Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Síða 10
-------- SIMAVIÐTALIÐ ------- Sjónvarpsmenn vinna af kappi — 36610 .... — Sjónvarpsdeild. — Lesbók Morgunblaðsins hér. Er Emil Björnsson dag- skrárstjóri við? — Jú, það er hann, komið þér sælir. — Góðan dag, séra Emil. Hváð er að frétta af vigstöðv- unum hjá ykkur sjónvarps- mönnum? — Ja, það er nú það. Hvað er að frétta — vandinn er að segja hvorki of mikið né of lítið. Segja eitthvað, en þó ekki rneira en hægt er að standa við. Þetta er allt í deiglunni hjá okk ur — ennþá, ekkert fuilmótað. Enn hafa ekki verið ráðnir nema tveir þriðju hlutar starfs li'ðsins, sem á að ráða í fyrstu. Og meiri hluti þessa hóps er nú á tækninámskeiðum erlendis, eða að búa sig undir að takast á hendur dagskrárstörf. Að jafn aði hafa ekki nema 3—5 menn verið starfandi hér í sjonvarps húsinu — þá fáu mánuði, sem liðnir eru síðan fyrstu mennirn ir voru ráðnir. — Og þið eruð byrjaðir að safna dagskrárefni og búa ykk- ur að öðru leyti undir starfsem- ina? — Já, við í fréttadeildinni er um að byrja að koma okkur upp Ijósmyndasafni — og safni fréttakvikmynda — þ.e.a.s. mynda, sem nota mætti oftar en einu sinni, mynda af hlutum og atburðum, sem oft gerast eða ber á góma — þá með svipuð- um hætti! Kvikmynd frá fundi í Alþingi, af brunaútkalli og þar fram eftir götunum. Þess háttar myndasöfn tfðkast hjá flestum sjónvarpsstöðvum og er gripið til þeirra, þegar ekki er völ á nýjum myndum. — En hvað um einstaka þætti’ Þið dagskrárstjórarnir eruð farnir að huga að þeim? — Jú, raunar — og skilum brá'ðlega nokkrum frumhug- myndum okkar um innlent dag- skrárefni til útvarpsráðs, en það mun hafa yfirumsjón með dagskrá sjónvarpsins eins og út varpsins. Fyrir jólin gerðum við ráðstafanir til að fá nokkrar upplýsingar og tilbo'ð um erlent sjónvarpsefni. Svörin eru tekin að berast — og við erum að byrja að athuga það, sem helzt kæmi til greina fyrir okkur. — Margir gera sér vonir um að útsending kyrrstæðu mynd arinnar, stillimyndarinnar svo- nefndu, boði uppihaf sjónvarps á næsta leiti. — Það er misskilningur. Þessi mynd er fyrst og fremst send út til þess að prófa lánssendinn, sem komið hefur verið fyrir uppi á Vatnsendahæð. Ennfrem ur til þess að gefa fólki kost á að prófa vi'ðtæki sín og láta lag færa þau, ef þess gerist þörf. Við erum engan veginn tilbúnir til þess að hefja starfsemi, inn- réttingu á húsnæði er t.d. hvergi nærri lokið. — Hvenær haldið þér þá, að þi'ð byrjið að sjónvarpa? — Menntamálaráðherra svar aði sams konar spurningu í ræðu á Alþingi fyrir jólin með þeim orðum, að það yrði á ár- inu 1966, eins og raunar ú.t- varpsstjóri og fleiri hafa sagt áður. Ég vísa til þessara um- mæla. Þetta getur eftir því hlaupið á heilu ári. Sumir þeirra, sem nú eru erlendis til starfsþj álfunar, koma ekki fyrr en í maí — og nokkrir eru enn ótfarnir utan. Síðan verður að samæfa allt starfsliðið heima, sennilega í nokkra mánuði. Og innrétting húsnæðisins er enn ekki komin langleiðina, eins og ég nefndi á'ðan. — Og þið byrjið sjónvarps- reksturinn með gömlum láns- tækjum frá Norðurlöndum. Því hefur verið fleygt, að þessi tækniútbúnaður hafi ekki reynzt_ fyrsta flokks. — Ég er ekki dómbær um tæknileg atri'ði. En rétt er það, við byrjum víst með gömul tæki frá Norðurlöndum — að láni. Hins vegar verða ýmis tæki keypt ný — svo sem mynd segulbandstæki, eða videotape, eins og það heitir á erlendu máli. Sendir Reykjavíkurstö'ðv- arinnar, sem kemur í stað þess lánssendis sem verið hefur hér i notkun síðan fyrir jól, verður líka keyptur nýr. Það er von okkar hjá sjónvarpsdeildinni, að unnt verði þegar áð panta ný tæki í stað lánstækjanna — sam kvæmt þeirri reglu, að nýtt er betra en gamalt. Reiknað hefir verið með að lánstækin verði aðeins fyrir tilraunasjónvarp. — Munuð þið á fréttastotfu sjónvarpsins hafa nána sam- vinnu við fréttastofu útvarps- ins? — Einhver samvinna kæmi tii greina, ef báðar stofnanirnar væru undir sama þaki. Svo er ekki hér, og verður því örðugra um samvinnu. Sjónvarp og út- varp er líka ólíkt um margt. Fréttaöflunartækin gætu verið sameiginleg, en úrvinnslu og flutningi útvarps- og sjónvarps frétta er hagað me'ð ólíkum hætti. Öll byrjun er eríið, ekki sízt ef starfsemin er ný í land inu eins og hér verður um að ræða. Þetta verður að hafa sína þróun eins og allt annað. — Með hve mörgum frétta- tímum reiknið þið daglega? — Ja, einum fréttatíma, a.m.k. einum aðalfréttatíma ■— geri ég ráð fyrir. E.t.v. yrði aukalega ágrip af fréttum, en um þetta liggja ekki fyrir nein ar endanlegar ákvarðanir. — Haldið þér, að fyrirkomu- lag fréttanna verði svipað og hjá útvarpinu? — Um þetta hefur ekki verið tekin nein ákvörðun, eins og ég sagði, persónulega hallast ég að því að sundurskilja ekki inn- lendar og erlendar fréttir í sjónvarpi. Fremur a'ð láta mestu fréttirnar koma fyrst — og síðan koll af kolli án til- lits til þess hvort þær eru inn- lendar eða erlendar. — Þið verðið væntanlega með erlendar fréttamyndir á hverj- um degi? — Ég vona að svo geti orðið — og eins mikið af innlendum myndum og hægt er að fram- leiða, eða fá keyptar. Undir- búningsstarf okkar er m.a. fólg ið í því að skrá alla, sem kvik myndavélar eiga — þ.e.a.s. 16 mm. vélar — hvar á landinu sem er. Skrá það, sem þeir hafa tekið — og fá þá til samstarfs í framtíðinni. Við verðum að hafa okkar fréttamyndara úti á landi — á sem flestum stöð- um. — Hve langir verða daglegir fréttatímar, haldið þér? — í skýrslu sjónvarpsnefndar innar var reiknað með 2—3 tíma sjónvarpi á dag í upphafi Mér þykir ekki ólíklegt, að við mundium fá 25—30 mínútur til umráða. Fyrst og fremst fyrir daglegar fréttir, innlendar og erlendar, og fyrir fréttamyndir frá útlöndum, íþróttafréttir og veðurfregnir. — En frá þessu er enn ekki gengið endanlega? — Nei. Hins vegar hef ég átt mjög' jákvæðar viðræður við veðurstofustjóra og geri ég ekki ráð fyrir að neitt vetði til fyrir stöðu um samstarf Veðurstotf- unnar og sjónvarpsins. Reikna má með að veðurfræ'ðingur segi veðurfréttirnar daglega og styðj ist þá við veðurkort og önnur gögn, sem þi'ð hafið séð í sjón- varpi erlendis. — Og þá er það fréttatím- inn. Sjónvarpið verður að sjálf- sögðu miðað vi'ð kvöldið, en ekki sjónvarpið þið fréttunum á sama tíma og útvarpið verður me'ð sínar fréttir? — Persónulega teldi ég það óheppilegt, held að útvarpshlust endur yrðu ekki ánægðir með það fyrirkomulag. Mér finnst ekki óeðlilegt, að okkar frétt ir hæfust um kl. 8 að kveldinu. Of snemmt yrði að byrja kl. 7, eða haldið þér það ekki? — Jú, margir eru þá ókomnir heim frá vinnu. — Já, ég veit það. Þess vegna dettur mér þetta í hug, en þetta er allt óákveðið, eins og ég sagði. Við skulum ræða um það síðar. I— — — - I -.... •• mm m SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. an mun þakikargjörð á þessum degi vel viðeigandi af okkar beggja hálfu. Ef þér viljið fylgja mér, maður minn, skal ég veita yður málsverð, sem ætti að samræma líkamlega vellíðan yðar hinni andlegu.“ Þetta sagði Gamli-Heiðursmaðurinn í Ihvert skipti. Hvern einasta Þakkargerð- ardag í níu ár. Sjálf orðin voru nærri orðin að Stofnun. Ekkert gat jafnazt á við þau nema Sjálfstæðisyfirlýsingin. Avallt áður höfðu þau látið í eyrum Pésa sem sætasta hljómlist. En nú mændi hann í andlií Gamla-Heiðurs- mannsins með angist og kvöd í augum. F'íngerð snjókornin bráðnuðu samstund- is á sveittri brá hans. En Gamli-Heiðurs maðurinn skalf örlítið og sneri sér und- an vindi. Pési hafði lengi velt því fyrir sér, hvers vegna Gamli-Heiðiursmaðurinn héldi tölu sína fremur döprum rómi. Hann vissi ekki að það var vegna þess, að hann óskaði þess í hvert skipti að hann ætti son, sem gæti tekið við af honum. Son sem myndi koma hingað að honum látnum — son sem stæði breykinn og ster'kur andspænis einhverj- um eftirmanni Pésa og segði: „í minn- ingu föður mins.“ Þá væri það orðið Stoínun. En Gamli-Heiðursmaðurinn átti enga ættingja. Hann bjó í leiguíbúð í gamal- dags stónhýsi við eina hinna kyrrlátu gatna austanvert við garðinn. Á veturna ræktaði hann fúohsíur í_ litlu gróðurfhúsi á stærð við ferðakistu. Á vorin tók hann þá'tt í Páskaskrúð'göngunni. Á sumrin bjó hann á bóndabýli í New Jersey-hæð- um, sat í körfustól og ræddi um sjald- gætfa fiðrildategund, sem hann vonaði að finna einihverntíma. Á haustin gaf -hann Pésa að borða. Þetta hafði Gamli- Heiðursmaðujjinn fyrir stafni. Pési 'horfði á hann í hálfa ma'nútu, magnlaus og róðþrota í sjálfsvorikunn sinni. Augu Gamla-Mannsins tindruðu af gleði gjafarans. Andlit hans varð hrukkóttara með hverju ári, en litla, svarta silkislaufan var jafn snyrtilega hnýtt, skyrtuliningar hans voru drifhvít- ar og grátt yfirskeggið vandlega snúið. Og svo gaf Pési frá sér hljóð, sem líkt- ist kraumi í potti. í því voru orð falin og þar eð Gamli-Maðurinn hatfði heyrt þessi hljóð níu sinnum áður, þýddi hann þau réttilega sem hið venjulega þakkar- ávarp Pésa. „Þakka yður fyrir, herra. Ég vil feg- inn fylgja yður. Ég er mjög svangur, herra.“ Offyllisdáið hafði ekki svætft þá sannfæringu hjá Feita-Pésa, að hann væri grundvölliur Stofnunar. Matarlyst sína átti hann ekki sjáltfur; að henni átti Gamli-Heiðursmaðurinn hefðhelg- aðan forgangsrétt þennan dag. Að sönnu er Ameríka frjáls, en ef skapa skal erfðavenjur, verður einhver að leika viðlagið. Hetjurnar bregða ekki allar bröndum af gulli eða stáli. Hér var ein, sem handlék aðeins vopn úr illa silfr- uðu járni og tini. Gamli-Heiðiursmaðurinn leiddi sikjól- stæðing sinn í suðurátt, til veitingahúss- ins og til borðsins þar sem veizlan hafði alltaf átt sér stað. Þar þekktust þeir. „Þarna kemur sá gamli,“ sagði einn þjónninn, „sem býður sama umrenningn- um að borða á hverjum Þakkarg'erðar- degi.“ Gamli-Maðurinn sat við borðið og Ijómaði eins og sól við þessum hornsteini tilvonandi erfðavenju. Þjónarnir hrúg- uðu á borðið hátiðamat — og með and- varpi, sem misskilið var sem sultar- stunga, réðst Pési á hann með hníf og gaffli og skar sér úr honum ævarandi lárviðarsveig. Engin hraustari 'hetja hefur nokkru sinni höggvið sér sikarð gegnum óvina- raðir. Kalkúni, rifjasteik, súpa, græn- meti og ábætir hurfu hraðar en fram yrði borið. Þegar hann gekk inn í veit- ingastotfuna, hatfði matarlyktin nærri riðið ihonum að fullu, svo úttroðinn sem 'hann var, en hann þraukaði eins og sannur hermaður. Hann sá fagnandi góðgerðaljómann á andliti Gamla- Mannsins og hann hafði ekki brjóst í sér til að horfa á hann dvína. Bftir kluikkustund hallaði Pési sér af'tur á bak, sigursæll. „Þakika yður kærlega, herra,“ hann másaði eins og lek eimleiðsla, „þak'ka Framihald á bls. 15. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.