Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 10
SRMAVIÐTALIÐ Of margir í landsliðsnefnd — 19004. — Já. ■— Þet'ta er h.iá Lesbók Morg- uniblaðisins — er Gunnar Felix- eon við? ■— Þetta er hann. — Góðan dag, Gunnar. Okk- ur langar til að biðja þig um stutt símaviðtal •— og spyrja þig, hvernig gangi í knatt- spyrnunni. Þið eruð byrjaðir að æfa? — Já, fyrir nokkru. — Annars takið þið ykkur Ihvild yfir háveturinn, er það ekki? — Jú, ná orðið. Strákarnir Ihamast allan veturinn — og þegar maður var yngri var byrjað strax upp úr áramótun- um. Nú byrjaði ég ekki fyrr en eftir mánaðamát janúar-febrú- ar, en ég held að við höfum æft allvel. Ég á við okkur í KR. — Hver er þjálfari ykkar? — Guðbjörn Jónsson. Hann var með okkur í fyrra — og verður áfram í ár. •— Og þið æfið oft í viku? — Fjórum sinnum. Höfum tvær útiæfingar og tvær inni. Og þessar æfingar eru vel sótt- ar, mjög vel mundi ég segja. Okkur er lika gefinn kostur á að sækja þrekæfingar (hjá Benedikt Jakobssyni, en þær eru ekki jafnvel sóttar. — Þykja erfiðar? — Meira en það, hreinasti þrældómur. Við gefum næst- um því upp öndina. — En þið verið sennilega að taka á öllu sem þið eigið, ef þið ætlið að halda öllum titl- um .... —• ....og vinna „Bikarinn“ aftur. Valur tók hann í fyrra — i sjötta sinnið sem Bikar- keppnin fór fram. Við Ihöfum unnið ihann í öll hin fimm skiptin svo að eg geri ráð fyrir að v\ð reynum að endurlheimta bikarinn .... — .... og halda íslaridB- meistara- og Reykjavikur- meis'taratitlinum í þokkabót. — Já, til þess er nú leikurinn gerður. —, Nú 'hafið þið rétt á að taka þátt í Evrópukeppni meistara- liðanna? — Jú, en ég vei’t ekki til þess að ákvörðun hafi verið tekin um að verða með. — Nú, og svo er það lands- liðið. Þ'ú hefur verið svo oft í landsliðinu, að óhætt er að tala við þig sem landsliðsmann, þótt valið sé sérstaklega í liðið fyrir hvern leik. Eru margir landsleikir ákveðnir í sumar? —• Ég veit ékki um neinn. Eittihvað hefur verið rætt um að leika við Norðmenn í Nor- egi, en ég hef ekki heyrt neitt endanlegt um það. — Það er langt síðan lands- liðið lék erlendis? — Já, ég held, að það hafi ekki farið utan síðan 1963, þá tiil Englands. — Það er þá kominn timi til að halda utan? — Ja, það fer nú. eftir þvi hvernig á það er litið. Þetta er fjárfrekt fyrirtæki — og þykir ekki alltaf borga sig. Þegar úr- sli'tin verða öhagstæð tala margir um að utanferðir séu ekkj ómaksins verðar. Ég held samt, að .við vinnum eitt og annað með þeim — og lands- leikir eru nauðsynlegir öðru hvoru — jafnvel þótt við töp- um þeim. — Hvert telur þú Ihelzta ráðið til þess að efla knatt- spyrnuna og styrkja jafnframt þau lið, sem við etjum fram í keppni við útlendinga? — Já, þessári spurningu er oft varpað fram — en við það situr líka. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér fyrstu dagana eftir ósigur. Hér þarf að vinna mikið og vinna vel. Við verðum að byrja á byrjun- inni, knattspyrnuforystan þarf að leggja meiri álherzilu á að únga fólkinu sé sinnt betur, strákunum, sem eru að byrja. Til þess að ná margþráðu marki þurfa íþróttirnar að verða miklu meira en æfingar tvisvar eða þrisvar í viku. íþróttafélögin þurfa að koma sér í aðstöðu til þess að full- nægja þörfum unga fólksins í langtum ríkara mæli en nú er. Það þarf að byggja upp og þróa félagslegt starf í íþróttafólög- unum — þar sem íþróttirnar sjálfar verða einn liður starf- seminnar, ef til vill aðalatriðið en ekki það eina, sem boðið er upp á. íþróttafélögin gætu gjarna tekið starfsemi Æsku- lýðsráðs sér til fyrirmyndar. Félögin þurfa að eignast fé- lagsiheimili þar sem rúm er fyrir alla — þar sem unga fóOk- ið á víst athvarf og getur tekið þátt í alls kyns starfsemi, skap- að félagsanda á sem víðtækustu sviði. Á slíku þyrftu ilþróttirn- ar að byggja — og þetta mundi ekki aðeins auka getu okkar á íþróttasviðinu, heldur yrði slík starfsemi ávinningur fyrir þjóðfélagið í hfild. Til þess að gera þetta þarf hins vegar mik- ið fé og ég veit, að íþróttafé- lögin hafa ekki bolmagn til þess að ráðast í það, eins og málum er komið núna. Til þess að svo geti orðið þarf annað og meira að koma til, þ.e.a.s. fjár- hagslegur stuðningur. Það er mér Ijóst. — Já, það er gagnrýnt, að starfsemin snúist of mikið um stjörnurnar. — Stjörnurnar yrðu til enda þótt starfsemi iþróttafélag- anna færðist út á breiðara svið. Við mundum sennilega eignast enniþá fleiri stjörnur — og ég sé enga ástæðu til þess að þær megi ekki fæðast. Siður en svo. Þær þyrftu að verða sem flest- ar — en þar með‘ er ekki sagt, að draga þyrfti úr íþróttastarf- inu meðal yngri flokkanna. En hvert er álit ykkar knattspyrnumannanna á tillög- um, sem heyrz't hafa þess efnis, að láuna beri knattspyrnu- menn á einhvern hátt, gera ykkur að 'hálfgildings atvinnu- mönnum? — Jú, um þetta hefur verið rætt — og er það skoðun margra, að slíkt fyrirkomulag mundi ýta undir knattspyrnu- menn, hvetja þá til æfinga — eða öllu heldur, gera þeim auð- veldara að sleppa launaðri vinnu til þess að æfa reglulega. Sjálfum finnst mér þetta svo fjarlægt, að ég hef satt að segja ekki leitt 'hugann að því, ekki hugleitt þetta alvarlega. Þetta hefur ekki verið rætt í okkar hópi, íþróttamannanna. En fljótt á litið finnst mér þetta ékki nein fjarstæða. — Við minntumst áður á landsliðið, en gleymdum lands- liðsnefnd. — Já, það er engin ástæða til þess að hafa hana útundan. í stuttu máli finnst mér fyrir- komulag á Vali landsliðsins fyrir néðan allar hellur. Sam- tímis því, að þessi mál 'hafa færzt í það horf erlendis, að einn maður velji landslið — er það ákveðið á þingi KSÍ að fjölga í landsliðsnefnd úr þremur í fimm. Mér finnst þetta fáránlegt og ég er viss um, að þetta fyrirkomulag á ekki eftir að skila jákvæðum árangri — nema síður sé. Það kann að vera erfitt að finna mann, sem gæti leyst þetta af hendi. En hann er samt áreið- anlega til — og sjálfsagt fleiri en einn. — Slikur maður þyrfti líka að skipuleggja starf lands- liðsins. Það er ekki í nógu föst- um skorðum, æfingarnar m.a. yfirleitt. alltof fáar. Mér skilst- að ástæðan fyrir því sé fyrst og fremst sú, að erfitt reynist að samræma æfingar og leiki fé- laganna, og æfingar landsliðs- ins valdi því sífelldum árekstr- uim. Þetta ætti að vera hægt að laga. Hví getum við það ekki úr því að öðrum langtum; stærri þjóðum tekst það? Unndór Andmar, atómskáld (Reynir Eiríkssson), sá með svörtu augnbæturnar, og Leifur Róbcrts (Garðar Valdimarsson) ásamt forstjórafrúnni, Pálínu Ægis, sem Erla Axelsdóttir lék með mikl- um ágætum. J.esbók æskunnar Frámihald af bls. 7 aðeins einn stóð eftir uppi, Egill Hannes Skallagrimsson, sem var leikinn af Eiríki. — Fundarhamarinn var all- nýstárlegur, — Já, við höfðum salernis- sett í hlutverki fundarhamars- ins, þ.e. vatnskassa, sem tengd ur var við það, sem við nefnum á óvönduðú fnáli „klósettskál". Þennan forláta fundarhamar íann Ingimar Halldórsson upp, sem jafnframt var fundarstjóri og „sturtaði" málirm niður. (Af dagskrá). — Hvað tók það ykkur lang- an tíma að semja „Tjöruna“? — Þetta hefur verið að skap- ast hjá okkur síðustu vikuna. — Þú munt vera ein af aðal- Sprautunum í félagslífi skólans, Eiríkur? ; — Ég er víst skrifaður iátstjóri skólablaðsins, Viljans. Auk þess er ég formaður tækni klúbbsins. — Má búast við, að Tjara III verði flutt á næsta nemenda- móti. — Ætli það! og þó! Hver veit? Hér hefur aðeins verið drepið á fáein ariði, sem fram komu á nemendamóti Verzlunar skólanema. Við þetta mætti t.d. bæta þjóðdansasýniiigúnni, tvísöng karla, söng Kátra félaga og fleira, en eigi er rúm til. þess, að þessu sinnL Nemendamótið fór vel fram í alla staði, og má með sanni segja, að nemendur hafi orðið skóla sinum til miki'ls sóma. Stærsta þáttinn í því, hve vel mótið fór fram, átti eflaust for maður nemendamótsnefndar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ætla má, að hann hafi þurft i mörg horn að líta síðustu dag- ana fyrir mótið, því að svo viðamikið var það. Má hann vera ánægður með árangur starfs síns í alla staði. — b.sív. DRAUMUR I fögrum hvammi við fundumst fyrsta sinni. Fegurð kvöldsins líður mér seint úr minni. Þá sungu þrestir ástarljóð angurvær: ég áræddi þig að kyssa, þú varst mér svo kær. Síðan kom tunglskin, svartir skuggarnir viku, syanfögur hvarfstu burt úr nálægð minni, en þér láðist að láta rnig vita hvernig fundum okkar bar saman fyrsta sinni. Sæmundur Guðni Lárusson 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.