Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 6
- THE TIMES Framiiald af bls. 4. fullkomlega óháð. Dawson tók aftur við blaðinu í desember 1922. Það kom fljótlega í ljós, að Dawson hafði meiri áhuga á samveldismálum heldur en á stjórnmálum á meginlandi Evrópu. Svið blaðsins verður nú allt samveldið, og þetta varð til þess að gera blaðið að heimsblaði. Ritstjórrin hélt mjög um þá stefnu að tryggja sem bezt sjálfstæði blaðsins, og til þess að skerpa þá skoðun almennt var reynt að tryggja þessa stefnu með því að skipa nefnd nokkurra æðri embættismanna Bretlands til þess að hafa eftirlit með því að blaðið héldist óháð og kæmist ekki í eigu manns eða manna, sem reyndu að marka stefnu þess sér eða flokki sínum í hag. Nefndin átti að vaka yfir erfðavenjum blaðsins um pólitíska óhlutdrægni og stuðla að því að blaðið yrði áfram virðulegur fulltrúi brezkrar blaðamennsku. egar Harold Williams lézt 1928, en hann skrifaði yfirlitsgreinar um utanríkismál í blaðið og hafði mjög mótað stefnuna í þeim málum, þá var enginn ráðinn í stað hans. Þetta var gert að undirlagi Dawsons, sem ætlaði með þessu að firra því að stefna blaðs- ins í þessum málum væri kennd við ákveðna persónu, en ekki við blaðið sjálft. Héðan í frá voru greinar blaðs- ins um utanríkismál nafnlausar. Þetta reyndist styrkja aðstöðu blaðsins í þess- um málum og gerði það enn áhrifa- meira á þessum vettvangi. Afstaða blaðsins til Þýzkalandsmála mótaðist mjög af hinni svonefndu Cliveden-klíku, en þar var Dawson mikils ráðandi ásamt öðrum aðaleig- anda blaðsins, Astor lávarði. Þessi af- staða var réttlætt með þeirri skoðun, að Bretland gæti ráðið jafnvæginu á meginlandi Evrópu með því að styrkja einn einræðisherrann gegn öðrum. Tími slíkra jafnvægisæfinga var löngu liðinn, og benti þetta til meira en lítils barna- skapar og skammsýni á tilgang og að- ferðir einræðisherranna. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvort þessi stefna „The Times“ hafði áhrif á af- stöðu brezkra ríkisstjórna fyrir stríðið, en það er vitað að Dawson, Baldwin, Neviile Chamberlain og Halifax voru miklir vinir. Tengsl blaðsins við utan- ríkisráðuneytið voru náin og ekki síður við forsætisráðuneytið. Þessi ráðuneyti voru mikil fréttanáma fyrir blaðið, svo að það gat nú birt fréttir af væntan- legum stjórnarathöfnum fyrr en önnur blöð. Blaðið gætti þess vandlega að hnýta sem allra minnst í Hitler, og fréttir frá fréttariturum blaðsins í Þýzkalandi voru oft skornar niður um helming eða beinlínis stungið undir stól. Þetta var allt gert í þeim tilgangi að halda friði í Evrópu; þetta var af sama kyni og afsláttarpólitík Chamber- lains. í byrjun striðsins virtust margir átta sig á raunveruleikanum, og meðal þeirra var Dawson; hann baðst lausnar sem ritstjóri vorið 1940, en var beðinn að halda áfram störfum þar til annar fengist. Hann starfaði við blaðið þar til í október 1941. Hann skrifar síðasta leiðara sinn í blaðið 8. september, og í honum kveður við annan tón en í fyrri leiðurum. Leiðarinn var allsherjarhvatn ing til stuðnings við stefnu Churchills. iVIcGowan Barrington-Ward tók við af Dawson og var svipaðs sinnis og forveri hans. Eftir sigur Verka- mannaflokksins 1945 lýsti ristjórinn stuðningi við stefnuyfirlýsingu stjórn- arinnar, þó með nokkrum fyrirvara. Eftirmaður hans var Casey, og það var hann sem stjórnaði blaðinu þau ár (1948—1952) sem pappír var skammt- aður sem nánasarlegast á Englandi. Á þessum árum var blaðið aðeins 12 síður, en fyrir stríðið var það venjulega 32. Sir William Haley tók við aðalrit- stjórn 1952 og hefur gegnt því starfi síðan. Sir William hafði starfað við blöð utan Lundúna; síðar varð hann forstjóri fréttastofu Reuters og loks forstjóri brezka útvarpsins (BBC); hann hefur fetað dyggilega í fótspor forvera sinna og hefur sem fyrrverandi forstjóri BBC aðgang að flestöllum stofnunum og þekkir persónulega flesta framámenn Bretlands. Hann telur blaðið bæði íhaldssamt og framfarasinnað, og að hans áliti á það fyrst og fremst að vera tjáning brezks almenningsálits í nán- um tengslum við brezkar erfðavenjur. Blaðið hefur undanfarið haft þann hátt gagnvart undanfarandi ríkisstjórnum að styðja þær í þeim málum, sem varða heill landsins og samræmast brezkum erfðavenjum. Blaðið hneigist fremur til ákveðnari stuðnings við ríkisstjórnir íhaldsmanna, en þó er þetta alls ekki einhlítt í öllum málum. Blaðið heldur sjálfstæði sínu fullkomlega, og stundum virðist það beinlínis móta afstöðu ríkis- stjórnarinnar til vissra mála. „The Times“ er ekki skoðað sem hvert annað dagblað á Bretlandseyjum; það er annað og meira. Það er ein þeirra stofnana sem eru England; það hefur staðið af sér allt brambolt og óþurftar- breytingar; það er senn tveggja alda gamalt og hefur alloftast verið áiitið vandað og heiðarlegt, bæði af innlend- um og erlendum. Hin sögulega hefð er styrkleikl blaðsins; þetta skildi jafnvel North- cliffe, þegar hann samdi um kaupin á „The Times“ og viðurkenndi, að „halda þyrfti uppi sögulegri hefð blaðsins". Slíkt blað, sem er einhverskonar tákn Englands og þess bezta í enskri blaða- mennsku og á jafnframt að vera mál- svari enskrar réttlætiskenndar og ein- staklingshyggju, slíkt blað hlýtur að hneigjast til nokkurrar íhaldssemi í þjóðfélagsmálum. Blaðið er eina enska blaðið, sem hið konunglega skjaldar- merkjaráð hefur veitt leyfi til að prenta skjaldarmerki í blaðhaus sínum. Eink- unnarorð blaðsins eru: „Tempus fuit, est et erit“. Tímarnir voru, eru og munu verða — ekkert er nýtt undir sólinni Blaðið er stofnun, sem markar stefnu sína samkvæmt aldagamalli hefð og hefur náð því marki, að talað er um „hvað Times segi“, ekki hvað einhverjir blaðamenn blaðsins segja. Þetta blað er lesið um allan heim og er fulltrúi blaðamennsku, sem nú er ei lengur við lýði nema hjá því. Þótt upplag þess sé ekki nema 250 þúsund eintök hefur það meiri áhrif en milljónaupplög þeirra blaða, sem öllum er ætluð. „The Times“ gefur einnig út vikuút- gáfu, „Weekly Review", „Educational Supplement", „Review of Industry" og síðast en ekki sízt „Times Literary Supplement", en það síðasttalda hóf göngu sína 1901 og er vandaðasta bók- menntablað, sem nú kemur út. Upp- lag þess er 45 þúsund eintök og er keypt í 88 löndum. ÆT * Asgeir Asgeirsson: RAMMI um mynd látinnar stúlku Það kom um vor. Það kom til okkar beggja. Það kom um vor. Það kom til margra annarra, kom til margra hjartna. En því skeyttum við engu, vissum tæpast af því: við héldum eins og elskendur frá örófi til þessa, að okkar væri ástin stærst og engri Hk. — Það láir okkur enginn —. Og margt héldum við fleira, sem engan varðar neinu, og ailir aðrir eJjskendur héldu um sína ást. Það var allt ósköp saklaust, sem við héldum um það allt og skiptir engan neinu: við vissum eins og elskendur vissu á öl'lum tímum, að við áttum heiminn og heimurinn var okkar. Við skeyttum ekki um sorgir, raunir eða neitt. Það snerti okkur ekkert, því eins og aðra elskendur frá örófi til þessa, mátti um okkur segja við lifðum ekki í þessum heimi, heldur öðrum. Okkar einkaheimi. Við þurftum einskis aðstoð, Við þurftum einskis með. Því heimurinn var okkar, því heiminn áttum við. — Það láir okkur enginn —. Við hugðumst lifa áfram í þessum einkaheimi, hugðumst lifa áfram og eiga heiminn ein. Það hefði getað orðið, ef Guð hefði ekki gripið inní, hann Guð. — Ég ásaka hann samt aldrei —. Ég veit það verður aldrei bætt né aftur tekið, og kannski gróa sárin fyrr en varir. Ég veit það ekki, en annað veit ég þó: það blæðir ennþá. Við vissum bæði löngu áður en að því kom, að stundunuim átti að fækka, stundunum okkar saman átti að fækka. Það var um haust við vissum fyrst að hverju dró. Og það kom vor. Og það kom annað vor. Og þriðja vorið kom og þú varst horfin...... 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.