Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 14
—SÁPULÖÐUR Framhald af bls. 5 og látið hann fara í friði — lifandi og nýrakaðan. S keggið var nú nærri gjörsamlega horfið. Hann virtist yngri, ekki eins íþyngt af árum eins og þegar hann kom. Ég býst við, að þetta eigi sér 'einatt stað um menn, sem sækja rakarastofur. Undan strokum rakhnífsins hjá mér hafði Torres yngzt upp — yngzt upp aftur, vegna þess að ég er góður rak- ari, sá bezti í bænum, ætla ég að leyfa mér að segja. Svolítið meira löður hérna, undir hökuna á honum, á barkakýlið, á þessa stóru æð. Mikið fjári er að verða heitt! Torres hlýtur að svitna jafnmikið og ég. En hann er ekki hræddur. Hann er maður stilltur og er ekki einu sinni að hugsa um, hvað hann ætli að gera við fangana í kvöld. Aftur á móti get ég, sem held á þessum rakhnífi í hend- inni, strýk um skinnið á honum án af- láts og reyni að varna því að blóðið síist út um þessar svitaholur, ég get ekki einu sinni hugsað skýrt. Bölvaður veri hann að koma hingað, vegna þess að ég er byltingarsinni en ekki morð- ingi. Og hvað það myndi vera auðvelt að drepa hann. Og hann verðskuldar það. Gerir hann það? Nei! Hver djöf- ullinn! Enginn verðskuldar þá fórn af öðrum, að hann geri sig að morðingja. Og hvað væri unnið með því? Ekkert. Aðrir myndu koma á vettvang og enn aðrir, og þeir fyrstu myndu drepa þá næstu og þeir aftur þá næst-næstu, og þannig heldur það áfram þangað til allt er einn hafsjór af blóði. Ég gæti skorið hann á háls í einu vetfangi, svona, zip! zip! Ég myndi ekki gefa honum tíma til að æmta eða skræmta, og þar sem hann hefur augun lokuð þá myndi hann ekki sjá glampann á hnífsblaðinu eða glampann í augunum á mér. En ég nötra eins og raunverulegur morðingi. Blóð- gusa myndi standa út úr hálsinum á honum, á dúkinn, á stólinn, á hendurnar á mér, á gólfið. Ég myndi verða að loka dyrunum. Og blóðið myndi halda áfram að síga yfir gólfið, heitt, óafmáanlegt, óviðráðanlegt, þar til það næði út á göt- una, eins og lítill skartlatslækur. Ég er viss um, að eitt sterklegt lag, einn djúpur skurður myndi ekki valda nein- um sársauka. Hann myndi ekki þjást. En hvað ætti ég að gera við líkið? Hvar gæti ég falið það? Ég myndi verða að flýja, skilja eftir allt sem ég á og leita hælis langt í burtu, langt, langt í burtu. En þeir myndu veita mér eftirför þang- að til þeir fyndu mig. „Morðingi Torres höfuðsmanns. Hann skar hann á háls, þegar hann var að raka hann — bleyði- menni." Og svo var það hin hliðin. „Hefnandi okkar allra. Nafn sem vert er að muna. (Og hér myndu þeir nefna nafn mitt.) Hann var rakari bæjarins. Enginn vissi, að hann barðist fyrir mál- stað okkar.“ 0 g hvað stoðar allt þetta? Morð- ingi eða hetja? Örlög mín ráðast af þess- ari hnífsegg. Ég get snúið örlítið meira upp á höndina, þrýst ofurlítið fastar á rakhnífiinn og rekið hann á kaf. Skinn- ið myndi láta undan eins og silki, eins og gúmmí, eins og slípiólin. Ekkert er meyrara en mannlegt hörund. Og blóð- ið er þarna alltaf, tilbúið að úthellast. Blað eins og þetta svíkur ekki. Það er bezta blaðið mitt. En ég vil ekki vera morðingi, ekki aldeilis. Þú komst til mín til að fá rakstur. Og ég leysi starf mitt af hendi með heiðri og sóma.... Ég vil ekki blóð á mínar hendur. Að- eins sápulöður og ekkert annað. Þú ert böðull og ég er aðeins rakari. Hver mað- ur á sinn stað í tiiverunni. Einmitt. Sinn eigin stað. Nú hafði ég strokið höku hans hreina og slétta. Maðurinn settist upp og leit í spegilinn. Hann neri höndunum um hörund sitt og fann það endurnært, eins og nýtt. „Þökk fyrir,“ sagði hann. Hann gekk að snaganum eftir belti sínu, byssunni og húfunni. Ég hlýt að hafa verið mjög fölur skyrtan mín virtist gegnblaut. Torres lauk við að spenna á sig beltið, lagfærði skammbyssuna í hylkinu og þegar hann hafði sléttað hárið ó- sjálfrátt, setti hann á sig húfuna. Úr buxnavasa sínum tók hann nokkra pen- inga og borgaði mér fyrir þjónustuna. Og hann lagði af stað til dyra. í dyra- gættinni nam hann staðar augnablik, sneri sér að mér og sagði: „Þeir sögðu mér að þú myndir drepa mig. Ég kom til þess að ganga úr skugga um það. En það er ekki auðvelt að drepa. Þú mátt trúa mér.“ Og hann hélt áfram niður götuna. —ÍSLANDSFERÐ Framhald af bls. 7 inni er hægt að sjá beint ofan í eld- gíginn, sem gaus hrauni og gufu næstum beint upp tii ok'kar á fimm mínútna fresti. Island er nefnt land andstæðnanna vegna eldanna, sem brenna undir niðri. Landslagið er sumsstaðar þann- •ig, að það virðist líkjast meir lands- Iháttum á tunglinu en nokkurs stað- ar annars staðar í heimi. I nokkurri fjarlægð frá Reykjavík er hinn mikli Geysir, en eftir honum eru allir aðrir vatnsgoshverir nefndir. IÞetta heita vatn virðist renna mjög víða neðanjarðar um landið, enda hafa íslendingar haft vit á að hagnýta sér þetta stærsta heitavatnskerfi af nátt- úrunnar völdum, sem um getur. Öll Reykjavíkurborg er hituð upp með þessu hveravatni, og þar af leiðir, að 'borgin er hrein og reyklaus. Ég ætla aðeins að minnast á banan- ana, sem Larry vinur minn nefndi. IÞeir eru ræktaðir í gróðurhúsum, upp- Ihituðum með þessu fyrrnefnda hita- Ikerfi, sömuleiðis suðræn blóm og græn- meti. Ýmislegt er hægt að gera annað en að fljúga yfir eldgosasvæði, t.d. taka sér ferð á hendur til að skoða sjóð- andi brennisteinshveri (það er hægt að sjóða egg í þeim), eða aka til stærstu fossa Evrópu, sömuleiðis fara á útileguferðir um óbyggðir landsins. Gaman var að sjá hvalstöðina í Hvalfirði, þar sem hvalir eru dregn- ír á land og skornir. Mér vannst ekki tími til að gera allt, sem hugurinn girntist, meðan á þess- ari stuttu dvöl minni á íslandi stóð. Þess vegna ætla ég að koma aftur og tfara í útreiðatúr á litlu dásamlegu hest- lunum þar um óbyggðir landsins. Þá tget ég safnað fáséðum steinum og klifr- að í fjöll. Hestarnir eru skynugir, fjör- lugir og auðveldir í meðförum, og vegna ismæðar sinnar verður fallið aðeins ttágt, þótt maður yrði svo óheppinn að detta af baki. Kostnaður er sjö dal- ir á dag fyrir hestinn og bílferðina á istaðinn, þaðan sem lagt er af stað í reiðtúrinn. Svo er líka hægt að taka eér bíl á leigu fyrir tíu dali á dag. Að lokum vil ég geta þess, að næst- um allir tala ensku, þar með taldar Ifyrrnefndu, stórglæsilegu víkingastúlk- lurnar. Ég er þakklátur Hrafna-Flóka fyr- Sr, að hann nefndi þessa ihrífandi eyju lísland og fældi þar með burtu ferða- imannastrauminn frá landinu, þangað til mér auðnaðíst að komast þangað! lHéðan af verður líklega ekki friður öllu lengur. f (Þýtt úr ameríska tímaritinu Argosy). —HAFSÖGUMENN Framhald af bls. 10 Þórðar í Oddgeirsbæ. — Fjórði bróð- irinn var Sigurður í Steinhúsinu og fimmti Þorkell í Grjóta ökumaður. — Systir þeirra bræðra hét Björg og var gift Jóhannesi Zoega í Nýjabæ, sem var rétt austan við Doktorshúsið. — Á Hólnum, sem Guðmundur var kenndur við, var reist hús úr steini og stóð það við Hlíðarhúsastiginn. Það hefur nýlega verið rifið og grjót- ið flutt að Árbæ og mun eiga að nota það í eftirlíkingu Skólavörðunn- ar, sem þar á að reisa. 9. Ásgeir Finnbogason á Lambastöð- um. Faðir hans var Finnbogi Björns- son frá Þursstöðum á Mýrum. Hann var utanbúðarmaður í Reykjavík og reisti sér bæ í Grjótaþorpi sem allt- af var kallaður Finnbogabær; þar er nú nr. 10 í Grjótagötu. Finnbogi átti Arndísi dóttur Teits Sveinssonar vef- ara, sem Teitsbær var við kenndur. Þau áttu marga syni og hafa orðið kynsæl. Þeir Finnbogasynir voru nafn- kunnir fyrir iþróttir sínar og einkum þótti Teitur dýralæknir afbragðs sund- maður, enda varð hann fyrstur manna til að synda úr Engey í land. Ásgeir Finnbogason bjó lengi á Lambastöðum og var þá bæði hreppstjóri og hafn- sögumaður. Seinna fluttist hann að Lundum í Borgarfirði. 10. Þorlákur Þorgeirsson. Hann átti heima í svokölluðum Norðurbæ nyrzt í Grjótaþorpi og mun hafa haft út- ræði sitt í Grófinni. Laundóttir hans hét Guðrún og átti Teit Teitsson í Skakkakoti. Sonur þeirra var Helgi Teitsson hafnsögumaður. — Þorlákur andaðist 1859 og keypti þá Jafet Ein- arsson gullsmiður bæ hans. 11. Guðmundur Jónsson í Hlíðarhús- um. Hann var ættaður af Kjalarnesi og settist að í Hlíðarhúsum um 1820 og hefir róið af Hlíðarhúsasundi. Kona hans var Halldóra Björnsdóttir, systir Tómasar Bechs. Börn þeirra voru: Jón í Hlíðarhúsum faðir Ólafs fiskimats- manns og Sesselja Halldóra fyrri kona Ólafs Guðlaugssonar í Hlíðarhúsum, en þau voru foreldrar séra Þórðar Ólafssonar á Söndum í Dýrafirði. Guð- mundur hafnsögumaður reisti fyrst Vesturbæinn í Hlíðarhúsum um 1844 og bjó þar, og eftir hann ólafur tengda- sonur hans. Þessi bær stóð lengst af Hlíðarhúsabæjunum, hafði verið mjög merkilegur á sínum tíma, og alltaf var einhver reisn yfir honum þótt hann hrörnaði. Það mun hafa verið um 1860 að þeir hættu allir hafnsögumennirnir, Ás- geir Finnbogason, Þorlákur Þorgeirs- son og Guðmundur Jónsson, og ætl- aði þá að ganga illa að fá menn í þeirra stað, því að hafnsögugjaldið pótti al'ltotf lágt, en eftir mikið mas tókst þó að fá hálfbræðurna, Jón í Dúkskoti og Bjarna í Garðhúsum, til þess að taka að sér hafnsögustörfin. 12. Jón Oddsson í Dúkskoti. Eins og fyrr er getið var Dúkskot kennt við Jón Jónsson frá Dúki, hálfbróður séra Jónasar í Reykholti, föður Þórðar Jónassens háyfirdómara. Dúkskot var lengi talið með beztu bæjum í Reykja- vík, en var orðið mjög hrörlegt þegar það var rifið. Það stóð þar sem nú er norðurendinn á Garðastræti. Dótt- ir Jóns dúks var Valgerður móðir Jóns Oddssonar hafnsögumanns. Jón var fjörmaður mikill og ódeigur. Komst hann oft í hann krappan hér úti á flóanum á löngum hafnsögumannsferli sínum, enda luku allir lofsorði á dugn- að hans og áræði. Jón hafði útræði sitt í Grófini. Kona hans var Sigr- íður Þorkelsdóttir frá Skál'holtskoti og meðal barna þeirra va Jón faðir Odds hafnarfógeta, Helga kona Ólafs fiski- matsmanns Jónssonar og Guðrún kona Ottos Wathnes. 13. Bjarni Oddsson í Garðhúsum. Hann var talinn prúðmenni meira en Jón bróðir hans og vel látinn af öll- um, sem nokkuð áttu saman við hann að sælda. Var hann jafnan talinn sómi sinnar stéttar. Hann gerði út úr Garð- húsavör. — Garðhús voru reist 1868 í Hlíðarhúsalandi og þótti það fyrir- myndarbær á sinni tíð. Þarna bjó Bjarni mjög lengi (d. 1898). Kona hans var Þuríður Eyjólfsdóttir af Hrólfs- skálaætt og þótti mesta merkiskona. Hún hafði yndi af þjóðlegum fróð- leik og skáldskap og hændi að sér þá, er hagmæltir voru og fróðir. Er svo sagt að hagyrðingar utan af landi hafi ekki þurft að kvíða því, að þeir fengi hvergi inni í Reykjavík, þeir voru boðnir og velkomnir til Þuríð- ar í Garðhúsum. Dóttir þeirra Bjarna hét Guðbjörg. Hún eignaðist tvær dætur: Björgu sem var fyrri kona Finnboga Lárussonar kaupmanns á Búðum, og Þuríði Þor- bjarnardóttur, sem giftist Grimaldi greifa af Monaco, en lézt þar syðra eftir stutt hjónaband. Þegar Þuríður fór alfarin utan, skildi hún eftir kistu, sem amma hennar í Garðhúsum hafði átt. Eftir lát Þuríðar var farið að athuga hvað vera mundi í kistu þessari og voru þar þá mörg handrit af rímum eftir ýmsa og ennfremur ljóðabréf, sem Þuriður í Garðhúsum hafði átt. Ragnar hæstaréttarlögmaður Jónsson afhenti þá Landsbókasafninu handrit þessi og eru þau skráð þar Lbs. 2464— 2476 8vo. Þar á meðal eru rímur af Parmesi Loðinbirni og aðrar af Sam- son fagra og Kvintalín kvennaþjófi, orktar af Einari Guðnasyni á Hofstöð- um í Stafholtstungum, og hefir hann framan við skráð þessa vísu með eig- in hendi: Þessa bók á Þuríður Eyjólfsdóttir, húsfrú glöð af gáfum rík í Garðhúsum hjá Reykjavík. Seinustu hafnsögumenn í Reykjavík, ráðnir eftir hinum gamla taxta, munu hafa verið: 14. Helgi Teitsson og 15. Þórður Jónsson í Ráðagerði, en þeir komust seinna á föst laun og hefir þeirra áður verið getið. Þeir tóku við starfinu 1895 og gegndi Þórður því til 1909, en Helgi til 1923. A rið eftir að hafnarnefnd hafði verið sett á laggirnar, urðu hér eftir- minnileg sjóslys. Póstskipið „Sölöven", sem hafði verið í mörg ár í förum hingað, fórst í ofsaveðri undir Jökli í nóvemberlok, og í sama veðri fórst seglskipið „Drei Annas“ við Mýrar; það var eign Moritz Bierings kaup- manns. Þessi skip sigldu bæði frá Reykjavík að morgni 27. nóvember og fylgdi hafnsögumaður þeim á leið. Er þess þá sérstaklega getið, að hafnsögu- maður sá, sem fylgdi póstskipinu, hafi ekki farið frá borði fyrr en við Gróttu. Sennilega hefir það verið venja hafnsögumanna að skiljast eigi við skip á útsiglingu fyrr en á þeim slóðum. Ráðgert hafði verið, að þetta yrði seinasta ferð póstskipsins til íslands, en að henni skyldi ljúka á svo svip- legan hátt, fannst mörgum sanna hið fornkveðna, að „enginn getur sín ör- lög flúið“. Nú urðu tímamót í siglingasögunni. Fram að þessu hafði aðeins verið um seglskip að ræða, en nýja póstskipið var gufuskip og það kom hingað árið 1858. Eftir það var hætt að fly.tja póst milli landa með seglskipum. Eftir því sem árin liðu, fækkaði segl- skipunum, en gufuskipin komu í stað- inn. Varð þá breyting á starfi hatfn- sögumanna. Og svo komu aðrar breyt- ingar: sjókort, siglingamerki og vitar, og vélbátar komu upp úr aldamóit- um. Svo fengu skip loftskeytatæki og síðan talstöðvar, svo alltaf var hægt að fylgjast með ferðum þeirra. Og nú er svo komið, að fæstir geta gert sér í hugarlund hve erfitt var starf hafn- sögumannanna í Reykjavík á öldinni sem leið. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.