Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 4
Arið 1877 birti „The Times" samning þann milli stór- veldanna, sem gerður var á Berlín- arfundinum, sama daginn og hann var undirritaður. Aður fyrr var það ekki fátítt að „The Times“ kæmi fyrst allra blaða með fréttir af þýð- ingarmiklum atburðum, en nú var það orðið fátítt. „Daily Telegraph“ og „Daily News“ voru einkum þau blöð, sem „The Times“ átti í harð- astri samkeppni við. Þessi blöð voru stofnuð á sjötta tug aldarinnar, eftir að blaðaskatturinn hafði verið af- numinn. Samkeppnin olli því, að sala „The Times“ dróst saman, en sala hinna svonefndu „penny-“blaða jókst. 1881 var upplagið komið nið- ur í 55 þúsund eintök. Arftökum Delanes tókst ekki að fjölga lesendum blaðsins, önnur blöð voru ódýrari og þau keypt af stóraukn- um hópi blaðalesenda, en sá hópur óx mjög þegar áhrifa skólaskyldunnar tók að gaeta á Englandi. Mun fleiri voru nú læsir og skrifandi en áður hafði verið; þessir nýju lesendur völdu sér léttara lesefni en „The Times“ hafði að bjóða. Standard blaðsins var þessu fólki of hár. Blaðið kom auðvitað ekki til móts við þetta fólk með því að út- þynna efnið. Slíkt hefði verið mikil afturför og algjör svik við erfðavenjur blaðsins. Blaðið hélt sínu striki og sló í engu af vöndugleika og miðaði efni sitt eins og fyrr við menntaðan og gáf- aðan lesendahóp. Það má þakka það eftirmönnum Delanes, þeim Thomas Chenery og George Earl Buckle, að blað- ið hélt í horfinu. Samkeppnin var hörð og öðru hverju komu upp sögur um, að blaðið væri stjrrkt af ríkisstjórninni, stjórnarandstæðingum eða einhverjum pólitískum flokki, en slíkar sögur reyndust alltaf tilhæfulausar. Odýrari blöðin juku upplög sín stöðugt; þau voru fyrir allan fjöldann. aðgengilegri og auðveldari lesning en „The Times“, sem skrifað var fyrir „hugsandi menn“. Árið 1894 lézt John Walter III. Arthur Fraser Walter tók við af honum, og um það leyti tóku fjárhagserfiðleik- ar að há blaðrekstrinum verulega. Hér kom til harðnandi samkeppni og jafn- framt ný stjarna á festingu enskrar blaðamennsku, sem var Alfred Harm- worth, síðar Northcliffe lávarður, en hann er oft talinn faðir nútímablaða- mennsku. Hann tók að gefa út „Daily Mail“ 1896, og það blað náði þegar gíf- urlegri útbreiðslu. Northcliffe gjör- breytti blaðforminu; langar og ítarleg- ar fréttagreinar og langir leiðarar voru styttir að mun og nýir efnisflokkar teknir upp, svo sem sérstakur kvenna- dálkur, blaðursíða og framhaldssaga. Northcliffe vissi hvað kom hinum sí- fjölgandi hálfmenntaða lesendahópi og miðaði blað sitt við smekk hans og getu. Hann eignaðist mörg blöð og varð einn áhrifamesti blaðamaður og blaðeigandi Englands á sinni tið. Hann var sjálfur af þeirri tegund manna, sem hann mið- aði blöð sín við, og blöð hans berg- máluðu skoðanir fjöldans. Samkvæmt skoðun hans átti dagblað að vera fyrir \WJWAWV. 'xSvÍ»>x:Í$í$íÍ:Í: i, ■■ vc« c-x mm Ir.f - í 1 K-r-ÝvS^.'.^wV.v.'.'vwXvýýXvXvXvXjj >* •v~ ^S-J >&mr" ; mmmk 1 pi I mm. m a m m Wmrnmsmmk wtjNjcjjjiý'jýijtW: .wi-wm'.w-v MWAV.<W'X< Sir William Haley, núverandi ritstjóri „The Times“. THE TIMES SIÐARI HLUTI EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON alla, efnið skyldi vera tilreitt á sem stytztan og einfaldastan hátt, og ekki skyldi gera ráð fyrir því að lesendur þyrftu sjálfir að kryfja efnið til mergjar; málið varð að vera einfalt og alþýðlegt, og þyngri efni skyldu tætt upp í auðmeltanlega lesningu. Þessari stefnu í blaðamennsku var vel tekið af öllum fjöldanum, en þeir, sem vanizt höfðu vandaðri blaðamennsku, höfðu hina mestu ömun á þessari nýjung. „Daily Mail“ var kallað „blað fyrir sendla, skrifað af sendlum“. Og þetta vissi Northcliffe manna bezt; blöð hans voru miðuð við sendlana, sem voru að vinna sig upp, og þessi ár voru einmitt ár sendlanna. Enskt þjóðfélag var að breytast; hið fastmótaða stéttaþjóðfélag var tekið að riðlast; hinir „nýríku" lögðu meira til málann en áður; fornar hefðir höfðu margar hverjar glatað inntaki sínu vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Jf essir tímar hentuðu vel mönnum af gerð Northcliffes og blöð hans náðu gífurlegri útbreiðslu, en blöð á borð við „The Times" drógust aftur úr. Skömmu eftir aldamótin var svo komið, að áhrifa Northcliffes og blaða hans gætti í æ ríkara mæli og fjárhagserfiðleikar „The Times“ jukust óðum. „The Times“ var í augum Northcliffes sá kastali, sem hann hlaut að vinna og varð að vinna. Hann tók nú að gera áætlanir um að kaupa blaðið. Hann hafði skömmu fyrir aldamótin óskað eftir því, óformlega að vísu, að fá blaðið keypt, en því var hafnað. 1908 tókst honum að komast yfir tvo þriðju hlutabréfa í „The Times“, og þar með rættist draumur hans. Ástæð- urnar til þessa voru fjárhagserfiðleikar blaðsins og ýtni og sambönd North- cliffes. Blaðið hafði varið óhemju fé til fréttaöflunar; talið er að „The Times“ hafi varið um 50 þúsund pundum til fréttaöflunar í rússnesk-japanska stríð- inu; blaðið sendi sérstakt skip mannað íréttariturum til þess að fylgjast með gangi stríðsins. Northcliffe varð að heita því, gegn því að fá keyptan meirihluta hluta- bréfanna í blaðinu, að gera engar breyt- ingar á blaðinu og hafa ekki afskipti af stefnu þess í stjórnmálum. Þessi kaup voru illa séð af mörgum, og til að friða þá kom Northcliffe ekki nálægt rekstri blaðsins allt fram til þess, að íyrri heimsstyrjöldin brauzt út. í byrj- un stríðsins tók hann að móta stefnu blaðsins, og sumir vilja láta liggja að því, „að hann hafi átt nokkurn hlut að því, með afstöðu „The Times", að skerpa afstöðu Breta og brezku stjórn- arinnar til stríðsþátttöku", og að „hlut- leysisstefna hafi átt sterka formælend- ur bæði meðal viðskiptajöfra í City, frjálslyndu blaðanna og almennings". T alið er, að „The Times“ hafi haft mikil áhrif á friðarsamningana og þar hafi gætt mjög áhrifa North- cliffes. Stefna blaðsins um stríðsrekst- urinn var oft á tíðum andstæð stefnu rikisstjórnarinnar, og 1915 var ágrein- ingurinn svo mikill, að í hálft ár var utanríkisráðuneytið lokað ritstjórum blaðsins. Northcliffe hafði reynt að auka sölu blaðsins 1913 með þvi að lækka verð þess úr 3 pence í 2 pence, en salan jókst ekki við þetta. 1914 var verðið enn lækkað, niður í 1 penny, og við það jókst salan úr um 50 þúsund eintökum í um 200 þúsund eintök. Þessi aukning stafaði að nokkru einnig af áhuga manna á stríðinu. Með þessum aðgerð- um komst rekstur blaðsins á fjárhags- lega tryggan grundvöll og einnig með ýmsum endurbótum á prentvélakosti og betri vinnuhagræðingu, sem kostaði Northcliffe um 100 þúsund pund. Hann hafði keypt hlutabréfin á 320 þúsund pund og honum hafði tekizt „að gera þessa gjaldþrota afturgöngu 19. aldar að blómstrandi fyrirtæki tuttugustu ald- ar“, eins og segir í sögu blaðsins. Blaðið mátti þakka viðskiptaviti North- cliffes viðreisn sína; „hefði snilli hans ekki komið til, hefði blaðið lognazt út af fyrir síðustu aldamót", segir sama heimild. Northcliffe ætlaði sér að gera „The Tirnes" að málpípu sinni, en honum tókst það aldrei að fullu, og hefði hon- um tekizt það, þá hefði hann með því eyðilagt blaðið; sjálfstæði þess hefði þá verið úr sögunni og vald þess sem vand- að og öruggt fréttablað hefði að engu Oi'ðið. Northcliffe lézt 1922, og sam- kvæmt kaupsamningnum hafði verið fest í samningum, að eftir fráfall hans yrði að bjóða hlutabréf hans í „The Times" Walter-fjölskyldunni fyrir ákveðið verð. John Walter IV krafðist þessa réttar, og ásamt honum var John Astor aðalkaupandinn. Með þessum kaupum voru áhrif Northcliffes öll; blaðið var aftur komið í hendur þeirra, sem héldu fast við forna hefð þess. Geoffrey Dawson hafði verið ritstjórl blaðsins, en sagði af sér 1919 vegna ágreinings við Northcliffe um brezka innanlandspólitík; nú var hann ráðinn aftur að blaðinu. Með þessari ráðningu var aftur upptekið fullkomið sjálfstæði ritstjórnarinnar og blaðið verður aftur Framihald á bls. 6. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.