Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Síða 2
rsvifl LMVNDJ E dson Arantes do Nascimento h'eitir frægasti knattspyrnumaður vorra táma réttu nafni, en hann er sjaldan kallaður því nafni, heldur Pele, sem er algengt gælunafn á drengjum í Brazilíu, heimalandi hans. Ahugamenn um knattspyrnu um víða veröld veittu honum fyrst verulega at- hygli, þegar hann lék með liði Brazi'líu gegn liði Svíþjóðar í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu árið 1958, en sá. leikur fór fram í Stokk- hólmi. Hann var þá í essinu sínu og lék ýmsar listir, svo sem þegar hann lyfti knettinum léttilega og rólega yfir höf- uð sænska miðvarðarins, hljóp í kring- um hann eins og elding, náði bolfanum á bringuna á sér, skellti honum niður, skaut í sænska markið og skoraði þar með þriðja mark Brazilíumanna í leikn- um, sem lyktaði með sigri þeirra, 5:2. Þá var Pele sautján ára gamall. P ele er nú 25 ára gamall og er á góðri leið með að verða fyrsti miiilj- arðamæringurinn í hópi knattspyrnu- manna. Segja má, að hann geti ekki náð öll'U lengra á sviði knattspyrnu en hann hefur þegar gert. íþróttaifréttaritarar, leikmenn, sérfræðingar og alþjóðlegir skipuleggjendur knattspyrnuleika um allan heim eru sa,mmála um, að hann sé mesti og bezti knattspyrnumaður allra tíma. Hann 'hefur sett markið svo há'tt í tæikni, stíl, krafti, viðbragðsflýti og leikni, og gert svo margar endurbætur á skipulagi samleiks, að ólíkle't er, að nokkur einn maður muni nokkru sinni jafnast á við hann að þessu leyti öllu. Frægir knattspyrnuleikmenn eins og Matthews, Finney, Duncan heitinn Ed- wards, Law, Greaves, Di Stefano, Suarez og Puskas, hafa verið búnir framúrskarandi hæifileikum, hver á sínu sviði en Pele einn hefur verið búinn þeim ölluim. t i Braziliu er gnægð ágætra knatt- spyrnumanna. Brazilíumenn héldu heimsmeistaratitlinum árið 1962, þótt Pele meiddist, áður en keppt var í sein- ustu umiferð. Ekkert virðist ætla að koma í veg fyrir það, að þeir vinni heims- meistaratitilinn i þriðja skiptið í röð í Englandi í júlímánuði næstkomandi. Þeir ættu að minnsta kosti að vera ör- uggir um sigur, ef Pele slasast ekki aft- ur. Pele er búinn svo miklu og ótrúlegu líkamlegu atgjörvi ásamt snarræði og herkænsku, að engir andstæðingar virð- ast hafa roð við honum, og enginn þjálf- ari andstæðingaliða hefur fundið upp aðferð, sem dugir gegn honum á leik- velli. Leikni Peles er hrifandi. í „Litlu heimsmeistarakeppninni", sem Brazilíu- menn héldu í Bíó de Janeiro á árinu 1964 og buðu til öflugustu knattspyrnu- liðum heims, til þess að minnast fimmtíu ára afmælis Knattspyrnusam- bands Brazilíu, sýndi hann frábæra leiksnilii í leiknum gegn liði Englands. Englendingar höfðu í fullu tré við Brazilíumenn í síðari hálfleik og „héldu þeim niðri“, þegar Pele hristi skyndi- lega af sér herfjöturinn og skoraði þrjú mörk á átta mínútum. Tvívegis lék hann með knöttinn (,,dribblaði“) gegnum alla ensku vörnina, eins og ekkert væri. Ensku leikmönnunum fannst að lókum, að þeir væru fórnarlömib yfirnáttúru- legra afla, eða þeir hefðu orðið fyrir göldrum. M iYi örg slik dæmi má nefna. A helzta leikvelli Brazilíumanna, Mara- cana-vellinum í Bíó de Janeiro, þar sem 200.000 áhorfendur rúmast, hefur verið komið fyrir skildi til þess að minnast þess atburðar, er Pele lék með knött- inn frá eigin marki eftir vellinum endi- löngum og skoraði mark hinum megin. Þetta gerðist í geysi/hörðum leik, er félag Peles, „Santos“ (Dýrlingar) háði gegn „Fluminense" (Þrumufleygum). í Brazi'líu eru oft háðir æfingaleikir milli hvítra og svartra. Slíkir leikir fara fram með fjöri og gamansemi, því að kyniþá'ttarígur má heita óþekktur í Brazilíu, hvað þá kynþáttahatur. 1 ein- um slíkum leik höfðu hvítir Brazilíu- menn gert eitt mark, en svartir ekkert, þegar Pele álkivað að rétta hlut kyn- bræðra sinna. Valdir, markvörður brazilíska landsliðsins, var í marki hinna hvítu. Flavio, bezti miðherji Brazilíu- manna, lyfti knettinum nokkur fet í loft upp á miðlínu, Pele flaug á hann í tveimur stökkum og skaut honum af miðjum vellinum beint inn í efra horn netsins, rúmlega fimmtíu metra vega- lengd, áður en Valdir hafði tíma til þess að hreyfa sig. Sextíu þúsund álhorfendur voru að leik Dýrlinganna við enska atvinnu- mannaliðið „Sheffield Wednesday", sem er í fyrstu deild í Bretlandi. Pele var láitinn taka vítaspyrnu .fyrir Santos. Þegar hann hljóp að knettinum, breytti hann hraða sinum, skrefalengd og stefnu þrivegis, og þar að auki sveigði hann líkamann þrisvar sitt á hvað, svo að þegar hann spyrnti knet'tinum vissi hvorki enski margvörðurinn, Springett, né nofckur meðal áhorfenda eða leik- manna bvert knötturinn mundi fara. Hann skauzt að enska markinu eins og byssukúla og lá í markinu fyrir aftan Springett, áður en hann gat hrært nokkurn vöðva. Áður en þessi leikur hófst, hafði Tony Kay, hinn snjalli og þrautseigi hliðar- framvörður, gortað af því, hversu grátt hann mundi leika þennan Pele (Kay var síðar sekur fundinn um að hafa þegið mútur í ensku deildarkeppninni). Pele sýndi svo mikla yfirburði í leiknum, að Kay komst aldrei nálæg-t 'honum. jA. átta árum hefur Pele skorað meira en 640 mörk (þar af 65 í lands- leikjum fyrir Brazilíu) í 550 leikjum. Aðsókn að Maracana-leikvellinum eykst um 40 af hundraði, þegar hann er með- al keppenda. Hann er innherji, en hefur jafnmikia hæfileika til þess að vera framúrskarandi markvörður. Þegar Santos gengur vei í leikjum og er að vinna auðveldilega, fer hann venjulega til Gylmars, markvarðar, þegar stund- anfjórðungur er eftir af síðari hálfleik, og býðst til þess að leysa hann af hólmi. Pele á mest að þafcka líkamsbygginga sinni, eins og allir miklir íþróttamenn. Hann er tæplega 1,73 m. á hæð, vegur næstum því 70 kg. og þungamiðja (þyngdarpunktur) líkamans er neðar- lega, en það er hverjum góðum knatt- spyrnumanni nauðsynlegt. Fætur hans eru þó aðalatriðið, fótleggirnir og lær- in. Eif hægt er að segja, að nokkur mannslíkami sé fullkominn að þessu leyti, þá er það líkami Peles. Vöðvar hinna gildu en straumlínulöguðu læra hans sjást aðeins, þegar hann hreyfir sig. Aflið, sem býr í fótum hans, er brátt áfrarn lygilegt, og hann virðist hafa al- gert vald yfir vöðvabeitingunni. En hvað um manninn Pele? Hið merkilega er, að hann er að flestu fyrir- mynd og afbragð annarra knattspyrnu- leikmanna. Höfuðdyggð hans á leikvelli er sú, að hann leikur alltaf fyrir liðið í heild, en efcki fyrir sjálfan sig, þrátt fyrr hina gífurlegu yfirburði sína. Hann gefur öðrum fleiri tækifæri til þess að skora mark en sjálfum sér. Frægð sína 'hefur hann keypt því verði, að hann verður að þola árásir og ögranir and- stæðinga bæði á leikvelli og utan hans. Nokkrum sinnum he-fur verið reynt að meiða hann og limlesta fyrir leiki, þar sem mikið er í húfi. Nokikrum sinnum ■hefur hann msst stjórn á skapi sínu, sem er ekki nema mannlegt, þótt íþrótta- maður verði að reyna að hafa taumihald á sér í lengstu lög. Frægasta dæimi slíks, sem andstæðingar hans hamra oft á, er frá „Litlu heimsmeistarakeppninni“ 1964, þegar hann hljóp harkalega af ásettu ráði á argentínsfcan leikmann. í Bvrópuíerð einni var hann stundum eins og hálfærður af bví að vera með- höndlaður sem fáséð sýningardýr. Þá reiddist hann stundum brögðum mót- leikara sem reyndi að stöðva sókn hans á vellinum, reifst meira að segja við dómara og beitti hálfgildings fantatök- um. En þetta telst til algerra undan- tekninga. Utan leikvallar er hann óspilltur, hæ- verskur og ávallt reiðuibúinn til þess að ræða við blaðamenn og aðdáendur. T X ekjur hans eru nú um 900 þús. ísl. kr. á mánuði og stafa að mestu af því, að hann hefur varið launum sín- um til skynsamilegrar fjárfestingar. Hann hefur tekjur af fjölda íbúða, sem hann á í nýjum skýjaklúfuim á strönd- inni við Santos, hafnarborg Sao Paulo, af skipum, sem hann hefur keypt eða látið smíða, af mikilli mergð talstöðva- leigubíla, sem eru í eigu hans, og sér- stakri kaffitegund, er ber nafn hans. Vegna þess hve hann hefur fest mikið fé í heimalandi sínu og umsvifa hans þar á fjármáilasviðinu, mundi aldrei hvarfla að honum að láta evrópskt knattspyrnu- féiag „kaupa“ sig, þótt Internazionale í Mílanó sé reiðubúið að greiða fyrir hann 'hverja upphæð, sem vera skal, næsta sumar. Brosandi andlit hans prýðir óteljandi auglýsingaspjöld í Barzil-íiu, og af því einu hefur hann miklar tekjur. Hann hefur ekki látið velgengnina spilla sér, 'heldur ver hann frístundum sínum oftast til þess að þjálfa unga stráika eða leika með unglingaliðum. Hann er trúaður á rammkaþólsika vísu og fer oft í kirkju Framhald á bls. 9. FramKv.í>ij.; oiglas Jonsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgetandi: H.t. Arvakur. Reykjavílc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.