leið afar illa, þetta ætlaði að verða slæmt. „Fallegri en ég, já“, og Hulda brosti eins og að snöggri hugdettu. Sigurður starði; hann var forviða. Hann sá ekki betur en nú glotti hún hæðnislega! „Fallegri en ég, já.......og hún hefur auðvitað ekki blóm í nefinu, ha?“ að var grafarþögn, Sigurður mállaus og gapandi, Hulda sigurglöð og glott- andi. „Og á ég að segja þér hvers vegna? Jæja. Hvað ef ég segði henni nú allt saman. (Hvað þá ?“ Hún skellti þessu fram í vetfangi; það slóst í andlitið á Sigurði með smelli. Hann fölnaði. Hann líkfölnaði. „Hvað........segja henni hvað........áttu við“ hann snarþagnaði. „Sigurður, við þurfum ekkert að látast, þú veizt að ég þyrfti ekki annað en gefa henni smáupplýsingar og hún myndi ekki líta við þér framar heldur en svíni. Það veiztu jafnvel og ég“. Sigurður riðaði í sæti sínu; það losnaði aðeins um í hálsi hans: „Hulda....þú œtlar ekki ...... Hulda .... nei, það geturðu .... ekki“, hann snarþagnaði aftur, kafnaði allt í hálsinum. Hann nötraði eins og köldusjúklingur. „Það sem ég vildi sagt hafa er að þú hefur tæplega sýnt henni upp í þig, ha? ttíei, auðvitað ekki, þá biði hún ekki eftir þér ennþá, Sigurður Diðriksen! Þú veizt jafnvel og ég að þú hefur aldrei átt og munt aldrei eiga sjens í nokkiurn kvenmann eftir að hún hefur séð upp í þig. Og þú veizt jafnvel og ég lika hvers vegna — einfaldlega vegna þess að þú ert loðinn á milli tannanna". Sigurður riðaði til falls í sófanum. Hann var nú líkfölur og úr hálsi hans kom fyrst aðeins óljóst korr, síðan stundi hann rétt upp: jHulda .... þú .... þúgeturekki.........ætlarðu að nota þér.........Guð minn .... Drottinn minn .... Hulda .... þú get.......hann var að velta yfir. „Öjújú, það er einmitt það sem ég ætla, Sigurður minn! £g er eina manneskjan, sem veit það, og það ætla ég mér að nota! Að hugsa sér! Þú hélzt þú gætir hankað mig og hlaupið frá mér, af því ég var með blóm í nefinu. En það fer margt öðru- vísi ..... Sigurður karl! Sem sagt: Nú giftum við okkur á þriðjudaginn og svo sendum við stelpunni ljósmyndir frá brúðkaupinu! Hvernig lízt þér á það? Og ef þú ekki gengst inn á þetta, veiztu hvernig fer: allt Island fær að vita að Sigurður Diðriksen er kafloðinn milli tannanna: Hugsaðu þér upplitið, Sigurður karl! Hahahahahahah!!! Hahahahahah!!!" Hún kastaði höfðinu aftur og hló tryllingslega, sem var það síðasta sem Sigurður heyrði. Það leið yfir Sigurð —. au giftu sig á þriðjudaginn. Þau bjuggu saman í tvö löng, löng ár. Þið vitið sjálf hvort hjónanna hafði völdin á heimilinu og hvers vegna. Þannig liðu tvö ár. Einn dag þegar fuglarnir sungu, fékk Sigurður hugljómun. Hann var staddur niðri í bæ og æddi heim. Hann þaut gegnum húsið og inn á salerni. 'Hann læsti að sér. Hann .... rakaði sig á milli tannanna, gekk fram í eldhús og brosti tann- kremsbrosi beint framan í IHuldu. Hulda fékk slag. Hún dó tveimur dögum síðar, af eðlilegum orsökum, sagði læknirinn. Það fannst Sigurði fyndið hjá lækninum. 'Hann fór heim og pakkaði niður. Siiðaa gekk hann beint til skips og brosti gleitt framan í alla, sem hann mætti. Œíann var að fara til Ameríku. Nú horfði hún beint á Sigurð og svipurinn hleypti hrolli um hann. Honum leið djöfullega. Á hvað í ósköpunum vissi þetta? Guð minn góður! Sigurður var orðinn hræddur. Hann stamaði: „Ha .... neei .... ha .... neinei, hún hefur það ekki, hún hefur bara stundum blóm í hárinu, sjáðu........“ Drottinn minn dýri, þetta var hræðilegt. Hann gat ekki lengur hugsað skipulega. Hann var blóðrauður, grúfði höfuðið niður í bringu. Honum leið mjög illa, og hann var hræddur. Hulda leit upp. Hún var gjörbreytt. Það var kominn á hana einhver svipur vissu og úrxæða. Vanlíðan Sigurðar jókst enn, hann gat ekkert hugsað lengur og hræðsla hans jókst aftur við svip Huldu. Hún horfði beint á hann. Augnaráðið var hæðnislegt, augna- ráð raunsærrar og kaldrifjaðrar konu. Þetta var svipur þess, sem hefur yfirtökin í augnablikinu og hefur efni á að leika svolítið. Hún brosti aftur hálfu hæðnislegar. „Fallegri en ég, já ......... og hefur bara stundum blóm ........... í hárinu!! Hahahaha .......... ahahahahahahaha!!!!“Sigurður hnykkti til hausnum. Hvað í dauðanum var komið yfir hana? Hafði þetta riðið henni að fullu? Honum leið verr en nokkru sinni. Honum var að verða illt, fannst honum. Svo þagnaði hún. Hún leit á Sigurð gráum augunum sínum. Þau voru ísköld og hörð. Honum brá. „Jæja, Sigurður litli. Svo þú ert að hugsa um að fá þér bara frí og skreppa til Ameríku. Ætlar bara að skreppa í eitt smá-smáeilífðarsumarfrí frá konu, sem hef- ur ekki beðið þín og verið þér trú nema þrjú ár! Og það með stelpugæs í ein- hverri stundarhrifningu. Jæja, Sigurður litli! Þetta er gaman að heyra! Hahahaha! Hahahaha!“ Hún lagði allan þann hæðnis- og kvalaratón í orðin, sem henni var framast unnt. Sigurður vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta var hræði- legra en hann hafði nokkurn tíma órað fyrir Og það var áreiðanlega ekki allt bú- ið. Það læsti sig um hann hrollur, hann var hræddur. Nú hélt hún áfram: „Já, Sigurður litli. Ætlar að hlaupa frá mér með henni, já“. Hún talaði eins og hún ætti eitthvað eftir, en væri að geyma sér og teygja talið. „Hér hef ég nú ekki setið og beðið nema þrjú lítil ár, og þú hefur aldrei gefið annað í skyn í bréf- unum þínum en það sama og síðasta kvöldið hér heima. Og meðan þú skrifaðir þessi bréf með öllum þessum íallegu og snoturlega uppsettu orðum, hefur hún leg- ið yfir þér, gæsin. Þú hefur kannski látið hana skrifa bréfin fyrir þig?“ Og hún hló kuldalega og horfði beint á Sigurð. Það var auðséð á öllu, að hún ætlaði að teygja þetta enn meir og nísta Sigurð gegnum merg og bein, enda lá við hann engdist sundur og saman undir augnaráðinu og orðum hennar. „Jæja, Sigurður. Nú held ég við ættum að hætta öllum látalátum. Eg skal leiða þig fljótt í allan sannleika. Hvað ég vildi sagt hafa? Ég efa ekki að hún sé bálskot- in í þér, eða hvað! Vafalaust veit hún ekkert hvert hún á a snúa sér! Jæja, það gildir sem sagt einu, Sigurður minn, það verður ekkert af þessu!“ Og hún glotti kuldalegar en nokkru sinni fyrr. Sigurður var algerlega ráðvilltur. Og hann var orðinn gegndrepa af ótta. „Hvað........hva........við hvað áttu, nú skil ég ekk ........hann rétt gat stamað þessu upp, síðan tók fyrir kverkar honum. „Já það er von þú verðir mállítill, grey-Sigurður minn!“ Hún hallaði hæðnislega undir flatt er hún sagði þetta. „Ég átti nákvæmlega við það sem ég sagði: það verð- ur ekkert af þessu“. f* 21. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.