Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Page 15
pessa kenningu hrapallega. Sem dæmi um þess háttar misskilning vil ég nefna Halldór Kiljan Laxness. Hann ritar um þessi mál í Skáldatíma (hls. 53-54). Vel hefur hann verið verseraður í Freud, því auk þess sem hann skrifar í ein- hverjum af ritgerðum sínum, að hann hafi lesið allan Freud spjaldanna á milli oft og mörgum sinnum, segir hann í Skáldatíma: „Ég veit ekki hvernig á þvi stóð, en það hefur sjálfsagt verið tískan, að ég kúreraði á mig Freud all- ar götur frá því 1924 og framyfir 1930“. En síðar í sama kafila kemur svo ádrep- an. sem ætla mætti, að væri byggð á traustum grunni eftir öllum lestrinum að dæma. Kiljan segir svo: „Tökum til dæmis kenníng Freuds um súblímasjón, meinlætakendar siðfræðigrillur sem eru sameign gyðíngatrúar og kaþólsku. I>essi kenníng segir að hægt sé, og tel- ur mikilsvert, að menn umbreyti með bindindi kynferðisihvöt sinni í andleg afrek sem komi fram í ást til guðs, list- sköpun, þjóðhetjustarfsemi og hug- sjónamensku alskonar. Á þessu stag- aðist Freud alla sína ævi. En það er ekki til í öllum Freud neitt sem bend- ir í þá átt að hann hafi dregið þenn- an lærdóm af hlullægri rannsókn á nokkrum lifándi manni, karli eða konu, því síður fundið visitöíu um kynferði- lega hegðun súblímeraðs fólks eða með hverjum tilburðum og aðferðum súbli- masjón fari fram“. E g þykist vita, að Laxness hafi leitað mikið að því í Freud, hvernig fara ætti að því að súblímera, þegar hann hér áður fyrr taldi kynbindindi nauðsyn listamanni. En það tjóar ekki að ásaka Freud fyrir það, þó að Laxness fengi ekki viðeigandi leiðbeiningar. Enda hefði Laxness getað sparað sér leitina, og líklega ekki þurft að vera reiður Freud til ellidaga fyrir súblíma- sjónskenninguna, ef honum hefði ekki séðst yfir eftirfarandi málsgrein, sem gefur að líta í einni af ritgerðum Freuds og komið hafði út í mörgum útgáfum, þegar Laxness hóf hinn mikla lestrar- kúr árið 1924. Málsgreinin er svona í lauslegri þýðingu: „Ungum mönnum er varhugavert að lifa algjöru einlífi úr því að þeir eru orðnir tvítugir. Þó að það þurfi ekki endilega að leiða til taugaveiklunar, veldur það ýmsum öðr- um óþægindum. Reyndar er sagt, að glíman við þessa voldugu eðlishvöt stæli skapgerðina og beini henni frekar að siðferðilegum og fagurfræðilegum efnum, og vera má, að svo sé um fáeina einstaklinga, sem frábærlega vel eru gerðir. Einnig má segja, að sú hin mikla slípun skapgerðarinnar, sem nútíminn krefst, yrði vart möguleg, án þess að menn settu sér töluverðar kynferðileg- ar hömlur. En um allan fjöldann gild- ir það, að glíman við girndirnar tekur á taugarnar og rænir menn sálarorku, einmitt þegar hinn ungi maður þarfnast þess mest að geta notað alla krafta sína til þess að tryggja sér hæfilegan sess í þjóðfélaginu. Hlutfallið milli þeirrar göfgunar, sem möguleg er, og þess kyn- lífs, sem maðurinn þarfnast, er vita- skuld nokkuð einstaklingsbundið og fer einnig nokkuð eftir því, hvaða störf menn stunda. Varla er hugsanlegt, að listamaður geti lifað meinlætalífi, en ekki er fátítt, að ungir fræðimenn séu hreinlífir. Þeir síðarnefndu eiga oft betra með að einbeita sér að fræðum sínum, ef þeir lifa einlífi, en kynferðis- reynsla hefur aftur á móti efalaust örv- andi áhrif á listræn afrek listamannsins. En yfirleitt hefur mér ekki virzt, að kynbindindi gerði menn að dugmiklum og sjálfstæðum athafnamönnum eða að frumlegum hugsuðum og umbótamönn- um, miklu fremur held ég, að það stuðli að þvi, að menn verði hjartahrein dus- ilmenni, sem hverfa i fjöldann og feta nauðugir viljugir á eftir þeim, sem sterkari eru“ (5). Heimildir: 1. Dracoulides, N.N.: Profil i>sychana- lytic de Charles Baudelaire, Psyché, Paris, 8: 461-485. 2. Kohut, H.: „Death in Venice“ by Tliomas Mann: A Story about the Disintegration of Artistic Sublimation, Psan. Quart. 26: 206-228. 3. Rank, O.: Der Kiinstler. Vienna & Leipzig, 1907. 4. Laxness, H.K.: Skáldatími, Helga- fell, 1963. 5. Freud, S.: Die Kulturelle Sexual- moral und die Modernc Nervösitát, Gesamm. Werke VII bd. SMÁSAGAN Framhald af bls. 10. yður kærlega fyrir staðgóðan máls'verð.“ Síðan reis hann þunglega á fætur með starandi augnaráð og lagði af stað til eldhússins. Þjónn sneri honum við eins og skopparakringlu og beindi honum að dyrunum. Gamli-Heiðursmaðurinn taldi vandlega fram $1.30 í silfurpeningum og þrjá smápeninga að auki handa þjón- inum. eir skildu við dyrnar eins og venja þeirra var á hverju ári, Gamli- Maðurinn hélt í suður, Pési í norður. Þegar Pési var kominn í hvarf fyrir horn, sneri hann við og stóð kyrr í fi mínútu. Síðan var eins og hann blési út tötra sína, líkt og ugla, sem hristir á sér fjaðrirnar, og skall á gang- stéttina eins og rotaður uxi. Þegar sjúkrabíllinn kom, formæltu þeir í hljóði undan þunga hans, lækn- irinn og ökumaðurinn. Þeir fundu ekki af honurn neina áfengislykt, sem rétt- lætt gæti flutning á lögreglustöðina, svo Pésa, með kvöldverðina tvo, var ekið í sjúkraihúsið. Þar lögðu þeir hann í rúm og hófu leit að sjaldgæfum sjúk- dómum, í von um að fá að krukka í hann með hnífunum. Og sjá! Klukkustund seinna kom ann- ar sjúkrabíll með Gamla-Heiðursmann- inn. Og þeir lögðu hann í annað rúm upp á botlangabólgu, því hann virtist hafa efni á því. En áður en langt um leið mætti einn ungi læknirinn ungu hjúkrunarkonunni, sem honum leizit svo vel á, og fór að tala við hana um sjúklingana. „Viðfelldni gamli herramaðurinn þarna fyrir handan,“ sagði hann, „eng- inn skyldi ætla að hann hefði nærri orðið hungurdauðanum að bráð. Ættar- stolt, líklega. Hann sagði mér, að hann hefði ekki smakkað matarbita í þrjá daga.“ Torfey Steinsdóttir þýddi. HAGALAGÐAR Skóli stjórnvitringsins Svo heíur merkur sagnaritari ensk- ur sagt, að sagan væri skóli stjórn- vitringsins og er það sannmæli. All- ir sannir stjórnvitringar taka lær- dóm af sögunni, vísvitandi eða óaf- vitandi. Framtíðin verður að byggja á fortíðinni, en til að geta byggt á fortíðinni, svo vel sé, verða menn að þekkja hana. Allar lífslindir þjóð- anna eiga upptök sín í sögunni, all- ar hreyfingar, allar öldur, allar hvat- ir og allar gátur, sem ella væru ó- ráðnar, hún vísar leið út úr mörgum ógöngum og brúar margar torfærur á vegi stjórnvitringsins. (Jón Aðils: Dagrenning). 30. janúar 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.