Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 6
á Epikúr, því að heimspeki hans var þegar fullmótuð og sett fram opinber- lega í Mýtílenu 311 f. K., en Zeón höf- undur Stóuspekinnar er þá aðeins tvít- ugur unglingur, nýkominn til Aþenu. Hinar gömlu deilur milli Epikúringa og Stóumanna hefjast fyrst með árásarrit- um Krýsipposar, lærisveins Zenós, en Krýsippos var aðeins níu ára að aldri (þegar Epikúr lézt. Að tala um deilur Epikúrs við Stóuspekinga er því hrein tímaskekkja. Heimspeki Epikúrs mótast fyrst og fremst af baráttu hans gegn heimspeki Platóns. II Epikúr er fæddur af fátækum aþenskum foreldrum á eyjunni Samos í RABB Framhald af bls. 5. irsiáanlega framtíð, eins og sumir virðast œtla) og á slíht ástand sér enga hliðstœðu í neinu siðmennt- uðu landi. Í Þýzkalandi er sjón- varp í mörgum bandarískum her- stöðvum, en því hefur aldrei ver- ið leyft að ná út fyrir mörk þeirra. Sömu sögu er að segja um her- stöðvasjónvarp Bandaríkjamanna í öðrum Evrópulöndum. Að tala um Kínamúr og ein- angrunarsinna í þessu sambandi, eins og nokkrir glámar úr hópi dátasjónvarpselskenda hafa látið sér sæma, er viðmóta gáfulegt og að halda því fram að með gœzlu íslenzkrar landhelgi sé verið að einangra landið — eða reisa Kína- múr um það með því að meina erlendum aðiljum að reka hér verzlanir þar sem allur varningur væri ókeypis. Það er vitað mál að ákveðinn hundraðshluti hverrar þjóðar er algerlega þjóðvilltur, lœtur sér á sama standa um þjóð- erni, tungu og menningu, en ég hef ekki heyrt þess getið að er- lendir þjóðvillingar gengju fram fyrir skjöldu og verðu villu sína á opinberum vettvangi, eins og hér hefur átt sér stað á undanförnum árum. Til samanburðar við frammi- stöðu íslendinga í sjónvarpsmál- inu má geta þess, að þegar komið var upp „sjóræningjasjónvarpi“ á hafinu utan landhelgi Hollands, gerðu Hollendingar sér lítið fyrir og komu í veg fyrir sendingar stöðvarinnar. í sambandi við Keflavíkursjón- varpið er mikið fjasað um vœnt- anlegt alþjóðasjónvarp um gervi- hnetti, og virðast margir halda að það sé á nœsta leiti og muni koma yfir okkur eins og fellibylur. Hvort tveggja er misskilningur. Enginn veit enn með vissu hvenœr alheims- sjónvarp verður að veruleik né hvenœr móttökuskilyrði verða fyr- ir hendi hérlendis. í annan stað eru allar líkur til að mjög fáir sjón- varpshnettir verði á sveimi fyrir norðan 60. breiddarbaug. Og í þriðja lagi verður alþjóðasjónvarp bundið alþjóðlegum samningum (á svipaðan hátt og t.d. millianda- flug) og undir ströngu al- þjóðlegu eftirliti. Vonandi verð- um við aðnjótandi alþjóða- sjónvarps þegar þar að kem- ur, en það verður með talsvert öðrum hœtti en menn virðast al- mennt gera sér í hugarlund. Sigurður A. Magnússon febrúar 341 f. K. — Þá hafði Platón legið sex ár í gröf sinni, en Aristóteles sat norður í Makedóníu og uppfræddi Alex- ander mikla. En gegn þessum tveimur heimspekingum átti Epikúr einkum eftir að beina skeytum sínum. Faðir Epikúrs, Neókles, kom tii Samos í liópi tvö þúsund Aþeninga, sem út- hiutað hafði verið landi þar á eyjunni um 352 f. K. Urðu heimamenn að yfir- gefa hús sín og hrekjast af jörðum sínum og afhenda þær þessum innrásarher frá Aþenu. Neókles fékkst við barnakennslu jafn- hliða búskapnum, en á þeirri tíð nutu barnakennarar einna minnstrar virðing- ar þeirra, sem ekki voru þrælar og töld- ust frjálsbornir. Eitt af þeim skammar- yrðum, sem síðar voru notuð um Epikúr var „Grammadidaskalides", — sonur barnakennara. Þetta kann að hafa verið ástæðan til að Epikúr bannaði síðar að nota orðið kennari um þá, sem upp- fræddu við skóla hans í Aþenu. í þess stað lætur hann kalla þá foringja. Móðir Epikúrs, Kerestrata, er sögð hafa verið völva. Sagan hermir, að hún hafi gengið húsa milli með Epikúr syni sínum og haft yfir töfraþulur til hreins- unar og varnar gegn illum öflum. Hún lagði trúnað á spádóma, véfréttir og drauma. — „Nornarsonur“ var annað smánaryrði, sem notað var um Epikúr. Ekki er ósennilegt að Epikúr hafi séð í ótta móður sinnar við hið yfirskilvit- lega meinsemd sem bæta varð úr: Fjöld- inn allur er haldinn kvíða vegna fram- tíðarinnar, kvíða sem byggist á draumi eða forspá og einnig ótta við dauðann og það sem bíður mannsins handan grafar. Allt þetta rænir manninn lífs- hamingjunni, ályktaði Epikúr, og við þetta verða menn að losa sig. Epikúr tiJkynnti því síðar.að véfréttir og spá- dómar væru hindurvitni, sem engan stað ættu sér í veruleikanum. — Og það er ekkert líf eftir dauðann, sagði hann. Maðurinn þarf ekki heldur að óttast reiði guðanna. Hinn mannlegi veikleiki, sem kallaður er reiði, er með öllu óþekkt fyrirbrigði meðal guða. Sá upp- runi Epi.kúrs að vera sonur völvu og barnakennara virðist eiga talsverðan þátt í þeirri óverðskulduðu lítilsvirðingu sem Epikúr var löngum sýnd. Ciceró sem lítur á Sókrates og Platón sem „aristókrata“ en Epikúr og fylgjendur hans sem „plebeia" segir t. d. : „Ég vil heldur vera sammála Platóni og hafa rangt fyrir mér, en hafa á réttu að standa og vera sammála Epikúr“. E pikúr ólst upp á Samos til 18 ára a'.durs og virðist hafa notið venjulegrar menntunar. Sextus Empirikus segir af honum þessa sögu: Þegar Epikúr var enn mjög ungur hlustaði hann á kennara sinn hafa yfir línuna: „Sannlega var Kaos skapaður fyrstur". Þá greip Epikúr fram í og spurði: „Úr hverju er Kaos skapaður, ef hann er í raun og veru hin fyrsta sköpun?“ Kennarinn svaraði því til, að það væri ekki sitt að útskýra slíka hluti, heldur þeirra manna, sem nefndir væru heimspekingar. „Til þeirra verð ég þá að fara“, svaraði Epikúr, „ef þeir einir vita hið sanna um raunveru- leikann". — Og fjórtán ára fann Epikúr fyrsta heimspekinginn, Platónistann Pamfílos, og virðist hafa numið hjá hon- um heimspeki, þar til hann var kallaður í herinn í Aþenu fjórum árum síðar. — Epikúr var uppreisnarmaður. Sköpunar- saga Hómers og Hesiódosar fann enga náð fyrir augum hans. Kaos var síðar hvergi nefndur í eðlisfræði Epikúrs. Þar er aðeins talað um Kosmos: — Veröld- in var aldrei sköpuð. Hún hefur alltaf verið til, hefur alltaf verið Kosmos. Og það er naumast neitt í þeim fræðum, sem Epikúr hefur numið hjá Pamfílosi, sem hann andmælir ekki síðar í heimspekirit- um sínum. Meir en helmingur af ritum Epikúrs eru mótmæli gegn kenningum Platóns. Samt sem áður er hjálfur grund völlur hinnar hedónísku heimspeki Epikúrs að verulegu leyti fenginn að láni hjá Patóni. Þegar Epikúr var kallaður í herinn og kom til Aþenu síðsumars 323 f. K. var þar allt á hverfanda hveli. Alex- ander mikli hafði fallið þá fyrr um sumarið, og uppreisn Aþenu gegn stjórn hans leiddi til ósigurs og niðurlægingar og aftöku margra aþenskra stjórnmála- manna, eins og fyrr segir. Tilraunir Akademíu Platóns til að ala upp hæfa stjórnmálamenn báru misjafnan árang- ur. Margir þeirra höfðu að vísu náð völdum í ýmsum borgríkjum en misst þau aftur. Aristóteles var flúinn frá heimspekiskóla sínum í Lykeum til að forða sér undan dauðadómi, og lézt í útlegð ári síðar. Og þetta umrót náði einnig til fjölskyldu Epikúrs á Samos. Antipater, sá er barði niður uppreisn frjálsra Grikkja í Aþenu, mælti svo fyrir, að allir Aþeningar á Samos skyldu brottrækir af jörðum sínum. Neókles fór með fjölskyldu sína til Kólófón á megin- landinu, og þangað hvarf Epikúr eftir að tveggja ára herskyldu hans í Aþenu lauk. Vera hans í Aþenu hafði kennt honum að veraldlegur frami var þegar bezt lét hégómi og leiddi ósjaldan til fullkominnar glötunar. Þess vegna ráðleggur Epikúr fylgjendum sínum síð- ar að fást ekki við stjórnmál. Hins vegar hvatti hann þá til að gegna öllum borg- aralegum skyldum og fara í öllu að lög- um, því það eitt gat varðveitt þann sál- arfrið, sem Epikúr leggur ríkasta áherzlu á. Þetta náði einnig til þeirra trúarat- hafna, sem mönnum var að landslögum skylt að taka þátt í. Sjálfur tók Epikúr þétt í trúarathöfnum launhelganna á hermennskuárum sínum í Aþenu og virðist hafa bundið við þær ævilanga tryggð. Sést þetta bezt á því, að hann mælir svo fyrir í erfðaskrá sinni, að sín skuli árlega minnzt, ekki hinn sjöunda sem var fæðingardagur hans, heldur hinn tuttugasta sem var helgasti vígslu- dagur Elevsis-launhelganna. egar til Kólófón kom, var það ráð f.iölskyldunnar, að Epikúr tæki upp heimspekinám við skóla Praxifanesar á Ródos. Praxifanes, nemandi Aristóteles- ar, var þá meðal þekktari heimspekinga og bar fyrstur manna titilinn gramma- tikus (bókmenntasérfræðingur). Með þeim Epikúr varð brátt fullur fjandskap ur, og upp frá því jafnan milli Epikúr- inga og fygjenda Aristótelesar. Eigi að síður notfærði Epikúr sér á ýmsan hátt heimspeki Aristótelesar. Þriðji fræðari Epikúrs var Navsifanes. Epikúr hafði í æsku kynnzt heimspeki Demókrítosar. Navsifanes, n e m a n d i Demókrítosar, rifjaði upp þessi kynni svo rækilega, að nær öll heimsmynd Epikúrs er fengin að láni úr hans her- búðum. Eigi að síður hófst milli þessara manna hatröm deila, sem leiddi til þess, að Epikúr neitaði að hafa nokkuð af Navsifanesi lært. Líklegast er að deilu- efnið hafi verið hvort maðurinn hafi frjálsan vilja, eins og Epikúr hélt fram, en nauðhyggja Demókrítosar útilokar slíkt frelsi. Vegna þessara skipta sinna við fræð- ara sína hefur Epikúr stundum verið sakaður um vanþakklæti. Eftir að hafa sótt efnivið heimspeki sinnar til helztu heimspekinga Grikkja, skrifar hann og lætur nemendur sína skrifa árásarrit, sem gera áttu alla fyrri heimspeki að engu. Epikúr lýsti því yfir, að hann væri fæddur heimspekingur, algjörlega sjálfmenntaður, og hefði ekk- ert af lærimeisturum sínum lært. En hér verður einnig að hafa í huga, að Epikúr var spámaður, sem boðaði nýja trú. Slíkt hlutverk krefst þess, að mað- urinn virði sjálfan sig hátt. — Menn vilja ógjarnan fylgja hógværum for- ingja. Miklu fremur þeim, sem mikill er fyrir sér. Og það er einnig hin algeng- asta afstaða þeirra, sem ætla sér að endurskapa heiminn, að dæma öll eldri lífsviðhorí fánýti, sem ryðja verður úr vegi. Þetta vanþakklæti Epikúrs í garð fræðara sinna sver sig þannig aðeins I ætt við eðli trúboðans, sem í eldmóði afneitar öllu öðru en trú sinni. i ð tíu árum liðnum frá iþomu Epikúrs til Kólófón hafði hann fullmótað heimspekf sína og taldi tíma kominn til að aka stríðsvagni sínum fram á vígvöll- inn og heyja orustu fyrir opnum tjöldum við heimspekinga hinna gömlu skóla. Staðurinn, sem Epikúr valdi, var Mýtil- ena. Utan Aþenu voru heimspekingar fjölmennastir í þessari borg og margir heimspekingar kenndu heimspeki sína á íþróttavelli borgarinnar og söfnuðu um sig hópum áheyrenda, einkum ungum mönnum. Epikúr gekk milli þessara hópa og skoraði á hina vísu ræðumenn til ein- vígis, og þá jafnan um hið sama efni: í hverju er hamingja mannsins fólgin? Hann vildi einkum fá svar við þeirri spurningu hjá fylgjendum Platóns og Aristótelesar, hvað eftir væri af ham- ingju mannsins, þegar búið væri að svipta hann öllum unaðssemdum skiln- ingarvitanna, en Platón kenndi að ham- ingja mannsins væri að þekkja heim andans (frummyndanna), en sá heimur er að sögn hans yfirskilvitlegur, þólt hann endurspeglist í hinu jarðneska. Epikúr eignaðist nokkra fylgjendur en marga fjandmenn, sem gerðu honum brátt ófært að koma fram á opinberum vettvangi. Hann var ekki aðeins hrakinn burt af leikvanginum, heldur varð hann að flýja undan reiði heimamanna úr borginni, leggja upp í áhættusama sigl- ingu um hávetur til Lampakos. Þessi reynsla kenndi Epikúr að tilgangslaust var að reyna að sigra hina gömlu stríðs- menn Platóns og Aristótelesar með beinni árás. Þetta var í fyrsta og síðasta sinn, sem Epikúr reyndi að kenna heimspeki á almannafæri. í Lampakos valdi hann aðra leið, sem reyndist sigurstranglegri. Hann vann að því að tryggja sér vernd valdhafanna og fjárhagslegan bakhjarl auðmanna og byggði upp í kyrrþey vísi að nýjum heimspekiskóla með völdum mönnum. Þegar Epikúr hafði unnið að þessu í fjögur ár, hélt hann innreið sina í Aþenu með liði sínu og stofnaði þar heimspekiskóla, sem var einkaeign og óháður þeim öflum, sem urðu Epikúr að falli 1 Mýtílenu. S kóli Epikúrs nefndist „Garður- inn“. Dró hann nafn sitt af garði sem Epikúr keypti við Dipylonhliðið ekki fjarri Akademíu Platóns. Þar voru fyrir- lestrar haldnir og uppfræðsla einstakra hópa. En aðalskólinn var þó sjálft íbúð- arhús Epikúrs, sem var ekki áfast garð- inum, og var Epikúr á efri árum ekið milli þessara staða í þríhjóluðum stóli. í húsinu, sem ekki var stórt, var jafnan þröngt á þingi. Höfðust þar við allir helztu menn skólans, vinir heimspek- ingsins og gestir hans. Þar var jafnan talsverður hópur kvenna sem bjó með ambáttum sínum, og auk þeirra hópur þræla, sem notaðir voru til að afskrifa handrit. Við þessar aðstæður fór öll aðalstarfsemi skólans fram — samning bóka og uppfræðsla beztu nemendanna. Nemendur skólans voru á öllum aldri, jafnt karlar sem konur: Menn eru aldrei of gamlir, sagði Epikúr, til að leggja stund á heimspeki, og aldrei of ungir til að byrja. Hver nemandi sór meistaran- um hollustueið: „Ég heiti því að reynast Epikúr trúr, en eftir hans orði hef ég kosið mér að lifa“. Við skólann valdi Epikúr sjálfum sér titilinn „aðalforingi“ og „hinn vitri“. Sá titill fól í sér að Epikúr stæði stigi ofar heimspekingum, því að fílósóf leitar, en hinn vitri hefur fundið. Næstir að virð- ingu við skólann voru þeir Metródóros, Hermakos (sem tók við stjóm skólans að Epikúr látnum) og Pólýenos. Þeir voru kallaðir heimspekingar og báru tit- ilinn foringi eða meðstjórnandi. Þeirra hlutverk var aðallega að semja hand- Framhald á bls. 14 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.