Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 2
|l§!|k að er fleira konunglegf við Cecil Harmsworth King en nafnið. Hann er næstum því tveir metrar á hæð, og hann er óum- deilanlegur blaðakóngur Breta, að vísu í harðri samkeppni við annan blaðajöfur, Roy Thomson, nú Lord Thomson of Fleet, sem sagt var frá hér í Svipmynd Lesbókarinnar 5. desember síðastliðinn. Cecil King er stjórnandi fyrirtaekis- ins „Internatio-nal Publishing Coi'pora- tion“, sem ræður alls 243 blöðum, og eru mörg þeirra gefin út utan Stóra- Bretlands. Auk þess á fyrirtækið meiri- hluta í útvarpsstöðvum, pappirsmyllum o.s.frv. Cecil King er formaður félags brezkra blaðaútgefenda, „The Newspap- ers‘ Proprietors” Association", frá 1981, og í þeirri stöðu heíur hann ferðazt víða um heim til þess að standa fyrir áróðurs- og auglýsingaherferðum, sem eiga að stuðla að aukinni sölu brezkra blaða jafnt meðal enskumælandi þjóða og þeirra, sem ekki eiga ensku að móð- urmáli. C ecil King er umdeildur og óút- reiknanlegur maður, sem ekki er gott að átta sig á. Hann dregur enga dul á skoðanir sínar, en gallinn er sá, að hann skiptir svo oft um skoðun, eða öllu heldur: hann virðist stundum hafa tvær ólíkar skoðanir samtímis á sama hlutn- um. Skýringin á þessu er líklega sú margyfirlýsta kenning hans, að blöð hans eigi ekki að móta almenningsálit- ið, búa það til eða hafa áhrif til skoð- anamyndunar á lesendur, heldur eigi þau þvert á móti að elta almennings- álitið. „Blöðin eiga ekki að leiða fólk- ið, heldur fólkið blöðin“, segir hann. „iHvað er athugavert við það? Almenn- ingsálitið er ágætt og skoðanir lesenda yfirleitt heilbrigðar. Það ríður á öllu fyrir velgengni blaðanna, að þau séu á sömu skoðun og fólkið. Þess vegna þurfa þau að vera í nánum tengslum við almenning, hlera tal fólksins og skynja, Ihvert straumurinn liggur“. Þessar kenn- ingar endurtók Cecil King fyrir nokkru, þegar hann varð 65 ára gamall, en hann er fæddur 20. febrúar 1901. Þessi afstaða getur stundum leitt til þversagna, eins og þegar hann réðst á bandaríska blaðamennsku fyrir sömu hlutina, sem einkenna blaðaútgáfu hans sjálfs. í þessu sambandi ber að taka það til greina, að hann hefur löngum haft litlar mætur á Bandaríkjamönnum og getur stundum ekki stillt sig um að reka hnýflana í þá. Tækifærið, sem hann valdi til árásarinnar, var i Washington- borg fyrir fimm árum, þegar hinn virðu- legi pressuklúbbur þar í borg bauð honum vestur um haf til þess að flytja aðalræðuna á hátíðafundi klúbbsins. Hina frægu ræðu sína hóf hann þannig: „Bandarísku blöðin innihalda margar fermílur af væmnu orðaskvaldri og kjaftæði undir klaufalegum og illa upp- settum fyrirsögnum......Ég óska ekki eftir því að svara þessari tuskiupoka- fylli af spurningum, sem þessi háæru- verði söfnuður hér hefur beðið mig um að svara á eftir ræðu minni . . .“. í lok ræðunnar réðst hann ofsalega á „öld- ungana í Evrópu", þeirra á meðal Mac- millan, þáverandi forsætisráðherra Breta, og „úrelta utanríkisstefnu Banda- ríkjanna“. Eiginlega hafði hann allt milli himins og jarðar á hornum sér, nema kúrekamyndirnar í bandaríska sjónvarpinu. Þær voru hið eina, sem fann náð fyrir augum hans. M önnum fannst einkennilegt að iheyra þessi orð af vörum Cecils Kings, því að múgmennsku- eða fjöldablöð hans, eins og t.d. „Daily Mirror" og „Sunday Mirror“, hafa verið svo troð- full af nauðaómerkilegu léttmeti, hálf- sanninda-i>ólitík, persónulegum óþverra, lélegum stíl, væminni blaðamennsku og kjaftaslúðri, að engin blöð í víðri ver- öld komast í hálfkvisti við þau og alls ekki „gulustu blöðin“, blöðin í Banda- rikjúnum. Hann, sem ræðst á fyrirsagn- ir í bandarískum blöðum, gefur sjálfur út blöð í Bretlandi og viðar, er hafa gert margra sentímetra háar fyrirsagn- ir að sérgrein sinni, þar sem orðin ,,sex“ (kynferðislegur) og „royal“ (konungleg- ur) verða helzt að koma fyrir. Bezt þykir honum, ef bæði er hægt að koma kynferðismálum og konungsfjölskyld- unni fyrir í sömu fyrirsögninni. Þetta tvennt álítur hann, að sé ómótstæði- legt fyrir brezkan blaðakaupanda. Undir kjörorði sínu, „Eltum al- menningsálitið“, hefur hann háð barátt- una í Fleet Street, aðsetursgötu brezkra blaða, og undir því hefur hann unnið marga sigra. í Flotastræti er eilíf bar- átta háð, en á seinni árum hefur hún verið óvenju harkaleg og krafizt fleiri fórna en áður eru dæmi til á jafnstutt- um tíma. Á tíu árum hafa mörg stórblöð skorizt úr leik og gefizt upp. Sum þeirra, sem dáið hafa „blaðadauðanum", hafa haft meira en einnar milljónar eintaka upp- lag, Hgr skulu nokkur blaðanna talin: „New Chionicle“, „Sunday Dispa-tch“, „Sunday Graphic“, „Sunday Empire News“, og tímaritin: „Picture Post“, „Illustrated“, „Everybody’s“ og „Today“. ,Blaðahringar fyrirtækja eins og Hult- ons, Newnes, Kemleys og Odhams hafa farið sömu leið, þ.e.a.s., þau hafa komizt undir stjórn Cecils Kings eða hins blaðakóngsins, Thomsons lávarðar af Fleet. Thomson ræður nú yfir 128 dagblöðum, 111 vikublöðum og 14 sjón- varpsstöðvum á Bretlandseyjum, í Kan- ada og mörgum öðrum löndum. A ðeins eitt nýtt blað hefur orðið til á þessum árum. Það er „The Sun“, sem Cecil King bjó til á rústum Verka- mannaflokksblaðsins „Daily Herald“. Blaðið hóf göngu sína um haustið 1984 eftir stórkostlega auglýsingaherferð, sem kos'taði um 44 millj. ísl. kr. Takmarkið var þriggja milljóna eintaka upplag, en það heíur ekki enn náðst. Blaðið lif- ir enn, en ekki allt of góðu lífi. Kappið milli Thomsons og Kings hófst fyrir alvöru árið 1959, þegar Thomson keypti „Sunday Times“ af Kemsley lávarði. Þetta var þá virðulegt blað í talsverðu áliti, en ekki skemmtilegt. Roy Thomson breytti blaðinu mjög, og Cecil King tók þetta sem eins konar einvígisáskorun. Helzti keppinautur vikublaðsins „Sunday Times“ þá var hið mikilsvirta og óháða vikublað „Observ- er“. Ekki leið á löngu, unz „Sunday Times“ hafði tvöfalt stærra upplag en „Observer“. Orsök þess var ekki hvað sízt glæsilegt og litprentað fylgirit „Sunday Times“, sem kostaði Thomson óheyrilegt fé að koma á fót árið 1962 og var honum þungur fjárhagslegur baggi framan af, (t.d. tapaði hann rúml. 80 millj. ísl. kr. á því fyrsta árið), og um síðir urðu hin vikublöðin að feta í fótspor hans og gefa út litprentaða kálfa. „Observer“ reið fyrst á vaðið, og síðar fór „Daily Telegraph“ að gefa út litprentað fylgirit á föstudögum. Síðustu tvö ár hafa staðið yfir samningaviðræð- tir milli forráðamanna fyrir „Daily Mail“ og annars blaðs um stofnun sam- eiginlegs prentsmiðjufélags, sem gæfi út litprentuð fylgiblöð. C ecil Harmsworth King er systur- sonur blaðajöfursins, sem gerbreytti brezkri blaðaútgáfu. Móðurbróðir hans var sjálfur Northcliffe lávarður, sem bar ægishjálm yfir aðra blaðaútgefendur um sína daga. Faðir Cecils var Sir Lucas White King, írskur maður, sem bjó í Indlandi fyrri hluta ævi sinnar, en sett- ist síðan að í heimaborg sinni, Dyflinni, og varð þar prófessor í Austurlandamál- um. Kona hans og móðir Cecils . var Geraldine Adelaide, systir Lords North- cliffes. Faðir Cecils vildi, að hann gengi í herinn eða utanríkisþjónustuna, en Alfred Northcliffe fór snemma að hafa áhrif á lif hins unga frænda síns. Cecil gekk í skóla í Winchester og lagði stund á sagnfræði í Oxford. Þegar á námsár- unum fór að vinna sem fréttaritari við tvö blöð móðurbróður síns, „Times“ og „Daily Mail“, og að námi loknu, var hann ákveðinn í að gerast blaðamaður. Hann var fyrst blaðamaður við „Glas- gow Record", sem hann keypti síðar á ævinni, og árið 1926 varð hann frétta- ritari við „Daily Mirror“, sem annar frændi hans átti, sá, er síðar nefndist Rothermere lávarður. Fljótlega hætti hann beinni blaðamennsku, er hann var ráðinn til starfa við útgáfu- og auglýs- ingadeild blaðsins, en á því sviði hefur hann mesta hæfileika. Þremur árum eftir að hann hóf þar störf, var hann skipaður aðalframkvæmdastjóri blaðs- ins. Arið 1934 hafði upplag „Daily Mirror“ dalað niður í 800.000 eintök á dag. Þá tók Harry Guy Bartholomew við ritstjórninni. Hann endurskipulagði alla blaðastjórnina og gerði „Daily Mirror“ að hinu vel ritstýrða, hlífðar- lausa og oft samvizkulausa baráttublaði, sem það hefur síðan verið. Oft blöskraði mönnum hin vægðarlausa baráttuað- ferð blaðsins. Margir hötuðu það bók- staflega, og enn fleiri lögðu fæð á það eða höfðu skömm á því, en — það var lesið! Winston Churchill lét þau orð einu sinni falla á heimsstyrjaldarár- unum síðari, að „þessi .... (svo sem hann kvað á) . . . „Mirror“ ræki ein-u umtalsverðu fimmtuiherdeildarstarfsem- ina á Bretlandseyjum". Þess eru mörg dæmi í brezkri blaða- sögu, að snilligáfa meðal hinna hæf- ustu og áhrifamestu ritstjóra hefur hald- izt í hendur við vissa tegund af skap- brestum, sem orðið hafa að geðveiiu með óskaplegu striti og t-augaspennu margra ára. Svo fór um Bartholomew. Þegar hegðun hans fór að verða æ undarlegri, var honum vikið til hliðar og King gerður að aðalritstjóra. Mr etta var upphafið að blaðaveldi Cecils Kings. Ný blöð voru stofnuð og gömul keypt í Bretlandi, Afríku og víðar. Síðar bættust við útvarps- og sjónvarpsstöðvar, prentsmiðjur og papp- írsmyllur, skógar og verksmiðjur, blaða- hringar og tímarit. Framhald á bls. 14 Framkv.slJ.: Siglus Jónsson. Ritstjórar: Sigurðor Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garöar Kristinsson. Ritstjórri: Aðalstrseti 6. Sími 22480. Utgefandi: Il.f. Arvakur. Reykjavilc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. fébrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.