Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 9
hversu alvarlega Bretar taka konungdóminn. Flestir nú á dögum virðast telja að kóngur eigi að vera menntaður, en sumum finnst samt, að hann megi ekki vera of lærður og það sé reyndar hættulegt, hann eigi hvort eð er ekki að ráða neinu. peir mmnast þess, að Elizabeth II var heldur slök í fræðunum, þegar hún kom til ríkis, og blaðamað- urinn Iain Hamilton hefur látið eftirfarandi athuga- semd falla: — Hún sat hest með ágætum, enda höfum við orð Bens Jonsons fyrir því, að það sé eina íþróttin, sem prinsar og konunglegt fól'k geti lært með góðum árangri. Að því er Karl prins snertir væri það rangt að hvetja hann til að verða „venjulegur yfirstéttarungl- ingur sem nyti lífsins með fasteignasöium, auglýsinga- mönnum, tízkuljósmyndurum, skrípamálurum, klæð- skerum, vantrúuðum prestum, klámmyndasölum. fé- lagsfræðingum og öðrum slíkum hetjum dagsins í dag.“ Stærsta viðfangsefni hinnar brezku konungsfjöl- sk”’du í dag er það vandamál að vera ekki „venjuleg- ur" en samt ekki um of fjarlægur eða utanveltu, og gera hvorttveggja, að lækka múrinn milli konungs- tignarinnar og þegnanna, en „rjúfa þó ekki leynd- in”“ eins og Harold Nicholson orðai það. Konungar Skandinavíu hafa sniðgengið þetta vandamál algerlega með því að leitast við það eitt að vera venjulegir menn. Það þyrpist ekkert fólk um hinn 84 ára gamla Svíakonung, Gustaf Adólf, þegar hann gengur um götur Stokkhólms. Vegfarandi sem mætir honum tekur kurteislega of- an hattinn og hneigir sig lítið eitt, og konungurinn svarar með því að taka ofan líka og kinka kurteislega kolli á móti. Við ríkisráðsveizlu er annar hver þeirra þjóna, sem standa fyrir aftan stóla gestanna, leigður til starfans í það og það sinnið. Svíþjóð er þess kon- ar konungsríki, þar sem formaður Kommúnistaflokks- ins klæðist í kjól og hvítt og tekur með ánægju þátt í borðhaldi hjá kónginum, þrátt fyrir þá staðreynd að hann sé eini stjórnmálaleiðtogi landsins, sem hefur lý ’ því yfir að hann sé andvígur konungdæmi. "-etar og Skandinavar gætu samt efalaust lagt n' ur konungdæmi í löndum sínum án þess að þjóðarvitundin biði við það hnekki, en öðru máli gegnir um Belga. Þar er viðhorfið annað. Engin þjóð í Evrópu þarf eins á kóngi sínum að halda. Hið raunverulega vald hans er aðeins siðterðilegt og ráð- gpfandi, en Baudouin sinnir skyldum sínum af al- vöruþrungnum krafti. Það er ekki langt síðan Baud- ouin skipti á hornspangargleraugum sínum fyrir linsur, svo að hann væri ekki eins þungbúinn í út’ ti. - rauninni er hann eini Belginn, allir aðrir eru aT”'"ðtveggja Vallónar eða Flandrar, sem berjast af minnsta tilefni út af málstreitu sinni, hollenzkunni í norðurhlutanum og frönskunni í suðurhlutanum. Sam- bandshreyfingin gæti jafnvel orðið til að rjúfa þjóð- ina í tvo hluta. Eini maðurinn, sem er fær um að brúa þetta bil, eins og hann reyndar gerir í dag — er k'~”’mgurinn. Öll kóngahús álfunnar eiga í örðugleikum með að útv ;ga nægjanlegt blátt blóð og útvega kóngabörn- unum hæfilega félaga. Dætur Júlíönu Hollandsdrottn- Ingar hafa vakið m'ikla skelfingu í Hollandi með því að fylgja eðishvöt sinni og hafa tilhneigingu til að binda trúss sitt við menn, sem frá stjórnmálalegu s’ "prmiði eru óhæfir fyrir þær. Kóngafjölskyldurn- ar blanda blóði innbyrðis eins og þær geta. Danska drottningin er til dæmis sænsk að uppruna, gríska drottningin dönsk, sænska konungsfjölskyldan af frönskum uppruna, enska konungsfjölskyldan af þýzkum uppruna. Það hefur lengi verið álitið gott að blanda þannig blóði. Viktoría drottning sagði: „Prins ætti ekki að vera alinn upp við hleypidóma og kredd- ur 'íns eigin lands.“ Torg konungur V batt þó enda á þennan hugsunar- hátt. Þegar H. G. Wells réðst á brezka kóngahúsið og kallaði það sljótt og út'lent fólk, þá þrumaði Georg kóngur: „Það getur vel verið að ég sé sljór, en út- lendingur er ég ekki.“ Hröð handtök. Fyrir fáum árum virtist sem konungdæmi í Austur- lö 'tim nær væru dauðadæmd, en þau hatfa rétt við og heldur sótt á, og mest vegna dugmikilla og vinnusamra ungra konunga, en einnig vegna þess að hinum arabíska sósíalisma mistókst að gera nóg fyrir fólkið í Arabíska sambandslýðveldinu, írak og Jemen, þar sem konungunum var hrundiQ af stóli. íranskon- ungi, Mohammed Reza Pahlevi, hefur lánazt að halda velli með því að verða vinsæll umbótasinni, sem gekk af landeigendastéttinni dauðri, en hún var helzti þrándur í götu viðreisnar í landinu. Jafnvel í Saudi-Arabíu, þar sem fólkið er mjög fastheldið við forna siði, hafa miklar breytingar orðið á kon- ungdóminum. Eftir að hinum eyðslusama Saud kon- ungi var rutt af veldisstóli, hefur Feisal konungur, sem er meinlætasamur og mjög ákveðinn, reynt eftir fremsta megni að breyta þessu steinaldarþjóðfélagi til nútímahátta, eftir því sem aðstæður hafa leyft. Arabískur konungdómur býr enn yfir allskonar valdtáknum og venjum, sem hvergi þekkjast annars- staðar. í Marokkó gera siðvenjur ráð fyrir að ráð- herra kyssi hægri hönd konungs, en jafnframt gerir siðabókin ráð fyrir að konungurinn kippi að sér hend- inni áður en snerting hefur átt sér stað, og hefur þá jafnframt myndast sú venja, að það, hversu snöggt kóngur kippi að sér hendinni, gefi til kynna, hve mikils metinn viðkomandi maður sé við hirðina. Þessi siður er hvað sem öðru líðui einfaldari en mörg þeirra merkja um náð eða ónáð, sem tíðkast við hinar kommúnísku hirðir eða jafnvel í bústöð- um lýðveldisforseta. Á síðastliðnu ári leysti Hassan konungur upp þjóðþingið og hefur stjórnað með eigin hendi síðan. Gagnrýnendur hans tauta um gjörræði hans og eyðslusamt líferni, en hann hefur meðal ann- ars til umráða tíu hallir, heilan flugflota og sæg af bílum, þar á meðal nokkra strætisvagna með blæjum, sem hann ætlar konunum í kvennabúrinu. En jafn- vel þeir sem gagnrýna hann viðurkenna, að hann sé dýrkaður af þegnum sínum og vinni meira en nokkur stjórnmá!amað’-r. Það er öruggt, að kóngar, sem ekkert hafa fyrir stafni, eru mjög valtir í sessinum. í hinni óróasömu Asíu getur konungsdýrkunin ver- ið trúarlegt sýningaratriði eða raunverulegt rótgróið afl, og allt þar á milli. Konungdómurinn er samein- andi afl og að auki svoldið til að ræða um, jafnvel í Malajsíu, þar sem nýr kóngur er valinn fimmta hvert ár, eða í Laos, þar sem konungurinn situr á tróni sínum umkomulaus, en eigandi þó glaða daga og haf- inn yfir stríð og stjórnarstörf. Stundum hefur það orðið jafn mikið kappsmál að gera kónginn höfði styttri eins og að koma honum í hásætið. 1 Thaílandi er konungdæmið mjög mikilvægt. Bhu- mibol Aduljadej virðist næstum vera guðleg vera í augum hinna búddísku þegna sinna, og þetta staðfest- ir sú venja, að íólkið verður að nálgast hann á fjór- um fótum. Samt er hann mjög framfarasinnaður kóng- ur og notar hina fornu siði og venjur til þess að ýta fólki sínu áfram. Stjórnarfarslega séð á hann ekki að vera annað en „toppfígúra", sem sinnir aðeins siðum og kreddum, en raunin er sú að á bak við tjöldin held- ur hann stjórnartaumunum í hendi sér og er valda- mesti maður landsins og engin stjórnarskipti gætu átt sér stað nema hann kinkaði kolli til samþykkis. Sameiningartáknið. Þeir, sem gagnrýna konungdóminn nú á dögum, segja að hann sé ekki aðeins sögulega úreltur heldur einnig mjög kostnaðarsamur. Enda þótt Hiróhító Japanskeisari lýsti því yfir 1946, að hann væri dauð- legur, þá hefur hann fastan styrk, sem nemur 3 millj. dollara á ári, og til viðbótar aðrar 3 milljónir úr vasa skattborgaranna til þess að greiða með kostnað við hið keisaralega heimilishald, en það heimili telur reyndar 1200 liðsforingja. Innan hinna keisaralegu múra í Tókíó er verið að byggja hallarkorn fyrir 38 milljónir dollara, og það hefur nýlega verið bætt við Nissan-glæsivagni, sem kostaði 27 þús. dollara, í hinn keisaralega bílaflota, sem telur þrjá Rolls Royce bíla, einn Daimler, einn Cadillac, og einn Mercedes Benz. Æskulýður borganna, sem fátt virðir, dregur mjög í efa réttmæti þess, að ala hina keisara- legu fjölskyldu, en eldra fólkið tárast enn, ef það sér hina tjáningarlausu ásjónu hins fyrrum guðlega keisara. Elizabeth Englandsdrottning hefur til nauðþurfta sinna 1 milljón 330 þús. sterlingspund yfir árið og að auki hafa aðrir fjölskyldumeðlimir 500 þús. sterlings- pund. Og svo má nefna sex hallir, hina konunglegu skemmtisnekkju, sex flugvélar af mismunandi gerð- um, konunglegu lestina, einkasímann, einkapóstkerfið, og þessi kostnaður allur myndi leggja sig sem næst því á 250 milljónir ísl. króna. Það er engum vafa undirorpið að forseti lýðveldis þyrfti ekki svona mikið til sín, en aftur á móti er það víst, að lágkúru- legur uppgjafastjórnmálamaður getur ekki sinnt eins vel skyldum þjóðhöfðingja og kóngur eða drottn- ing, sem eru alin upp til þessa starfa. Og svo eru nú __þeir skrautgjarrar’ af forsetunum, eins og de Gaulle er og Sukarno var, ekki svo ódýrir í rekstri beldur. Glæsileiki og siðvenjur eru nauðsynlegar líka, og konungur er eini þjóðhöfðinginn, sem getur aðskilið valdið og dýrðina. Þetta sparar stjórninni mikmn tíma; hún getur látið vél sína mala jafnt og snurðu- laust á bak við konunghollustuna, skrúðgöngurnar og leiðindin við þjóðhöfðingjaheimsóknir og veizluhöld af því tagi. Auk þess er þessi skipting einskonar ör- yggisventill gegn stjórnmálalegLiin taeKÍfíenssir.num. Það virðist eíns og konungdæmi nútímans minnki þá þenslu, sem oft verður vart í Ivðveldum. Félagsfræð- ingarnir Edward Shils og Michael Young segja i The Sociological Review, að þetta fyrirkomulag á skip- an þjóðhöfðingja aðskilji með góðum árangri ást og hatur með þegnunum. „Þegar ástinni er beint að persónu, sem er ástarinnar verð, þá dregur það einnig úr hatri um leið, og þannig veldur konungur, sem situr samkvæmt stjórnarskrá, því, að deilur falla heldur niður með stjórnmálaflokkunum, og dregur jafnframt úr hatri þegnanna og þeirra sem stjórnað er á þeim sem stjórna“. Framhald á bls. 13 2. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.