Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Qupperneq 11
SlðO SKÍPEiiSiyil — Þetta er ljóta kvefið sem þú hefur fengið, elsk an. Ég skal skreppa út o.g ná í viskílögg handa þér. — Ég mundi geyma lögg af því , hús- inu, ef það geymdist. A erlendum bókamarkaði Sálfræði Studies in Psychology presented to Cyril Burt. Edited by Char- lotte Banks and P. L. Broadhurst. University of London Press 1965. 42/—. Cyril Burt er sá maður, sem hefur átt mestan hlut að því að efla sálfræðina sem vísindagrein bæði á Englandi og víðar. Þetta er afmælisrit, helgað honum átt- ræðum, ritað af mörgum fyrri lærisveinum hans, samstarfs- mönnum og vinum; Lundúna- háskóli stendur einnig að ritinu. Ritið hefst á æviþætti Burts, sem er skrifaður af Charles Valentin. 'Síðan koma greinar eftir ýmsa færustu sálfræðinga um marg- víslegar greinar þessara fræða. Hér eru greinar eftir C. A. Mace, T. H. Pear, J. S. Wilkie, Philip E. Vernon og fleiri. Gertrude Keir skrifar um rannsóknir, sem voru gerðar á aðlögun barnanna, sem komu frá Tristan da Cunha. Þau voru flutt frá heimkynnum sín- um ásamt foreldrum þegar eld- gos hófst á eynni 1961 og íbúarn- ir neyddust til þess að yfirgefa eyjuna. Að lokum lenti þetta fólk á Englandi og var þar á veg- um enska ríkisins. Ýmsar athug- anir voru gerðar á skoðunum þess og barnanna, og eru niður- stöðurnar raktar í þessari grein Keirs. Onnur grein er hér eftir Charlotte Banks um rannsóknir á unglingum, sem dvalizt hafa í fangelsum og á uppeldishælum, raktar eru ástæðurnar fyrir dvöl þeirra og forsendurnar að hegð- un þeirra. Þetta er einkar eftir- tektarverð grein, einnig niður- stöður hennar. Bókinni lýkur á ritaskrá Sir Burtons, nokkrar mynd fylgja í texta og mynd af afmælisbarninu. Orðabók The Penguin English Dictionary. Compiled by G. N. Garmonds- 30. janúar 1966 ___________ way with Jacqueline Simpson. Penguin Books 1965. 12/6. Höfundurinn hefur verið pró- fessor í ensku við háskólann í London frá 1956. Hann hefur, auk þessarar bókar, sett saman „An Early Norse Reader" og „Ælfric’s Colloquy“ og gefið út þýðingu á „The Anglo-Saxon Chronicle". Höfundur segir í formála, að til- gangurinn með þessari bók sé að birta orðaval úr nútíma ensku eins og hún er töluð og rituð á tuttugustu öld. Því eru hér gefin orð úr „slang“ og orð, sem flokk- ast undir „ameríkanisma", orð þessarar tegundar eru það mikið notuð, að ekki þótti fært að sleppa þeim. Ýmis orð eru tekin úr gamalli ensku, til þess að gera mönnum fært að skilja eldra bókmál. Orðaskýringar eru mið- aðar við þá merkingu orðins, sem nú liggur í orðinu, skýringarnar eru nákvæmar og skýrar, útlist- anir eru aldrei fiatneskjulegar og ruglkenndar. Þetta er ekki etymólogisk eða sagnfræðileg orðabók, til þess þarf að leita í orðabækur. Fnamburður er sýndur með einföldum táknum. Þetta er handhæg bók fyrir alla, sem þurfa að nota ensku, og ágæt bók fyrir nemendur í ensku, auk þess sem bókin er mjög ódýr. Bókin er límd í kjöl og er lím- ingin liin vandaðasta. Saga The Vikings. Frank R. Donovan. Cassell Caravel Series 11. Cassell 1965. 25/—. Alls eru komnar út 12 bækur í þessum bókaflokki hjá Cassell- útgáfunni i London. Þessi flokk- ur er einkum ætlaður börnum og unglingum, og er ætlað að vekja áhuga þeirra fyrir sögu, ýmsum persónum og merkisatburöum veraldarsögunnar. Bækurnar eru í stóru broti, ágætlega prentaðar með fjölda mynda, bæði svart- hvítra og litaðra. Þótt þessi flokk ur sé einkum ætlaður unglingum, þá eru bækurnar ekki síður hentar fullorðnum. Þessar bæk- ur eru sannkallað augnayndi, og það gera myndirnar fyrst og fremst. Það hafa komið út bæk- ur um riddaramennsku miðalda, norðurhjara- og suðurhjaraferðir, Nelson, ferðir Marco Polo og rannsóknarferðir í Afríku ásamt fleirum. 11. og 12. bindin eru um víkingana og Júlíus Cæsar. Að þessari bók hafa unnið ásamt höfundi útgefendur „Horizon"- tímaritsins og Sir Thomas D. Kendrick, fyrrum safnvörður brezkra fornminja í British Mus- eum. Höfundur rekur sögu víkinganna, ránsferðir þeirra og landnám og landafundi. Myndir eru teknar úr fornum handritum, vefnaði og af fornminjum, einn- ig eru yngri tíma eftirmyndir af málverkum og ljósmyndir. Út- gefendur hafa farið víða til að myndasafnið yrði sem bezt. í bókarlok er bókaskrá fyrir þá, sem vilja fræðast meira um þessi efni. Þetta er hin ágætasta bók og mjög smekklega útgefin á allan hátt, og auk þess ódýr. Jóhann Hannesson: II^Í ÞANKARÚNIR NÝJAR fræðigreinir eru meðal einkenna samtíðar vorrar. Ný fræði og vísindi verða til jafnóðum og rannsóknir eru stundað- ar. Eina þessara nýju fræðigreina leyfum vér oss að nefna stressufræði, en tilefni nafngiftarinnar er enska orðið „stress“, sem vér munum nefna stressu og beygja á sama hátt og pressu, klessu og skessu, unz nýyrðafræðingar vorir finna fyrirbærinu betra nafn. — í jólafríinu barst mér gjöf frá ókunnum gefanda, 11 hefti í stóru broti, er öll fjalla um stressu og stressufræðilegar rann- sóknir. Standa margir kunnir vísindamenn í Vesturheimi að þeim fróðleik, sem hér er á borð borinn. Haustið 1963 stofnaði Kaliforníuháskóli til vísindalegrar samræðuráðstefnu um efnið, en „Voice of America" safnaði því saman, gaf út og dreifði. Spyrja mætti í hvaða tilgangi þetta sé gert. Er það í því skyni að láta almenning heyra til eins hinna mörgu „kóra“ vís- indamanna — t.d. til að vega nokkuð á móti miklu rusli í nei- kvæðum skáldsögum og skvaldri dægurlaganna? Svo mun ekki vera, heldur að hjálpa venjulegum mönnum til að þekkja og skilja sjálfá sig í samtíð sinni. Hvað er þá þessi stressa, sem frá skal greina? Ekki er oss sagt það í einni setningu, sem allir hafa sameinazt um. Stressan er ekki eins og stykki úr smjörfjalli, þar sem allir kaupendur fá eina og sömu vöruna, ómengaða og hreina. Miklu fremur líkist hún sölubúð í sveit, sem hefir allt mögulegt á boðstólum. Stressan er ekki aðeins eðlileg áreynsla og þrekraunir lifs- ins í mörgum myndum — slit og lúi, sem lífinu fylgir — heldur einnig áhrif margra neikvæðra þátta, vonbrigða, mótlætis, trufl- ana, ónæðis, árekstra, ósamlyndis, rifrildis og skamma. Hún er meira en allt þetta, þó að hún feli það einnig í sér eða meira og minna af því. Stressan er einnig þreyta í kapphlaupinu um pen- inga; áhyggjur og byrðar lífsins á máli guðfræðinnar — og þess vegna engin nýjung í mannlífinu. Þegar stressan verður of mikil, þegar hún verður einstakl- ingnum óbærileg byrði, þá leitast hann við að losna undan oki hennar. Maður fær e.t.v. magasár, taugaveiklun, sálsýki, hjart- veiki, háan blóðþrýsting eða einhverja aðra vinsæla plágu eða tízkuveiki, sem veitir manni rétt til að flýja frá stressunni um langan eða skamman tíma. Róttækustu viðbrögðin er sú aðgerð gegn eiginsjálfi og aðstandendum að fremja sjálfsmorð. í því felst lokaviðskiln- aður við stressuna, sbr. 2. hefti. Tala sjálfsmorða er ekki ýkja há, 19—20 þúsund árlega í Bandaríkjunum, er myndi svara til tuttugu sams konar tilfella hjá oss. Allur þorri manna tekur stressunni á annan hátt (sbr. 1., 3., 4. og 9. hefti). Það fellur í hlut læknanna að taka við miklum hluta þeirra flóttamanna, sem stressan knýr til undanhalds. En þjóðfélagið fær einnig í sinn hlut aðra, svo sem drykkjumenn, stórslysamenn og marga. sem gera öðrum lífið leitt á ýmsan veg og stofna til vandræða. Brautryðjandi stressufræðinnar, Dr. H. Selye, hefir í ára- tugi rannsakað áhrif stressunnar á dýr — og fyrir löngu hlotið heimsfrægð fyrir. Út frá því, sem hann segir (í h. 7, 3), getum vér tekið sem dæmi rottuna, sem bundin var við spýtu, svo að hún gat sig hvergi hreyft. Þótt rottunni hafi ekki annað verið til miska gert en að svipta hana hreyfingarfrelsinu, þá komu fram hjá henni ýmis sömu sjúkdómseinkenni, sem læknar finna hjá önnum köfnum forstjórum fyrirtækja mitt í menningunni, t.d. magasár og aukið magn af adrenalíni, með samsvarandi áhrif- um á heilann, og mætti fleira telja. Einn höfundanna nefnir þann sið trúarlegra leiðtoga og mikilmenna að leita kyrrðar og næðis, og telur æskilegt, að nútímamenn reyni sams konar leiðir. En það er óeðlilegt mönn- um, sem finnst að þeir séu ómissandi í annríki borganna. Bæði náttúran og trúarbrögðin verða þeim sem ókunn lönd, og að ráðum læknanna vilja þeir ekki fara fyrr en stressan pressar þá til þess. Eitt af því, sem til lengdar hefir þreytandi áhrif á menn, án þess að þeir viti af því fyrr en um seinan, er að það er stöð- ugt verið að hagræða þeim, t.d. með fjölmiðlunartækjum, á- kvarða allt mögulegt fyrir þá, hugsanir, orð og verk. Þetta er ekki að öllu leyti nýtt, en það ágerist alvarlega, svo að menn finna ekki til þess fyrr en um seinan, þegar of seint er orðið að snúa við. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.