Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 9
Akureyri, Isafirði, Akranesi og í Vest- mannaeyjum og Keflavík og að sjálf- sögðu í Reykjavík, hvar ég hélt sýningu nú í vetur. — Seldirðu margar myndir í vetur? — Já, þó nokkrar og þar gerði ég einhver beztu kaup, sem ég á allri minni lífsbraut hef gert hingað til. Á sýninguna kom til mín bóndi nokkur, Bjarni Guðmundsson að nafni, sem kenndur er við Hörgsholt í Hreppum. 3jarni er maður skemmtilegur og hag- yrðingur góður og varð hann svo hrif- inn af myndunum mínum, að hann lang- aði til að eignast eina, en þar eð hann átti enga peninga, en 27 hross, bauð hann mér 'hross fyrir mynd. Ég féllst á kaupin, en sagði jafnframt, að ekki gæti hann látið mig tvímenna með frúna. Hann féllst á það og spurði, hvort hann mætti þá ekki velja sér aðra upp á sömu kjör, hvað ég einnig féllst á. í gær birtist svo gamli mað- urinn með tvo góðhesta, svo að öllum líkindum förum við hjónin í reiðtúr um næstu helgi. Vona ég, að báðir séu ánægðir með kaupin, að minnsta kosti erum við hjónin það. Jr annig er á stundum unnt að fá líf fyrir list, sé hún nógu lífræn, hugs- um við og bros'um að sögunni. Við spyrjum nú Svein, hvenær hann hafi hafið þetta tómstundagaman sitt og hann svarar: — Ég er fæddur á Skálum á Langa- nesi 1925, en fluttist til Vestmanna- eyja 9 ára gamall. Þaðan stundaði ég svo sjó um mörg ár og var m.a. kokkur á mótorbátnum Skaftfellingi öll stríðs- árin og sigldi með fisk til Fleetwood. Skipstjóri var Falli krati (Páll Þor- bjarnarson), sá er bjargaði á stríðsár- unum 53 þýzkum kafbátsrr.jinnuum sem frægt er orðið. Á Halanum málaði ég mína fyrstu mynd. 1’949 fór ég í Stýri- mannaskólann og kynntist þá konunni minni sem er borinn og barnsfæddur IHafnfirðingur, svo að þar höfum við skýringuna á því, hvers vegna ég fór aldrei aftur til Eyja, nema til þess að sýna myndir, segir Sveinn og brosir til írúarinnar. — Hvar lærðirðu svo að mála? — Ég sendi nokkrar myndir til lista- háskólans í Kaupmannahöfn ásamt um- sókn um skólavist. Ég var síðan eitit ár við nám þar, en hélt síðan til ítalíu ásamt konunni minni, þar sem við skoð- uðum listaverk gömlu meistaranna, en á því held ég, að ég hafi nú lært mest. Við spyrjum nú frú Solveigu, hvort hún hafi ekki gripið í pensil, svona annað slagið, og hún svarar: — Mér hefur aldrei þótt gaman að mála, en þó reyndi ég það í Ítalíuferð- inni, þar eð allir voru símálandi, en ég held ég hafi bara stælt bóndann — og hún brosir. A llt í einu rekum við augun í mjög sérkennilega mynd, sem stendur úti í horni í vinnuherberginu. Sveinn segir okkur, að hún sé eftir Niels Vagn Jensen, bróður Hendriks Vagns Jensens, en með honum hefur Sveinn haldið samsýningar í Danmörku. Niels þessi fórst í fyrra, aðeins 25 ára gamall. Hann hafði lagt upp í ferðalag suður í Evrópu, ráðið sig á skip, sem síðan hafi hvolft við Grikklandsstrendur. Hann var sá eini, er fórst, vegna þess, að hann fór undir þiljur til þess að bjarga mynd- unum sínum og sökk með skipinu. Þetta var efnilegur, ungur listamaður og er mikil eftirsjá í honum. — Ráðgerirðu sýningu á næstunni? .— Ég á nú fimm myndir á sýningu I Charlottenborg, svokallaðri Censur- vorsýningu. Ég hef sýnt þar undanfar- in ár, sýndi fyrst af aðeins eina mynd, í fyrra tvær, en nú, eins og ég, sagði áðan, t fimrn. . Sveinn við vinnu i vinnustofu sinni. — Svo að þú ert á uppleið? — Ja, það skal maður vona, segir Sveinn og hlær. Ungi drengurinn frá Skálum, kokk- urinn á Skaftfellingi, sem nú er vörður laga og réttar í Hafnarfirði, hefur náð Framhald af bls. 3. angrar mig. Allir.allir reika þeir í myrkri sínu — fyrir utan mig. Allir, allir hafa þeir lært að þylja þessa mein- ingarlausu fingrabókstafaromsur. Ég ein er sjáandi, en þú getur talað við mig á fingramáli. Dag einn mun ég segja: Ég er líka sjáandi. Þið getið ekki lengur leikið á mig með þessum þjóðsögum ykkar. Komið hingað og talið í alvöru >ess í stað. Játið. En ég fæ þá aldrei til að meðganga, þótt ég yrði hundi'að ára. Það veit ég. Stundum gerist ég efablandin í trú minni: Kannske geta þeir séð í raun og veru, þegar öllu er á botninn hvolft? Öll leikni þeirra, hraðinn, getan og fyrir- gangurinn gæti bent í þá átt. En hvað er það? Hvað gerist, ef maður sér? Er það í rauninni nokkuð merkilegt? Er nokkuð til, sem ég mundi skilja bet- ur, skynja á annan hátt, ef ég gæti séð? Hvað mundi ég annars sjá, ef svo færi? Mig sjálfa? Mundi ég sjá sjálfa mig? Aðra? Sjá þeir aðra? Heiminn? Lætur heimurinn skoða sig? Hendur mínar grípa fast um trjá- grein. Ég finn safann slá eins og slag- æð undir berkinum. Ég veit, hvað ger- ist, þegar hárfínar æðarnar sjúga rak- ann úr jarðveginum, sía næringarefn- in og flytja þau í mildar matargerðar- stöðvar blaðanna. Hvernig mold, leðja og regn verður að blaðgrænu, jurt, skugga, glöðum leik vindanna, skógar- gróðri, er skýlir nekt landanna. Verður timbur eftir dauðann. Verður hús, brenni, og ljós og aska og mold, leðja og regn. Allt þetta veit ég, og ég hugsa um það, meðan hendur mínar halda fast, fast um ungu greinina. Og hvað sjá þeir? Bara trjágrein. Eins og grófan, snúinn kaðal. Þeir kalla hana ryðbrúna. Eða gulgráa. Eða barkarrauða. Eða glansandi sem silki, hrjúfa eins og fílshúð, slétta eins og gúmmí. Hvað hafa þeir svo haft upp úr krafsinu? Að sjá og gefa þessu nöfn? Ég las hjá einum höfundi í blindra- leturs-bókasafninu: „Trjástofnanir skörtuðu brúnum og gráum blæbrigðum. En lengra burtu léku fjólubláir voreldar í krón- unum, og reyklituð hula hvíldi yfir lundinum. Brátt mundi hann loga og varpa gulgrænum bjarma á dimman bari'skóginn i baksýn“. Ég sagði við svo langt í frístundastarfi sínu að verða hlutgengur á vórsýningunni í Charlottenborg. Sveinn er enn ungur maður. Það er því ástæða til að ætla, að hann eigi enn margt gott ógert. m. f. sjálfa mig, að tré hans skörtuðu X og Y, að greinarnar væru b-litar með z-blæ- brigðum. Svona mörgum óþekktum stærðum dembdi hann yfir mig í einni svipan. essa flóknu líkingu mundi ég aldrei geta leyst. En sjálf er ég honum óráðin gáta. Óþekkt stærð að eilífu. Hann hafði aldrei einn einasta dag ævi sinnar verið blindur eða heyrnarlaus. Frammi fyrir honum er ég bæði X og Y í einni persónu. Og hann mundi aldrei fá mínar óþekktu stærðir að ganga upp. Ókunnu stígarnir eru mínir vegir. Hann, vesalingurinn, getur aðeins þrætt sig gegnum heiminn eftir óreglubundnum litasporum á penslaborði málarans. Ég er svört kisa, lokað skrín, sem einhver hefur læst til að fleygja síðan lyklinum beint út í geiminn. Nú svíf- ur hann um kring eins og þunglama- legur fugl án hreiðurs. Allir lífklumparnir á hinum enda mörg hundruð fingra, sem dag hvern snerta fingur mína og skilja eftir sinn hljóðlausa boðskap. Svindlsneplar á flögri yfir landamærin. Dulmálsskeyti í njósnakerfi, er teygir sig úr einu landi í annað. En ég. Ég sit í mínu hlýja, loðna myrkri, mínu hvíta, skínandi myrkri, í minni skarkandi, bankandi, drynjandi þögn og efast um þá. Ég efast um augu þeirra og eyru. Víst er það yndislegur draumur, — er það ekki? Setjið eyru úr leir á leir- krukkuna, og strax heyrir hún vatnið gutla í sér. Þrýstið blárri marmarakúlu inn í appelsínuna, og hún getur virt fyr- ir sér sterka og litríka gróskuna um- hverfis sig og séð í hægri augnkrókn- um, hvernig daggardropi bisast hægt og sígandi á blaðrönd, þenst út, hikar, bif- ast upp og niður og síðan aíit í einu — horfinn. En ég, sem ekki sé, veit, að dropinn lenti á höfðinu á gömlum froski og splundraðist í þrjú hundruð milljónir agna, — sumar „sýnilegar“, aðrar ó- greinanlegar „berum augum“, en dagg- arhula settist eins og kóróna á skall- ann á dauðskelltuðu dýrinu, sem brölt- ir á stað með flaksandi húðkápuna á vit örlaga sinna ... Falleg er sagan um eyrnaskelina og augasteininn. Kannske hefur sá draum- ur orðið til við hafið. Augun eru sögð líta út eins og vatnið. Eyrun niða á sama hátt og hafið. Svo segja þeir trú- uðu. En ég er ekki frelsuð. Og heldur ekki fjötruð. Ég sé og heyri utan augn- anna, handan kallfæris. En ég er svo slyng að ljóstra því ekki upp. Þeir blaðra hins vegar um allt, hendur þeirra tifa eins og lævirkjavængir í ákefð sinni að kenna mér, — hrópandi í sífelldri ástríðu sitt ákafa „Sérðu“, „Hefirðu heyrt, að ... “ — líka til mín. Ég tróna með mína vizku eins og drottning í ríki sínu. Ég finn til ábyrgð- ar gagnvart mínum nánustu. Hvernig ættu þeir að fá afborið ailan sannleik- ann? K lindan, — hvað er það annað en ranghverfan á draumi þeirra um augað? Heyrnarleysið, — aðeins djúp þögnin eftir að þjóðsögunum um eyrað er lok- ið? Ég vil ekki deila með þeim birtu þeirra og hljóðum. En samt verð ég stöðugt að deila með þeim myrkri þeirra og þögn. Kannske er ég þeirra leyndi ótti. Með hógværð rekinn í skammarkrókinn? Ég vil ekki endalaust lifa gegnum þá. En ef til vill lifi. ég í þeim? Þeir loka augunum, — þar ér ég. Þeir halda fyrir eyrun, — þar er ég. Þeir rétta hjálparvana hendurnar út í tómið, — þar er ég. Ó, mín kæru augu og eyru. V.erið ekki hrædd. Ég er hér, alltaf. Ég er einmitt til ykkar vegna. Ég er sog- andi opið á botni vatnsins og veld ör- lítilli og kyrrlátri hringiðu á yfirborð- inu. Og ég veit, að ykkur finnst öllum elskulegt að synda svo nálægt mér sem unnt er. Þið getið hvorki heyrt mig né séð, en þið skynjið mig, þegar berar hendur ykkar kljúfa djúpið, og ég stafa myrkur mitt beint á nakið hörund ykk- ar. En þetta er ekki satt. Við erum öll í vatninu. Við erum öll á sundi í átt að ókunnum botni. Við gleypum öll of stóra gúlsopa af sannindum og getum því ekki lifað á yfirborðinu lengur. Réttu mér því höndina, svo að ég geti skrifað í hana merkið „Hjálp“, rétt áð- ur en ég drukkna. En skrifi ég það af mistökum á nykurrósarblað, því að allir með augu og eyru hafa fyrir löngu sagt skilið við vatnið og horfið upp á ströndina og snúið baki við mér, meðan þungbúið þrumuský þokast upp fyrir skógarjaðarinn og varpar skugga sínum, eins og blásvartri tungu, á mitt vatn- ið... Hver tekur eftir bergmáli af svona lítilli hringiðu? Enda er senn allt orð- ið kyrrt. Það getur hver og einn þeirra séð. Og hljótt. Það geta allir heyrt. Þeir verða auðvitað að trúa sínum augum og eyrum. Hvað annað ættu þeir að geta treyst á, þegar ég uppörva þá ekki lengur með efasemdum mínum? Og ég sé strax hálffalinn ánægju- glampa á andlitum þeirra, eins og ó- sjálfráðan roða. Ég var sjónhverfing, — nú eru þeir lausir við hana. Ég var of- heyrn, — en nú er hún horfin. Ég sé þá og heyri til þeirra, eins og þeir líta út og láta, þegar þeir finna lík mitt í vatninu með nykurrósarstilk í geðsjúkri kreppu handarinnar. E n hér er ég enn. Ég ætla að halda áfram. Vera áfram. Ég er og ég verð. Síðdegisregnið fellur á hörund mitt, sem andar með mörg hundruð gráðugum húðopum. Nasir mínar skynja hljóð — láta gleði laufblaðanna, þetta rólega bað rykkornanna, — hund inn, sem leitað hefur afdreps á verönd- inni hjá mér með rakan loðfeldinn. Nú nasar hann viðkvæmt andlit mitt, og ég veit, að hann segir: Geturðu ekki talað? Ég hefi lifað mína stoltu stund. Bráð- um koma þjónar mínir úr yfirstéttinni, — rússnesku furstarnir urðu leigubíl- stjórar — og leiða mig inn. Þeir rnunu fara að segja mér ákafir, að farið sé að rigna, að Karó sitji við hlið mér, að það sé indælt að fá regn eftir svo lang- varandi þurrka, — og loks að á morgun verði farið með okkur í ökuferð niður að vatninu — I bað. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 SMÁSAGAN 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.