Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 6
Síðnstu vevk Peter ífeiss í Stokkhótmi Eftir Frederie Fleisher að var vonbrigðatónn í skrifum flestra sænskra gagnrýnenda um frumsýninguna í Stokkhólmi á „Söng lúsítönsku grýl- unnar“ eftir Peter Weiss, hinn um- deilda sænska höfund, sem skrifar verk sín á þýzku. Weiss lét sjálfur hafa það eftir sér í dagblöðum, að hann teldi með- ferðina, sem leikrit hans sætti hjá gagnrýnendum, „hneykslanlega“ og „afturhaldssinnaða“ Honum fannst „engin orð ná yfir að fordæma þröngsýni þeirra og fávizku, eins og vert væri“. Nokkrum dögum síðar skrifaði Olof Lagercrantz, aðalritstjóri Dagens Ny- heter — stærsta dagblaðs Svíþjóðar — og kunnur gagnrýnandi og skáld, að hann hefði ekki „skemimt sér“ svona vel í leikhúsi „í háa herrans tíð“. Hann hrósaði Weiss fyrir að sameina alvar- lega samtímaádeilu og markvissa hót- fyndni. L eikrit Weiss hefur síðan eignazt allmarga aðdáendur meðal vinstrisinn- aðra hópa manna. Oft hefur verið stofn- að til umræðna eftir sýningar, og at- hyglin hefur í auknum mæli beinzt að pólitískum boðskap þess, en listræna matið horfið í skuggann. Þessi söngleikur, sem svo er nefndur — hann ber nokkurn svip af óratóríu — er harðvítug árás á Portúgala fyrir ómannúðlega meðferð þeirra á hinum dökku íbúum Angola og Mozambique. Að sögn Weiss stuðla hvítir menn i Evrópu og Bandaríkjunum að því að viðhalda þjóðarkúguninni í Angola. Þeir eru fúsir til að sjá Portúgölum fyr- ir fjármagni og vopnum — gegnum NATO — til þess að halda uppi reglu með hrottaskap og valdbeitingu, gegn því að hljóta sjálfir fjárhagslegan ávinning. Af öðrum skotmörkum, sem Weiss beinir ádeiluskeytum sinum að, má nefna kaþólsku kirkjuna. Pólitísk sannfæring Weiss er mun meira áberandi í „Söng lúsítönsku grýl- unnar“ en fyrri verkum hans. Hin illu öfl kapítalismans eru eitt af ihöfuðvið- fangsefnum þessa 49 ára gamla höfund- ar, sem hefur nú verið búsettur í Sví- þjóð í meira en aldarfjórðung. Weiss trúir þvi, sem sannfærður marxisti, að sósíalismi sé eina þjóðfélagskerfið, sem á framtíð fyrir sér. Harðstjórn er önnur aðaluppspretta hins illa. Þó að Weiss sé í einkaviðtölum andvígur ýmsu í stjórn- arfyrirkomulagi kommúnistaríkja, hef- ur hann eingöngu beint opinberri gagn- rýni sinni að andkommúnískum ríkj- um. Hann bindur vonir sínar við þróun til aukins frjálsræðis í heimi kommún- ismans. L úsítanska grýlan, Portúgal, ein- ræðisríki, sem á nýlendur í Afríku, er Weiss táknmynd hins illa í „borgara- legu“ þjóðfélagi. Grýlan segir: „Aftur og aftur hefur sagan leitt það í ljós, að mannlegar verur eru ekki færar um að sjá um sig sjálfar .... Þær þarfnast for- sjár yfirvalds, sem verndar þær gegn því að verða fórnarlömb eigin sérgæð- ingsháttar og efnishyggju .... Rétt eins og við erum andstæðingar syndik- alisma, frjálshyggju, þingræðis, sósíal- isma og bolsévisma í öllum myndum, erum við líka á móti lýðræði. Skoðun okkar er, að völdin eigi að vera í hönd- um fárra útvalinna“. Söngleikurinn er í mörgum stuttum atTÍðum; það er brugðið upp myndum, og er þar greinilega um áhrif frá Brecht að ræða, en Peter Weiss er mik- ill aðdáandi hans. Rauði þráðurinn, sem gengur í gegn og tengir þau saman, er ofinn úr ranglæti, valdbeitingu, íhalds- semi, varmennsku, ruddaskap og illum öflum kapítalismans. f sviðsetningunni segist Weiss hafa viljað bregða út af „hinni hefðbundnu, viðurkenndu aðferð, þar sem höfundur og stjórnandi koma fram með fullunnið verk handa leikurunum til þess að æfa til sýningar“. Sýningin á „Söng lúsí- tönsku grýlunnar”, sem samið var án nokkurra sviðsleiðbeininga, þróaðist i samstarfi leikaranna sjö, tónskáldsins, búninga- og leikmyndateiknarans (eiginkonu Weiss), leikstjórans og Weiss sjálfs. L eikararnir sjö skipta milli hlut- verka sitt á hvað, eru ýmist kúgaðir afr- ískir negrar, sem sæta 'hinni verstu meðferð, eða hvítir Evrópumenn og Framhald á bls. 13. Ljóðið um sálina Eftir Gunnar Dal Veit ég hvar forðum kóngsins kóralhóll á kletti reist í þyrniskógi stóð, — í djúpri þögn hið dýra konungsljóð, þótt dökkum skógargreinum hyldist öll. Um sali hennar mjúkri birtu brá á bláa spegla — og endurkastað var. Sem ómæli og eilífð ríktu þar engin takmörk greindust neins staðar. Og yfir henni kristalhvelfing lá. En koldimm nóttin gisti þennan skóg og inni í þessum sölum sálin bjó. Mannlegt eðli hinn myrki skógur hét og margt og háreist vits og skilnings tré þar gnæfði stolt en huldi hennar vé og höllina í skuggann falla lét. Margt rökkurblóm um skógarbotninn skreið og skuggagróður bleikur fallinn lá í flækjum hennar hallarþrepum á. Þar höggormstungur léku til og frá. Við dyrnar þyrping svartra svipa beið. En sálin stóð við hallardyrnar vörð og horfði döpru auga á dimma jörð. í þúsund speglum leit hún sjálfa sig. Loks sagði hún við mig: „Skógurinn ert þú“. Svo hratt hún niður sinni hallarbrú og henti kyndli sínum inn í mig. Um kristalþök og kóralvegpi rann kvnngiregn sem drypi af viðum blóð. En undir þaki sínu sálin stóð og sá til himíns. meðan ægisglóð í felldum villiviði mínum brann, oe viHulaufin trömlu féllu dauð. En þá varð liljan hvít og rósin rauð. Frá Stokkhólmssýningunni á „Söng lúsítönsku grýlunnar", sem Etienne Glaser stjórnaSi. Meðal leikenda eru Björn Gustafson, Lena Brundin, Yvonne Lunde- qvist, Monica Nielsen og Isa Quensel. 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.