Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 11
FYRIR nokkrum dögum var ég þar staddur sem rætt var um bók- menntir og bar meðal annars á góma ýmsa þá skáldsagnáhöjunda, sem um þessar mundir ber hæst á Norðurlöndum. Það vakti í senn at- hygli mína og undrun, að nokkrir þeirra manna, sem þarna voru staddir, og teljast all- vel menntaðir á okkar mæli- ■ kvarða, kunnu engin skil á mörgum I jremstu skáld sagnahöjund- um nágranna- landanna. Við nánari ejtirgrennslan komst ég að raun um að þetta var ekki eins- dæmi. Margir þeir norrænna skáld- sagnahöjunda, sem í einn eða tvo ra áratugi haja verið vel þekktir og mikið umrœddir í sínu heimalandi og utan þess, eru öllum þorra manna hérlendis ekki einu sinni kunnir að najni til. Hér er um mikla og áberandi ajt- urjör að rœða jrá því sem var jyrir nokkrum áratugum, enda er það mála sannast, að eldri höjundar á Norðurlöndum eru allri alþýðu manna hérlendis vel kunnir. Kem- ur þar einkum til greina, að á meðan œðri menntun öll var sótt út úr landinu og þá einkum til Kaupmannahajnar, hlutu íslenzk- ir námsmenn að verða helztu Norð- urlandáhöjundum verulega hand- gengnir aj dvöl sinni í Kaupmanna- höjn. Er hingað heim var komið jundu þessir sömu menn hjá sér ríka hvöt til að koma verkum þess- ara manna á jramjœri við lands- menn sína og að því höjum við búið síðan. Það var íslendingum mikið jagnaðarejni á sínum tíma, er æðri menntun jluttist inn í landið og við höjum verið stoltir aj því að vera ekki ejtirbátar annarra þjóða á sviði menntunar og vísinda. En lítil þjóð er lengi að búa svo í haginn að jafnist á við þær þjóðir sem haja meira jé handa á milli og meiri mannajla. Og enda þótt við skörum jram úr á sumum sviðum, höjum við á öðrum dregizt ajtur úr og þá ekki sízt með tilliti til þess, sem rakið var hér að ojan. Háskóli okk- ar er í megindráttum sniðinn eftir Háskólanum í Kaupmannáhöfn, en menningarandblœrinn, sem leikur um þá stofnun, hefur orðið viðskila þegar flutt var yfir hafið. Það skipt- ir stúdentinn miklu máli í hvernig menningarumhverfi skólinn, sem hann nemur við, er staðsettur. Hér hefði þurft að leggja áherzlu á ýmislegt, sem tengir íslenzkt menningarlíj evrópskum húman- isma, sem margir Hafnarstúdent- anna gömlu bjuggu svo vel að. Og á síðustu árum hefur þokað stór- lega til úrbóta í þessum efnum við Háskóla Islands, er aukin hefur verið kennsla í Norðurlandamálum og bókmenntum Norðurlanda. Enn virðist þó nokkuð á vanta, að ár- angurs þessarar kennslu gœti ál- mennt manna á meðál. Þar má þó trúlega senn vœnta úrbóta, er á- hrija þeirra, sem nú nema við Há- skólann, jer verulega að gæta í menningarlíjinu. Kemur þá von- andi til þess, að nöfn helztu rithöf- unda og skálda á Norðurlöndum verða jlestum sœmilega menntuð- um mönnum tiltæk. íslenzk menning er ekki einangr- að fyrirbrigði og þá hejur hana borið hœst, er hún var í beztum og öruggustum tengslum við menning- arsvið nágrannalandanna. Jón Hnefill Aðálsteinsson. „Mér fannst lítið til koma að leika Hamlet“ Talað við Ulf Palme, leikstjóra við Kon- unglega leikhúsið í Stokkhólmi. FYRIR skömmu fréttum við. að Ulf Palme, leikstjóri við Konung- lega leikhúsið í Stokkhólmi, væri staddur hér á landi. Beiðni um við- tal tók hann af vingjarnlegri alúð, og einn daginn sóttum við hann heim á Hótel Loftleiðir. Talið barst fyrst að núverandi viðfangsefnum Konunglega leikhússins: ~ Sem stendur eru 12 leikrit í sýningu á stóra og litla sviðinu. Af einstökum leikritum má nefna Vígsluna eftir Gambrovich; enn- frernur Beðið eftir Godot; Kirsu- berjagarðinn eftir Tsékhov. Mikla athygli hefur vakið sýning á leikriti eftir Tage Danielsson og Hasse Alfredsson, sem nefnist: Ó, þetta er indæll friður. Þetta leik- rit var fyrst sviðsett á Litla svið- inu, en aðsókn varð svo mikil, að nú hefur það verið flutt yfir á Stóra sviðið. Þá er verið að sýna Afmælisveizluna etftir Pinter oig Kjúklingur og rauðvín í Haga eftir sænskan höfund, Mats Udén. Það leikrit minnir dálítið á Bellman. Þau leikrit, sem ég hef sviðsett hjá Konunglega leikhúsinu í vet- ur, eru María Stúart eftir Schiller, sem hefur gengið síðan 1 septem- ber, og svo leikrit eftir Lars Fors- sell, sem hann kallar: Sock! Bang! Swisch! Smaok! Vroom! Þetta köll- um við barnaleikrit, en annað leik- rit eftir Forssell er einnig á sviðinu nú. Það heitir: Stúlkan í Montreal. — Hver eru næstu viðfangsefni þín sem leikstjóra? — Ég er að undirbúa þrjú leik- rit, en ég veit ekki hvert þeirra kemst fyrst á sviðið. Þetta eru Dauðadansinn eftir Strindberg, Lie- belei eftir Schnitzler eða Cimbale eftir Ragnar Gierow. Það er undir ýrnsu komið, hvert þessara þriggja leikrita verður tekið fyrst til sýn- ingar. — Hvaða leikrit hefur gengið lengst í Konunglega leikhúsinu í seinni tíð? — Fröken Júlía hefur slegið öll met. Það leikrit var frumsýnt árið 1949, en síðasta sýningin var ekki fyrr en þrettán árum siðar, eða 1962. Sú sýning var á Broadway, en við fórum í leikför til Ameríku með leikritið. — Hvað um leikstarfsemi utan Konunglega leikhússins? — Ég hef tekið dálítinn þátt í kvikmyndagerð, t.d. í mynd, sem Jan Troel gerði um bók eftir Ey- vind Johrnson. Har har du ditt liv. Þá hef ég einnig unnið að kvik- mynd undir stjórn Bo Viderbergs og nú á næstunni mun ég annast kvikmyndun á verki eftir Jens Aug- ust Schade sem heitir: Mánniskor möts och ljuiv musik uppstár i deras hjártan. Þá vinn ég einnig við kvikmyndun Glas læknis eftir Hjalmar Söderbergv en þeirri kvikmyndatöku stjórnar Mai Zett- erling. Auk þessa hef ég oft verið leikstjóri útvarpsletkrita. Það er nauðsynlegt að hafa allar klær úti til að drýgja tekjurnar. Síðustu árin hef ég nær eingöngu starfað sem leikstjóri. Ég er hættur að leika. Mér fannst nóg komið þegar ég hafði verið á sviðinu í aldar- fjórðung. — Hvert er eftirminnilegasta hlutverk þitt? — Það er erfitt að svara þessu svona óviðbúið. Satt að segja hætt- ir mér til að gleyma þeim hlut- verkum sem ég hef leikið. Ég verð að hugsa mig um, ef ég á að rifja það upp. En ég held þó, að Jean í Fröken Júlíu sé áhugaverðasta hlut verk, sem ég hef leikið. Einnig er mér minnisstætt hlutverkið sem ég fór með í leikriti O’Neills: Löng dagleið til kvölds, en þar lék ég James. Einnig kemur mér í hug Eiríkur fjórtándi í leikriti Strind- bergs. Og presturinn í Rosmers- holm, leikriti Ibsens. Ibsen er mjög áhugaverður. Hann náði tökum á sálarfræðinni sjötíu árum áður en hún varð almennt kunn. Það er alltaf jafnathyglisvert að kynna sér persónur hans. Já, og svo hef ég leikið Hamlet, þvií hafði ég næst- um gleymt. — Ég hélt að enginn gleymdi því, ef hann hefði leikið Hamlet. — Hamlet er draumahlutverk sumra leikara. En ég segi fyrir mig að mér fannst lítið til koma að leika þetta hlutverk. Það er svo laust 1 reipunum. Það er ný manngerð sem kemur inn á sviðið í hvert skipti. Stundum er talað um að Shakespeare hafi ekki rit- að öll leikritin sem honum eru eignuð. Ég mundi segja, að hann væri ekki einn um að hafa skapað Hamlet. ----Er mikil gróska í sænskri leik- ritun? — Nei, það er nú öðru nær. Mér virðast sænsk skúld varla hafa nokk- urn áhuga á því að skrifa leikrit. Lars Forssell hefur skrifað leikrit, m.a. þessi tvö, sem ég minntist á áðan, en annans er mjög mikil deyfð yfir leikritun. Vilhelm Mo- berg skrifar ekki leikrit lengur og Sara Lidman hefur einnig lagt leikritagerð á hilluna. Sænsk skáld starfa mörg hver við dagblöðin og þau skrifa kvikmyndahandrit, en ekki leikrit. — Hvernig er aðsókn að sænsk- um leikhúsum? —- í Stokkhólmi eru öll leikhús fullsetin um þessar mundir. Að- sókn að leikhúsum var dáMtið dræm fyrst eftir að sjónvarpið tók til starfa, en nú er fólk farið að þreytast á sjónvarpinu. Þess má einnig geta, að hljóðvarpið sænska er tuttugu sinnum betra en það var eftir að sjónvarpið kom. Það varð að taka sig á til að verða ekki undir í samkeppninni. Sama er raunar að segja um leikhúsin. Þau urðu að herða sig vegna sam- keppninnar við sjónvarpið. Þetta er heillbrigt og þessi samkeppni hefur orðið öllum til góðs. — Mig langar að lokum að spyrja þig um bækur þínar, Pappersdrak- en og Fara för fara. — Nafnið á ljóðabókinni, Flug- drekinn, höfðar til ljóðanna. Mann- kynið dreymir drauma, sem svífa hátt. En þeir verða að finna tengi- lið til jarðar. Annars njótum við þeirra ekki. Flugdrekinn hefur band, sem tengir hann því sem er niðri í jörðinni. Nei, ég kann ekkert ljóðanna. Bókin er löngu uppseld og ég bý ekki einu sinni svo vel að eiga eintak. Ef mig langar til að lesa í henni, verð ég að fá hana lánaða hjá einhverjum vina minna. — Hin bókin, Fara för fara, er ferðalýsingar og fjallar um þær hættur, í nokkuð óeiginlegum skiln- ingi, sem geta verið því samfara að fara í ferðalag. Ulf Palme var ekki einn á ferð hér á landi. Unnusta hans, Ursula Richter, sem starfar í dagskrárdeild sænska hljóðvarpsins, var með hon- um. Réttara væri þó kannski að segja, að hann hefði komið með henni, því að það var Ursula Richt- er, sem átti erindi til íslands að þessu sinni. Hún var send af dag- skrárdeild sænska hljóðvarpsins til að safna dagskrárefni um það hvernig íslendingar skemmti sér. Við spurðum hvers vegna hún hefði leitað hingað í þessum erindum. —- Sænska hljóðvarpið leggur á- herzlu á að hafa efnisval fjölbreytt og gott. Fólk er sent út um öll lönd til að safna í útvarpsþætti. Það er farið til Berlínar, London, Varsjár og Lúxemborgar. Ég átti að fara til Parísar, en það vildi ég ekki, því að ég er orðin leið á París. Þá stakk einhver upp á því, að ég færi til Reykjavíkur, og það fannst mér miklu skemmtilegra. Ég hef verið kvefuð og hef því ekki enn getað kynnt mér skemmtanir íslendinga og ég þekkti ekki mik- ið til íslands áður en ég kom. En það er hald manna 1 Svíþjóð, að það sé mjög skemmtilegt að eiga heima í Reykjavfk. — Og hvað halda Svíar að ís- lendingar skemmti sér við? — Mannl er sagt, að hér séu sagðar sögur í ríkari mæli en annars staðar. Nei, ekki bara íslendinga- sögur. Það er sagt, að alltaf sé verið að búa til sögur, sem svo eru sagðar. Og svo hef ég heyrt, að hér sé sungið mikið. j.h.a. Framhald af bls. 3 í Tíkingu við Brigitte Bard'ot gat Van- essa minnt á gáfaðan gíraffa. Auk þess virtist hún fráhrindandi og ósvipuð því að vera kvikmyndastjarna á mynd- om þar sem lögregluþjónarnir voru að draga hana út af Trafalgar Square. á gerðist það, að kvikmynda- tframleiðandi, Karel Reisz að nafni, á- kvað að gera myndina Morgan, sem var um mann, sem hélt að hann væri górilla. David Warner, sem leikur Hamlet hjá Konunglega Shakespear- félaginu fékk hlutverk mannsins og Van ■essa lék konu hans, sem skilur við hann. Kvikmyndavélarnar fóru í gang, þær beindust að hinu mikla og fall- ega hári hennar og berum öxlum. Þær ibeindust að henni þegar hún baðaði isig og þegar hún elskaði, að ekki sé minnzt á þegar hún stundaði kjöriðju sína, að leika. Um leið ok myndin var sýnd var Vanessa Redgrave orðin stjarna. V anessa giftist Tony Richard- son leikstjóra árið 1962. Þ-au eiga heima í stóru þægilegu húsi í Hammersmith, i gömlu hverfi í grennd- við London. ÍÞar búa bau með tveimur litlum dætr- um sínum. Garðurinn þeirra er vax- inn þéttum skógi, sem minnir á frum- skóga og þar hefur Riöhardson kom- ■ið sér upp miklu safni lifandi fugla. 'Dæturnar tvær, Natasha þriggja ára Og Joely tveggja, hafa fóstru, en Van- essa leggur áherzlu á að eiga með þeim etund á degi hverjum. Og þetta tekst henni oft þrátt fyrir annasama daga. ÍMestum hluta dagsins eyðir hún í kvikmyndaverinu, því að nú hefur hún að mestu lagt til hliðar þátttöku isína í mótmælaaðgerðum á Trafalgar Square. Um miðnætti er Vanessa venju- lega komin heim til sin og hefur hring- að sig í sófann með bók í hönd. Hún les mikið bækur um efnahagsmál, sljórnmtál eða sögu. Einnig segir hún, að matreiðslubókin sé eftirlætislestrar- efni: „Ég hef yndi af að lesa mat- reiðslubækur, t.d. bókina um graslauk- ana. Þar sé ég, að Rómverjar borðuðu graslauk til þess að halda við rödd- dnni, því að þeir töluðu alltaf svo mik- dð“. 2. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.