Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 12
Háskólabókasafnið Framhald af bls. 1. skólabákasafni og fengið til þess lítið hljómplötutæki til að bregða á plötu, þótt lengra verði að leita til að njóta fyllstu tóngæða. Bsekur þær, sem safninu hafa borizt að gjöf, bera að jafnaði stimpil með nafni síns fyrri eiganda eða þá bók- merki hans, sem minna bókaverði og aðra, sem um fjalla, stöðugt á þá þakk- arskuid, sem safnið stendur í við gef- endur. Er raunar vant að sjá, hvar hag stofnunarinnar væri komði, ef 1 |'m hefði ekki notið góðs hugar og örlætis hinna fjölmörgu gefenda, allt frá fyrstu tíð. V. S íðan árið 1941 hefur Háskóla- bókasafn notið þeirra hlunninda að fá eitt eintak allra rita, sém prentuð eru Þorsteinn Konráðsson á íslandi og prentsmiðjur eru lögum samkvæmt skyldar að láta af hendi. Landsbókasafn annast þessi prentskil og dreifingu til annarra safna, sem þeirra njóta. Það er Háskólabókasafni nokkur byrði, að skyldurit þessi berast því 611 óbundin eða jafnvel í lausum örkum og allkostnaðarsamt að kaupa handband á allar þær bækur, sem nauðsynlegt er þó að eiga bundnar. Það er því tillaga mín, að sú tilhögun prentskila verði tekin upp, að sem flest rit séu tekin í forlagsbandi og forlögunum verði greiddur sá aukakostnaður samkvæmt reikningi. Forlagsband, sem unnið er í vélum, er 4—5 sinnum ódýrara en hand- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unnið band, og mundi yfirleitt vera fullnægjandi að endingu. Ýmsir munu þeirrar skoðimar, að Hbs. aetti ekki að binda sér þann bagga að taka við öllum prentskilaritum, heldur hafa einungis valfrelsi um þau rit, sem háskólanum séu nauðsynleg. Eftir að hafa starfað að móttöku þessa efnis um skeið, hef ég þó sannfærzt um, að safn- ið geri rétt í því að taka við skyldu- eintökunum óskiptum, enda mundi það verða bókavörðum tímafrekt að eiga að velja úr og þá sífellt vafamál, hverju ætti að hafna enda er það svo, að flest af því, sem prentað er í landinu, getur komið háskólanum til góða fyrr eða síð- ar, jafnvel þótt ómerkt þyki, einkum þegar að því kemur, að aukin áherzla verði lögð á félagsvísindi og rannsókn- ir á íslenzku þjóðfélagL VL M ikilsverður þáttur bókaöflunar er bókaskipti. Háskólabókasafn er nú í skiptasambandi við um 230 erlenda há- skóla og aðrar vísindastofnanir. Send eru einkum rit, er háskólinn gefur út, svo sem Árbók, Kennsluskrá, Studia Islandica og doktorsritgerðir, og auk þess tví'fik annarra bóka, ef um slíkt er að ræða. Einnig fara fram á vegum safnsins skiptasendingar fyrir Vísinda- félag íslendinga, en það hefur slik skipti við um 100 stofnanir, einkum erlend vísindafélög. í staðinn fáum við send rit, sem hinar erlendu stofnanir gefa út, og eru þessi viðskipti í flestum til- vikum einkar hagstæð okkur, því að flestar stofnanir láta sig ekki muna um að senda drjúgum meira en við höfum að láta á móti, aðeins ef góðri reglu er haldið. Er enginn vafi á, að slik bókaskipti mætti stórauka, ef tími gæfist til að sinna þeim nægilega, en fá utanríkisviðskipti hygg ég, að veiti smáþjóð hlutfallslega meiri hagnað en þessL í lögum um Lbs. frá 1949 segir, að safnið skuli „reka miðstöð bókaskipta við erlend söfn og vísindastofnanir“. Ákvæði þetta hefur ekki komizt í fram- kvæmd enn þá, en mikil nauðsyn er á, að það dragist ekki lengi úr þessu. Þyrfti einn vel hæfur maður að geta helgað sig þessum þætti algjörlega, og tæki hann þá að sér skiptaþjóniustu íyrir sem flestar sérfræðistofnanir. Tel ég víst, að laun slíks manns mundu fljótt skila sér ríflega. VIL E ins og margorft hefur komið fram á undanfömum mánuðum, var ár- ið 1957 samþykkt þingsályktunartillaga, þar sem stefnt var að sameiningu Lbs. og Hbs., m.a. með það fyrir augum að fá stærra safn og koma á betri nýtingu og hagkvæmni í rekstrL Flestir munu sam- Úr lcsstofu læknancma á annarri hæð >' ■ ■' f '••• ., I Í > UvnJ I •'fl-tJi'.. i ■ '. ■•■..' ■•'.- .. ., ,. ! >í6Í,rtír"-, • “*• ' ' - ■ ■- • ' ' • •fýyV’ f' §8? | || : Túnaritaskápur í lestrarsal ----------------------------- 27. febrúar 1968 mála fxm, að þessi leið sé hin bezta, sem völ er á, þar eð svo fámennri þjóð sé ofviða að halda uppi tveimur full- komnum vísindabóka./ifnum. Forsenda þess, að af slíkri sameiningu geti orð- ið, er bygging allstórrar bókhöðu á lóð háskólans. Nokkur bið virðist ætla að verða á, að þetta nauðsynjamál kom- ist í framkvæimd, og á meðan svo stend- ur, á Hbs. ekki annarra kosta völ en að búa sem bezt um sig í sínu núverandi húsnæði. Hafa í því skyni verið gerðar í safninu síðastliðin ár verulegar húsa- bætur. í kjallara hefur safninu verið fengið aukið húsrými, og þarf þó að hugsa fyrir frekari aukningu þess hús- næðis áður en langt um líður. Einnig hafa verið gerðar lagfæringar og aiukið við hillurn í þeim herbergjum, sem safnið hafði fyrir, og vinnustaða á aðal- hæð safnsins hefur verið stórbætt með öflun nýs húsbúnaðar og tækja. Þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar í lestrarsal, sem miða að því að næðis- samara verði þar við lestur og smíðað- ur nýr tímaritaskápur. Erum við bóka-»i Skúli Hansen verðir mjög þakklátir fyrir það fulltingi, sem við höfum fengið til þessara fram- kvæmda. VIII. egna þeirra umbóta, sem nú hef- ur verið lýst, hefur aðstaða öll batnað til þjónustu við notendur safnsins. Þykir mér ástæða til að gera nokkra grein fyr- ir, hvaða not stúdentar og aðrir geti haft af bókasafninu og hvernig það reynir, þótt af vanefnum sé, að koma til móts Finnur Jónsson við þarfir þeirra. Leikur mér raunar grunur á , að vegna ókunnugleika kom- ist margir stúdentar seint eða aldrei upp á lag með að hafa full not af safninu. Leggja ber áherzlu á, að Hbs. er fyrst og fremst hugsað sem vinnubóka- safn fremur en safn af ritum, geymd- um til minja, þótt safnið kunni auðvitað vel að meta gamlar og verðmætar bæk- ur, sem því berast örðu hverju og fái þeim örugga geymslu. En safninu er engin skylda á herðar lögð um að þaul- safna íslenzkum bókum, svo sem raun- in er um þjóðdeild Landsbókasafns, og meginþorrinn af bókum safnsins er- lendum sem íslenzkum (að Benedikts- safni undanskildu) er falur til útlána, ef mikil notkun á lestrarsal hamlar eigi. Þá er einnig sá háttur á hafður, að gestum er heimilt með leyfi og eftir tilvísun bókavarða að ganga um geymslur safnsins og velja sér bækurn- ar sjálfir, enda ryður sá háttur sér víða til rúms í söfnum erlendis (open access). Til leiðbeiningar hefur merk- ingum eftir efniflokkum verið komið fyrir á nokkrum af skápum safnsins, og verður áfram unnið að því verk- efni, eftir því sem ástæður leyfa. Reynt er að gefa safngestum kost á að fylgjast með því nýjasta, sem safn- inu berst. í því tilliti er vert að benda á tímaritaskáp þann í lestrarsal, sem áður var nefndur, en hann rúmar á aðgengilegan hátt um 140 tímarit, og eru þar ávallt höfð til sýnis nýjustu heftin. Auk þess eru í hillum á bak- hlið skápsins kennsluskrár erlendra há- skóla og ýmis blöð, tímarit og bækling- ar almenns efnis sem safninu berast. Við sum erlend bókasöfn er sá hátt- ur á hafður að láta fjölrita eða prenta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.